Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Svandís Svavars- dóttir heilbrigðis- ráðherra birti ágætan pistil í Morgunblaðinu 19. janúar sl. um geð- heilbrigðisþjónustu. Meðal þess sem hún nefnir þar eru þær úr- bætur sem orðið hafa með tilkomu geð- heilsuteymanna og þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að draga úr biðlistum vegna ADHD-greininga. Þessu ber vissulega að fagna. Óhjá- kvæmilegt er þó að benda á að geð- heilsuteymin eru ekki ætluð öllum. Í upplýsingum á heimasíðum geð- heilsuteymanna kemur m.a. fram að það sé „frábending“ að vera með þroskaraskanir (einhverfuróf) og er einstaklingum með þær greiningar vísað frá þegar þeir leita eftir þjón- ustu geðheilsuteymanna. Í þessu er fólgin augljós og alvarleg mismunun á grundvelli fötlunar hvað varðar að- gang að heilbrigðisþjónustu. Slík mis- munun fer í bága við íslensk lög og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og fleiri fjöl- þjóðlega mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur skuldbundið sig til að virða og framfylgja. Í þessu sambandi viljum við einnig vekja athygli heilbrigðisráðherra, fé- lagsmálaráðherra og annarra á að til að fá greiningu vegna einhverfu eða þroskaröskunar þarf fólk sem orðið er eldra en 18 ára að leita til sjálf- stætt starfandi sérfræðinga. Fyrir þær greiningar þarf fólk að greiða há- ar fjárhæðir. Mjög oft er þar um ein- staklinga að ræða sem hafa ekki fjár- hagslega burði til að mæta þeim kostnaði. Margvísleg lögbundin þjón- usta og réttindi eru þó í raun háð því að slík greining liggi fyrir. Nú er verið að stofna geð- heilsuteymi fyrir fólk með þrosk- araskanir og/eða einhverfu. Það teymi á þó eingöngu að sinna þeim hópi sem er í búsetu og þjónustu sveitarfélaganna, samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fengið. Við verðum því að beina þessari spurningu til heilbrigðisráðherra og treystum því að hún svari henni fljótt og skýrt: Hvar leggur ráðherra til að fólk með þroskahömlun og/eða einhverfu, sem ekki er í búsetu og þjónustu sveitarfélaga, fái nauðsynlega geð- heilbrigðisþjónustu? Afar brýnt er að fá svar við þessari spurningu án frekari dráttar þar sem vitað er og viðurkennt að geðraskanir eru algengur fylgifiskur einhverfu. Opið bréf til ráðherra: geðheilsuteymi fyrir útvalda Eftir Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Olgeir Jón Þórisson » Geðheilsuteymi heilsugæslunnar vísa fólki með þroska- hömlun og á einhverfu- rófi frá. Óskað er eftir svörum heilbrigðis- ráðherra. Bryndís Snæbjörnsdóttir Höfundar eru formenn Landssamtak- anna Þroskahjálpar og Einhverfu- samtakanna. Olgeir Jón Þórisson Allir vita að skóla- kerfið okkar er ónýtt, og allir vita hvers vegna, en engir tveir hafa sömu skoðun og eru þess vegna hluti af þeim vanda sem kerfið hefur við að glíma. Í dag eru meira en fimm áratugir síðan núverandi kerfi var þróað upp úr öðru fjörutíu ára gömlu, en fáir gera sér grein fyrir því og enn færri skilja það. Skólakerfið okkar er byggt fyrir kennara fremur en börn. Þannig þjón- ar það kennurunum og ræðst af duttl- ungum þeirra og skoðunum, en ekki nemendunum. Kennarar eru þess vegna valdir fyrir nemendurna, en ekki nemendur sem hæfa kenn- urunum. Af þessu leiðir meðal annars að kennari, sem er góður í að leiðbeina hægfara nemum, hæfir oft ekki þeim sem hraðar geta farið í náminu. Þarna gætir og mjög pólitískra áhrifa