Morgunblaðið - 18.02.2021, Page 32
32 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. FEBRÚAR 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
2012
2020
HJÁ OKKUR FÁST
VARAHLUTIR
Í AMERÍSKA BÍLA
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta hefur í raun verið alveg
ótrúleg vegferð. Við höfum stækkað
hratt og munum halda áfram að
vaxa,“ segir Árni Þór Árnason, einn
eigenda og framkvæmdastjóri við-
skiptaþróunar AwareGO. Fyrir-
tækið framleiðir stutt fræðslu-
myndbönd um gagnaöryggi, en það
var stofnað fyrir tólf árum. Starfs-
mennirnir telja nú hátt í 30 og er
fyrirtækið með starfsemi í fjórum
löndum, á Íslandi, í Bandaríkjunum,
Tékklandi og Króatíu. Með tilkomu
kennsluhugbúnaðar sem þróaður
var hjá AwareGO fyrir um þremur
árum fóru hjólin að snúast hraðar.
Á næstu dögum mun tæknifyr-
irtækið greina frá samningi við
stórt alþjóðlegt fyrirtæki, sem er
með starfsstöðvar í um 140 löndum.
„Þeir munu selja okkar lausnir
merktar eigin vörumerki. Við erum
að horfa fram á margföldun á veltu
næstu misseri,“ segir Árni sem
kveðst ekki geta greint frá verð-
mæti samningsins. Það hlaupi þó á
milljónum bandaríkjadala. Að-
spurður segir hann veltu fyrir-
tækisins í dag vera á annað hundr-
að milljónir króna. „Við erum að
velta á annað hundrað milljónum
króna, sem eru kannski ekki miklar
tekjur í sjálfu sér. Það er meira
staðfesting á því sem við erum að
gera.“
Þjálfun mjög mikilvæg
Líkt og fyrr segir segir selur
AwareGO fræðslumyndbönd og
kennsluhugbúnað fyrir net- og
gagnaöryggi til fyrirtækja. Alls hef-
ur fyrirtækið komið að þjálfun átta
milljóna starfsmanna um heim all-
an. „Manneskjan er veikasti hlekk-
ur í gagnaöryggi í dag. Menn fara
aðrar leiðir en áður til að komast
inn í kerfi fyrirtækja. Nú er reynt
að fara í gegnum starfsfólkið þannig
að þjálfun þess er orðið stærsta at-
riðið,“ segir Árni og bætir við að
fyrirtækið hafi stækkað mikið í
gegnum samstarf við endursöluaðila
um allan heim. „Við vinnum með öll-
um. Við getum selt þjálfunarefni,
hugbúnaðarlausnir og skýjalausnir.
Okkar viðskiptamódel er þannig að
við erum að vinna mjög mikið með
endursöluaðilum sem sérhæfa sig í
þjónustu við stærri fyrirtæki eins
og til dæmis Advania, Eloomi og
TrendMicro,“ segir Árni.
Eru í miklum vaxtarfasa
Ekki er langt síðan starfsmenn
AwareGO voru einungis tveir tals-
ins, Árni og stofnandinn Ragnar
Sigurðsson. Frá þeim tíma hefur
mikið vatn runnið til sjávar og fyrir-
tækið vaxið umtalsvert. Mikill áhugi
hefur verið á AwareGO undanfarið
ár, en að sögn Árna hafa fjórir að-
ilar lýst yfir áhuga á að fjárfesta í
félaginu á umræddu tímabili. Eig-
endahópurinn í dag samanstendur
af fjárfestingafélaginu Eyrir Vent-
ures með rétt yfir 30% hlut, starfs-
mönnum og stjórnendum með hátt í
59% hlut og englafjárfestum. Segir
Árni að fyrirtækið sé nú að vinna að
svokallaðri vaxtarfjármögnun til að
styðja við fyrirhugaðan vöxt á öllum
sviðum rekstursins. Fyrirtækjaráð-
gjöf Kviku banka hefur haft milli-
göngu um ferlið, en stefnt er að því
að sækja tíu milljónir bandaríkja-
dala með sölu á nýju hlutafé.
„Við erum í miklum vaxtarfasa og
erum að undirbúa fjármögnun til að
styðja við þennan mikla vöxt. Það
þýðir jafnframt að við þurfum að
ráða margt nýtt fólk og styrkja
starfsstöðvar okkar erlendis. Ef vel
gengur þá eigum við von á því að
starfsmannafjöldinn tvöfaldist aftur
á þessu ári.“
Gera risasamning við
stórt alþjóðlegt fyrirtæki
Framkvæmdastjóri Árni Þór á, ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækisins, stóran þátt í uppgangi AwareGO.
