Morgunblaðið - 12.02.2021, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
hitti Pálma Haraldsson á kaffihúsi og var síðan ráðin í starfið án
þess að hafa menntun eða reynslu af stjórnun fyrirtækja.“
Lærði rekstur fyrirtækja með því að gera hlutina
Þegar Sigrún var orðin framkvæmdastjóri Innn komst hún að
því að fyrirtækið skuldaði margar milljónir í lífeyrissjóði og var í
raun og veru með skuldahala víða.
„Ég var ekki ráðin í starfið fyrir hæfni mína í viðskiptum og
bókhaldi, heldur fyrir áhuga á starfinu og vilja til að snúa rekstr-
inum við. Ég ákvað að taka bókhaldsmöppurnar með mér heim
og sat síðan á kvöldin og fletti í gegnum reikningana. Þarna
hófst nám mitt í bókhaldi. Ég sá einingar innan fyrirtækisins
sem ég vildi selja og síðan gat ég innleyst allskonar inneign-
arnótur og þannig fengið peninga til að borga öllum þeim sem
við skulduðum. Mér hefur alltaf þótt áhugavert að finna falda
fjársjóði og tók það mig ellefu mánuði að snúa rekstrinum við.“
Á þessum tíma var Sigrún einnig Dale Carnegie-kennari og á
einum slíkum kvöldfundi fær Sigrún símtal hvort hún geti tekið
við sem forstjóri Tæknivals.
,,Þetta var þá fjórða stærsta tölvufyrirtæki landsins, með 73
starfsmenn og töluvert meira tap í rekstri. Ég sagði já og sé ekki
eftir því í dag, en ég var ekki með nógu mikinn stuðning né
reynslu til að geta klárað það verkefni eins og ég vildi. Eigendur
höfðu gefist upp á fyrirtækinu og fóru hlutirnir ekki eins og ég
hefði viljað hafa þá.“
Hvaða áhrif hafði þetta á þig?
„Ég sé ekki eftir neinu, enda geri ég alltaf mitt besta í öllu. Ég
fékk mjög mikla reynslu í innkaupastjórnun, lagerhaldi og
samningagerð. Í raun hef ég sjaldan lært jafnmikið í lífinu. Ég
var 33 ára á þessum tíma og ekki með mikla reynslu en ég er
með gott innsæi gagnvart viðskiptum. Mér fannst sem dæmi allt
of mikið á lager hjá okkur og fór ég því og hlóð niður ársreikn-
ingum hjá samkeppnisaðilum okkar. Þegar ég skoðaði lag-
erstöðu þeirra þá sá ég að við vorum ekki að standa okkur vel á
þessu sviði. Ég ákvað þá að lesa mér til um lagerstjórnun og
lærði um ABC-regluna sem segir að birgðahald eigi að vera ólíkt
eftir vöruflokkum. Sumar vörur köllum við A og þær þurfa að
vera til á lager. Aðrar vörur köllum við B og þær seljast hægar.
Síðan eru til vörur C sem eru pantaðar eftir eftirspurn. Þær
vörur eru ekki til á lager.
Ég er mjög hliðholl og fer ekki frá hálfkláruðu verki. Það kom
því aldrei til greina að segja upp og fara. Reksturinn var mjög
erfiður og niðurstaðan var að selja fyrirtækið til samkeppn-
isaðila. Mínir yfirmenn vildu að ég setti allan minn fókus aftur á
Innn.“
Fór í MBA-nám í flottasta viðskiptaháskóla Evrópu
Sigrún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að fara aftur í
að stýra minna fyrirtæki, en að hún hafi þá valið að fara í MBA-
nám sem fyrirtækið myndi styrkja hana með.
,,Ég leitaði á netinu að besta MBA-námi í Evrópu, sem var á
þeim tíma kennt í London Business School og skráði mig í það.“
Sigrún segir ekki einfalt að stíga fram í eigin nafni. Það við-
urkennir hún fúslega sem og að alls konar hlutir hafi gerst á ferl-
inum hennar.
