Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.02.2021, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. FEBRÚAR 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Höft og lok-anirvegna kórónuveirunnar hafa reynt á marga og að sama skapi er það léttir að tilslakanir séu hafnar. For- gangur spilakassa í tilslökun- unum hefur hins vegar verið gagnrýndur og í Morgun- blaðinu á mánudag birtist grein eftir Ölmu Hafsteins- dóttur, formann Samtaka áhugafólks um spilafíkn, þar sem hún setur fram ágengar spurningar um hvað þar hafi ráðið för. Margir spilafíklar hafa far- ið illa út úr spilakössunum og það vakti athygli þegar greint var frá því að spilafíklar hefðu átt óvenju góð jól vegna þess að spilakassarnir voru lok- aðir. Svo virðist sem spilakassar hafi ákveðna sérstöðu þegar spilafíkn er annars vegar. Það sé ekki svo einfalt að þegar þeim sé lokað færi fíklarnir sig bara á netið og haldi áfram að tapa þar. Ögmundur Jónasson tók upp málstað spilafíkla á þingi og fylgdi því eftir í ráðherra- tíð sinni. Í grein sinni í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins nú um helgina rekur hann útreikninga Samtaka fólks um spilafíkn þar sem fram kemur að spilafíklar tapi vel rúmlega 400 þúsund krón- um á klukkustund í spilaköss- um og á ári sé um að ræða hátt í fjóra milljarða króna. Það sem er mest sláandi við þetta er að þeir sem sitja við spilakassana eru sárafáir. Samkvæmt könnun sem Gall- up gerði fara aðeins 0,3% landsmanna oftar í spilakassa en 11 sinnum á ári. Spilakassarnir eru reknir í fjáröflunarskyni og rennur féð til Háskóla Íslands, Rauða krossins og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar. SÁÁ var áður þar á meðal, en dró sig út úr rekstri spila- kassanna einmitt vegna þess að siðferðislegar forsendur þess að afla fjár með þessum hætti væru hæpnar. Ögmundur bendir í grein sinni á að eitt sé að taka þátt í fjáröflun og styrkja góðan málstað, til dæmis með því að kaupa happdrættismiða. Öðru máli gegni um spilakassana, sem séu sérstaklega hannaðir til að „tala til spilarans og æsa upp í honum langanir þar til hann missir stjórn á gjörðum sínum“. Ögmundur fullyrðir að enginn stígi inn í spilasali til að styrkja gott málefni. Hann þekkir málið vel og veit um hvað hann er að tala. Spilakassarnir hafa verið lengi til umræðu. Mýmörg viðtöl hafa verið tekin við fólk sem hefur tapað aleigunni, sett sjálft sig og heilu fyrir- tækin á hausinn og jafnvel lent á vonarvöl við að spila í þeim. Það er því ekki mikill sómi að þessari fjáröflunar- leið. Þar við bætist að gríð- arlega hátt hlutfall af þeim peningum sem fara í spila- kassana fer í rekstur þeirra og greiðslur fyrir leyfi til að nota þá. Ef svo stór hluti beinna framlaga almennings til samtaka af ýmsum toga færi í rekstur í stað þess að renna til málstaðarins þætti það reginhneyksli. Umræðan um það hvers vegna lá á að opna spilakassana skiptir máli, en að óbreyttu hefði það gerst á endanum. Ákvörðun stjórnenda SÁÁ um að draga sig úr samstarfinu um spila- kassana sýndi að það er að verða hugarfarsbreyting. Hverjir verða næstir? Lokun spilakassa var mörgum léttir en nú hefur verið opnað aftur} Fíkn og fjárhættuspil Hundruð Ís-lendinga nota táknmál að staðaldri. 300 manns segja það vera sitt móður- mál og mun fleiri nota það í daglegu lífi, bæði fjöl- skyldur, vinir og vandamenn heyrnarlausra og fólk sem vinnur við eða veitir þeim þjónustu. „Íslenska táknmálið er fjölbreytt, fallegt, lifandi og þróast hratt,“ segir Margrét Auður Jóhannesdóttir tákn- málstúlkur í viðtali í Morg- unblaðinu í dag í tilefni af því að á fimmtudag, 11. febrúar, var dagur táknmáls- ins. „Allt sem fólk segir í mæltu máli er sömuleið- is hægt að segja með táknum og færni til slíks kemur fljótt með þjálfun.