gam- alla tíma og genginna, það að allir séu jafnir og allir séu eins, umhverfið móti mennina, en í engu meðfædd greind eða hæfileikar og jafnframt misjafnt hæfi til að tileinka sér og venjast umhverfi sínu. Núverandi skólakerfi var sett upp í þeim anda sinnar samtíðar að stúlkum fram til þess tíma höfðu verið kennd allt önnur fræði en pilt- um. Það voru til hús- mæðraskólar og stúlk- um höfðu verið innprentaðar dyggðir kvenlegra eiginleika ásamt tilgangi þeirra í samfélaginu. En guð minn góður, það eru fimmtíu ár síðan! Samt sem áður verður að taka tillit til þess sannleika að strákar eru öðru- vísi en stúlkur og það hefur verið vitað nokkuð lengi. Auk þess er líkamlegur þroski misjafn og þar af leiðandi ætti að vanda betur og taka miklu meira tillit til þroska nemenda í hverjum bekk og binda sig í alls engu við gömlu kröfurnar um blandaða bekki. Þó með því skilyrði að ekkert banni þessa svo- kölluðu blöndun í bekki þar sem það á við. Hitt er svo aftur miklu meira mál að val nemenda í bekki er enn miðað við heilt ár, en það er þess valdandi, að allt að heils árs aldursmunur getur verið milli nemenda í sama bekk. Eitt ár markar allmikinn mun á þroska ungmenna, enda er það vel þekkt staðreynd, að þeir sem til forystu velj- ast í bekkjum, eru oftar fæddir á fyrri hluta árs en seinni. Þetta verður með- al annars þess valdandi að þeir sem yngri eru í bekk, jafnvel þó ekki muni nema hálfu ári, verða oftar fyrir áreiti og einelti. Þess vegna ætti að velja í tvær bekkjardeildir eftir aldursári hvers nemanda þannig að aldursmunurinn sé aldrei meiri en sex mánuðir. Ég læt þetta nægja í bili og vona að þessi fáu orð fái vakið fólk til umræðu um þau vandamál sem hrópa til okkar á lausn og óþolandi bíða úrlausnar í samfélagi okkar. Eftir Kristján Hall » Þetta verður meðal annars þess valdandi að þeir sem yngri eru í bekk, jafnvel þó ekki muni nema hálfu ári, verða oftar fyrir áreiti og einelti. Kristján Hall Höfundur er afi á eftirlaunum. Börnin okkar og skólinn Tveir dyggðum prýddir dánumenn, þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Bene- dikt Jóhannesson, fóru mikinn eftir að hluta- bréf í stöndugu útgerð- ar og fiskvinnslu- fyrirtæki gengu í arf eins og fara gerir. Svo er að sjá sem að þeir telji verðmæti hluta í þessari atvinnugrein byggist ein- vörðungu á einu og aðeins einu – að hafa fengið úthlutaðan kvóta, ekki á rekstrarárangri. Hinir snauðu eða þeir dyggðum prýddu Ekkert hafa þeir fyrir að útskýra af hverju einstökum fyrirtækjum gengur betur en öðrum. Ekkert um nýju tæknibyltinguna í sjávar- útvegnum eða markaðsstarfið. Ekk- ert um arðsemi fiskveiða eða árang- ur Íslendinga miðað við aðra. Sem sé ekkert málefnalegt framlag. Þess í stað fer Benedikt með heiftugan kveðskap sem vísar til dyggðum snauðra fanta sem safna auð með augun rauð en aðra brauðið vantar. Hinir dyggðum snauðu fantar eru þá útgerðarmennirnir, en þá félaga Jón Baldvin og Benedikt vantar þar á móti sárlega brauð. Annar þessara öðlinga sagði eitt sinn um svipaðan málstað að hann væri betur til þess fallinn að syngja um en færa rök fyr- ir honum. Enga kröfu gera þeir til að eig- endur fyrirtækja sem nýta önnur nátturugæði, mengunarkvóta o.s.frv. sæti takmörkunum á erfðarétt- indum. Við sem oft og lengi höfum dvalist í fyrrum ríkjum sovétsins þekkjum gildi eignarréttarins. Það gerði Arnór heitinn Hannibalsson sannarlega. Benedikt