„Ég hef verið rekin, þrátt fyrir að vera að skila mínu og með
góðar rekstrartölur. Í mínu tilviki voru stjórnendur ekki á minni
línu og ekki með sömu gildi og ég og því gekk þetta ekki upp.“
Hvernig finnst þér að vera rekin?
„Mér finnst bara frábært að vera rekin. Það hefur gerst
nokkrum sinnum og var ekki erfitt. Ég hef mín gildi og þau
ganga ekki alls staðar. Ég var atvinnulaus með sex mánaða upp-
sagnarsamning þegar ég flutti til London á sínum tíma og gat þá
einbeitt mér að lokaverkefni mínu í MBA-náminu. Ég notaði
tækifærið og fór á Tony Robbins-ráðstefnu í febrúar árið 2008
sem hafði mikil áhrif á mig og þar kynntist ég manninum mínum.
Það hefði sem dæmi aldrei gerst hefði ég ekki verið rekin.“
Hvað með ástina?
,,Ég er sambandskona og vil vera í sambandi og kynntist
manninum mínum, Martin Uetz, í London. Ég hafði verið ein í
nokkur ár og settist hjá honum og móður hans á námskeiðinu hjá
Robbins og okkur kom strax vel saman. Ég skráði mig í kjölfarið
á fleiri námskeið með Tony Robbins og hann gerði það líka. Svo
við hittumst oft áður en við ákváðum að fara í samband. Robbins
talaði um sex meginþarfir manneskjunnar og var ástin ein
þeirra. Ég hafði ekki fjárfest í ástinni eins vel og ég vildi gera.
Þannig að þegar ég útskrifaðist með MBA-gráðuna mína og mér
var boðin staða sem forstjóri Nissan í Svíþjóð, þá ákvað ég að
flytja heldur til Sviss og fjárfesta í okkar lífi saman. Ég vildi ekki
fara lengra inn í lífið án þess að gefa ástinni aðeins meiri séns.
Maðurinn minn var í góðri stöðu hjá Cisco Systems og studdi
mig vel fyrstu sex mánuðina í Sviss. Mér fannst þetta erfitt í
fyrstu en ég gefst ekki auðveldlega upp. Ég vildi gera mitt besta
og sjá hvert það myndi leiða mig. Ég fór að vinna fyrir sænska
konu sem var gift austurrískum manni, en varð svo veik og upp-
lifði líkamann minn segja nei. Ég gat ekki unnið í sjö mánuði og
var með mikla verki í bakinu og í höfðinu. Ég notaði tímann á
meðan ég var veik og keypti mér allskonar netnámskeið og lærði
fullt af nýjum hlutum.“
Tilvistarkreppa sem breytti lífi hennar
Sigrún segir að hún hafi nokkurn veginn náð sér að fullu en að
hún geti nú skilið fólk sem upplifir erfiðleika í kjölfar þess að
veikjast í vinnu.
,,Ég hafði aldrei lent í einelti í skóla en ég lenti í einelti í vinnu
vegna veikindanna. Þá fór ég í einskonar tilvistarkreppu og fékk
tíma til að hugsa hvað mig langaði að gera við restina af lífinu.
Ég vissi að ég væri góð í alls konar en var ekki að koma auga á
fjársjóðinn innra með mér heldur var meira að leita að hug-
myndinni í einhverju öðru.“
Sigrún og maðurinn hennar lifa góðu lífi í dag, þau búa bæði á
Íslandi og í Sviss og geta ferðast á milli landa og stjórnað tím-
anum sínum og lífinu sjálf.
,,Tilvistarkreppan varði í átján mánuði. Það var í lok ársins
2013 þegar ég var alltaf að vesenast í heimasíðunni minni. Ég
hélt áfram að skipta um þema, vildi gera vefsíðuna svo flotta en
var svo með engar upplýsingar á vefnum um hvernig væri hægt
að vinna með mér.
