Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 ✝ Gunnar Jó-hannesson fæddist í Reykja- vík 4. febrúar 1936. Hann and- aðist á heimili sínu í Seattle í Bandaríkjunum 30. janúar 2021. Foreldrar hans voru Jóhannes Sigurðsson sím- virki, f. 1. febrúar 1899, og Guðbjörg Bárð- ardóttir saumakona, f. 23. apríl 1895. Systir Gunnars var Sigrún, f. 28. október 1933, d. 28. júlí 2014. Gunnar kvæntist Rósu Sig- urðardóttur, f. 19. febrúar 1936, hinn 16. júní 1956. Rósa lést 24. febrúar 2014 í heimabæ sínum í Seattle í Bandaríkjunum. Gunnar útskrifaðist sem loftskeytamaður og raf- eindavirki og starfaði sem slíkur mestalla sína starfs- ævi. Hann var virkur með- limur í Flugbjörgunarsveit- inni í Reykjavík og sá lengst af um talstöðvar sveit- arinnar. Börn Gunnars og Rósu eru: 1) Sandra, f. 12. apríl 1958, maður Pétur Hall- grímsson, börn Söndru frá fyrra hjónabandi eru Arnar, Sigurrós og Olgeir Sturla. 2) Birgir, f. 6. desember 1961, kvæntur Svövu Björgu Sveinsdóttur Jóhann- esson, börn þeirra eru Sandra Dögg, Sveinn Ben, Gunnar Ben og Kristján Ben. 3) Haukur, f. 15. júlí 1963, kvæntur Lisu McKeirnan, sonur Hauks frá fyrra hjóna- bandi er Ódinn. Barna- barnabörn þeirra eru 13 og eitt barnabarnabarn. Gunnar og Rósa fluttust til Seattle í Bandaríkjunum árið 1978 og hafa búið þar síðan. Þar var Gunnar meðal ann- ars meðstofnandi Marel Seattle. Útförin fór fram í kyrrþey í heimabæ hans, Seattle. Minningarathöfn verður haldin á Íslandi síðar. Gunnar Jóhannesson er fall- inn frá eftir skamma baráttu við erfiðan sjúkdóm. Gunnar í Seattle, eins og við gjarnan kölluðum hann, kom inn í líf okkar í árdaga útrásar Marels. Með samstarfi við hann var stofnað til kynna og vináttu sem entist fram til æviloka. Gunnar flutti til Seattle 1978. Hann var lærður raf- eindavirki og hafði starfað sem slíkur á Íslandi. Gunnar var einn af frumkvöðlum Flug- björgunarsveitarinnar og nýtti m.a. þekkingu sína til að fara með fyrstu heimasmíðuðu ber- anlegu talstöðina inn á hálendi Íslands. Gunnar stundaði í upphafi sjómennsku en síðar stofnaði hann fyrirtækið Gunnar Electronics sem tók að sér þjónustu á Marelbúnaði á hin- um vaxandi markaði fyrir skipavogir. Rússneski flotinn kynnist síðan skipavoginni í gegnum Seattle. Skipavogin var hornsteinn í tekjuöflun Marels á þessum árum, skap- aði möguleika til vaxtar og frekari þróunar félagsins. Það var gríðarlegt lán að leiðir Marels og Gunnars lágu saman. Gunnar tók sitt þjón- ustuhlutverk mjög alvarlega, lagði alla sína krafta sem og fjölskyldunnar fram við að tryggja bestu þjónustu. Síðar tók hann við sölunni líka og var það gæfuspor fyrir báða aðila. Minnisstæð eru fyrstu kynni Gunnars af skipavoginni. Kennslan fór fram á pool-borði í kjallara Gunnars. Þar var vogin rifin í tætlur og sett aftur saman. Eftir það varð ekki aftur snúið, Gunnar var okkar maður. Óhætt er að segja að með Gunnari var lagð- ur grundvöllur að þeim miklu sigrum Marels á fyrstu árum fyrirtækisins. Síðar meir var samkomulag um að Marel keypti rekstur Gunnar Electronics sem gerði Gunnari og Rósu konu hans kleift að hægja á ferðinni. Fyrir okkur var Gunnar ekki einungis mikill fagmaður, heldur var hann einstaklega hress og mikill gleðigjafi. Hann opnaði heimili sitt fyrir okkur þegar við áttum leið