Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 2

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 2
Brynjólfur Löve Mogensson Fjórir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir í stöður hjá Árvakri. Ágúst Héðinsson verður verk- efnastjóri á markaðssviði. Ágúst hefur víðtæka reynslu og hefur gegnt ýmsum störfum, þá sér- staklega tengdum fjölmiðlum og markaðsmálum. Lengi vel starfaði hann sem forstöðumaður útvarps- sviðs 365 en einnig Stöðvar 2 Sport og íþróttadeildar. Síðar tók hann við öllum rekstri miðla 365 sem fram- kvæmdastjóri. Ágúst starfaði um tíma sem markaðsstjóri hjá innflutn- ingsfyrirtækinu Haugen Gruppen. Eftir að Sýn keypti rekstur miðla 365 starfaði hann sem forstöðumað- ur dagskrársviðs. Ágúst er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Brynjólfur Löve Mogensson verð- ur verkefnastjóri samfélagsmiðla. Brynjólfur hefur síðastliðin átta ár starfað þvert á samfélagsmiðla, allt frá því að stýra stórum áhrifavalda- herferðum yfir í að framleiða mynd- bandsefni fyrir stafræna miðla. Sjálfur er hann vinsæll „insta- grammari/snappari“ og gefur út efni á samfélagsmiðlum samhliða því að starfa við markaðssetningu á staf- rænum miðlum. Brynjólfur starfaði hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Ghost- lamp þar sem hann stýrði áhrifa- valdaherferðum og síðastliðin þrjú ár hjá stafrænu auglýsingastofunni KIWI sem sérfræðingur á stafræn- um miðlum. Eygló Jónsdóttir verður verk- efnastjóri í áskriftardeild. Eygló hefur víðtæka reynslu úr atvinnulíf- inu, bæði við fjölmiðla og önnur störf. Hún var á auglýsingadeild Ís- lenska útvarpsfélagsins og vann að sölu- og markaðsmálum og var síðar m.a. einn af eigendum almanna- tengslafyrirtækisins Franca. Síð- ustu ár starfaði hún sem skrif- stofustjóri hjá Vefpressunni, síðar Frjálsri fjölmiðlun, útgáfufélagi DV. Eygló er með diploma í markaðs- samskiptum og almannatengslum frá HR og markaðs- og útflutnings- fræðum frá HÍ. Klara Íris Vigfúsdóttir tekur við starfi starfsmannastjóra Árvakurs. Klara starfaði sem forstöðumaður flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair frá árinu 2017, sem fólst m.a. í að stýra starfsmannamálum flugfreyja og -þjóna, öryggismálum um borð auk framkvæmdar á allri þjónustu um borð í flugvélum félagsins. Hún starfaði sem forstöðumaður hjá Ferðaskrifstofu Íslands á árunum 2015-2017 og sem framkvæmda- stjóri ÍMARK á árunum 2013-2015. Klara er með B.sc. í viðskiptafræði. Þau eru boðin velkomin til starfa. Nýir starfsmenn Árvakurs Ágúst Héðinsson Eygló Jónsdóttir Klara Íris Vigfúsdóttir 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um áttaleytið í gærmorgun um bílslys á gatnamót- um Kauptúns og Urriðaholtsstrætis í Garðabæ. Karlmaður á áttræðisaldri varð fyrir bifreið er hann gekk yfir göt- una og lést af áverkum sínum. Biðla til almennings Lögreglan hefur ásamt rann- sóknarnefnd samgönguslysa hafið rannsókn á tildrögum slyssins. Í til- kynningu frá lögreglu segir að ekki sé unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Lögreglan leitar nú frekari upp- lýsinga vegna rannsóknarinnar og biður þá sem kunna að hafa orðið vitni að slysinu að hafa samband í síma 444-1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið helgig@lrh.is. Eftir slysið í gær hafa fjórir látist í umferðarslysum hér á landi það sem af er árinu. Vegfarandi lést í umferðarslysi Rannsókn