Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 38
38 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Í útvarpsþætti Lísu Pálsdóttur „Flakk“ fer hún orðum um deili- skipulag Kópavogsháls og fer neikvæðum orð- um um steinsteypu og bílastæði á Hamraborg- arsvæðinu sem nær reyndar alveg yfir á Digranesveg. Í sömu setningu dásamar hún nýja skipulagið, sem kynnt var nýverið, sem felst í enn meiri steinsteypu og skýjakljúfum og telur hún að með því sé verið að út- rýma þessum bílastæðasvæðum, pöll- um og tröppum sem þar eru í dag. Öf- ughátturinn hjá Lísu er að fordæma steinsteypu með enn meiri steinsteypu og fer hún þar í þversögn við sjálfa sig, góðir dagskrárgerðarmenn láta við- mælendur segja söguna! Eins skeleggur og skýr dag- skrárgerðarmaður og hún Lísa Páls- dóttir er þá fer hún yfir strikið í per- sónulegum áróðri í þáttum sínum, í stað þess eins og hún hóf þessa þátta- röð, fyrir margt löngu, með því að draga sögur upp úr valinkunnum við- mælendum og fá þá til að segja frá. Í stað þess rekur hún áróður í anda bæj- arstjórnarinnar í 101 og andstætt einkabílum! Hún segir: „Skapast miðbæir yfir- leitt ekki í kringum ákveðnar bygg- ingar svo sem söfn, menningarhús og kirkjuna? Þetta er svo sem allt til stað- ar í Hamraborg, svo það er líklega kominn tími til að klára skipulagið og búa til mannvænt umhverfi í Hamra- borginni.“ Málið er að þessi miðbær Kópavogs er búinn að vera þarna um áratuga skeið og ekki tekið miklum breyt- ingum frá því að byggt var yfir gjána en nú er verið að endurskipuleggja svæðið, sem EKKI er öllum að skapi. Í ofanálag mærir hún enn borg- arlínubullið sem fólk heldur að leysi allan vanda. Auk þess talar hún um að þarna sé ekki fýsilegt að ganga um í dag, en það mun ekkert breytast með „þröngum sundum og hlandvotum veggjum“ eins og einn sagði. Í þættinum talar hún um „Vini Hamraborgar“ sem einhvern neikvæð- an hóp og hún miklar þessi áform sem einmitt fela í sér bylting- arkenndar breytingar með enn meiri steinsteypu. Væri henni ekki nær að halda sér til hlés í svona fullyrðingum, því góðir fjölmiðlamenn eiga að fjalla um hlutina en ekki mynda stefnur, það er hlutverk stjórn- málamannanna og fólksins sem þá kýs. Ef Lísa Pálsdóttir sem persóna hefur eitthvað til málanna að leggja, hól eða gagnrýni, þá á hún að gera það á öðrum vettvangi en í þessum út- varpsþáttum, til dæmis með skrifum á andlitsbókinni eða í dagblöðum, rétt eins og aðrir. Helsti kosturinn við þetta nýja skipulag er að bílastæði verða undir öllum mannvirkjunum og er það mín skoðun að fyrir langalöngu hefði átt að setja þau skilyrði við byggingar fjöl- býlishúsa að hafa bílageymslur neð- anjarðar. Af hverju? Jú, vegna þess að á Íslandi eru veður oft mikil, hitastig lágt eða undir frostmarki og bílar sem eru í frostfríum bílageymslum endast lengur og spara eldsneyti sem á löngum tíma réttlætir aukinn kostnað við gerð á bílageymslum. Í tímans rás er ætíð þörf á að endur- skoða umhverfið og gera lagfæringar, ég tel að þessi áform í nýju skipulagi þurfi að ræða frekar og finna lausn á þessu máli. Ármann bæjarstjóri segir að Hamraborgarreiturinn hafi aldrei verið kláraður en málið er að því lauk fyrir margt löngu því nú er verið að endurskipuleggja þetta svæði. Það er með ólíkindum hve einkabíll- inn er hornreka í öllum áróðri í dag, vilja menn snúa aftur til hestvagna? Vissulega er