Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 34

Morgunblaðið - 18.02.2021, Side 34
34 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Davíð Ólafsson, löggiltur fasteignasali, leigumiðlari og viðskiptafræðingur BERG Fasteignasala | Háholt 14 | Mosfellsbæ Sími 588 5530 | berg@berg.is | berg.is ATVINNUHÚSNÆÐI SKRIFSTOFUR – IÐNAÐARBIL Hafðu samband við okkur og við aðstoðum og finnum rétta aðilann fyrir þig eða réttu eignina. Þarftu að selja, kaupa, leigja út eða taka á leigu? Norðurhella 8 til sölu eða leigu 321,5 til 1798,1 fm Sími 766 6633 Viðarhöfði 1 til leigu 391,8 fm 2.400.543 dauðsföllum og kostað margfalt fleiri sjúkrahúsvist og sýkt um 110 milljónir manna. Verst hafa Bandaríkin orðið úti með 485.337 dauðsföll, Brasilía með 239.245, Mexíkó með 174.207, Ind- land með 155.732 og Bretland með 117.166. Ekki upprætt með öllu Auk þessa hefur kórónuveiru- faraldurinn valdið nær ómælanlegu efnahagstjóni og samfélagsröskun sem á sér vart hliðstæðu í gjör- vallri sögu mannkynsins. „Það virðist líklegt að hún verði hér áfram, verði ekki upprætt með öllu,“ sagði Ammon. „Hún virðist laga sig ágætlega að mannfólkinu og við ættum því að búa okkur undir það að hún verði hér áfram,“ bætti hún við. „Hún yrði ekki fyrsta veiran til að dveljast hér um aldur og ævi og það er ekki óvenju- legt fyrir vírus.“ Þótt bóluefni dragi verulega úr líkum á sýkingum af völdum kór- ónuveirunnar, Covid-19, hefir vís- indamönnum enn ekki tekist að staðfesta að bóluefnið dragi úr framferð sjúkdómsins. Og hvenær verður það vitað? „Það munu enn líða einhverjir mánuðir þar til við komumst að því. Það þarf vissan fjölda af bólusettu fólki til að fylgjast með. Það er ver- ið að setja í gang sérstakar rann- sóknir til að finna út hvort bóluefn- ið hindri útbreiðsluna,“ sagði Ammon, en nú hafa 177,6 milljónir sprautuskammta Covid-19-bóluefnis ratað inn í axlarvöðva fólks um all- an heim. Víða gætir efasemda um gagn- semi bóluefnisins gegn sumum af- brigðum veirunnar, sérstaklega þó gegn suðurafríska afbrigðinu og því brasilíska. Hlaupa verður endasprettinn Ammon benti á að breyta þyrfti árlega bóluefni gegn venjulegri flensu þar sem veiran sjálf stökk- breytir sér. „Það gæti orðið ofan á að kórónuveiran geri slíkt hið sama eða að einhvern tíma komist hún í jafnvægi þar sem hægt verður að beita einu og sama bóluefninu leng- ur,“ sagði hún við frönsku frétta- veituna AFP. Ammon hvatti ESB-ríkin til að viðhalda þvingandi aðgerðum í vörnum sínum gegn veirunni þrátt fyrir fækkandi sýkingartilfelli um nær alla álfuna. „Myndin er enn blandin. Við er- um ekki úr hættu sloppin,“ sagði hún og vísaði til þess að öll ESB- ríkin að Finnlandi undanskildu glímdu enn við faraldsfræðilegt ástand sem ylli áhyggjum. „Allir eru búnir að fá nóg af að- gerðunum en þegar menn eru í langhlaupi verður líka að hlaupa endasprettinn síðustu kílómetrana,“ sagði hún af þunga. Daglega eiga sér stað um 150.000 ný smit í Evrópu miðað við um 250.000 tilvik fyrir um mánuði, samkvæmt opinberum gögnum sem AFP-hefur safnað. Fara verður hægt og jafnt í að létta á viðspyrn- unni og „taka bara eitt skref í einu. Ekki taka nýtt skref fyrr en hið fyrra hefur komið á jafnvægi eða valdið fækkun,“ sagði Ammon. Vonarglæta Eftir síðustu stóru ágjafirnar birtist vonarglæta í því að dregið hefur úr sýkingarhraða á jarðar- kringlunni í heild um 44,5% síðasta mánuðinn. Sérfræðingar í sjúk- dómavörnum segja þó að bóluefni muni ekki yfirbuga kórónuveiruna og stöðva faraldurinn nema efninu verði dreift fljótt og sem jafnast til allra heimshorna. Í opnu bréfi í breska læknaritinu Lancet segja höfundar að birgða- söfnun bóluefnis í ríkari