Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 24

Morgunblaðið - 23.02.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 2021 Hristum þetta af okkur L augarnar í Rey k javí k w w w. i t r. i s 2m Höldumbilinu og sýnum hvert öðru tillitssemi 50 ára Magnús er Akur- eyringur en býr í Reykja- vík. Hann er vélfræð- ingur frá VMA og Vélskóla Íslands, B.Sc. í efnaverkfræði frá HÍ og M.Sc. frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi. Magnús er verkefnastjóri hjá Orku náttúrunnar. Hann tekur þátt í æsku- lýðsstarfi hjá Fjölni í handboltadeildinni. Maki: Margrét Cela, f. 1973, deildarstjóri á félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Börn: Oliver Aron, f. 1998, Kristófer Jóel, f. 1999, Lovísa Rakel, f. 2002, og Nína Rut, f. 2004. Foreldrar: Helga Magnúsdóttir, f. 1929, d. 2017, rak fatahreinsun, og Örn Stein- þórsson, f. 1931, d. 1980, prentari. Þau voru búsett á Akureyri. Magnús Þór Arnarson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Vandamál sem hefur elt þig lengi virðist auðleysanlegt með hjálp einhvers sem þekkir það af eigin raun. Sumt ræður maður ekki við og hefur enga stjórn á. 20. apríl - 20. maí  Naut Hvernig ferðu með tímann þinn? Eyðir þú honum í uppbyggingarhluti eða ekki? Hvernig væri að skoða það? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur nú byrinn með þér og ert fær í flestan sjó. Dagurinn er kjörinn til að fara út í náttúruna og slappa af. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú átt að láta tilfinningar þínar í ljós, en ekki byrgja þær inni. Það eru margir sem vilja kynnast þér, láttu það eftir þeim. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er alltaf gaman að rekast á gamla vini og rifja upp liðna tíð. Njóttu þess að vera með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Einhverjir vilja pranga inn á þig hlutum sem þú hefur í raun og veru enga þörf fyrir. Þú hefur storminn í fangið næstu daga. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það skiptir engu máli hvernig viðrar hið ytra ef þið gætið þess að hafa sól í sinni. Taktu góðlátlegt grín annarra ekki nærri þér því þú veist vel að það býr ekk- ert að baki. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu stjórn á skapi þínu og forðastu að hlaupa á eftir hverri hugdettu. Þú höndlar erfiðar aðstæður með glans. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Taktu höndum saman við þá sem deila framtíðarsýn þinni. Þú hefur alltaf synt á móti straumnum, ekki hætta því þótt einhverjir hneykslist á því. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú ert eitthvað annars hugar í dag. Samvera vina og skyldur heimilisins skarast, en það á aðeins við í dag. Þú ert of vanafastur/föst. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú nýtur þess að vera í ein- rúmi í dag. Gættu þess að tala ekki of mikið og sýndu öðrum skilning. Allt er gott í hófi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt eftir að þurfa að læra að slaka á fyrr eða síðar. Þú kallar ekki allt ömmu þína og átt það til að fara fram úr þér. síðari ár í Domus Medica. Hann var um tíma yfirmaður barnahjarta- lækninga á Barnaspítalanum, hafði umsjón með unglæknum og síðar sviðsstjóri barnalækninga í eitt ár auk þess að sitja í læknaráði, jafn- réttisnefnd og fleiri nefndum á veg- um spítalans. Frá 2011 hefur hann burgh í Pennsylvaníu þar sem ég lærði barnahjartalæknisfræði og reyndar líka fósturhjartalæknis- fræði.“ Gunnlaugur byrjaði á Barnaspít- ala Hringsins árið 1997 sem almenn- ur sérfræðingur en hefur jafnframt rekið stofu, fyrst á Melhaga en hin G unnlaugur Sigfússon fæddist 23. febrúar 1961 í Reykjavík og bjó í Hvassaleiti frá tveggja ára aldri og þar til hann flutti að heiman um tvítugt. „Ég bjó síðan um skemmri tíma í Norðurmýri og á Flyðrugranda og reyndar frá því ég flutti að heiman hef ég alltaf búið í Vestur- eða mið- bænum,“ segir Gunnlaugur. „Ég missti föður minn þegar ég var níu ára og því alinn upp að mestu ásamt eldri bróður og systur af móð- ur okkar sem var mikil ofurkona og ól okkur upp í anda jafnréttis og bræðralags. Heimili okkar var vin- um okkar ætíð opið og kom móðir mín fram við þá eins og jafningja, nokkuð sem hún naut mikillar vel- vildar fyrir síðar á ævinni. Mikið líf var í hverfinu á þessum árum, mörg börn á svipuðum aldri og þaðan eru margir af mínum bestu vinum enn þann dag í dag. Ég spilaði fótbolta og handbolta með Fram þar til ég varð 18 ára gamall og þótti bara nokkuð efnilegur.