um Seattle og þar var gestrisni, gleði og bjartsýni í fyrirrúmi hjá Gunnari og Rósu. Gunnar var mikill Íslendingur í sér, hjartað var alltaf þar. Hann var einstaklega glöggur og minnugur á land og staðhætti og gat rakið helstu kennileiti og fjöll á hálendinu eftir ferðir á vegum Flugbjörgunarsveitar- innar mörgum áratugum áður. Á 60 ára afmæli Gunnars fór- um við með hann í óvissuferð á nútímajeppa þvert yfir Vatna- jökul og var það ógleymanlegt hvernig Gunnar naut ferðar- innar á skyrtunni og blank- skóm, ferð sem tók dagpart, en hefði tekið vikur áður fyrr. Í raun var Gunnar einn af fáum Íslendingum sem nýttu sér hin miklu tækifæri sem sköpuðust í Seattle við eflingu útgerðar og fiskiðnaðar. Gunn- ar sá tækifærið í að stofna sitt eigið fyrirtæki og reka það af miklum myndarskap. Gunnar var mjög virkur meðal Íslendinga í Seattle. Hann var alltaf til taks í Ís- lendingasamfélaginu þegar mikið lá við. Hann var afar stoltur af Rósu sinni þegar hún fór í hlutverk fjalldrottningar- innar við heimsókn Vigdísar forseta til Seattle 1983 og flutti henni ljóð. Við vottum Söndru, Birgi og Hauki og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð og vonum að hann sé aftur kom- inn í faðm Rósu sinnar. Bless- uð sé minning Gunnars. Lárus Ásgeirsson og Pétur Guðjónsson. Gunnar Jóhannesson Elsku amma Mæsa. Mikið á ég eftir að sakna þín. Það eru ófáar minning- ar sem renna um huga mér þeg- ar ég hugsa til þín, alveg frá því að ég man fyrst eftir mér. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að koma í heimsókn til þín á Sauðárkrók og fá kjúkling og franskar. Það einhvern veginn náði enginn að gera það jafn vel og þú. Eða þegar ég heimsótti þig á Álfhólsveginn og við hlust- uðum á Pál Óskar og Milljóna- mæringana, það er ein af mínum sterkustu minningum úr barn- æsku. Það var svo gaman að sitja með þér yfir funheitum kaffi- bolla og hlusta á þig rekja ættir María J. Valgarðsdóttir ✝ María J. Val-garðsdóttir fæddist 28. apríl 1952. Hún lést 26. desember 2020. Út- för Maríu fór fram 9. janúar 2021. fólks sem þú hafðir aldrei hitt. Þú varst svo klár. Það var og hefur alltaf verið svo afskaplega gott að vera í kringum þig. Það var líka svo yndislegt að sjá hvað þú varst góð við Garðar Leó og hin barnabarna- börnin, þeim þótti svo afskaplega vænt um þig. Við töluðum alltaf um það þegar ég var gutti að ég myndi leiða þig yfir götuna þegar þú yrðir gömul kona, við náðum því einu sinni rétt áður en þú kvaddir okkur. Mér þykir gott að hugsa til þess að þú sért loksins komin til Óla frænda. Ég veit að hann og Raggi afi taka á móti þér með opnum örmum. Gæi litli biður að heilsa elsku langömmu sinni. Ég elska þig, amma. Þinn Ólafur (Óli). Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN BJARNADÓTTIR kennari, frá Blöndudalshólum, Bólstaðarhlíð 41, lést á Droplaugarstöðum mánudaginn 8. febrúar. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju 19. febrúar klukkan 13. Sigurjón Hauksson Sigrún Hrafnsdóttir Bjarni Hauksson Laufey Hafsteinsdóttir Anna Ágústa Hauksdóttir Magnús Gissurarson Árni Guðmundur Hauksson Yoko Ozaki barnabörn og langömmubörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA HEIÐUR TÓMASDÓTTIR, áður til heimilis á Rekagranda 5, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. febrúar á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 16. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Báruhrauns á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun. F.h. aðstandenda, Linda Guðný Róbertsdóttir Kjartan Heiðar Haraldsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILHJÁLMUR K. HJARTARSON bifreiðarstjóri, Fossvegi 8, Selfossi, áður Bakkaseli 24 Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 28. janúar, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 13. Jarðsett verður í Laugardælakirkjugarði í Flóa að athöfn lokinni. Ekki verður streymt frá athöfninni en allir ættingjar og vinir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Þ. Harpa Jónsdóttir Hjörtur V.W. Vilhjálmsson Sangwan Wium Ragnhildur Vilhjálmsdóttir Ingibjörn Jóhannsson Gunnar Örn Vilhjálmsson Jón Vilhjálmsson Súsanna Gunnarsdóttir Kristinn Þ. Vilhjálmsson Anna Lilja Rafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ÓSKAR ÁGÚSTSSON frá Svalbarði, Vatnsnesi, Víðimel 78, Reykjavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Landspítala mánudaginn 1. febrúar. Útför hans fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 13. Útförinni verður streymt á slóðinni: facebook.com/groups/1339362149761623. Hlekk á streymi er hægt að nálgast á mbl.is/andlat. Margrét Ósk Óskarsdóttir Jón Hermann Ingimundarson Ágúst Sigurður Óskarsson Júdit Alma Hjálmarsdóttir Stefán Páll Óskarsson Haukur Óskarsson Ásta D. Baldursdóttir Magnús Óskarsson Erla Guðrún Guðbjartsdóttir Sverrir Óskarsson Ingunn Vattnes Jónasdóttir Sigrún Óskarsdóttir Ásmundur Einar Ásmundsson Sigursteinn Óskarsson María Gunnarsdóttir Þráinn Óskarsson Elma Atladóttir og fjölskyldur Ástkær dóttir, systir, mágkona og frænka, LÁRA MARÍA INGIMUNDARDÓTTIR, Þórustíg 6, Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt: https://www.facebook.com/groups/laramariaingimundardottir. Ingimundur Eiríksson Elín Högnadóttir Helga S. Ingimundardóttir Geir G. Garðarsson Birna Rúnarsdóttir Sálm. 17.5-6 biblian.is Skref mín eru örugg á vegum þínum, mér skrikar ekki fótur. Ég hrópa til þín því að þú svarar mér, Guð,... Elskulegur faðir minn, STEINAR FREYSSON vörubifreiðarstjóri, Mánatúni 2, lést 29. janúar á Landspítalanum Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jón Freyr Steinarsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVALA JÓNSDÓTTIR, Lautasmára 1, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sólvangi 6. febrúar. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 17. febrúar klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: https://youtu.be/iVGMPejj7tM Bragi Friðþjófsson Sigurborg Bragadóttir Karl Helgason Dagbjört Jóna Bragadóttir Skarphéðinn Skarphéðinsson Göran Skog Björk Bragadóttir Þorvaldur Kröyer Roger Seager Jenny Seager og ömmubörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÁRMANNS GUNNARSSONAR, Steinsstöðum, Akranesi. Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða og Heimahjúkrunar HVE fyrir hlýhug og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Helga Sólveig Bjarnadóttir Kristín Ármannsdóttir Guðgeir Svavarsson Gunnar Már Ármannsson Anna Kristjánsdóttir Bjarni Ármannsson Helga Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.