var í stjórn Útgerðar- félags Akureyringa frá árinu 1997 til ársins 2003. Lauk þar með afskiptum dyggðum prýddra, en við tók nokkru síðar snauður fantur. Hann er nefnd- ur Guðmundur í Brimi. Um kvóta- eign Útgerðarfélags Akureyringa, afdrif kvótans, afskipti Benedikts af útgerð og til samanburðar hvernig snauðum fanti hafur tekist upp verð- ur að rita sérstaka grein. Veldur hver á heldur Hvað skyldi nú valda verðmæt- isaukningu kvótans frá kaupverði hans? Jú, þekkingin á vinnslu aflans eykst. Heimskunn há- tæknifyrirtæki hafa orðið til, tengd veiðum sem áður voru ríkis- styrktar. Þeir sem best kunna til verka geta bætt í þannig að hag- kvæmnin eykst, hinir ekki svo mjög; saman eykur þekking og tækni verðmæti við úr- vinnslu kvótans. Sem barn og unglingur las ég Rétt mér til tjóns í lesefnisskorti, frá fyrsta hefti til hins síðasta. Nú afrita þeir félagar fræði nafna míns Ol- geirssonar um eignarréttinn. Benedikt Jóhannesson hefur smit- ast af grænu veirunni. Hann og fé- lagar hans vilja gera afrakstur þekk- ingarauka og tækninýjunga í fiskveiðum upptækan. Að stökkva svo á nýja stjórarskrárvagninn á svo að skola honum aftur á þing. Bene- dikt er nú heldur síðbúinn þátttak- andi í búsáhaldabyltingunni. – Eða er erindi hans að búa í haginn fyrir valdatöku Evrópusambandsins á Ís- landi? Húslestrar handa fóstbræðrum Benedikt vitnar til vísu skálds sem fætt var á 18. öld til að tala þá niður sem stunda útgerð og fiskvinnslu á Íslandi. Honum og öðrum er vert að benda á annan höfund sem dó á þeirri öld, Jón biskup Vídalín. Ekki hafa margir lagt meira til málsins en hann nema ef vera skyldi Oddur Gottskálksson (sem er að vísu nú orðið bannfærður í barnaskólum). – Heiftin er aldrei einsömul. Um fylgi- fiska hennar fjallar meistari Jón víða. Sá lestur er hollur hverjum manni, ekki síst lösturum. En ekki vil ég þó eyða orðum á prestinn sem stundar t.a.m. fordæmingu gyðinga og tjáði sig um erfðirnar í útvarps- messu. Einhvers staðar verður mað- ur að draga mörkin. Eftir Einar S. Hálfdánarson » Benedikt Jóhann- esson var í stjórn ÚA frá árinu 1997 til ársins 2003. Lauk þar með afskiptum dyggð- um prýddra, en við tók nokkru síðar snauður fantur. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Gert út á vondum miðum linga. Hér er því um stórmál að ræða við- víkjandi heilsu fólks og lífshamingju enda hafa menningarþjóðir sem liggja mun sunnar á hnettinum en við tekið þessi mál föstum tök- um. Bæði Þjóðverjar (DIN 5034-1) og Eng- lendingar (BRE Report BR209) taka þessi mik- ilvægu mál mjög alvar- lega. Á heimasíðu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins í Englandi (BRE) er að finna eftirfarandi upp- lýsingar (í íslenskri þýðingu): „Ný- legar rannsóknir hafa sýnt að dags- ljós er mikilvægara en áður var viðurkennt. Vísindamenn hafa upp- götvað nema í augum sem eru næm- ir fyrir dagsljósi og stjórna svefni og vöku og gefa frá sér hormón sem hjálpa til við að verja okkur fyrir krabbameini og öðrum sjúkdómum. Þetta er ástæða þess að í drögum að Evrópustaðli á þessu sviði eru nú gerðar mun meiri kröfur en nú er gert í leiðbeiningum BRE.