hollt að nýta aðra sam- göngumáta og fjölbreytta orkugjafa, því í stórborgum með lítil og nánast engin loftskipti á heitum sumardögum er hörð samkeppni um súrefni. Það leysist þó ekki með því að banna alla brunahreyfla sem ganga fyrir jarð- efnaeldsneyti, náttúran vinnur úr út- blástursefnum og umbreytir í súrefni og náttúran þarf á því að halda en vissulega er þörf á að gæta einhvers hófs í þeim málum eins og öllu. Áberandi í þáttum Lísu Páls er áróður um borgarlínu og spurning hvort senda megi henni reikninginn fyrir því. Borgarlínan er, eins og ég hef sagt áður, peningasóun! Þessi framkvæmd felur í sér aðþrengingu að allri annarri umferð sem mun kosta enn þá meira í framtíðinni, borgin stendur gegn allri þróun í gatnagerð og mislægum gatnamótum, sem myndu liðka fyrir umferð. Þessi borg- arlína er ekkert annað en annað stræt- isvagnakerfi sem er til staðar nú þegar og gæti ég meira að segja uppfært það á mun ódýrari hátt og gert mun gagn- legra en þessi fjáraustur í borgarlínu. Ég skil ekki hvernig bæjarstjórar og stjórnir bæjarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu falla í þessa skuldagryfju mótþróalaust! Það veit enginn hvernig þetta á að vera, þeir ætla að gefa sér mörg ár til að koma þessu á koppinn og mjólka út úr þessu fé sem dýra- læknarnir halda að sé viturlegt! Miðborgir/bæir og borgarlína gegn bílafólki Eftir Jón Svavarsson » Það er með ólík- indum hve einkabíll- inn er hornreka í öllum áróðri í dag, vilja menn snúa aftur til hest- vagna? Jón Svavarsson Höfundur er flugmaður, áhugamaður um greiðar samgöngur og flugmál. motiv@simnet.is Valdníðsla er út- skýrð í orðabók sem misnotkun valds, t.d. að ólögmæt sjónarmið (einkahagsmunir, óvild eða flokkshags- munir e.þ.h.) ráði ákvörðun stjórnvalds. Hér er eitt dæmi, þar sem stjórnvald hefur áhrif á fjárhagslega afkomu tuga þúsunda skjólstæðinga lífeyrissjóða án aug- ljóss lögmætis. Á vef Tryggingastofnunar er reiknivél. Hún kallast Reiknivél líf- eyris 2021 og þeir sem fá lífeyri frá stofnuninni, t.d. ellilífeyris- þegar, örorkulífeyrisþegar og þiggjendur endurhæfingarlífeyris, geta slegið inn sínar forsendur og fengið líklega niðurstöðu um hvers þeir geta vænst í greiðslum frá stjórnvöldum, hafi þeir rétt til þess. Fyrirvari er um að niður- staða sé ekki bindandi fyrir stjórn- valdið. Upplýsinga um hjúskaparstöðu, heimilisaðstæður o.fl. er krafist fyrir útreikning. Þar sem óskað er eftir upplýsingum um tekjur fyrir skatt er reitur sem nefnist „Tekjur m.a. af atvinnu, eftirlaun og at- vinnuleysisbætur“. Hann þjónar eftir því sem best verður séð þeim tilgangi að taka tillit til sérstaks frítekjumarks vegna atvinnutekna, sem sett var í lög um almanna- tryggingar 2018. Í út- skýringu við reitinn (?) stendur eftirfar- andi: Með tekjum af atvinnu er átt við laun og aðrar starfstengdar greiðslur, s.s. eftir- laun frá fyrirtækjum og stofnunum (ekki frá lífeyrissjóðum), ökutækjastyrk, dag- peninga að frádregn- um kostnaði og hlunn- indi (t.d. bifreiðahlunnindi og fæðishlunnindi). Einnig er átt við reiknað endurgjald sjálfstæðra at- vinnurekenda og atvinnuleysis- bætur. Það sem stingur í stúf hér og er feitletrað í textanum snýr að því að laun og aðrar starfstengdar greiðslur frá lífeyrissjóðum teljast ekki atvinnutekjur, en einhver eft- irlaunaelíta og atvinnuleys- isbótaþegar virðast réttilega hafa þessi réttindi