Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 39
DÆGRADVÖL 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 „LÖGFRÆÐINGURINN HELDUR AÐ HANN GETI FENGIÐ REFSINGUNA LÆKKAÐA ÚR ÞREMUR LÍFSTÍÐARDÓMUM NIÐUR Í TVO.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila sama smekk. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR … HELDURÐU AÐ ÚTVÍÐAR BUXUR KOMIST AFTUR Í TÍSKU? EKKI EF ÞÚ HEFUR EITTHVAÐ MEÐ ÞÆR AÐ GERA JÁ, Á SÁLINNI … LÍKLEGA ÁTTU EKKERT SEM LINAR ÞANNIG SÁRSAUKA! ERTU ÞJAKAÐUR? ÉG Á TONN AF RJÓMAÍS! hans eru Alda Ragna Þorvalds- dóttir, f. 1971, Kristinn Bjarni Þor- valdsson, f. 1972, og Tómas Waag- fjörð, f. 1976. Barnabörnin eru 8; 4) Grímur Rúnar Waagfjörð, f. 9.4. 1956, rafvirki í Hafnarfirði, giftur Helgu Gunnarsdóttur kennara. Börn þeirra eru Hjörleifur Arnar, f. 1978; Jón Kristinn, f. 1982; Stef- án Helgi, f. 1987, og Berglind María Hlín, f. 1990. Barnabörnin eru 6; 5) Þorsteinn Waagfjörð, f. 27.4. 1962, vélstjóri og frystitæknir í Garðabæ, giftur Sigrún Loga- dóttur kennara. Börn þeirra eru Logey Rós, f. 1998, Eysteinn Arn- ar, f. 2002 og Eydís María, f. 2007; 6) Rósa María Waagfjörð, f. 29.11. 1966. Unnusti hennar er Einar Ingason og börn hennar eru Bertha María, f. 1992, Auður Ása, 1996 og Hreiðar Leví, f. 1998. Barn Jóns Waagfjörðs sem hann átti áður er Már Viktor Jónsson, f. 5.12. 1940, búsettur í Hafnarfirði. Dóttir hans er Hjördís Heiða, f. 1962 og barnabörnin eru þrjú. Systkini Berthu Maríu voru Þor- gerður Elísabet Grímsdóttir, f. 10.12. 1915, d. 9.1. 2006; Björn Júl- íus Grímsson, f. 15.6. 1917, d. 21.6. 1968; Jósebína Grímsdóttir, f. 25.11. 1921, d. 28.12. 1993; Sigur- rós Grímsdóttir, f. 7.12. 1927, d. 9.2. 2013. Uppeldissystir var Sig- rún Þórmundsdóttir, f. 2.1. 1935, d. 16.6. 1992. Foreldrar Berthu Maríu voru hjónin Grímur Kristrúnus Jós- efsson, f. 16.9. 1891, d. 10.2. 1961, járnsmiður, og Halldóra Jóns- dóttir, f. 11.9. 1885, d. 28.3. 1954, húsfreyja. Þau voru búsett í Reykjavík. Bertha María Grímsdóttir Waagfjörð Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja á Dyrhólum, f. á Ketilsstöðum í Mýrdal Björn Bergsteinsson bóndi á Dyrhólum í Dyrhólahreppi, f. á Árgilsstöðum í Fljótshlíð Þórunn Björnsdóttir húsfreyja á Rauðhálsi Jón Ólafsson bóndi á Rauðhálsi í Dyrhólahreppi Halldóra Jónsdóttir húsfreyja í Reykjavík Halldóra Jónsdóttir húsfreyja í Steig, f. á Búlandi í Skaftártungu Ólafur Þorláksson bóndi í Steig í Dyrhólahreppi, f. á Flögu í Skaftártungu Elísabet Árnadóttir húsfreyja í Hólmfastskoti, fráReykhólum,A-Barð. Þorsteinn Þorsteinsson bóndi í Hólmfastskoti í Njarðvík, f. á Hamri í Flóa Þorgerður E. Þorsteinsdóttir húsfreyja í Tröð Jósef Jónsson bóndi í Tröð í Njarðvík Soffía Friðfinnsdóttir vinnukona í Narfakoti, síðar gift húskona á Galtastöðum í Flóa, f. á Galtastöðum Jón Jónsson tómthúsmaður í Keflavík, frá Narfakoti í Njarðvík Úr frændgarði Berthu Maríu Grímsdóttur Waagfjörð Grímur Kr. Jósefsson járnsmiður í Reykjavík Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Náskyldur hann okkur er. Afar mikill þurs er sá. Versti auli virðist mér. Í vefstólnum hann finna má. Lesandi í Austurbænum svarar: Trissa í vefstól api er. Api er tröll í kletti. Mannapi um frumskóg fer. Ég forðast apaketti. Helgi Þorláksson á þessa lausn: Api skyldur okkur hér, apaheiti þursinn ber, aula nefnum apa vér, apa vefstóll búinn er. Eysteinn Pétursson svarar: Skyldur mönnum apinn er. Api þursinn kallast má. Sem api flokkast auli hver. Apa í vefstólnum má sjá. „Með kaffisopanum varð lausnin til,“ segir Helgi R. Einarsson: Náskyldur. Einn þunnur, þver. Þurs, í vondu skapi. Um trissu’ í vefstól talað er. Telst á ferð hér api. Sjálfur skýrir Guðmundur gát- una þannig: Skyldur mönnum apinn er. Api jötnakyns er sá. Api heimskur virðist ver. Í vefstól apa finna má. Þá er limra: Í skóginum aparnir ana og upp eftir trjánum þeir spana, þó nóg sé af föngum, er nærtækast löngum að ná þar í bananana. Og síðan ný gáta eftir Guð- mund: Málið ríkt af orðum er, af því megum státa, hafa það í heiðri ber, hér er lítil gáta: Þangað leita fór hann fjár. Finnst það nafn hér bæjum á. Þaðan kom hann fréttafár. Feldur þetta kallast má. Helgi R. Einarsson lét þessa limru fylgja sinni lausn „upp á grín“ og kallar „Sjálfsagt mál“: „Elskan mín hafðu’ ekki hátt, halda samt áfram þú mátt.“ Hann gerði það fyrst hún um’ða bað. Annað náði’ engri átt. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Allt hermir apinn eftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.