AwareGO hefur stækkað hratt Ætla að sækja tíu milljónir dala í nýtt hlutafé
Hagnaður Kviku
banka nam 2,3
milljörðum króna
á síðasta ári, sam-
kvæmt tilkynn-
ingu. Samanborið
við árið á undan
lækkar hagnaður
félagsins um fjór-
tán prósent, en
hann var tæplega
2,7 milljarðar árið
2019. Arðsemi eigin fjár bankans á
árinu var 14,2% en arðsemi eigin
fjár á fjórða ársfjórðungi nam
21,9%.
Eignir Kviku nema nú rúmum 123
milljörðum króna samanborið við
tæplega 106 ma.kr. í lok árs 2019.
Eigið fé nam 19,2 milljörðum króna
og eiginfjárhlutfall er 28,3% sam-
anborið við 24,1% í lok árs 2019.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu er stefnt að samruna við
TM hf. og Lykil fjármögnun hf. fyrir
lok fyrsta ársfjórðungs. Eftirlits-
aðilar og hlutahafafundir félaganna
hafa ekki samþykkt samrunann.
Kvika hagnaðist um
2,3 ma.kr. árið 2020
Marinó Örn
Tryggvason
18. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.15
Sterlingspund 178.19
Kanadadalur 101.25
Dönsk króna 20.924
Norsk króna 15.264
Sænsk króna 15.495
Svissn. franki 144.09
Japanskt jen 1.2142
SDR 184.77
Evra 155.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.9567
Hrávöruverð
Gull 1823.45 ($/únsa)
Ál 2079.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.47 ($/fatið) Brent
STUTT
● Ellefu prósenta
vöxtur varð í inn-
lendri verslun á
síðasta ári, sam-
anborið við árið á
undan. Er þá litið
bæði til innlendrar
og erlendrar korta-
veltu. Þetta kemur
fram í nýrri skýrslu
frá Rannsókna-
setri verslunar-
innar sem ber yfirskriftina Árið í versl-
un. „Samanlögð verslun (þ.e. innlend
og erlend kortavelta á Íslandi) vex um
50 milljarða á milli ára, þrátt fyrir
60% samdrátt í verslun erlendra
ferðamanna (erlend kortavelta),“ segir í
skýrslunni.
Í skýrslunni kemur fram að neyslu-
hegðun Íslendinga breytist lítið á milli
ára. Þeir eyði mestum fjármunum í
stórmörkuðum og dagvöruverslunum.
Þá segir að aukning mælist í flestum
vöruflokkum innlendrar
verslunar á milli ára, fyrir utan sam-
drátt í tollfrjálsri verslun sem og bóka,
blaða og hljómplötuverslun.
Samkvæmt skýrslunni mælist vef-
verslun 7% af innlendri verslun og vex
um 152% á milli ára. Erlend verslun
dregst saman um 60% að því er fram
kemur í skýrslunni.
Innlend verslun jókst
um 11% á síðasta ári
Net Vefverslun
eykst um 152%.
Tryggingafélagið
TM hagnaðist um
rúma tvo millj-
arða króna á síð-
asta fjórðungi
síðasta árs, sam-
kvæmt tilkynn-
ingu. Þar segir að
afkoma TM af vá-
trygginga-
starfsemi á fjórð-
ungnum hafi
batnað umtalsvert milli ára og sam-
sett hlutfall hafi verið 94,9% sam-
anborið við 106,6% á sama tímabili
árið 2019. Segir jafnframt að lækkun
samsetts hlutfalls á fjórðungnum
megi einkum rekja til batnandi af-
komu af eignatryggingum, sjótrygg-
ingum og ökutækjatryggingum. Af-
koma TM-samstæðunnar fyrir árið
2020 í heild var 5,3 milljarðar króna
en hún var 1,9 milljarðar árið 2019.
Eignir félagsins í lok ársins námu 83
milljörðum króna og hækkuðu úr 41
ma.kr. árið 2019. Eigið fé félagsins
er nú tæpir 23 ma.kr. Eiginfjárhlut-
fall var 27% í árslok 2020.
TM hagnast um 2 ma.
á lokafjórðungi 2020
Sigurður
Viðarsson