löndum gæti kostað það að mörg ár líði áð- ur en kórónuveiran verði kveðin í kútinn á heimsvísu. Bólusetningaráætlun ESB átti að fara í gang seint í jólamánuðinum en byrjunin hefur verið mjög hökt- andi vegna skorts á bóluefni og truflunar og seinkunar á afhend- ingu þeirra. Um síðustu helgi höfðu aðeins 3% íbúa Evrópusambandsins verið bólusett með fyrri skammti og 1,4% höfðu fengið báða skammt- ana, þ.e. að 20 milljónir skammta af bóluefni höfðu verið gefnar. Framkvæmdastjórn ESB hefur sætt harðri gagnrýni fyrir hvernig hún hefur haldið á verkefninu en sambandið kveðst nú vænta þess að lokið verði að bólusetja um 70% íbúa sambandsins í sumarlok. „Allir stefna í þá átt, öllum kröftum er beitt í því skyni,“ sagði Ammon, spurð að því hvort henni þætti það raunhæft markmið. Kórónuveiran ekki á förum  Kórónuveirufaraldurinn hefur á rösku ári valdið nær ómælanlegu efnahagstjóni um heim allan  Hefur leitt af sér samfélagsröskun sem á sér vart hliðstæðu í gjörvallri sögu mannkynsins FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Kórónuveiran mun að líkindum halda áfram sveimi sínu um byggð ból til langframa og það þrátt fyrir tilkomu bóluefnis gegn henni. Þetta sagði Andrea Ammon, for- stöðumaður ECDC, heilbrigðis- stofnunar Evrópusambandsins (ESB), við AFP-fréttastofuna og hvatti lönd álfunnar til að slaka ekki á aðgerðum til að stemma stigu við framrás veirunnar. Rétt rúmt ár er frá því kórónu- veikin kom upp í Kína en síðan hef- ur hún breiðst út um allar jarðir og á hádegi sl. mánudag valdið a.m.k. Kórónuveirufaraldurinn í eitt ár: stiklað á stóru Heimildir: AFP/pharmaceutical-technology.com/ thinkglobalhealth.org/who/NewScientist/ýmsir fjölmiðlar Kínversk stjórnvöld segjast hafa greint nýja tegund kórónuveiru Alþjóða- heilbrigðis- málastofnunin lýsir yfir neyðarástandi af völdum heimsfaraldurs Fyrsta dauðsfall af völdum veirunnar Heimilt að opna verslanir í Bretlandi á ný. Dregið úr takmörkunum í New York Bóluefni Pfizer fær markaðsleyfi í ESB Sérfræðingum WHO hleypt inn í Kína til að rannsaka uppruna veirunnar Sérfræðingur WHO varar við að hjarðónæmi náist varla á árinu þrátt fyrir bólusetningar Tilkynnt um mikla virkni bóluefna Pfizer/BioNTec og Moderna Fyrsta sending af bólu- efni kemur til Íslands. Bólusetning hefst daginn eftir Samkomu- takmarkanir hertar á ný á Íslandi vegna aukins fjölda smita Rússar heimila notkun á bólu- efninu Sputnik 5 Víða um heim er gripið til harðra sóttvarna- aðgerða 7. janúar 11. jan Fyrsta tilfelli utan Kína 13. jan. 30. janúar Tilkynnt um fyrsta til- fellið á Íslandi. Samkomu- takmarkanir fylgja í kjöl- farið 28. febrúar 28. apríl Júní Júlí Nóv. Des. Feb. 28. desember 30. desember Bóluefni AstraZeneca fær markaðs- leyfi í Bretlandi 14. janúar Janúar 2021 Júní 22. des. Byrjað að aflétta takmörk- unum á Íslandi Huanan- markaðnum lokað og hann sótthreinsaður Rannsókn í Nature bendir til þess að leðurblökur séu líklegasti hýsill veirunnar og að beltisdýr kunni að hafa borið veiruna áfram í menn Maí 30. júlíÁríðandi tilkynning birtist á netinu frá heilbrigðisyfirvöldum í Wuhan í Kína um lungna- bólgutilfelli af óþekktum uppruna 30. desember 2019 1. janúar 2020 17. mars Fyrsti Íslendingurinn lést af völdum kórónu- veirunnar. Daginn eftir greindust 106 ný smit 23. mars Nóv. 11. ágúst 200.000+ dauðsföll 300,000+ 440,000+ 1,3 m + Okt. 1 m + 1,5 m + 2,4 m + 1,9 m + Fram kemur að fyrsti sjúkl- ingurinn hafi tengsl við matarmarkað í Wuhan Jan Rannsókn WHO lýkur án niður- stöðu 9. feb. AFP Bólusetning Læknir bólusetur 101 árs gamla konu við kórónuveirunni í þorpinu Guneyyamac í Tyrklandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.