Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 12.02.2021, Síða 16
L aufey er viðskiptafræðingur og fatahönnuður sem segir að hlutverk hennar sem tvíburamamma sé án efa það merkilegasta. Hún er yfirmaður rafrænna viðskiptasamskipta (e. Customer Relationship Management in Ecommerce) hjá By Malene Birger þar sem hún fæst við stafræna markaðssetningu, stefnuþróun og ákvarðanir um rafræna mark- aðssetningu fyrirtækisins. „Dagarnir eru mjög fjölbreyttir en þessa dagana snýst vinnan að mörgu leyti um að bregðast við breyttu landslagi í verslun sem hef- ur skapast í heimsfaraldrinum, en í augnablikinu eru allar okkar verslanir í Danmörku og Bretlandi lokaðar. Því fylgja miklar áskoranir; ásamt því að sinna hefðbundinni markaðssetningu erum við að leita nýrra leiða og þróa okkur áfram til þess að geta betur náð tökum í þessu nýja umhverfi!“ Vinnur að heiman í faraldrinum Laufey segir að þessa dagana vinni hún að heiman og vakni því yfirleitt við fót eða olnboga í andlitinu frá öðrum hvorum tvíbur- anna sinna. „Ég er mjög stolt tvíburamamma. Synir mínir eru fjögurra ára. Ég er frekar hress á morgnana og ríf mig á fætur hvern morgun og helli upp á kaffi. Við fjölskyldan reynum að eiga gæðastund saman yfir morgunmatnum áður en drengirnir fara í leikskólann.“ Dæmigerður dagur í vinnunni hjá Laufeyju hefst á stöðuf- undi með yfirmönnum markaðsmála. „Svo er unnið að þeim verkefnum sem liggja fyrir. Þrisvar í viku fer ég út að hlaupa í hádeginu.“ Íslendingar þekkja By Malene Birger-vörumerkið og er það í uppáhaldi hjá mörgum á Íslandi. „Það er ótrúlega skemmtilegt hvað margir þekkja merkið hér í Danmörku og einnig á Íslandi. Það hjálpar til þegar ég segi fólki hvað ég fæst við. Þetta er fyrirtæki sem hefur frá stofnum verið með konur við stjórn og það eru mikil forréttindi að fá að vinna í skapandi umhverfi með kraftmiklum konum.“ Starfar hjá By Malene Birger í Kaupmannahöfn Laufey Lúðvíksdóttir hefur það gott í Danmörku með fjölskyldunni sinni. Hún hefur óbilandi áhuga á tísku, þótt fataskápurinn hennar sé ekki að springa úr óþarfa varningi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Laufey er fatahönn- uður að mennt og er einnig menntuð í viðskiptum.  SJÁ SÍÐU 18 Nokkur af uppáhalds- dressunum hennar Laufeyjar í haustlínu By Malene Birger. 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.