Morgunblaðið - 23.02.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.02.2021, Qupperneq 32
Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.comHáþróaður svefnbúnaður Náttúruleg efni, einstakt handverk og PASCAL gormakerfið gera rúmin okkar að athvarfi fyrir stöðugan gæðasvefn. FRUMKVÖÐLAR SÍÐAN 1926 Klæðskerasniðin þægindi Björk Níelsdóttir sópransöngkona og Eva Þyri Hilmars- dóttir píanóleikari koma fram í Kúnstpásu Íslensku óperunnar í Hörpu í hádeginu í dag, þriðjudag, kl. 12.15. Ókeypis er á tónleikana en vegna sóttvarnareglna þarf að bóka miða í miðasölukerfi Hörpu. Á efnisskrá tón- leikanna eru sönglög eftir Mozart, Satie, Herbert, Weill, Taylor og Piazzolla. Björk var valin bjartasta vonin á Ís- lensku tónlistarverðlaununum 2019 og Eva Þyri hefur verið mjög virk í tónlistarlífinu á undanförnum árum. Björk og Eva Þyri koma fram í Kúnstpásu Íslensku óperunnar í dag ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 54. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Þetta tímabil er búið að vera upp og ofan hjá mér per- sónulega,“ segir Hjörtur Hermannsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í dag en hann hefur verið inn og út úr liðinu hjá danska liðinu Brøndby á keppnistímabilinu. „Liðinu hefur gengið gríðarlega vel og eins og gefur að skilja er samkeppnin mjög hörð hjá klúbbi eins og Brøndby. Ég væri að ljúga ef ég segði ekki að ég hefði verið til í að vera búinn að spila mun meira en ég hef gert á tímabilinu, sérstaklega fyrir jól.“ »27 Upp og ofan hjá Hirti á þessu keppnistímabili í Danmörku ÍÞRÓTTIR MENNING Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er yngsti nemandinn í sögu Háskól- ans á Bifröst til að ljúka grunnnámi frá skólanum en Þórhildur er ekki nema 20 ára gömul, fædd árið 2000. Þar að auki hlaut Þórhildur við út- skriftina verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn í félagsvísinda- og lagadeild en Þórhildur útskrifaðist úr BA-námi í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði. 76 nemendur brautskráðust frá Háskólanum á Bifröst á laugardaginn var, 20. febr- úar. Í samtali við Morgunblaðið sagði Þórhildur það aldrei hafa verið markmiðið að klára á svona stuttum tíma. Það hefði bara viljað svo til. „Ég var ári á undan í grunnskóla þannig að ég sleppti níunda bekk, fór bara beint úr áttunda bekk í tíunda bekk og svo útskrifaðist ég úr menntaskóla á tveimur og hálfu ári,“ sagði Þórhildur og bætti við: „Að klára menntaskólann á svona stutt- um tíma var eiginlega bara tilviljun, ég var ekki alveg að fylgjast nógu mikið með hvað ég var búin að taka margar einingar.“ Þórhildur sagði síðan námið á Bifröst skipulagt sem nám til tveggja og hálfs árs. Hún lauk þannig hverju skólastigi á skemmri tíma en almennt gengur og gerist. Nóg að gera og alltaf gaman Þórhildur hefur haft í nógu að snú- ast síðustu ár. Eftir menntaskólann tók hún sér hlé og fór í lýðháskóla í Danmörku áður en hún byrjaði í há- skóla árið 2018. Með skólanum hefur Þórhildur svo unnið í félagsmiðstöð ásamt því að vera skátaforingi hjá börnum í þriðja og fjórða bekk. Auk þess útskrifaðist Þórhildur með dipl- ómu í kínversku frá Háskóla Íslands sumarið 2020 svo hún hefur aldeilis ekki setið aðgerðalaus. Aðspurð seg- ist Þórhildur ekki hafa of mikið að gera. „Ég hef alltaf verið svona, bara nóg að gera og alltaf gaman.“ Stefnan sett á frekara nám Þórhildur segir stefnuna setta á meistaranám í haust. „Ég er ekki alveg búin að ákveða hvað ég ætla að fara að læra. Ég vinn í félagsmiðstöð núna og er að skoða tómstunda- og félagsmálafræðina en ég er líka að skoða nám í útlöndum, ég er bara enn að ákveða mig.“ Þórhildur segist ekki luma á nein- um töfraráðum fyrir aðra nemendur. „Hjá mér er það bara að lesa skóla- bækurnar og vinna verkefnin tíman- lega.“ Ljósmynd/Aðsend Útskrift Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, fyrir miðju, við útskriftina frá Háskólanum á Bifröst. Yngst í sögu Bifrastar til að ljúka grunnnámi  Með hæstu meðaleinkunn í félagsvísinda- og lagadeild

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.