“ Gunnlaugur var í sveit á sumrin í sex ár á Steiná í Svartárdal í A- Húnavatnssýslu. „Þar var ég hjá öndvegisfólki, Sigurjóni Stefánssyni og Katrínu Grímsdóttur. Bærinn var þríbýli og mörg börn og unglingar gerðu þetta að fullkomnu umhverfi barnsáranna sem ég minnist með hlýju.“ Gunnlaugur gekk í Hvassaleitis- skóla, síðar eitt ár í Ármúlaskóla og var svo í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hann söng með Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og síðar Hamrahlíðarkórnum. „Frá menntaskólaárunum hef ég verið meðlimur í oktett skólabræðra úr MH sem hafa brallað margt saman.“ Gunnlaugur lauk einu ári í sagn- fræði við Háskóla Íslands en skipti þá yfir í læknisfræði. Hann var eitt ár sem kandídat á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri og síðar á barna- deild Landspítalans í rúmt ár. „Ég fluttist þá til Bandaríkjanna þar sem ég bjó ásamt fjölskyldunni í tæp sjö ár, fyrst þrjú ár í Hartford í Con- necticut þar sem ég lagði stund á barnalæknisfræði og síðan í Pitts- jafnframt verið starfandi barna- hjartalæknir á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi/Astrid Lind- gren Barnsjukhus og yfirlæknir frá 2014 er hann hætti vinnu á Barna- spítala Hringsins. „Ég er aftur far- inn að vinna á Barnaspítala Hrings- ins, frá mars 2020, í kjölfar heims- faraldurs sem gerði tíð ferðalög milli landa og vinnu í tveimur lönd- um ómöguleg.“ Árið 2010 stofnaði Gunnlaugur útgáfufélagið Eyju sem hefur gefið út nokkrar listaverkabækur, m.a. um Kristínu Gunnlaugsdóttur. „Ár- ið 2011, í tilefni fimmtugsafmælis míns, stóð ég fyrir merkilegum við- burði í Listasafni Íslands þar sem ég leiddi saman Hauk Tómasson tónskáld og Eggert Pétursson myndlistarmann. Eggert málaði fjögur málverk og Haukur samdi tónverk í fjórum köflum við mál- verkin. Þetta verk, Moldarljós, var frumflutt í afmælisveislunni og svo flutt fyrir almenning en jafnframt gaf Eyja útgáfufélag út geisladisk með tónverkinu. Tónverkið var síð- an valið tónverk ársins 2011.“ Helstu áhugamál Gunnlaugs hafa gegnum tíðina verið listir og menn- ing en jafnframt er Gunnlaugur mikill veiðiáhugamaður. „Ég hef stundað bæði silungsveiði og lax- veiði af miklum krafti en kannski minnkandi eftir að ég kynntist og hóf að leika golf. Í dag er golf lík- lega aðaláhugamálið mitt og spila ég eins mikið golf og ég get með eig- inkonu, fjölskyldu og vinum bæði hér á landi og töluvert erlendis. Ég er meðlimur í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík en þar eigum við stórfjölskyldan hús, Vallholt, sem við dveljum mikið í, bæði að vetri, m.a. á skíðum, og sumri en þá er golfið aðal. Þetta hús, Vallholt, byggði afi minn og alnafni og þar fæddist faðir minn. Fyrir all- nokkrum árum keyptum við systk- inin þetta hús og gerðum það upp og hefur það verið mikill gullmoli fyrir okkur, börnin og barnabörn.“ Fjölskylda Eiginkona Gunnlaugs er Sólveig Kristjánsdóttir, f. 7.2. 1966, hjúkr- Gunnlaugur Sigfússon barnahjartalæknir – 60 ára Ásamt börnunum Frá vinstri: Einar, Gunnlaugur, Eva og Sigfús. Unnandi lista, veiða og golfs Veiðimaðurinn Með einn vænan. Golfarinn Í Svarfaðardal. 40 ára Sólrún er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr í Laugarnesinu. Hún er með B.Sc. í líffræði frá Háskóla Íslands og vinnur sem náttúru- fræðingur í dýrasvif- greiningum hjá Hafrannsóknastofnun. Sólrún er trúnaðarmaður í Félagi ís- lenskra náttúrufræðinga. Maki: Reynir Jónsson, f. 1980, landfræð- ingur en vinnur í framleiðsludeild svefn- rannsóknafyrirtækisins Nox Medica. Börn: Lydía Líf, f. 2005, og Úlfur Freyr, f. 2010. Foreldrar: Sigurgeir Þór Sigurðsson, f. 1946, húsgagnasmíðameistari og Sigríð- ur Guðlaugsdóttir, f. 1945, húsmóðir. Þau eru búsett í Reykjavík. Sólrún Sigurgeirsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.