Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Sjáum um allar
merkingar
Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is
Gísli, sölu- og markaðsstjóri
vinnufatnaðar
Sími 766 5555 | gisli@run.is
ÖRYGGIS-
SKÓR
VANDAÐUR
VINNUFATNAÐUR
6424
6202
55505536
3307 3407
SAFE & SMART
monitor
Rekstraraðili tímabundinna
hjúkrunarrýma á höfuðborgarsvæðinu
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) auglýsa hér með eftir viðræðum við
rekstraraðila, einn eða fleiri, á höfuðborgarsvæðinu sem getur
tekið að sér rekstur hjúkrunarrýma til allt að fjögurra ára. Um er að
ræða almenn hjúkrunarrými sem lúta lögum og reglum um færni-
og heilsumat og greitt er fyrir með daggjöldum í samræmi við
núgildandi samninga um rekstur hjúkrunarrýma.
Stefnt er að því að verkefnið hefjist 1. júní nk.
Upplýsingar má nálgast á heimasíðu SÍ undir:
https://www.sjukra.is/heilbrigdisstarfsfolk/oldrunarthjonusta/
Einnig á vef stjórnarráðsins:
https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-
media/media/skyrslur2016/Krofulysing_fyrir_hjukrunar_og_
dvalarrymi_20092016b.pdf
https://www.stjornarradid.is/media/velferdarraduneyti-
media/media/rit-og-skyrslur-2014/Vidmid_um_skipulag_
hjukrunarheimila_2014.pdf
Nánari upplýsingar veitir samningadeild SÍ í gegnum netfangið
innkaup@sjukra.is
Áhugasamir rekstraraðilar eru vinsamlega beðnir að tilkynna sig
með tölvupósti á innkaup@sjukra.is fyrir 8. mars 2021.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Eftirspurn hefur verið mjög mikil eft-
ir þjónustu sjúkraþjálfara síðustu
misseri og víða
eru langir biðlist-
ar, að sögn Unnar
Pétursdóttur, for-
manns Félags
sjúkraþjálfara.
Hugsanlega megi
rekja eitthvað af
vandamálum fólks
síðustu mánuði til
kórónuveirusýk-
inga og einnig
verða sjúkraþjálf-
arar varir við aukinn stoðkerfisvanda
hjá fólki vegna meiri kyrrsetu við
heimavinnu, að sögn Unnar.
„Eins og staðan er núna er tals-
verð óvissa um hversu margir og í
hve miklum mæli fólk þarf á þjónustu
sjúkraþjálfara að halda vegna kór-
ónuveikinnar og vandamála sem
tengjast henni,“ segir Unnur.
Margir finna fyrir krankleika
Hún segir að spurn eftir aðstoð
sjúkraþjáfara hafi verið mikil og
nokkuð stöðug í langan tíma. Stóra
breytingin hafi orðið fyrir um tveim-
ur árum þegar greiðslufyrirkomulagi
var breytt og ekki varð jafn íþyngj-
andi fjárhagslega fyrir fólk að sækja
þessa þjónustu.
„Síðan hefur verið endalaus eft-
irspurn og langir biðlistar nánast
hvar sem fæti er drepið niður,“ segir
Unnur. „Stundum veit ég ekki hvort
ég á að fagna eða harma það hversu
mikið er að gera hjá sjúkraþjálfurum.
Það er gott að mitt fólk hafi nóg að
gera og sé í eftirspurn, en á móti
kemur að þá finnur margt fólk fyrir
krankleika, sem þarf að ráða bót á.“
Síðasta vor þurftu sjúkraþjálf-
arar að draga mjög úr þjónustu sinni
í um sex vikur vegna takmarkana í
faraldrinum. Sumar stofur lokuðu al-
veg þennan tíma, en aðrar veittu tak-
markaða þjónustu og sinntu neyðar-
verkefnum, sem ekki máttu bíða.
Unnur segist telja að fyrir nokkru sé
búið að vinna á þeim kúf sem mynd-
aðist vegna þessa.
