Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 14
Anna Margrét Björnsson, upplýsingafulltrúi franska sendiráðsins, er mikill kvikmyndaunnandi. Öll orka hennar þessa dagana fer í að vinna við frönsku kvikmyndahátíðina en hún fer fram í 21. skiptið á þessu ári í Reykjavík. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is „Ég myndi fara í verslanir sem selja notuð föt og ná mér í nokkra fallega kjóla“ H vað ertu að fást við núna? „Kvikmyndahátíðin var alltaf í Háskólabíó en hefur nú fært sig um set í Bíó Paradís þar sem hún er annað árið í röð. Þessi hátíð er mikið tilhlökkunarefni hjá kvik- myndaunnendum. Áður fyrr var mjög erfitt að sjá evrópskar myndir í bíó hér á landi þótt það hafir breyst mikið með tilkomu Bíós Paradísar sem er svona alvöru „art house“-kvikmyndahús. Það er mjög gleðilegt að geta haldið hátíðina í ár, þar sem það var að sjálfsögðu óvissa vegna kór- ónuveirunnar. Það komast ekki eins margir í sæti og vanalega í bíósalnum og það er grímuskylda. Við munum passa vel upp á sóttvarnir en ég held að fólk sé farið að þyrsta í bíó og af þeim sökum verði kvik- myndahátíðin vel sótt.“ Hvaða kvikmynd á frönsku kvikmyndahátíðinni ætlar þú að sjá? „Ég ætla að reyna að sjá sem flestar og hef séð tvær nú þegar. Ég er mikill aðdáandi chileanska leikstjórans Alejandro Jodorowsky og við feng- um nýju heimildarmyndina hans Psychomagic til sýningar. Það er bara ein sýning í bíó en það er einnig hægt að kaupa aðgang að henni á Heima- bíói Bíós Paradísar sama sólarhring og hún er sýnd ef maður nær ekki í miða. Myndin fjallar um sérstakar aðferðir Jodorowskys við sálræna með- ferð sem hann kallar Psychomagic en hann skrif- aði einmitt bók líka með sama heiti. Ég ætla að fara með níu ára dóttur mína á teiknimynd sem heitir Hin fræga innrás bjarna á Sikiley en Frakkar eru mjög framarlega í myndasögum og teiknimyndagerð. Það er skemmtilegt að segja frá því að hin virta leikkona Catherine Deneuve er í tveimur myndum á hátíðinni. Sú fyrri er ný mynd eftir japanska leikstjórann Hirokazu Kore- eda en margir ættu að kannast við myndina hans Shoplifters sem fékk frábærar viðtökur. Þar leika Catherine Deneuve og Juliette Binoche mæðgur. Síðari myndin er sýnd á Valentínusardaginn og heitir Les Parapluies de Cherbourg (Regnhlíf- arnar í Cherbourg) eftir Jacques Demi. Myndin er klassísk kvikmyndaperla frá sjöunda áratugn- um og í henni má sjá Deneuve unga. Þetta er til- valið kvöld til að eiga rómantíska kvöldstund í bíó og við verðum með sérstaka valentínusarglaðn- inga í boði.“ Hvers vegna heillar kvikmyndin Les Parapluies de Cherboug? „Þessi mynd er klassísk rómantísk söng- leikjamynd og er litrík og falleg. Hún hefur haft áhrif á leikstjóra samtímans og til dæmis mynd- ina La La Land eftir David Chazelle. Myndin er heillandi af því hún er dálítið sorg- leg og skartar dásam- legri og frægri tónlist eftir franska tón- skáldið Michel LeGr- and. Svo er hún svo falleg áhorfs, litirnir og tískan frá fyrri hluta sjöunda áratugs- ins eru svo skemmti- leg.“ Hvað finnst þér fal- legt við stíl Catherine Deneuve? „Catherine Deneuve var með þennan fallega franska áreynslulausa stíl bæði á hvíta tjaldinu og utan þess. Hún valdi sér fatnað frá fremstu hönn- uðum sjöunda áratugsins, meðal annars Yves Saint Laurent og Co- urréges. Hún lék oft svona ósnertanlegar, dálítið kaldar „femme fatale“-týpur sem end- urspeglaðist í klæðnaði hennar, svona skörp- um „mod“-stíl. Hún er í einföldum stílhrein- um fötum, með fallega aukahluti eins og borða í hárinu eða blússur með slaufum og oft með svöl gler- augu og flotta hatta. Í kvikmynd Jacques Demy er hún í pastellituðum fatnaði sem rímar við litina í umhverfinu.“ Hvað gera franskar konur til að halda sér í formi? „Það er erfitt að segja, það er mjög mikið til af klisjum um hvað franskar konur gera eða gera ekki þegar kemur að útlitinu. En þegar ég bjó í París þá gekk ég endalaust mikið alla daga, ann- að hvort á milli Metro-stöðva eða hverfa. Þetta er bara svo gönguvæn borg. Ætli það haldi þeim ekki í góðu formi? Svo er líka mjög mikið af stig- um í húsum og fáar lyftur þannig að það er van- metin hreyfing. Svo er góð frönsk regla að setjast niður og borða góðan mat í hádegi og á kvöldin en ekki þessi endalausu millimál okkar Íslendinga.“ Hvað gera þær sem er smart þegar kemur að förðun? „Þegar ég hugsa um það þá farða franskar konur sig afskaplega lítið. Það þykir ekkert voða- lega smart að vera mikið farðaður. Ætli það sé ekki bara annaðhvort eyeliner eða rauður varalit- ur svona spari. Aldrei mikið meik og vesen heldur mikið lagt upp úr fallegri húð.“ Hvernig getum við íslenskar konur fundið munað í búðunum hér – til að vera í takt við Catherine Deneuve í klæðaburði? „Ég myndi fara í verslanir sem selja notuð föt og ná mér í nokkra fallega kjóla, pils eða notaðan pels og fallega vintage aukahluti. Horfið bara á nóg af kvikmyndunum hennar til að fá inn- blástur!“ Hvað ertu með í snyrtibuddunni? „Svartan eyeliner, ljómapennann á baugana mína frá Sensai, rósrauðan kinnalit, Velvet Teddy-varalit frá Mac og Nuxe Huile Prodigeuse og allt of mikið af drasli.“ Fegurðin í kvikmyndinni Parapluies de Cherbourg er mikil. Anna Margrét mælir með frönskum kvikmyndum með Catherine Deneuve. Hún mælir með því að fólk kynni sér fatastíl Deneuve. Anna Margrét er á því að franskar konur séu í góðu formi því þær gangi mikið. Pelsarnir í Gyllta kettinum eru flottir. Anna Margrét Björns- son starfar fyrir franska sendiráðið. 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.