frítekjumarks at- vinnutekna auk annarra gamlingja sem hafa vinnu eða aðrar vinnu- tengdar sporslur. Sérstakur reitur er fyrir greiðslur frá lífeyrissjóðum. Þar er í útskýringum talað um löggilta líf- eyrissjóði. Þeir sem fá greidd eft- irlaun frá lífeyrissjóðum eru með þessari reikningskúnst ekki með „atvinnutekjur“ eins og þeir sem fá greidd eftirlaun t.d. frá eftir- launasjóðum, að því er virðist, eða fá atvinnuleysisbætur. Reyndar getur enginn sem orðinn er sjötug- ur eða eldri fengið atvinnuleysis- bætur, samkvæmt lögunum þar um. Það er erfitt að átta sig á hvaða tilgangi það þjónar að mis- nota með vafasömu ólögmætu sjón- armiði og hygla í andstöðu við jafnræðisreglu stjórnsýslulaga fá- mennum þjóðfélagshópi, sem í þessu tilfelli eru eftirlaunaþegar og lífeyrisþegar sem fá atvinnuleys- isbætur frá Vinnumálastofnun, en útiloka sérstaklega þann hóp fólks, sem eru skjólstæðingar lífeyr- issjóða, frá þeim sama lagalega rétti. Ekki er auðvelt að átta sig á hvort við þessa misnotkun valds ráði ef til vill ólögmæt sjónarmið (einkahagsmunir, óvild eða flokks- hagsmunir, eða þess háttar) eins og sagt er í orðabókinni en þessi stjórnvaldsákvörðun ráðamanna Tryggingastofnunar er vandræða- legt dæmi um brot á jafnræðis- reglu stjórnsýslulaga og valdníðslu stjórnvalds. Valdníðsla og brot á jafnræðisreglu? Eftir Sigurð T. Garðarsson »Hér er eitt dæmi, þar sem stjórnvald hefur áhrif á fjárhags- lega afkomu tuga þús- unda skjólstæðinga líf- eyrissjóða án augljóss lögmætis. Sigurður T. Garðarsson Höfundur er ellilaunaþegi Tryggingastofnunar og eftirlaunaþegi lífeyrissjóða. Það er staðreynd að atvinnumöguleikar eru fjölbreyttari í þéttbýli. Þess vegna verður öfl- ugur landbúnaður að vera lykill að góðum búsetuskilyrðum í dreifbýli. Undanfarin ár hefur þessi forna og mikilvæga atvinnu- grein átt undir högg að sækja. Oft eru t.d. ekki forsendur fyrir komandi kynslóðir að taka við búrekstri. Afurðaverð bænda er í mörgum tilfellum ekki nægilega gott til að standa straum af búrekstri og sérhæfð lánsfjármögnun af skorn- um skammti. Staða sauðfjárbænda er sérstaklega erfið og margir sjá það sem sinn eina kost að vinna utan heimilis samhliða búskap. Naut- griparækt hefur heldur ekki skilað miklum tekjum, umfram fram- leiðslukostnað, undanfarin ár og stendur tæplega undir búrekstri án þess að vera hliðargrein mjólkur- framleiðslu. Íslenskur landbúnaður stendur því á tímamótum og óljóst hvert leiðin liggur. Þó að ferðamannastraumur hafi aukist umtalsvert undanfarin ár, sér- staklega sunnanmegin á landinu, njóta þessar landbúnaðargreinar ekki góðs af. Þróun afurðaverðs sauð- fjárbænda árin 2013-2020 tók stóra dýfu. Þannig fengu bændur hærra verð fyrir framleiðslu sína árið 2013 en haustið 2020. Það sjá allir að slík þróun getur ekki gengið á sama tíma og launa- og rekstrarkostnaður hækkar. Ef ekki er brugðist við þess- ari þróun á íslensk sauðfjárrækt sér enga framtíð. Tollalækkanir hjálpa til við að halda verði niðri gagnvart bændum og viðhalda þessari þróun. Innflutt nautakjöt árið 2019 var rúm 800 tonn og sama ár var innflutt svínakjöt rúm 1.200 tonn. Á það skal bent að innflutt kjöt er að stórum hluta úrbein- að kjöt, sem rýrnar um 30-35% við úrbeiningu, svo raunsamanburður við íslenska kjötfram- leiðslu með beini hækk- ar þessar innflutnings- tölur enn frekar. Það er alveg ljóst að elsta