Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Lagarfoss, flutningaskip Eimskips, hélt af stað í prufusiglingu í gær- morgun að lokinni viðgerð. Skipið hefur verið stopp vegna vélarbilunar í einn og hálfan mánuð. Skipta þurfti um sveifarás í vélinni. Ef allt gengi að óskum var stefnt var að því skipið sigldi á ströndina í gærkvöldi. Komið verður við í nokkr- um höfnum á landinu og að því búnu siglir skipið til Færeyja og Bretlands en það siglir á gulu leiðinni hjá Eim- skip. Það var sunnudaginn 27. desember sl. að Lagarfoss varð vélarvana um 230 sjómílur suðvestur af Garðskaga. Skipið var þá á leið til Kanada og Bandaríkjanna fulllestað vörum. Þegar ljóst varð að viðgerð bar ekki árangur var varðskipið Þór kall- að út til aðstoðar. Tók Þór Lagarfoss í tog og komu skipin til Reykjavíkur 30. desember. Lá skipið í Sundahöfn á meðan viðgerð fór fram. Í ljós kom að alvarleg bilun varð í sveifarási í vélinni og þurfti að skipta um hann. Sveifarásinn, sem er um átta metrar að lengd og um 11 tonn að þyngd, var fluttur til Íslands frá Þýskalandi. Orsök bilunarinnar ligg- ur ekki fyrir en gamli sveifarásinn verður sendur til Þýskalands til frek- ari skoðunar, segir Edda Rut Björns- dóttir, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs Eimskips. Eimskip er tryggt fyrir svona óhöppum, að sögn Eddu Rutar. Ekki liggur fyrir hve tjónið er mikið. Sveifarás er mjög mikilvægur hluti aflvéla skipa. Í alfræðiritinu Wiki- pedíu er honum lýst sem ás í bruna- hreyfli, knúinn af aflslagi stimpla, sem sér um að koma afli frá stimplum til kasthjóls (svinghjóls). Hann sér einnig um að snúa kambási, vatns- dælu, rafal og stundum viftu, loftkæl- ingu og forþjöppu. Lagarfoss er 10.106 brúttótonn. Skipið var smíðað í Kína 2014. Nýr sveifarás 11 tonn  Viðgerð er lokið á Lagarfossi  Fer strax á ströndina Ljósmynd/Mats Svensson Vélarrúmið Það var mikið verk að koma sveifarásnum fyrir í vél Lagarfoss enda stykki sem vegur heil 11 tonn. Morgunblaðið/sisi Sundahöfn Lagarfoss lá við Vatna- garðabakka vegna viðgerðarinnar. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hafði marg- vísleg áhrif á rekstur Landspítalans í fyrra, samkvæmt starfsemis- upplýsingum Landspítala fyrir des- ember 2020. Tæplega 300 ein- staklingar þurftu innlögn á spítalann í fyrra og 17% þeirra stuðning á gjörgæslu, að því er Páll Matthías- son forstjóri sagði í forstjórapistli. Þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á rekstur spítalans sem alla jafna keyrir á yfir 100% nýtingu rýma. Meðalfjöldi inniliggjandi sjúk- linga á dag árið 2020 var 560 eða 6,8% færri en árið 2019 þegar meðal- fjöldinn var 601. Legudagar á legu- deildum og bráðadeild í Fossvogi voru 8,4% færri í fyrra en árið 2019. Hlutfall sjúklingadaga í þyngstu hjúkrunarþyngdarflokkunum (IV og V) jókst hins vegar um 12% milli ára, samkvæmt starfsemisupplýsing- unum. Komur á allar bráðamóttökur Landspítalans voru 14,6% færri árið 2020 en þær voru 2019. Komum á göngudeildir fækkaði um 10,3% á milli ára og komum á dagdeildir um 8,6%. Þá voru skurðaðgerðir 9,7% færri árið 2020 en þær voru árið 2019. Rannsóknir á þjónustusviði, það er allar rannsóknir sem gerðar voru á LSH, fyrir sjúklinga LSH og aðra landsmenn auk aðsendra sýna, voru 13% fleiri árið 2020 en þær voru 2019. Fjöldi rannsókna í fyrra var 2.965.667 eða 340.377 fleiri en árið áður. Þrjár bylgjur faraldursins Landspítalinn var á óvissustigi í lok ársins 2020 vegna Covid-19- faraldursins. Áður hafði spítalinn verið settur á neyðarstig í fyrsta skipti í sögu hans en það var í gildi 25. október til 12. nóvember. Hættu- stig tók svo við og gilti 13.