Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 18
með því á hliðarlínunni. Ég hef einnig fengið að vera aðeins með sem hefur vakið meiri áhuga á að byggja eitthvað upp frá grunni sjálf.“ Tekur tískuna ekki of alvarlega Hvað er tíska í þínum huga? „Tíska á að vera skemmtileg og fyrir alla. Mér finnst mikilvægt að taka hana ekki of alvarlega og treysta sjálfum sér þegar kemur að því að velja sér fallegar flíkur. Við erum fyrst og fremst að klæða okkur í föt til þess að full- nægja mismunandi þörfum. Mér finnst fólk eiga að klæða sig í föt sem lætur því líða vel og þegar fólki líður vel þá skín það í gegn.“ Spurð um vörurnar í snyrtibuddunni segir Laufey að hún noti mest vörur frá ChitoCare beauty. „Ég er með andlitskremið og serum frá ChitoCare Beauty. Anti- Aging Repair-serumið er ekki komið á markað en kemur í lok mán- aðarins. Ég nota það bæði kvölds og morgna. Ég nota felara frá Nars og kinnalit sem ég skilgreini sem nauðsynjavörur þegar mað- ur er með tvo litla stráka sem eiga það til að vilja fara á fætur á mjög svo ókristilegum tíma. Ég er einnig með ilmvatnið mitt, Tobacco Vanille frá Tom Ford, í snyrtibuddunni. Ilmvatnið nota ég daglega.“ Laufey segir fataskápinn sinn frekar einfaldan. „Ég er með stóran jakka (e. oversized blazer), stuttermaboli, gallabuxur og góða skó, þar sem ég fer allt gangandi eða á hjóli. Mér finnst mikilvægt að minnka fatasóun og reyni því að hugsa mig vel um áður en ég bæti í fataskápinn.“ Laufey kann að meta fegurðina í höfuðstöðvum By Malene Birger. Fallega lagt á borð úti við höf- uðstöðvar By Malene Birger. Laufey ásamt unn- usta sínum Vigfúsi. Kaupmannahöfn er heimilisleg stórborg Áttu þér uppáhaldsflík frá vörumerkinu? „Ég elska peysur. Í Danmörku er stundum óhugnanlega kalt á veturna líkt og á Íslandi og því eru By Malene Birger-peysurnar mínar í algjöru uppáhaldi.“ Aðspurð hvað sé á óskalistanum fyrir heimilið í vetur segir hún að því miður sé By Malene Birger ekki að selja marga hluti fyrir heimilið. „Efst á óskalistanum eru stólar frá Jean Prouvé fyrir borðstof- una. En bestu kaup heimilisins á síðasta ári voru JFK-skrifborð frá Norr11, sem hefur komið sér einstaklega vel nú þegar vinnan fer mest fram á heimilinu.“ Laufey er menntaður fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands og er með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá Háskóla Íslands. „Ég flutti til Kaupmannahafnar til að fara í skiptinám við Copen- hagen Business School og byrjaði fljótlega eftir að ég kom út að vinna hjá 66° Norður. Þau voru þá að opna sína fyrstu verslun hér og tók ég þátt í uppbyggingu á henni. Ég vann fyrir fyrirtækið frá ársins 2014 til ársins 2018. Ég byrjaði hjá By Malene Birger árið 2019 í markaðsdeildinni og í kjölfarið var mér svo boðin vinna við að leiða hluta af stafrænni markaðssetningu og ég færði mig af þeim sökum í upphafi árs 2020 yfir í stafræna (e. Ecommerce) teymið. Það var ekki upphafleg áætlun mín að ílengjast í Kaupmanna- höfn, en borgin er frábær að búa í og okkur líður öllum mjög vel hér. Sem er ástæða þess að við erum hér og verðum um óákveðinn tíma.“ Hún segir Kaupmannahöfn heimilislega stórborg. „Það er mikið að gerast. Borgin er líklega heitasti staðurinn í heiminum í dag í matarmenningu og hún hefur ríka menningar- og listasögu. Að sama skapi verður borgin aldrei yfirþyrmandi. Eins finnst mér alveg ótrúlega þægilegt að geta farið nánast allt gangandi eða hjólandi. Við fjölskyldan búum til að mynda í „þorpi“ á Vesterbro, þar sem vinnan okkar og leikskóli barnanna er í nokk- urra kílómetra radíus.“ Velur gæði fram yfir magn Laufey segir ýmislegt að læra af tískunni. „Fyrir mér er það augljóst að tískuiðnaðurinn þarf að taka stefn- una frá fatnaði sem er gerður í hraði (e. fast fashion) og ráðlegg ég öllum að eiga frekar færri gæðaflíkur sem hægt er að nota í mörg ár, hvort sem þær eru keyptar notaðar eða nýjar. Við erum mark- visst að vinna að því að framleiðslan sé eins sjálfbær og hægt er.“ Íbúðin sem fjölskyldan býr í er falleg með svalir sem snúa í suð- ur sem gerir gæfumuninn að hennar sögn. „Í fimm mánuði ársins er hægt að vera úti á svölunum. Við blöndum klassískri hönnun við hluti sem okkur finnst skemmtilegir eða praktískir.“ Hún segir hugmyndina á bak við að læra viðskiptafræði og fata- hönnun alltaf hafa verið þá að vera betur í stakk búin til að stofna sitt eigið vörumerki. „Í augnbalikinu finnst mér dásamlegt að vinna fyrir og læra af öðrum og sé ekki fram á að breyta því í bráð. Sigríður Vigfúsdóttir tengdamamma mín og Vigfús Rúnarsson kærastinn minn hafa síð- ustu ár staðið að þróun og uppbyggingu íslenska vörumerkisins ChitoCare Beauty og ég hef lært mikið af þeim af því að fylgjast 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.