Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
S P U R T & S V A R A Ð
Í B E I N N I Á F A C E B O O K
Í d a g k l . 1 2 : 0 0
N á n a r á x d . i s
Uppskera á helstu káltegundum, öðr-
um en hvítkáli, jókst á síðasta ári.
Framleiðsla á rauðkáli meira en fimm-
faldaðist og voru um 70% rauðkálsins
sem borið var fram með steikum um
jól og áramót innlend framleiðsla.
„Tíðarfarið skiptir mestu máli um
það hvernig tekst til í ræktuninni.
Ræktun á rauðkáli tókst vel þetta árið.
Við sáðum einnig í heldur meira land,“
segir Sigrún H. Pálsdóttir, eigandi
Garðyrkjustöðvar Sigrúnar á Flúðum,
sem er öflug í ræktun á káli. Eftir-
spurn eftir rauðkáli er mest í desem-
ber og reyna bændur eftir fremsta
megni að anna eftirspurninni.
Uppskera margfaldast
Á sama tíma og innlend framleiðsla
jókst, eins og sjá má á meðfylgjandi
grafi, dróst innflutningur heldur sam-
an þannig að hlutdeild innlenda græn-
metisins jókst á milli ára. Framleiðsla
á spergilkáli (brokkólí) hefur marg-
faldast á síðustu árum. Aukningin hélt
áfram á nýliðnu ári. Þá þrefaldaðist
framleiðsla á kínakáli. Hins vegar
minnkaði uppskera á hvítkáli. Sigrún
segir að illgresi hafi leikið hvítkáls-
akra hennar grátt síðastliðið sumar og
telur hún að það sé ástæðan fyrir sam-
drætti í uppskeru í heildina.
Þrátt fyrir aukningu í framleiðslu
ýmissa káltegunda er meirihluti af-
urðanna enn fluttur inn. Það sama á
við um helstu tegundir salats. Hins
vegar er markaðshlutdeild íslenskra
sveppa að aukast.
Telur Sigrún að garðyrkjubændur
reyni áfram að standa sig og nýta eft-
irspurnina sem mest, sérstaklega í
hvítkáli og öðrum þeim afurðum sem
hafa mikið geymsluþol. Hins vegar
séu blómkál, spergilkál og jafnvel
kínakál árstíðabundin vara sem ekki
hafi mikið geymsluþol. „Ég vona að
við fáum gott ræktunarár og hvítkálið
verði lengur í búðum næsta vetur,“
segir Sigrún.
Ágæt kornuppskera
Ágætlega áraði einnig fyrir ræktun
á kartöflum, rófum, gulrótum og
korni. Þó er framleiðsla minni en var á
metárinu 2019.
Bændur og tilraunastjórar voru í
haust bjartsýnir á uppskeru á korni.
Talið var að uppskeran yrði jöfn og
góð um allt land. Það hefur að nokkru
gengið eftir en þó ná uppskerutölur
ekki sömu hæðum og á árinu á undan,
samkvæmt bráðabirgðatölum Hag-
stofu Íslands. helgi@mbl.is
Rauðkálið fimmfaldast
Uppskera og afurðir nokkurra tegunda 2020
Hlutfall innlendrar framleiðslu 2020
Innlend framleiðsla 2018 til 2020, tonn
Innlend framleiðsla Innflutningur
10.000
8.000
6000
4.000
2018 2019 2020
1.500
1.175
850
525
200
2018 2019 2020
1.100
875
650
425
200
2018 2019 2020
800
675
550
425
300
2018 2019 2020
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
2018 2019 2020
*Þreskt korn. Miðað er við 14% rakainnihald.
Heimild: Hagstofa Íslands.
Innlend framleiðsla (tonn) Innlend
framleiðsla
2020 (%)2018 2019 2020
Blómkál 47 77 90 14%
Gulrætur 520 900 659 54%
Hvítkál 154 246 214 27%
Kartöflur 6.020 8.200 7.379 77%
Kínakál 37 30 105 46%
Rauðkál 28 33 175 70%
Innlend framleiðsla (tonn) Innlend
framleiðsla
2020 (%)2018 2019 2020
Rófur 540 1.140 950 98%
Salat 403 407 395 31%
Spergilkál 45 100 161 27%
Sveppir 580 560 611 71%
Korn* 3.900 7.900 7.287
Kartöflur Rófur Gulrætur Sveppir Korn*
Rófur Kartöflur Sveppir Rauðkál Gulrætur Kínakál
98% 77% 71% 70% 54% 46%
Góð uppskera á káli, kartöflum, korni og annarri útirækt
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Dreifbýlisverslanir eiga mjög erfitt
uppdráttar í litlum byggðarlögum
víðsvegar um landið en þær gegna
viðamiklu hlutverki í að viðhalda
byggð. Meðal aðgerða sem nauðsyn-
legar eru til að efla rekstur dreif-
býlisverslana og snúa vörn í sókn er
að koma á samstarfi dreifbýlisversl-
ana við verslunarkeðjur til að lækka
vöruverð. Einnig þyrfti að koma á
fót opinberum fjárstuðningi með
styrkveitingum í samræmi við veltu
og að þær geti fengið niðurgreiddan
hluta flutningskostnaðar. Þá mætti
heimila dreifbýlisverslunum að hafa
milligöngu um sölu og afhendingu á
áfengi í gegnum net- og póstverslun
og Samkeppniseftirlitið þarf að
fylgja eftir rannsókn á mismunandi
viðskiptakjörum birgja til verslana
eftir stærð þeirra.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í rannsóknaskýrslu Emils B.
Karlssonar, fyrrverandi forstöðu-
manns Rannsóknaseturs verslunar-
innar, um vanda verslana í litlum
byggðarlögum og hvaða aðgerðir eru
skilvirkastar svo þær haldi velli.
