Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 11
Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook NÝTT Í LAXDAL Fisléttar dúnúlpur og -jakkar Skoðið laxdal.is ÚTSÖLUVÖRUR VERÐHRUN Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is NÝ SENDING Ullarpeysa Verð: 22.980 Opið 11-14 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Algjört VERÐHRUN á útsölu Aðeins 6 verð 1.000.- 2.000.- 3.000.- 4.000.- 5.000.- 6.000.- Síðustu dagarnir Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2021 til 2023. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn (karl og konu) til tveggja ára, einn stjórnarmann (karl) til eins árs og einn varamann (karl) til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 18. febrúar 2021. • vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta.is Matvælastofnun hefur veitt Ögg ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á Kjarvalsstöðum við Hjaltadalsá í Hjaltadal. Matvælastofnun auglýsti tillögu að rekstrarleyfi á vef stofn- unarinnar 5. október 2020 og var frestur til að skila inn athugasemd- um til 2. nóvember 2020. Öggur ehf. sótti um nýtt rekstr- arleyfi vegna 12 tonna hámarks- lífmassa á seiða- og matfiskeldi á bleikju á Kjarvalsstöðum. Úttekt starfsstöðvar hefur farið fram og staðfestir Matvælastofnun gildistöku rekstrarleyfis Öggs ehf., segir á vef MAST. Starfsemin er einnig háð starfsleyfi Umhverfis- stofnunar. Heimilt er að kæra ákvörðun MAST til úrskurðar- nefndar umhverfis- og auðlinda- mála. Leyfi til fiskeldis á Kjarvalsstöðum Fiskeldi MAST hefur gefið leyfi til bænda á bænum Kjarvalsstöðum í Hjaltadal. Ragnhildur Þrastardóttir Alexander Kristjánsson Dómsmál Jóns Baldvins Hanni- balssonar gegn dóttur sinni, Aldísi Schram, og Sigmari Guðmunds- syni, fréttamanni á Ríkisútvarp- inu, er prófmál á tjáningarfrelsið, einn hornstein lýðræðisins. Þetta sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær á síðari degi að- almeðferðar í málinu. Jón Baldvin höfðaði meiðyrða- málið vegna ummæla sem féllu í Morgunútvarpi Rásar 2 19. janúar 2019, þar sem Aldís lýsti sifjaspell- um auk nauðungarvistunar sem hún segir Jón Baldvin hafa farið fram á að hún sætti. Sagði Gunnar, lögmaður Aldísar, að niðurstaða dómsins myndi leiða í ljós hvort mál manns sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot af tugum kvenna væri æðra tjáning- arfrelsi kvennanna. Benti hann enn fremur á að Jón Baldvin væri opinber persóna. „Stefnandi þessa máls er ekki ein- hver maður úti í bæ,“ sagði Gunn- ar Ingi og hélt áfram: „Hann er ekki maður úti í bæ sem kveikti á útvarpinu einn góðan veðurdag og það var allt í einu verið að tala um hann.“ Þá fór Gunnar í máli sínu yfir þau tímamót sem urðu á heimsvísu þegar MeToo-byltingin reið yfir. Hún hefði gert þolendum kynferð- isbrota kleift að segja frá reynslu sinni „Það er mjög erfitt fyrir brota- þola, sérstaklega þegar gerandi er þjóðþekkt persóna, að koma á framfæri frásögnum eins og þess- um því aðstöðumunurinn er svo mikill,“ sagði Gunnar Ingi. Engin tengsl við MeToo Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lög- maður Jóns Baldvins, hafnaði málatilbúnaðinum og sagði að þótt Jón Baldvin væri opinber persóna ætti hann ekki að þurfa að sitja undir ærumeiðandi ummælum. Þá taldi hann meiðyrðamálið gegn Aldísi og Sigmari ekkert skylt MeToo-hreyfingunni. Við réttarhöld í dag sagði Vil- hjálmur að Jón Baldvin hefði aldr- ei verið dæmdur fyrir kynferðis- brot. Hann hefði einu sinni verið ákærður en því máli verið vísað frá. Vissulega hefði sú ákvörðun nú verið kærð til Landsréttar og sé málið til meðferðar þar. Enginn taki lengur mark á meintri geðveiki Aldísar Gunnar Ingi, lögmaður Aldísar, benti hins vegar á að fjöldi kvenna hefði stigið fram og sakað hann um kynferðisbrot. Svo margar raunar að Jón Baldvin nyti „þess vafasama heiðurs“ að halda Ís- landsmeti í fjölda ásakana um kyn- ferðisbrot. Ásakanirnar væru ekki nýjar og hefðu lengi verið í um- ræðunni. Enginn hlustaði lengur á þær skýringar Jóns Baldvins að rót þeirra allra væru meint geðræn vandamál Aldísar. Reynir á ábyrgð blaðamanna Auk þess að taka á rétti fólks til að tjá sig um meint ofbeldi sem það hefur orðið fyir, án þess að dæmt hafi verið fyrir brotið, mun dómurinn einnig þurfa að taka af- stöðu til ábyrgðar fjölmiðla sem gefa fólki færi á að segja frá sinni hlið máls. Í stefnunni fer Jón Baldvin fram á að Ríkisútvarpið fyrir hönd Sigmars greiði honum 2,5 milljónir króna í miskabætur vegna ummæla sem féllu í viðtal- inu við Aldísi. Við aðalmeðferðina í gær sagði lögmaður hans að öll ummælin sem Jón Baldvin hefði stefnt fyrir hefðu falið í sér ásak- anir um lögbrot og ljóst að Sigmar bæri ábyrgð á þeim ummælum sem hann „samdi og las í eigin nafni“. Því hafnaði lögmaður Sigmars, Stefán A. Svensson. Ljóst væri að Sigmar hefði vitnað í ummæli Al- dísar þegar hann flutti fréttir af málinu og væri hann því ekki brot- legur. Reynir því hér enn á ábyrgð blaðamanna vegna ummæla sem höfð eru eftir viðmælendum, en dómar í slíkum málum hafa fallið á báða bóga hér á landi og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu í nokkrum tilvikum komist að því að brotið hafi verið gegn tjáningar- frelsi fjölmiðlafólks með því að gera það ábyrgt fyrir ummælum sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum. „Ekki einhver maður úti í bæ“  Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Baldvins Tekist á um réttinn til að tjá sig um meint brot  Ábyrgð fjölmiðla á ummælum viðmælenda einnig undir í málinu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Héraðsdómur Jón Baldvin Hanni- balsson gaf skýrslu fyrir dóminum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.