“ Mikilvægt er að efla tákn- málið, ekki síst til að gera heyrnarlausum börnum kleift að dafna og njóta sín. Í lögum segir að íslenskt táknmál sé jafnrétthátt ís- lenskri tungu. Það er mikil- vægt að það sé virt og kapp- kostað að efla táknmálið. Hundruð Íslendinga nota táknmál að staðaldri} Eflum táknmál Á stæður sumargleðinnar í minni barnæsku voru margar. Sumar voru þær sömu og gleðja börn nú- tímans, en sérstaklega þótti mörgum krökkum í mínu hverfi spennandi að komast í skólagarðana! Þar fengu börn að leika sér í mold og drullu, samhliða því að læra að rækta grænmeti sem þau færðu stolt heim til foreldra sinna þegar sumri tók að halla. Einhverra hluta vegna þóttu skólagarðarnir samt ekki töff og matræktaráhuginn fjaraði jafnan út þegar unglingsárin nálguðust. Á full- orðinsárum kviknaði hann þó hjá mörgum á ný og á undanförnum árum hafa matjurtagarðar sprottið upp í húsagörðum um allt land. Að sama skapi hefur neysla á grænmeti stór- aukist í landinu. Mataræðið hefur orðið fjöl- breyttara og sem betur fer hefur skilningur á mikilvægi þess að framleiða mat innanlands aukist. Þeir sem velja að gera matvælaframleiðslu að ævistarfi hafa átt á brattann að sækja. Hefðbundinn búskapur hefur víða dregist sam- an og orðræðan í garð innlendrar matvælaframleiðslu hef- ur stundum verið neikvæð. Sem betur fer hefur það snúist við og aukin innlend matvælaframleiðsla er nú talin lífs- nauðsynleg og ómetanleg af mörgum ástæðum. Raunar kallast hún á við mörg af helstu hagsmuna- málum þjóðarinnar, og jafnvel alls heimsins. Þannig eru umhverfisáhrif innlendrar garðyrkju og annarrar mat- vælaframleiðslu jákvæð, í samanburði við áhrifin af inn- flutningi matvæla. Innlend matvælafram- leiðsla stuðlar að fæðuöryggi þjóðarinnar, sem í eina tíð þóttu óþarfar áhyggjur en síðari tíma áföll hafa ótvírætt sýnt að fæðuöryggi er raun- verulegt álitamál. Með aukinni og nútímalegri garðyrkju er umhverfisvænni íslenskri orku sáð í frjóan svörð, þar sem hugvit skiptir sífellt meira máli. Nýsköpun í garðyrkju hefur skap- að áhugaverð störf, þar sem íslenskar að- stæður eru nýttar til að hámarka afraksturinn. Nýting á vatni og orku er margfalt skilvirkari og tækninýjungar fá að blómstra. Aukinn áhugi neytenda á grænmeti hefur birst í auknum innflutningi. Íslenskir fram- leiðendur hafa aukið sína framleiðslu, en ekki haldið í við eftirspurnina og því hefur hlut- deild innlendrar framleiðslu minnkað. Hún er nú um 20% en með markvissum aðgerðum og nútímalegum framleiðsluaðferðum má auka hana til muna. Þannig er raunhæft að stefna á 40% hlutdeild árið 2030 og 50% innan fimmtán ára. Slíkur árangur hefði mikil samfélagsleg áhrif, myndi skapa fjölda starfa og spara gjaldeyri sem annars færi til kaupa á erlendu grænmeti. Hugmyndir í þessa veru eru bæði raunhæfar og hag- kvæmar. Stjórnvöld eiga að undirbúa jarðveginn og skapa góð rekstrarskilyrði. Íslenskir framleiðendur framleiða hágæðavöru og þess vegna er framtíðin björt! Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Spennandi atvinnugrein – ein með öllu Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Einstök svið Rannsókn-arnefndar samgöngu-slysa, RNSA, hafa birtyfirlit um störfin á síð- asta ári. Þar kemur m.a. fram að ekkert banaslys var skráð á sjó í fyrra, enginn erlendur ferðamaður lést í umferðarslysi á síðasta ári, en þeim fækkaði verulega á milli ára, og færri tilkynningar um flugatvik eru raktar til færri flugstunda vegna heimsfaraldursins. Flugsvið Á árinu 2020 bárust flugsviði RNSA alls 2.281 tilkynning um flug- atvik, alvarleg flugatvik og flugslys. Er þetta talsverð fækkun frá 2019 en þá voru tilkynningarnar 3.619. Atvik eru tilkynnt til Samgöngu- stofu og fær flugsvið RNSA afrit af þeim í þeim tilgangi að ákveða hvort eitthvert þeirra flokkist sem alvar- legt og skuli því tekið til rannsóknar. Fækkun