Þá lærði ég að stundum þarf maður að byrja áður en maður
upplifir sig tilbúinn. Í janúar árið 2014 var ég ennþá að henda
„spagettí á vegginn“; eða að gera allskonar hluti sem virkuðu
misvel. Það var samt ýmislegt sem ég gerði sem var áhugavert,
sem dæmi að aðstoða fólk í allskonar Facebook-hópum með hluti
sem ég kunni að leysa. Það er án efa ástæðan fyrir því að vel
gekk fyrir mig að safna netföngum og að fólk þekkti mig þegar
ég fór að bjóða upp á viðskiptaráðgjöf. Ég bjó loks til hnapp á
heimasíðunni minni þar sem ég bauð upp á klukkustundar ráð-
gjöf hjá mér fyrir 180 dollara.“
Í dag er Sigrún svo vinsæl að ekki er hægt að bóka tíma hjá
henni. Síðasta gjaldið sem hún tók fyrir klukkustundina sína var
2.500 dollarar. Sigrún segir hlutina eins og þeir eru og er fúsari
en margir aðrir að deila velgengni sinni með öðrum.
Hvernig fórstu að því að auka virði þitt svona hratt?
„Eftirspurnin eftir mér ræður gjaldinu og er verðið á klukku-
stund í dag hjá mér þannig að það sýnir að ég hef ekki áhuga á að
bjóða upp á einstaklingsráðgjöf. Mér fannst rosalega erfitt að
ákveða verðið fyrst, því ég vissi ekki hvað þekkingin mín var
mikils virði fyrir annað fólk. En það voru nokkrar konur sem
keyptu af mér tíma fyrst og ein þeirra sagði mér að hún hefði
keypt ráðgjöf hjá nokkrum aðilum á þessum tíma og að ráðin
mín væru þau bestu en að ég væri alltof ódýr. Þá hækkaði ég
verðið í 350 dollara og síðan hækkaði verðið smátt og smátt eftir
eftirspurn.“
Sigrún segir mikilvægt að mæta fólki þar sem það er og að
fólk fái meira út úr því að vinna í hópum.
„Á netnámskeiðunum mínum er ég að bjóða fólki að vera í
hópi með fleirum sem eru að gera það sama og það virkar miklu
betur en að vinna einn og óstuddur. Þegar ég fór af stað með net-
námskeiðin mín þá var ég búin að safna 1.500 nöfnum á net-
fangalista en tekjurnar voru ekki í samræmi við vinnuna fyrir
vörumerkið mitt. Í dag vinn ég öðruvísi. Ég bý ekki til nýtt net-
námskeið fyrr en ég hef selt inn á það fyrst. En áður en meg-
inþorri tekna minna kom frá netnámskeiðum þá bauð ég fyrst
upp á einstaklingsþjálfun með ráðgjafarpökkum og þegar ég var
fullbókuð þá fór ég að bjóða upp á hópnámskeið og síðan komu
netnámskeiðin til að geta hjálpað enn fleirum á sama tíma.“
Sigrún segir sérfræðinga þurfa aðstoð við að koma sér á fram-
færi. Eins þurfi fólk, sérstaklega konur, oft stuðning við að
ganga vel.
„Ég sem dæmi hægði verulega á mér eftir fyrstu stóru söluna
mína, því einhvers staðar í undirvitund minni var grafin sú hug-
mynd að það væri einungis vont fólk sem ætti mikið af pen-
ingum. Ég fór aðeins dýpra ofan í það og fann að þetta var bara
lítil stelpa sem ég þurfti að tala við. Að sjálfsögðu eru peningar
hvorki góðir né vondir. Ef þú ert góð manneskja þá ýkja pen-
ingar það upp í þér. Ef þú ert vond, þá geta peningar svo magnað
það. Eitt er víst að við konur eigum að geta sett á laggirnar
draumafyrirtæki sem afla góðra tekna.
Eina leiðin til að ná algjöru jafnrétti er að konur afli tekna á
við karla. Þær verða að setja sig í fyrsta sæti og láta drauma sína
rætast. Það eru ekki síst draumar kvenna sem eru með góða
hugmynd sem breyta heiminum til hins betra. Saman getum við
stuðlað að meira jafnrétti fyrir allar konur.“
Á SOMBA-námskeiðunum
hjá Sigrúnu mæta þátttak-
endur vanalega í rauðu.