Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021
23. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 128.18
Sterlingspund 179.86
Kanadadalur 101.65
Dönsk króna 20.923
Norsk króna 15.239
Sænsk króna 15.508
Svissn. franki 143.4
Japanskt jen 1.2172
SDR 184.99
Evra 155.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 186.5705
Hrávöruverð
Gull 1773.75 ($/únsa)
Ál 2135.0 ($/tonn) LME
Hráolía 63.3 ($/fatið) Brent
mun mynda mótvægi við vísitöluna
sem við notum. Að auki spyrjum við
almenna notendur um vörumerkin
sem eru tilnefnd,“ bætir Friðrik við,
en hann segir að valferlið hafi tekið
lengri tíma en upphaflega var áætl-
að. Mikið sé undir hjá fyrirtækjunum
og því nauðsynlegt að valferlið sé
gegnsætt og ítarlegt.
Hann segir að markmið sitt sé að
sýna hvernig gott vörumerki líti út
og það geti í framtíðinni orðið leið-
arljós fyrir þau fyrirtæki sem vilji
byggja upp gott vörumerki. „Vöru-
merki er ekki bara myndmerki [e.
logo]. Vörumerkjafræðin eru djúp
heimspeki sem snýst um stefnu fyr-
irtækja og tóninn í starfseminni. Þau
segja til um hvernig við komum fram
sem fyrirtæki, hvernig við tölum við
viðskiptavini og hjálpum þeim að tala
við okkur. Á tímum samfélagsmiðla
eiga fyrirtækin ekki lengur vöru-
merkin ein, heldur á fólkið þau með
fyrirtækjunum. Vörumerki eru sam-
tal. Þau eru ekki markaðsmál, heldur
snúast þau um að hámarka arðsemi
til hluthafa. Það vill gleymast.“
Friðrik segir að vörumerki hafi
aldrei verið mikilvægari en nú og því
þurfi að standa faglega að uppbygg-
ingu þeirra.
Standa öðrum langt að baki
Aðspurður segir Friðrik að á Ís-
landi hafi mörg sterk vörumerki ver-
ið byggð upp í gegnum tíðina, en enn
vanti nokkuð upp á að hugað sé
nægjanlega vel að þeirri dýrmætu
eign sem vörumerki eru. „Það er
langtímaverkefni að byggja upp
vörumerki sem á að skila arði til
framtíðar.“
Friðrik stefnir að því að viður-
kenningin verði árleg héðan í frá.
„Miðað við viðtökurnar sem við höf-
um fengið þá stefnir í að þetta verði
árlegur viðburður.“
Vörumerki hámarki arðsemi
Bestu íslensku vörumerkin valin á netinu á fimmtudaginn Styrkleiki fundinn út frá akademísku
sjónarhorni 54 manna dómnefnd úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu Vilja efla umræðu
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Á fimmtudaginn næsta mun Brandr
vörumerkjastofa veita bestu íslensku
vörumerkjunum 2020 viðurkenningu
í fjórum flokkum, en að sögn Frið-
riks Larsen, dósents við Háskóla Ís-
lands og eiganda Brandr, er þetta í
fyrsta sinn á Íslandi sem slíkar við-
urkenningar eru veittar. Verð-
launahátíðin verður haldin á netinu
en vörumerkin eru flokkuð eftir fyr-
irtækjamarkaði og einstaklings-
markaði og stærð fyrirtækja, hvort
þar starfi fleiri eða færri en 50
manns. Vörumerkin tuttugu og átta
sem tilnefnd hafa verið má sjá á
myndinni hér til hliðar.
Ákveðin aðferðafræði
„Við erum að leita að besta ís-
lenska vörumerkinu út frá ákveðinni
aðferðafræði. Þegar veittar eru
svona viðurkenningar eru ýmsir
mælikvarðar notaðir eins og NPS-
kvarðinn eða ánægjumælingar.
Þetta eru ágætar leiðir en þær mæla
ekki styrkleika vörumerkis í huga
fólks, eins og við erum hér að gera,“
segir Friðrik.
Eins og segir á heimasíðu Brandr
vill fyrirtækið með valinu efla um-
ræðu um mikilvægi góðrar vöru-
merkjastefnu.
Auk þess að nota vörumerkja-
fræðin til að velja sigurvegara, þá
mun 54 manna dómnefnd leggja sín
lóð á vogarskálarnar. „Valnefndin er
skipuð fólki víðs vegar að úr atvinnu-
lífinu og fræðasamfélaginu og hún
Tilnefnd vörumerki BTCBTB
Fyrirtækjamarkaður
Starfsfólk vörumerkis 49 eða færri Starfsfólk vörumerkis 49 eða færri
Starfsfólk vörumerkis 50 eða fl eiri Starfsfólk vörumerkis 50 eða fl eiri
Einstaklingsmarkaður
Heimild: brandr
vörumerkjastofa
„Þetta eru ekki tískustjórnir. Það er
gríðarlega mikilvægt að stjórnar-
menn búi yfir nægri þekkingu og
reynslu,“ segir Þórunn Reynisdóttir,
forstjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals-
Útsýnar, í samtali við Morgunblaðið.