lögreglunnar á manndráp- inu í Rauðagerði um síðustu helgi mið- ar ágætlega að sögn yfirlögregluþjóns. Málið er sagt eitt það umfangsmesta og flóknasta sem komið hefur upp hér á landi undanfarin ár. Alls hafa átta verið handteknir í þágu rannsóknar málsins, fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir hinum fjórum. Að minnsta kosti tveir hafa kært gæsluvarðhaldsúr- skurðina til Landsréttar. Lögreglan telur sig vera með skotmanninn í haldi en útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki. Maðurinn sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði hét Armando Beqirai. Hann var fæddur í Albaníu árið 1988 og lætur eftir sig ófríska konu og ungt barn. Aðeins einn af þeim átta sem hand- teknir hafa verið er Íslendingur. Aðrir eru erlendir ríkisborgarar en eru flest- ir búsettir hér á landi. Íslendingurinn er um fertugt og er sagður hafa verið umsvifamikill í fíkniefnaheimum í mörg ár, eins og fram hefur komið í umfjöllun mbl.is. Sá hefur lýst sig al- saklausan af aðild af málinu og hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar. Europol aðstoðar við upplýsingaöflun Einn angi rannsóknarinnar snýr að því hvort málið tengist erlendum skipulögðum glæpasamtökum að ein- hverju leyti en lögregla telur almenn- ing ekki vera í hættu. Lögreglan hefur notið liðsinnis Europol við upplýsinga- öflun. Þá hafa um tíu húsleitir verið framkvæmdar í þágu rannsóknarinnar og lagt hefur verið hald á ýmsa muni, þar á meðal ökutæki. „Það er eitt af því sem við erum að skoða hvort það sé einhver sem tengist undirheimunum og þá einhverjum skipulögðum hópum sem stunda brotastarfsemi. Eins og fram hefur komið þá höfum við verið að gera það en við höfum ekkert verið að gefa út hvort það sé þannig eða ekki. Ef lög- regla hefði vitneskju um það að al- menningur væri í hættu þá myndum við bregðast við með viðeigandi ráð- stöfunum en við teljum svo ekki vera í þessu tilviki,“ sagði Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn í samtali við Morg- unblaðið. Lögregla telur möguleikann á því að skotmaðurinn hafi flúið land eftir morðið ekki mikinn. „Við teljum okkur vera með hann. En eins og ég segi þá erum við að skoða þátt hvers og eins aðila í málinu og þá hvort einhverjir fleiri tengist þessu,“ bætti Margeir við. Hafi unnið fyrir Íslendinginn Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins tengjast allir mennirnir fjórir sem voru settir í gæsluvarðhald í fyrradag og á sunnudag. Eru þeir sagðir hafa unnið fyrir Íslendinginn sem er í gæsluvarðhaldi. Er Íslendingurinn sagður vera í þröngri stöðu í undirheimunum eftir að hafa verið ásakaður um að veita lögreglu upplýsingar um viðskipti á fíkniefnamarkaði um árabil. Menn- irnir hafi meðal annars verið fengnir hingað til lands til að vera honum til verndar. Lögreglan hefur meðal annars lagt hald á svartan Range Rover sem er í eigu eins hinna handteknu. Rannsaka þátt annarra aðila  Útiloka ekki að fleiri en einn hafi verið að verki  Telja sig vera með skotmanninn í haldi  Lögregla telur almenning ekki vera í hættu  Alls átta hafa verið handteknir  Hinn látni hét Armando Beqirai Grunur Fjórir voru leiddir fyrir dómara í gærkvöldi þar sem lögregla fór fram á gæsluvarðhald. Úrskurðir lágu ekki fyrir þegar blaðið fór í prentun. Rannsókn Lögregla hefur lagt hald á ýmsa muni, m.a. ökutæki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.