“ Opinberir aðilar hér á landi, sem eiga að gæta hagsmuna almennings á þessu sviði, skella samt hér við skollaeyrum, þrátt fyrir frumkvæði Guðmundar Hannessonar og þótt Ísland liggi mun norðar en ofan- greind lönd. Þetta eru líka atriði sem ætti að taka fullt tillit til í til- lögum um „þéttingu byggðar“. Árni Ólafsson arkitekt tjáði sig nýlega um þetta í eftirfarandi feis- bókarfærslu: „Brottfall allra gæða- krafna á húsnæðismarkaði er mjög alvarlegt mál. Með þeim rökum að reglugerðarákvæði geti ekki tryggt gæði hafa öll gæðaákvæði verið felld út úr byggingarreglugerð (þ.e. önn- ur en tæknileg). Meira að segja síð- asta hálmstráið í gömlu byggingar- reglugerðinni – „íbúðir skulu þannig hannaðar að þær njóti fullnægjandi dagsbirtu og henti sem best til íbúð- ar“ – var fellt út. Vel hönnuð híbýli, sem eru vönduð, hagkvæm og end- ingargóð umgjörð um heimilið, eru líkleg til að nýtast um langa framtíð. Slík hús munu jafnvel nýtast um aldir með eðlilegu viðhaldi og án meiriháttar breytinga. Þess vegna er það beinlínis í þágu umhverfisins að vanda sig. Illa hönnuð undirmáls- hús sem eingöngu taka mið af skammtíma peningamarkaðssjón- armiðum og gróða fyrsta eiganda (byggjanda) vinna jafnvel gegn öll- um skynsamlegum umhverfismark- miðum sveitarfélaga, ríkis og al- þjóðasamfélagsins.“ Undir þetta skal tekið og ekki dugar að segja einungis eins og nú er gert: „öll birtuskilyrði og ljósmagn sé í fullu samræmi við þá starfsemi sem fer fram.“ Við höfum núna, í byrjun 21. ald- arinnar, aldrei verið betur í stakk búin til að tryggja Íslendingum gott og heilsusamlegt húsnæði á viðráð- anlegu verði og fylgjast með því að fólk hírist ekki eða sé hýst eins og búsmali í ólöglegu húsnæði. Nýlegar fréttir benda samt til þess að 5- 7.000 einstaklingar búi í „óleyfisí- búðum“ hér á landi þrátt fyrir yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar um um- bætur í húsnæðismálum sem hluta af kjarasamningum. Fyrir lækn- ismenntað fólk í borgarstjórn Reykjavíkur ætti það líka að vera nokkuð ljóst hvaða áhrif þetta ástand hefur á líf og heilsu þessara einstaklinga. Þótt Menningarstefna í mann- virkjagerð hafi líka verið gefin út af menntamálaráðuneytinu árið 2007 og endurútgefin 2014 er ekki heldur að sjá að hún hafi hér haft mikil áhrif. Nú kann vel að vera að ráðherra skipulags- og byggingarmála sé afar sáttur við þetta ástand, en þá væri heldur ekki úr vegi að hann myndi tjá sig um málið vel fyrir næstu al- þingiskosningar. Lítil von er til þess að íslenskur almenningur sætti sig við að þeir aðilar sem hafa verið kosnir til að gæta hagsmuna hans vinni beinlínis gegn hagsmunum fólks með marklausri lagasetningu og framgangi mála eins og núver- andi ástand bendir til. Eftir Gest Ólafsson » Við höfum aldrei ver- ið betur í stakk búin til að tryggja Íslend- ingum gott og heilsu- samlegt húsnæði á við- ráðanlegu verði. Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur, FAÍ, FSFFÍ. skipark@skipark.is Í ár minnumst við þess að 100 ár eru lið- in frá setningu fyrstu skipulagslaganna hér á Íslandi, en höfundur þeirra, Guðmundur Hannesson læknir, gerði sér fulla grein fyrir þeim áhrifum sem skipulag byggðar hefur á heilsu og vel- ferð íbúanna. Þetta var líka eitt grundvall- aratriða í fyrstu skipulagslögunum og í nútímastefnu í byggingarlist (e. Modern Movement) og ekki úr vegi á þessum tímamótum að horfa til baka og meta hvernig við höfum farið með þessa þekkingu. Þetta eru því ekki nein ný sannindi og lengi hefur verið vitað m.a. um áhrif dagsbirtu og sól- arljóss á námsgetu barna og ung- Gestur Ólafsson Íbúðir fyrir Íslendinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.