Ný reglugerð áhyggjuefni
Unnur segir að mesta áhyggju-
efni sjúkraþjálfara þessa dagana
tengist nýrri reglugerð heilbrigðis-
ráðherra um að nýútskrifaðir sjúkra-
þjálfarar þurfi að vinna á sjúkra-
húsum eða öðrum stofnunum í tvö ár
áður en þeir geti ráðið sig á einka-
reknar stofur sjúkraþjálfara með
greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga. Á
sama tíma og þörf sé á fjölgun á stof-
unum megi ekki lengur niðurgreiða
þjónustu sjúkraþjálfara nema hann
sé kominn með tveggja ára starfs-
reynslu.
Unnur bendir á að í ár séu 40 ár
frá því fyrsti árgangur sjúkraþjálfara
útskrifaðist frá Háskóla Íslands og
nú sé hópur sjúkraþjálfara í fyrsta
skipti að fara af vinnumarkaði sökum
aldurs.
„Ráðherra skellir þessari reglu-
gerð á okkur algjörlega fyrirvara-
laust og án raka. Að óbreyttu verður
þetta ekki til annars en að lengja bið-
lista sem eru þó langir fyrir. Við höf-
um skrifað ráðherra og rætt við ráðu-
neytið, en ekki fengið svör önnur en
þau að þetta sé heimilt að gera, sem
við drögum reyndar í efa,“ segir Unn-
ur.
Þjónustuskerðing úti á landi?
Hún segist hafa sérstakar
áhyggjur af landsbyggðinni í þessu
sambandi og óttist að þar verði þjón-
ustuskerðing þvert á orð um að efla
heilbrigðisþjónustu úti um land. Unn-
ur segist eiga von á að þessi staða og
óvissan sem henni fylgi verði rædd á
Alþingi í næstu viku.
Annir Sjúkraþjálfari að störfum, en víða eru langir biðlistar eftir þjónustu og hefur svo verið í talsverðan tíma.
Víða langir biðlistar
eftir sjúkraþjálfurum
Kyrrseta í kórónuveirufaraldri gæti hafa aukið vandann
Unnur
Pétursdóttir
Matur
Norðmenn áttu í gær eftir að veiða um 1.733 tonn af
loðnukvóta sínum við landið, samkvæmt upplýsingum frá
Fiskistofu. Heildarkvóti þeirra hér við land er 41.808
tonn. Alls hafa 57 norsk skip stundað veiðarnar, en 68
skip fengu leyfi.
Í gær voru átta norsk skip að veiðum fyrir austan land,
en þeim er heimilt að veiða loðnu í lögsögunni til og með
22. febrúar. Aflanum hafa Norðmenn landað í Noregi,
Færeyjum og hérlendis; á Fáskrúðsfirði, Eskifirði og í
Neskaupstað.
Eftir að gjósa upp vestar?
Rúmlega tugur skipa var að veiðum á Meðallandsbug í
gær, sjö íslensk, fjögur færeysk og eitt grænlenskt.
Loðnan hefur haldið sig á þessum slóðum síðustu daga og
lítil hreyfing verið á henni í vesturátt.
Börkur NK kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með
1.100 tonn af loðnu og á heimasíðu Síldarvinnslunnar er
haft eftir Hjörvari Hjálmarssyni skipstjóra að hrygnu-
hlutfall í aflanum hafi verið gott, hrognafylling 17% og át-
an einungis 0,3. „Ég tel að þetta sé alls ekki fremsti hluti
loðnugöngunnar og það eigi eftir að gjósa upp loðna í
Háfadýpinu eða við Eyjar á næstu dögum. Annars er
loðna mjög víða, meðal annars hérna fyrir austan,“ sagði
Hjörvar. aij@mbl.is
68 norsk skip fengu leyfi
Íslensk, færeysk og græn-
lensk skip á Meðallandsbug
Venus NS Nótin komin á síðuna og loðnu dælt um borð.