Morgunblaðið - 18.02.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta er glæsileg aðstaða og gestir hafa verið mjög
ánægðir með endurbæturnar,“ segir Hafsteinn Ingi-
bergsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Reykja-
nesbæ.
Endurbótum er nú að ljúka við Vatnaveröld, sund-
miðstöðina í Reykjanesbæ. Þær hófust síðasta sumar og
átti að ljúka í október en seinkaði um nokkra mánuði.
Settir voru upp nýir útiklefar, kaldur pottur, vaðlaug og
heitur pottur mót morgunsól auk þess sem gufubað var
endurnýjað og sánu bætt við. Rúsínan í pylsuendanum
verður svo spánný vatnsrennibraut sem verður vonandi
tekin í notkun eftir tvær til þrjár vikur að sögn Haf-
steins. Áætlaður kostnaður við endurbæturnar var tæp-
ar 100 milljónir króna.
„Krakkarnir bíða spenntir eftir að fá þessa braut,“
segir Hafsteinn en nýja vatnsrennibrautin verður hreint
ekkert slor. Hún verður tvískipt, sú hærri tíu metra há
og sú minni sex metra há. Stærri rennibrautin verður 74
metra löng. Uppgönguturn að rennibrautunum verður
lokaður og upphitaður og hvorki meira né minna en tólf
metra hár. Þá verður hægt að stýra lýsingu og hljóði í
brautunum til að auka upplifunina.
Rennibrautin var keypt frá Tyrklandi og hefur þar-
lendur sérfræðingur stýrt uppsetningu á henni að und-
anförnu með verktökum af svæðinu.
Litrík Nýja rennibrautin verður sett saman á næstu dögum og brátt tekin í gagnið. Sund Vatnaveröld í Reykjanesbæ þykir ein af skemmtilegri sundlaugum landsins.
Gestir ánægðir með endurbæturnar
100 milljóna framkvæmd-
ir í Reykjanesbæ Vegleg
rennibraut opnuð bráðlega
Morgunblaðið/Eggert
Endurbætur Skugginn af uppgönguturni rennibrautarinnar sýnir hæð hans. Ný vaðlaug og pottar njóta þegar vinsælda meðal gesta.
„Sundlaugin er himneskur stað-
ur, sá allra besti,“ segir Árni Ás-
mundsson, einn fastagestanna í
sundmiðstöðinni í Reykjanesbæ.
Árni og systir hans, Ása Ás-
mundsdóttir, tóku vel á móti ljós-
myndara Morgunblaðsins í vik-
unni. Segir Árni að þau systkin
hittist nær daglega í lauginni. Á-
in fjögur eins og hann kallar þau.
„Ég get ekki verið án sundsins.
Ég er nú nýhættur að vinna en
þegar maður var að koma af tólf
tíma vakt í Fríhöfninni var maður
eins og nýr maður eftir sund-
ferð.“
Árni lætur vel af endurbótum á
lauginni, nýju pottarnir lofi góðu
og örtröð verði eflaust í renni-
brautina í sumar. „Hér er gott
starfsfólk og það er vel hugsað
um mann. Eftir sundið getur mað-
ur sest niður, fengið sér kaffi og
lesið blöðin. Á þorranum er boðið
upp á síldarbita og rúgbrauð.
Eina sem vantar er að manni sé
Himneskur staður
Morgunblaðið/Eggert
Sátt Systkinin Árni og Ása slaka gjarnan á í pottinum.
BORÐ- OG
GÓLFLAMPAR
Kartell
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
BATTERY
Borðlampi
Fleiri litir
Verð frá 21.900,-TAKE borðlampi
fleiri litir
Verð 12.900,-
KABUKI
Gólflampi – Verð 129.000,-
Borðlampi – Verð 52.900,-
BOURG
Borðlampi – fleir
Verð frá 39.9
CINDY
Borðlampi – fleiri litir
Verð 32.900,-
IE
i litir
00,-