Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 49

Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 49
FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 MORGUNBLAÐIÐ 49 Þú ert rósin ... Allt sem lifir, um síðir mun sölna seinast þú, ástinmín ... Úrval dekurstunda fyrir einn, málsverða fyrir tvo, hótelgisting og fleira GEFÐU ÁSTINNI UPPLIFUN Í ÖSKJU SP ÖR EH F. 577 5600 | info@oskaskrin.is Óskaskrín fæst einnig í verslunum Pennans Eymundsson og Hagkaups Sjálf hef ég horft upp á og heyrt reynslu- sögur frá mínum starfsfélögum erlendis sem hafa setið á ansi heitum fundum í Afríku með stríðandi fylkingum, með bókstaflega hríðskotabyssur undir stólum. Þar sem hef- ur tekist að koma á varanlegum friði með gagnkvæmri hlustun og skilningi. Þessi hugmyndafræði er notuð í friðar- viðræðum um allan heim en vinir mínir og kollegar eru ansi ötulir á spennusvæðum eins og Palestínu/Ísrael þar sem fólk úr mis- munandi aðstæðum fær innsýn í líf hvert annars. Það sem ég er kannski að reyna að koma á framfæri er að þetta er ótrúlega magnað tól til að tengja fólk án þess að nokkur málamiðlun sé gerð, en allir fá sitt og öll mörk eru virt.“ Hver er þín trú á tengslum samskipta og heilsu? „Ég hef reynslu af hversu samtvinnuð andleg heilsa er líkamlegri heilsu. Áföllin okkar sitja í beinunum okkar. Meira að segja áföll fyrri kynslóða sitja í okkar lík- ömum að einhverju leyti og stýra okkur í meðvitundarleysi eða sjálfstýringunni okkar. Það er frekar lítið mál að vinda ofan af þessu, það eina sem þarf er einbeittur vilji, þor og stuðningur frá aðilum sem hafa tekið til í eigin tilveru og hafa kunnáttu og innra rými til að halda utan um ferli viðkomandi.“ Kolbrún segir að áherslan sé á tengingu við hinn aðilann og sjálfan sig og síðan gagnkvæman skilning. „Grunnurinn sem aðferðin er byggð á eru sammannlegar þarfir sem við erum alltaf að uppfylla. Allt sem við gerum eru leiðir til að uppfylla þarfir. Sumir skilgreina þær sem gildi, en listinn er langur og það sem ég vinn með telur 70-100 þarfir eins og öryggi, tengsl, samfélag, gleði, léttleika og ást svo eitthvað sé nefnt. Ég tek að mér hlutverk túlks og hlusta eftir þörfum sem hvor um sig er að uppfylla með hegðun sem er mögu- lega meiðandi fyrir annan aðilann eða báða. Þetta er gert í tvennu lagi eða saman. Það fer eftir því hversu harður hnúturinn er.“ Margar góðar leiðir í boði í samskiptum Hún segir að þegar gagnkvæmur skiln- ingur sé kominn fari spennan og opnast á lausnir. „Við höfum öll þörf fyrir að styðja hvert annað og vera í samhljómi. Ég get sagt sögu af pabbanum sem kom heim dauðþreyttur. Dóttir hans sem var níu ára tók á móti hon- um og langaði í badminton. Hann nennti ekki en svaraði með tón að hann gæti leikið við hana. Hún alin upp í anda NVC heyrði á raddbeitingunni hvernig stemmingin á hon- um var og nefndi að það væri ekki gaman fyrir hana að leika við hann í þessum ham. Svo bauð hún honum að tjá þarfirnar sínar, sem voru hvíld en að sama skapi samvera og tengsl við hana. Hún stakk þá upp á að hann myndi leggja sig, hún myndi föndra og lita og hann myndi bara hrósa henni af og til. Hann var meira en til í það svo allir fengu það sem þeir voru að leitast eftir. Þetta er það sem NVC gengur út á. Að fara af stað í ferðalag og skoða hvaðan við erum að koma og finna leiðir til að uppfylla þarfir allra án afsláttar. Hver þörf á 1.001 leið til að verða uppfyllt.“ Áttu góð ráð fyrir þá sem eru í erfiðum samskiptum? „Að vanda orð sín og ásetning og vera meðvituð/aður um hvaða orku maður/kona er að gefa frá sér. Við erum speglar svo allt sem við gefum frá okkur kemur til baka til okkar. Eins að hlusta til að heyra og ein- beita sér að þörfunum á bak við orðin en ekki hlusta til að bregðast við. Það er ástæða fyrir að við erum með einn munn en tvö eyru. Svo að gefa sér rými í amstri dagsins til að fara í leikinn: Hvað kann ég mest að meta við þig? Sem sagt taka tíma til að setjast niður og íhuga og tjá sig um hvað hinn aðilinn gerir sem bætir tilveru mína og öfugt. Ráð sem ég fékk frá afleggjaranum mínum, oft kennir eggið hænunni ef við hlustum. Ég mæli með að fólk setjist and- spænis hvort öðru og hvor fær fjórar til fimm mínútur til að tala út frá eigin brjósti til skiptis. Þetta tekur í kringum fjörutíu mínútur. Eins að undirbúa stundina með því að útiloka allt áreiti og hægja á sér. Það er hjálplegt að hafa opnar spurningar til hug- vekju. Það er mikilvægt að stoppa ekki flæðið og hvorki trufla þann sem er að tala né tala á milli, bara skipta á fimm mínútna fresti og ræða síðan eftir hvernig upplifunin var. Ég hef líka mælt með að fólk setjist niður og aðili tali í fimm mínútur ótruflað, ef hann/hún þegir í þrjár, þá er tíminn samt sem áður hans/hennar og ekki má trufla. Næst eru fimm mínútur þar sem hinn að- ilinn fær að endursegja hans/hennar skilning á því sem talað var um. Það skýrir það sem er óskýrt í fimm mínútur þar til kominn er gagnkvæmur skilningur. Svo snýst dæmið við. Mikilvægt er að gefa þennan tíma ótruflaðan.“ Kolbrún er ein þeirra sem telur mikilvægt að heilari heili sig sjálfan fyrst. Umhyggjurík samskipti hafa verið kennd meðal annars í Afríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.