-23. nóv- ember þegar spítalinn var settur á óvissustig. Í fyrstu bylgju faraldursins var 101 sjúklingur á spítalanum með Co- vid-19. Fjórir áttu endurinnlögn þannig að legur vegna sjúkdómsins voru alls 105. Sjúklingarnir voru all- ir í einangrun og meðhöndlaðir á sérútbúnum legudeildum eða gjör- gæslu. Alls fóru 27 þessara sjúklinga á gjörgæslu og þurftu 15 þeirra að fara í öndunarvél. Sjö létust vegna sjúkdómsins. Flestir útskrifuðust á Reykjalund eða heim. Faraldurinn fór aftur á flug í ágúst 2020. Í árslok voru legur í bylgjum 2 og 3 orðnar samtals 193. Þá hafði 21 lagst á gjörgæslu, þar af fóru 11 í öndunarvél. Enginn lést vegna sjúkdómsins á Landspítala í annarri bylgju en andlát í þriðju bylgju voru orðin 18 í lok ársins. Af þeim tengdust 14 andlát hópsýking- unni á Landakoti. Covid-19 göngudeildin í Birkiborg hefur tekið á móti sjúklingum með Covid-19, sinnt skimunum og eftirliti og stuðningi í gegnum síma. Yfir sex þúsund manns hafa verið í slíku símaeftirliti. Símtölin eru orðin um 35 þúsund það sem af er. Faraldurinn hafði margvísleg áhrif  Færri komur á Landspítala 2020 en 2019 en rannsóknum fjölgaði mikið Morgunblaðið/Eggert Landspítali Færri komu á bráða- móttökur spítalans 2020 en 2019. Biskup Íslands hefur auglýst laust til umsóknar embætti sóknarprests við Reykholtsprestakall í Borgar- firði. Umsóknarfrestur er til mið- nættis 25. febrúar 2021. Miðað er við að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyr- ir. Það er orðið æði langt síðan aug- lýst var eftir presti í Reykholt síð- ast. Séra Geir Waage lét af embætti um áramótin síðustu fyrir aldurs sakir. Hann hafði þá setið staðinn frá nóvember 1978, eða í 42 ár. Séra Jón Ragnarsson gegnir þar prestsþjónustu uns nýr sóknar- prestur verður kjörinn. Kirkjuþing samþykkti á fundi sínum í nóvember sl. tillögu biskups um að Hvanneyrar- og Reykholts- prestakall í Borgarfirði sameinist í eitt nýtt prestakall, Reykholts- prestakall. Í prestakallinu eru sex sóknir; Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn. Kirkjur hafa staðið í Reykholti frá upphafi kristni. Breiðabólstaðargoðar byggðu þar kirkjur og fimm þeirra voru prest- ar þeirra, þar til sóknin var seld Snorra Sturlusyni árið 1206. Tvær kirkjur eru nú í Reykholti: Reykholtskirkja eldri sem reist var árið 1886 og Reykholtskirkja yngri sem vígð var árið 1996. Uppbygg- ing nýrrar kirkju með áföstu Snorrasafni og fræðasetri hófst 1988. Eldri kirkjan hefur verið í vörslu Þjóðminjasafns Íslands síðan árið 2001. sisi@mbl.is Laust embætti í Reykholti Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykholt Nýja kirkjan á staðnum við Snorrasafnið var vígð 1996.  Fráfarandi prestur var þar í 42 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.