tilkynninga er rakin til al- mennrar fækkunar flugstunda sök- um kórónuveirufaraldursins. Flugsvið RNSA skoðaði 23 mál af þeim atvikum sem tilkynnt voru og skráði 14 þeirra sem alvarleg flugatvik/flugumferðaratvik eða flugslys og tók þau til formlegrar rannsóknar. Á árinu 2020 voru fjög- ur mál skráð sem flugslys, ekkert banaslys var í flugi á árinu. Níu mál reyndust þess eðlis að ákveðið var að rannsaka þau ekki frekar eða færð undir aðra rannsókn. Flugsvið RNSA gerði samtals 28 tillögur og/eða tilmæli í öryggis- átt í fyrra. Á síðastliðnu tíu ára tíma- bili, frá 2011, hefur flugsvið RNSA gefið út samtals 132 tillögur eða til- mæli í öryggisátt sem er um 13 á ári eða að jafnaði rúmlega ein á mánuði. Umferðarsvið Árið 2020 létust átta manns í sjö umferðarslysum. Í einu slysanna lét- ust tveir, ökumaður og farþegi bif- hjóls. Eitt slysanna til viðbótar var bifhjólaslys. Alls létust því þrír ein- staklingar af átta í bifhjólaslysum 2020. Af þessum sjö banaslysum urðu fjögur á suðvesturhorni lands- ins, eitt á Vesturlandi, tvö á Suður- landi og eitt á Norðurlandi eystra. Af þessum slysum voru fjórir útaf- akstrar og þrjár framanákeyrslur. Enginn erlendur ferðamaður lést í umferðinni 2020 en undanfarin ár hefur um þriðjungur látinna verið erlendir ferðamenn, segir í yfirlit- inu. Í lýsingu á starfssviði umferð- arsviðs RNSA segir að sviðið annist rannsókn banaslysa og alvarlegra umferðarslysa. Markmið rannsókna sé að finna orsakaþætti og meðverk- andi orsakaþætti sem leiddu til þess að banaslys eða alvarlegt umferðar- slys varð. Nefndin birti sjö tillögur í öryggisátt í skýrslunum og birti 27 ábendingar eða athugasemdir. Sjósvið Engin banaslys urðu á íslensk- um sjómönnum við strendur lands- ins 2020 sem er sjöunda árið sem sú ánægjulega þróun á sér sað og fjórða árið í röð, segir í yfirliti sjós- viðs. Önnur ár þar sem engin bana- slys urðu við landið eru 2008, 2011, 2014, 2017, 2018 og 2019. Í yfirlitinu er ekki minnst á umfangsmikla leit í Vopnafirði að 18 ára sjómanni síðari hluta maímánaðar, sem ekki bar ár- angur. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur það mál ekki komið á borð nefndarinnar. Skráð atvik hjá RNSA-sjóatvik voru samtals 93 á árinu en voru 106 árið 2019 og 157 árið 2018. Nýjar áherslur frá árinu 2019 á skrán- ingum til sérstakra rannsókna á vél- arvana skipum og slysum á fólki skýrir að mestu þessa þróun á milli ára. Flest skráð atvik hjá RNSA voru á NV-svæði eða 40, en það svæði nær frá Snæfellsnesi að Siglu- firði og næstflest voru á SV-svæði eða 23, sem er svæðið frá Dyrhólaey að Snæfellsnesi. Á erlendu hafsvæði voru tvö atvik skráð en í báðum til- vikum var um að ræða slys á fólki. Skráð slys RNSA á fólki á árinu 2020 voru 58 atvik og þar af voru 35 um borð í togveiðiskipum. Meðal- aldur slasaðra á árinu var 43 ár og var sá sami á árinu 2019. Yngstu slösuðu í fyrra voru tveir 20 ára há- setar á togveiðiskipum. Elsti slasaði var 66 ára matsveinn á dýpkunar- skipi. Eins og áður eru undirmenn á skipum í miklum meirihluta þeirra sem slasast í skráðum slysum á fólki eða 79%. Flest slysin eru á hásetum, 62% (36), netamönnum 9% (5) og matsveinum 7% (4). Sjö skip sukku á árinu, fimm vegna snjóflóðs á Flat- eyri, eitt langleguskip í Hafnarfirði og eitt togveiðiskip við bryggju á Stöðvarfirði. Faraldurinn hefur áhrif á slysatölur Fjöldi rannsókna á samgönguslysum Flugsvið: fjöldi rannsókna 2011-2020 Umferðarslysasvið: fjöldi dauðsfalla í umferðinni 2010-2020 50 40 30 20 10 0 50 40 30 20 10 0 H ei m ild : Ra nn só kn ar ne fn d sa m gö ng us ly sa 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 24 7 19 4 16 4 29 11 21 6 15 9 19 14 19 18 23 25 14 9 8 12 9 15 4 16 18 16 18 6 8 Minniháttar atvik Formlegar rannsóknir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.