Skýrslan er birt á vef Byggðastofn-
unar
Samkvæmt talningu Emils voru í
lok síðasta árs um 40 verslanir sem
selja dagvöru í byggðarlögum með
færri en 700 íbúa víðsvegar um land-
ið. Emil heimsótti 22 dreifbýlisversl-
anir og fékk ítarlegar upplýsingar og
frásagnir um verslunarreksturinn.
„Flestar snerust þær um þrauta-
göngu og þrautseigju við að halda
rekstrinum gangandi. Á flestum
stöðum hafði reksturinn farið í þrot
minnst einu sinni og ýmsar leiðir
farnar til að halda versluninni gang-
andi. Í sumum tilvikum hefur end-
urreisn verslunar verið með aðkomu
íbúanna sjálfra og hugsjónastarfi
þeirra sem taka að sér reksturinn,
frekar en í hagnaðarskyni,“ segir í
skýrslunni.
Emil aflaði víða fanga við gerð
skýrslunnar og fékk m.a. upplýsing-
ar um fyrirkomulag dreifbýlisversl-
unar í öðrum norrænum löndum.
Meðalverðið 48% hærra
Við athugun á verðlagi og álagn-
ingu fékk Emil upplýsingar frá verð-
lagseftirliti ASÍ og kemur í ljós að
meðalverð á vörukörfunni, sem inni-
hélt 104 vörutegundir, var 48%
hærra í dreifbýlisverslununum en í
lágvöruverðsverslunum. Minnstur
verðmunur var á mjólkurvörum, eða
24%, og mestur er munurinn á hrein-
lætisvörum, eða 80%.
Aðspurður segir Emil að rekstur
verslana í fámennum byggðum sé
nánast borin von án einhvers konar
stuðnings og geti verið vítahringur
þar sem reksturinn stendur ekki
undir sér vegna fámennis en fámenni
eykst ef ekki er verslun á staðnum.
„Aðalvandinn hjá þessum verslunum
er að mínu mati verðlagið. Þær sitja
ekki að sömu kjörum og stóru lág-
vöruverðsverslanirnar, þær geta
ekki nýtt sér stærðarhagkvæmnina
og hafa ekki sama kaupmátt og fá
ekki sömu afsláttarkjör og stóru
keðjurnar. Það er einkennandi að
margar þessara verslana kaupa
vörur úr lágvöruverðsverslununum
og þá er varan búin að fara frá fram-
leiðendum til heildsala og þaðan til
lágvöruverðsverslana og svo aftur í
endursölu í þessum litlu verslunum
þar sem fasti rekstrarkostnaðurinn
er miklu meiri en hjá þessum stóru.
Það gerir að verkum að menn verða
að leggja ennþá meira á vöruna,“
segir hann við Morgunblaðið.
Þrautaganga
og þrautseigja
Vandi dreifbýlisverslana kortlagður
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Brauð Mikill verðmunur er á milli
verslana í dreifbýli og þéttbýlinu.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Búast má við hertum sóttvarnaað-
gerðum vegna fuglaflensu um miðj-
an mars, nema eitthvað gerist sem
kallar á að að-
gerðir verði hert-
ar fyrr, að sögn
Brigitte Brugger,
sérgreinadýra-
læknis alifugla
hjá Matvæla-
stofnun (MAST).
Faghópur fylg-
ist með stöðunni
og þróun mála. Í
honum eru auk
Brigitte Gunnar
Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur
og prófessor í dýrafræði við Háskóla
Íslands, Vilhjálmur Svansson, dýra-
læknir og veirufræðingur á Til-
raunastöð HÍ í meinafræði að Keld-
um, og Auður Lilja Arnþórsdóttir,
sóttvarnadýralæknir hjá MAST.
„Farfuglar eru farnir að koma en
að öllum líkindum verður tillaga um
aukið viðbúnaðarstig send til ráðu-
neytisins um miðjan mars þegar
þungi farflugsins nálgast,“ sagði Bri-
gitte. Hún sagði að þetta geti breyst
ef fuglaflensusmit greinist hér á
næstu dögum eða vikum. Ekki
stendur til á þessu stigi að fanga
heilbrigða farfugla til að kanna hvort
þeir eru smitaðir. Brigitte segir að
það sé ekki góð leið til að vakta fugla-
flensu í villtum fuglum og litlar líkur
á að finna eitthvað þannig. „Ef eitt-
hvað kemur upp á, til dæmis á til-
teknum svæðum, þurfum við að meta
hvað við gerum,“ sagði Brigitte.
MAST hefur óskað eftir því að fólk
tilkynni um dauða fugla sem gætu
hafa drepist vegna sjúkdóms. Ekki
þarf að tilkynna um fugla sem aug-
ljóslega hafa drepist vegna slysa eins
og að verða fyrir bíl eða eftir að hafa
flogið á rúður. Brigitte sagði að tekin
hefðu verið nokkur sýni úr dauðum
fuglum undanfarið en þau voru ekki
jákvæð gagnvart fuglaflensu.
Fuglaflensa af stofni H5N8 hefur
greinst í nokkrum starfsmönnum ali-
fuglabús í Suður-Rússlandi. Ein-
kenni sjúkdómsins hjá þeim voru
ekki alvarleg.
„Farfuglarnir okkar koma ekki frá
Rússlandi heldur frá sýktum svæð-
um í Vestur- og Norður-Evrópu. Þar
hafa ekki fundist neinar vísbending-
ar um að fuglaflensuveiran hafi smit-
ast í menn,“ sagði Brigitte.
Aðgerðir líklega
hertar í mars
Vel er fylgst með þróun fuglaflensu
Brigitte
Brugger