Morgunblaðið - 23.02.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.02.2021, Qupperneq 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. F E B R Ú A R 2 0 2 1 Stofnað 1913  45. tölublað  109. árgangur  ERNA SÓLEY NÁÐI BESTA ÁRANGRINUM FLEIRI TREYSTA ALÞINGI BÆKUR VEITA SKJÓL FYRIR MARGA NÝ KÖNNUN 14 NÝ BÓK BERGLJÓTAR 28NÝTT ÍSLANDSMET 27 Bera sig varla án stuðnings  Tugir lítilla dreifbýlisverslana berjast við að halda velli  Lagt til í úttekt að samið verði við verslunarkeðjur um innkaup Verði heimilað að afhenda áfengi sem hefur kortlagt vanda dreifbýlis- verslunar um allt land og lagt fram sjö tillögur að úrbótum. Um 40 dagvöruverslanir voru í byggðarlögum með færri en 700 íbúa um seinustu áramót og hefur meirihluti þeirra farið í þrot einu sinni eða oftar. Þessar verslanir lenda oft í vítahring, þar sem rekst- urinn stendur ekki undir sér vegna fámennis og íbúum fækkar ef ekki er til verslun á staðnum. Verðsaman- burður sýnir að vöruverð í dreif- býlisverslununum var að jafnaði 48% hærra en í lágvöruverðsversl- unum. Greining á minnstu verslun- unum leiðir í ljós að þær þyrftu að hafa 66% álagningu til að vera sjálf- bærar. Emil bendir á að litlu verslanirnar í dreifbýli kaupi oft inn úr lágvöru- verðsverslunum og njóti ekki afslátt- arkjara. Leggur hann til að komið verði á samstarfi við stóru verslun- arkeðjurnar þannig að heimamenn sem reka verslanir í litlum byggðum hafi aðgang að innkaupum á svipuðu verði og lágvöruverðsverslanir til að lækka vöruverð. Komið verði á fót markvissum styrkveitingum og vöruúrvalið breikkað þar sem versl- anir á landsbyggðinni fái að annast milligöngu um afhendingu áfengis. Fram kemur að til skoðunar er hjá ÁTVR að heimila dreifbýlisverslun- um geymslu og afhendingu á áfengi, gegn fastri greiðslu. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vandi dreifbýlisverslana um allt land stafar m.a. af óhagkvæmum innkaupum, samkeppni við lágvöru- verðsverslanir og háum flutnings- kostnaði. Honum verður ekki mætt nema með skilvirkum stuðnings- aðgerðum stjórnvalda og að fleiri stoðum verði skotið undir rekstur- inn. Þetta kemur fram í nýrri rann- sóknarskýrslu Emils B. Karlssonar, MÞrautaganga og þrautseigja »4 Það er allt fullbókað frá fimmtudegi til sunnudags þessa dag- ana í Kraumu, náttúrulaug við Deildartunguhver í Borgar- firði. Framkvæmdastjóri laugarinnar, Jónas Friðrik Hjartar- son, segir greinilegt að Íslendingar vilji „komast út að gera eitthvað“, enda sé Covid-þreytan farin að segja til sín. Krauma er kjörinn vettvangur til þess arna. Morgunblaðið/Eggert Allt kraumaði af gleði um helgina Rauðkálsuppskera var fimmfalt meiri síðastliðið sumar en árið á undan og þrefaldaðist í kínakáli. Þá jókst uppskera á spergilkáli um 61%. Þetta eru dæmi um aukningu í rækt- un á káli hér innanlands á síðasta ári. Á meðan ræktun jókst minnkaði innflutningur heldur þannig að markaðshlutdeild innlendrar fram- leiðslu á káli jókst. Mikill meirihluti rauðkálsins sem var á diskum lands- manna um jól og áramót var rækt- aður hér innanlands. Sigrún H. Pálsdóttir, eigandi Garðyrkjustöðvar Sigrúnar á Flúð- um, segir að tíðarfarið skipti mestu máli um það hvernig til tekst í rækt- uninni. Rauðkálið hafi gengið vel þetta árið. »4 Íslenskt rauð- kál á jólum  Fimmföld uppskera Morgunblaðið/Árni Sæberg Meðlæti Rauðkálið er ómissandi með steikinni um jól og áramót. Góður gangur er á framkvæmd- unum við byggingu Nýs Landspít- ala og er vinna á vegum Eyktar hf., sem sér um uppsteypu með- ferðarkjarna spítalans, sögð vera komin á fulla ferð á verksvæðinu við Hringbraut. Unnið hefur verið að undir- stöðum fyrir uppsteypuna og eru 50 til 100 starfsmenn við fram- kvæmdirnar, sem ganga vel að sögn Gunnars Svavarssonar, fram- kvæmdastjóra NLSH ofh. Ýmis stór útboðsverkefni upp á um ellefu milljarða króna eru áætluð á árinu. Segir Gunnar að það stærsta sé samkeppnisútboð á útveggjum meðferðarkjarnans og jarðvinna vegna rannsóknahússins sé á leið í loftið. Fífilsgata, sem áður hét Vatnsmýrarvegur, verður boðin út á vormánuðum. omfr@mbl.is »6 Góður gangur á vinnu við uppsteypu Morgunblaði/Arnþór Birkisson Framkvæmdir Starfsmenn Eyktar vinna á grunni meðferðarkjarnans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.