Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 52

Morgunblaðið - 12.02.2021, Side 52
kerfið okkar. Þá öndum við eins og ungbörn, djúpt ofan í kvið, stöldrum við og öndum svo rólega frá okkur í gegnum nefið. Við kunnum þetta sem börn og getum lært þetta aftur. Tryggjum einnig djúpan nætursvefn við góð svefnskilyrði. Við hvetjum fólk einnig til þess að sækja sér daglega „heilahvíld“. Þá gefum við okkur rými til að kúpla okkur aðeins út úr dagsins önn og amstri til þess að dreifa og hvíla hugann. Við getum horft á sjónvarps- þátt, prjónað, eldað, dansað, sungið eða spilað. Að lokum vil ég minnast á hugrekki. Því tvær helstu grunnþarfir mannsins eru að vaxa og upplifa stjórn á lífi sínu. Forsenda þess að geta vaxið er að fara út fyrir þægindaram- mann endrum og eins; að ögra sjálfum sér og sigra sjálfan sig. Þægindaramminn er ekkert svo þægilegur. Meira að segja vatn myglar þegar það er kyrrt of lengi; hvað þá mann- eskjur. Flest gamalt fólk sér eftir því sem það gerði ekki í lífinu, ekki því sem það gerði. Það er mikil lífsfylling fólkin í því að lifa í takt við eigin gildi, langanir, drauma og þrár. Búrið er alltaf opið en það er okkar að þenja vængina og fljúga af stað. Taka stjórnina og bera ábyrgðina. Þegar við sigrum okkur sjálf eykst sjálfstraust okkar og sjálfstraust er smitandi. Það er gefandi og gaman að vera innan um fólk sem ber virðingu fyrir sér og öðrum.“ Ástin skiptir máli í lífinu Hver er grunnurinn að góðu sambandi að þínu mati? „Ást, virðing, sameiginleg gildi, húmor og verkaskipting. Sem foreldrar fjögurra barna þurfum við að vera mjög skipulögð og skipta með okkur verkum. Maðurinn minn sem dæmi eldar og ég sé um þvottinn. Við erum samstilltir foreldrar og höfum sömu grunn- gildi í uppeldinu að leiðarljósi: Að varðveita sjálfstraustið og sjálfstæðið sem börnin okkar fæddust með. Sjálfstraust er lykillinn að öllu góðu í lífi okkar. Okkur finnst mikilvægt að þau fái áheyrn, skilning, hvatningu og skilyrð- islausa ást, tækifæri til að fara út fyrir þæg- indarammann, hugsa út fyrir boxið, sigra sig sjálf, reka sig á og læra af reynslunni og sýna seiglu. Vissulega erum við ólík á margan hátt en það að grunngildin séu þau sömu tel ég mik- ilvægt til þess að hvaða hjónaband sem er gangi upp. Að fólk líti til sömu áttar. Þá er einnig mikilvægt að virða það að við erum ólík og í staðinn fyrir að líta á það sem ógn að líta á það sem tækifæri til þess að læra eitthvað meira og skilja heiminn betur. Svo verður maður að vera ástfanginn, sýna virðingu og geta hlegið saman. Að taka sig ekki of alvar- lega heldur geta gert góðlátlegt grín að sjálf- um sér. Það er engin ástæða til þess að taka lífið of alvarlega, við komumst hvort eð er ekki lifandi frá því. En það er ekki það sama að vera „bara til“ og að „lifa til fulls“ – að fagna lífinu og þakka lífgjöfina þrátt fyrir að lífið sé ekki alltaf dans á rósum. Það lofaði okkur því enginn að lífið yrði alltaf létt. Þegar reynir á okkur er einmitt kjörið tækifæri til þess að þroskast, læra og „stækka“.“ Aldís Arna er þakklát fyrir hvað mark- þjálfun er að verða vinsæl. „Læknanemar við læknadeildina í Harvard eru farnir að læra markþjálfun til þess að flýta fyrir bata og endurhæfingu með því að skapa umhverfi sem hvetur sjúklinga til þess að hafa meira um bataferli sitt að segja. Sjúk- lingar eru hvattir til þess að bera ríkari ábyrgð á eigin heilsu, líta í eigin barm, virkja eigin visku og styrk til þess að finna lausn sem hentar viðkomandi og flýtir fyrir endur- komu út í lífið eða á vinnumarkaðinn. Þegar sjúklingar eiga meiri hlutdeild í „lausninni“ þá eru þeir líklegri en ella til þess að ná til- skildum árangri.“ Aldís Arna er í viðbragðsteymi Rauða krossins á Vesturlandi. Aldís Arna er mikið fyrir að vera úti í náttúrunni. 52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021 Kevin Murphy Iceland Kevin Murphy Iceland Skincare for your hair

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.