Hún er í framboði til stjórnar flug-
félagsins Icelandair. Þórunn hlaut þó
ekki náð fyrir augum tilnefningar-
nefndar sem horfði þess í stað til ann-
arra aðila. Lagði nefndin til að stjórn-
in yrði áfram óbreytt, en þrátt fyrir
það hafa borist
tvö önnur fram-
boð. Auk Þórunn-
ar hefur Steinn
Logi Björnsson,
fyrrverandi
stjórnarformaður
Bláfugls, einnig
boðið fram krafta
sína.
Aðspurð segist
Þórunn hafa
mikla reynslu sem muni nýtast flug-
félaginu mjög vel. Hún hafi af þeim
sökum ákveðið að láta slag standa og
bjóða sig fram. „Ég tel mig eiga fullt
erindi inn í stjórn félagsins. Lands-
lagið er breytt núna og ég þekki
hvernig taka þarf á kostnaði,“ segir
Þórunn og bætir við að hún hafi undr-
ast mjög vinnubrögð tilnefningar-
nefndar. Þannig hafi ákvörðun um
hverjum stilla ætti upp í stjórn verið
tekin áður en vitað var hverjir ætluðu
í framboð. „Þeir voru búnir að senda
þetta út áður en þeir sáu hverjir ætl-
uðu að bjóða sig fram.“
Hún kveðst nú vera að kynna sín
stefnumál fyrir hluthöfum. Segist
hún leggja mikla áherslu á reynslu
sína erlendis, en auk þess að starfa
hjá Icelandair starfaði Þórunn m.a. í
Bandaríkjunum um nokkurra ára
skeið. „Nú er ég að vinna í þessu og
reyna að afla mér nægilega margra
atkvæða.“
Telur sig eiga fullt erindi í stjórnina
Þórunn vill komast að hjá Icelandair Undrast vinnubrögð tilnefningarnefndar
Þórunn
Reynisdóttir
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu um síðustu helgi hefur Póst-
og fjarskiptastofnun (PFS) úrskurð-
að Íslandspósti (ÍSP) 509 milljónir
króna í framlag vegna alþjónustu-
byrði ársins 2020, en framlagið nem-
ur hreinum kostnaði alþjónustu ÍSP.
Ólafur Stephensen, framkvæmda-
stjóri Félags atvinnurekenda, segir í
samtali við Morgunblaðið að inni í
þeirri tölu séu m.a. 126 milljónir
króna vegna taps fyrirtækisins sök-
um undirverðlagningar á pakka-
gjaldskrá Póstsins, sem hefur verið í
gildi frá ársbyrjun 2020 og 181 millj-
ón króna vegna þjónustu á „óvirk-
um“ markaðssvæðum þar sem engu
að síður ríkir samkeppni, eins og
Ólafur orðar það. „Við erum mjög
hissa á framgöngu Póst- og fjar-
skiptastofnunar í þessu máli öllu. Í
febrúar í fyrra þegar við bentum á að
gjaldskrá Íslandspóst yfir pakka
væri ólögmæt og fæli í sér undir-
verðlagningu og stangaðist á við
ákvæði póstlaganna um að gjaldskrá
alþjónustu yrði að miðast við raun-
kostnað að viðbættri eðlilegri álagn-
ingu, þá sýndi Póst- og fjarskipta-
stofnun nokkurn myndugleik og
krafðist þess af Íslandspósti að sýnt
yrði fram á að gjaldskráin stæðist
þennan áskilnað laganna. Núna
tekst stofnuninni að skrifa fjörutíu
blaðsíðna ákvörðun þar sem laga-
ákvæðið um að gjaldskrá alþjónustu
skuli taka mið af raunkostnaði er
hvergi nefnt, eins og það sé ekki til í
lögunum. Og okkur finnst þetta í
hæsta máta óeðlilegt og ófaglegt, og
berum brigður á þessa ákvörðun,“
segir Ólafur.
Grefur undan samkeppni
Segir hann einnig að stjórnvöld
geti ekki látið viðgangast að ríkisfyr-
irtækið undirverðleggi pakkaflutn-
inga og grafi þannig undan rekstri
keppinauta um allt land.
Óeðlilegt og ófaglegt
Framkvæmdastjóri
FA gagnrýnir Póst-
og fjarskiptastofnun
Morgunblaðið/Hari
Sendingar Pósturinnn fékk 126
milljónir kr. vegna pakkagjaldskrár.