Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 4
Franska tískuhúsið Chanel býður upp á víðar síðbuxur í sumartísku sinni í ár. 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Þ egar rýnt er í tísku stóru tískuhúsanna má sjá víðar buxur sem minna á árin í kringum 1985. Þær sem hafa vanið sig á það að ganga í gallabuxum með niðurmjóum skálmum þurfa örugglega að máta nokkrar týpur til að finna réttu buxurnar. Þetta er svipað og þegar niðurmjóar buxur komu í tísku á sínum tíma. Þær sem höfðu verið í útvíðum gallabuxum í mörg ár áttu erfitt upp- dráttar í þessum niðurmjóa heimi og sumum leið eins og þær væru naktar. Það er nefnilega svo mikil vörn í víðum skálmum! Svona eins og Patrekur Jamie finnur vörn með því að láta stækka á sér var- irnar. Svo eru það allir síðu kjólarnir sem verða vinsælir með vorinu. Það að vera í síðum kjól er svolítið eins og að vera í náttfötum þar sem ekkert þrengir að og þú getur verið frjáls. Það að vera alltaf eins og hengdur upp á þráð virkar ekki núna. Eftir alla heimavinnuna hefur fólk komist upp á lag með að klæðast þægilegri fötum en áður. Á sama tíma hefur fólk líka komist upp á lag með að vaxa á sér líkamshárin, plokka augabrúnirnar og djúpnæra hárið heima í baðvaskinum. Þær sem vilja fara ferskari en nokkru sinni fyrr inn í nýja árstíð þurfa að hugsa sérstaklega vel um húðina. Fyrsta skrefið er að byrja að þvo andlitið með and- litssápu bæði kvölds og morgna, setja á sig maska einu sinni í viku og bera á sig húðdropa. Þá ertu komin/n með góðan grunn fyrir þessa æsispennandi árstíð. Sumartíska Fendi 2021 er þægileg og smart. Á þessum árstíma þyrstir okkur í eitthvað nýtt. Við þráum ný föt, nýjar hár- vörur, nýjar snyrtivörur og bara nýja orku ef hægt væri að kaupa hana á brúsum. Hér ætlum við að skoða hvað þú getur gert til að hressa þig við. Marta María | mm@mbl.is Víðar buxur og peysa sem gyrt er ofan í buxurnar er ekta Chanel vorið 2021. /skin regimen/ dagkrem sem mýkir húðina. Það fæst á beautybar.is Djúpnæring- arnar frá Davines gera mikið gagn. Þær fást til dæmis á beautybar.is. Þessi kjóll fæst í versluninni Zara í Smáralind. Hitavörn frá Davines verndar hár- ið. Fæst til dæmis á beautybar.is Notaleg föt eru sýnileg í sumartískunni. Þessi peysa fæst í Mathilda í Kringlunni. Hvíti liturinn verður áberandi hjá Fendi vor og sumar 2021. Volume Mousse frá label.m er nauðsynlegt ef þig vantar lyftingu í rótina. Fást á beautybar.is. Vortískan 2021 Þessir strigaskór geta hresst mestu leiðindapúka við. Þeir fást í Mathilda í Kringl- unni. Þessi hreinsisápa frá /skin regimen/ gerir mikið fyrir húðina sé hún notuð kvölds og morgna. Hún fæst á beautybar.is. Sumartískan kallar á útvíðar gallabuxur. Þessar eru frá Ralph Lauren og fást í Mathilda í Kringlunni. Hvítar útvíðar gallabuxur sem fást í Mathilda í Kringlunni. Hvítur blazer- jakki frá Ralph Lauren er eigulegur. Hann fæsti í Mathilda í Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.