Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.02.2021, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021 Aðalstræti 2 | s. 558 0000 KONUDAGURINN Á MATARKJALLARANUM Pantaðu borð á www.matarkjallarinn.is Glas af J.P. Chenet freyðivíni fylgir með öllum samsettum matseðlum á konudaginn Þóra Kolbrá Sigurðardóttir thora@mbl.is Maðurinn á bak við Candy Kittens er Jamie Laing en hann á sér nokkuð merkilega sögu. Langalangafi hans var Sir Alex- ander Grant sem stofnaði McVities-kexstórveldið. Laing kemur því úr vellauðgri fjölskyldu. Hann langaði að leggja fyrir sig leiklist og sótti í þeim tilgangi leiklistarskóla í Leeds. Að eigin sögn var hann að drepast úr leiðindum og hann áttaði sig á því að líklegast ætti það betur við hann að vera sjálfstætt starfandi og frumkvöðull. Hann hafði einhverju áður farið til New York þar sem hann álpaðist inn í sælgætisverslunina Dylan’s Candy Bar sem er rekin af Dylan Lauren sem er dóttir Ralph Lauren. Laing segir það hafa verið magnaða upplifun. Fólk hafi verið að kaupa sér dýrindissælgæti fyrir tugi þúsunda og hann hafi hugsað með sér af hverju slíka verslun væri ekki að finna í Bretlandi. Um þetta leyti kynnist hann Ed Williams sem er hönnuður og saman stofnuðu þeir Candy Kittens-fyrirtækið með það að markmiði að framleiða hágæða heiðarlegt sælgæti sem væri sérhannað fyrir fullorðna. Laing segir að betri meðeiganda en Williams sé ekki hægt að finna og þrátt fyrir að þeir séu afar ólíkir virðist þeir vega hvor annan fullkomlega upp. Þrátt fyrir að hafa stofnað fyrirtækið var Laing þó ekki búinn að kveðja leiklistargyðjuna alfarið og árið 2011 gerðist hann hluti af raunveruleikaþættinum Made in Chelsea sem fjallar um líf vellauðugra ung- menna í London og nærsveitum. Þættirnir hafa notið mikilla vin- sælda enda eru Bretar öðrum þjóðum fremri þegar kemur að sápu- kenndu raunveruleika- sjónvarpsefni. Laing tók jafnframt þátt í dans- keppninni Strictly Come Dancing í fyrra þar sem hann lenti í öðru sæti auk þess að hafa leikið lítil hlutverki í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. La- ing hefur sjálfur sagt að hann sé gagnslaus í 9-5 vinnu og frumkvöðla- starfið henti honum bet- ur. Tengslanet hans hef- ur heldur ekki spillt fyrir en hann svarar þeim gagnrýnisröddum fullum hálsi sem kalla hann for- dekraðan yfirstéttardreng. Hann hafi vissulega haft góðan meðbyr vegna fjölskylduauðæfanna sem hann sé þakklátur fyrir en velgengni Candy Kittens sé að- allega til komin vegna þrotlausrar vinnu þeirra sem að fyrirtækinu koma og trú á því að verið væri að framleiða framúrskarandi vöru. Fékk aldrei sælgæti sem barn Laing segist elska sælgæti og þá ást megi að stórum hluta rekja til þess að hann fékk aldrei sætindi sem barn. Hann brást illa við sykri og því fékk hann bara einn lítinn bita á sunnudögum. Hann segir að fyrir vikið hafi hann alltaf verið að láta sig dreyma um sætindi sem útskýri að öllum líkindum af hverju hann eigi sælgætisverksmiðju í dag. Hann hefur jafnframt breytt um áherslur í mataræðinu eftir að hann opnaði Candy Kittens því hann borði ekki lengur neinar dýra- afurðir en vörur fyrirtækisins innihalda engar dýraafurðir og leggur áherslu á nota einungis sjálfbærar vörur í framleiðsl- unni. Velgengni fyrirtækisins hefur verið mikil og tvöfaldaðist veltan milli ára í fyrra sem er töluvert. Í dag er varan seld um allt Bretland og er óðum að hasla sér völl víða um heim, þar á meðal hér á landi. Laing segist afskaplega stoltur af fyrir- tækinu og því sem búið er að skapa. Vöxtur fyrirtækisins hafi farið langt fram úr björtustu vonum en það sem mestu skiptir sé að varan standi undir nafni sem algjört sælgæti. Erfinginn og raunveruleikastjarnan sem vildi verða sælgætisgreifi Heimsfrægur í Bretlandi Jamie Laing hefur komið víða við á stuttum ferli og náð að byggja upp skemmtilegt vörumerki. Sælgætisfyrirtækið Candy Kittens var stofnað árið 2012 af Jamie Laing og Ed Williams sem ákváðu að það væri tími til að skora á stóru sælgætisframleiðend- urna og gera eitthvað algjörlega nýtt. Flestir töldu þá félaga fremur galna en engu að síður eyddu þeir næstu 18 mán- uðum í að þróa hugmyndina um strang- heiðarlegt sælgæti sem væri sérhannað fyrir fullorðna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.