at- vinnugrein landsins fær enga viðspyrnu með þessu regluverki. Þessa vegferð þarf að stoppa og það strax. Við viljum sterkari innlendan land- búnað og öflugan matvælaiðnað. Jafna þarf samkeppnisstöðu hans með sanngjörnum tollum á innflutn- ing. Við viljum skapa atvinnu við mat- vælaframleiðslu úr gæðahráefnum frá íslenskri sveit. Við viljum að mat- væli fari í gegnum okkar gæðakerfi til að tryggja hreinleika og gæði frá upphafi til enda. Ég treysti bændum landsins best til að anna þörfum inn- anlandsmarkaðar. Móta þarf rétta stefnu og framkvæma. Það getur ekki verið okkar eini möguleiki að selja ferðamönnum hamborgara með innfluttu nautakjöti og beikoni. Það er hagsmunamál allra íbúa landsins að leggja ríka áherslu á að styrkja stöðu landbúnaðar og ís- lenskrar matvælaframleiðslu. Íslensk kjötsúpa, já takk Eftir Gunnar Tryggva Halldórsson Gunnar Tryggvi Halldórsson » Landbúnaður er á margan hátt und- irstaða dreifðari byggða og mikilvægi hans í byggðaþróun landsins er sjaldan ofmetið. Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti Framsóknarflokks í Norðvestur- kjördæmi. gth@blonduos.is Góðir vinir eru eins og stjörnur á himni. Þú hefur þá ekki endi- lega alltaf fyrir augum en þú veist af þeim. Þú veist að þeir eru þarna. Og veist innst inni að þú þarft á þeim að halda og þeir þurfa á þér að halda. Líttu endilega reglulega til þeirra því það getur gefið svo ótrúlega mikið. Jafnvel þótt þú skiljir þá ekki alltaf alveg til fulls og þeir ekki þig. Djúp og varanleg vinátta er nefnilega dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar og allt heimsins gull og silfur. Henni þurfa ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur sem ekki yf- irgefur. Vinir í raun Traustir vinir eru ekki sjálf- gefnir. Þeir eru Guðs gjöf. Englar sem létta undir og geta skipt sköp- um um líðan fólks. Einkum í hremmingum. Þegar heilsan svíkur eða á efri árum þegar fjaðrirnar taka að reytast af hver af annarri. Þá fyrst kemur nefnilega í ljós hverjir eru vinir í raun. Mundu að með veru þinni getur þú fært sálir fólks upp úr dimmustu kjöllurum og upp á björtustu svalir. Guð og góðir vinir Á kvöldin þegar myrkrið læðist að, stigmagnast og kyrrðin tekur völdin, þá er svo gott að eiga ljúfan vin sem vekur hjá manni von og ekki svíkur, hvað sem á bjátar. Því þegar þú átt í erfiðleikum, upplifir vanmátt eða vonbrigði er gott að koma því í orð og finna vináttuna og samkenndina streyma um sig. Guð og góðir vinir leiði þig út í vorið. Og vonandi getum við sem allra flest notið sum- arsins sem allra best. Því hve himneskt er það veðurfar sem ríkir í þinni fal- legu sál og vekur með mér kærleik- ans bál. Því vinar- og kærleikshugur er algjörlega ómetanlegur. Ekki síst þegar honum fylgir hlý og hlustandi nærvera og þolinmæði, jafnvel frá ómunatíð. Jafnvel bara í þögninni þegar á reynir og flest sund virðast lokuð. Kærleikans Guð geymi þig og þína og baði ykkur í ljósi sínu og umvefji ykkur sínum óviðjafnanlegu ástarörmum. Nú og um ófyrirséða framtíð. Með vinar- og kærleikskveðju. – Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Traustir vinir eru ekki sjálfgefnir. Þeir eru Guðs gjöf. Englar sem létta undir og geta skipt sköpum um líðan fólks. Ekki síst þegar heilsan svíkur. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Máttur vináttunnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.