Morgunblaðið - 12.02.2021, Blaðsíða 54
É
g var ósátt við sjálfa mig að öllu leyti. Ég
stundaði grimmt niðurbrot og var minn versti
óvinur. Mér fannst ég frekar lélegur pappír,
var ósátt við spegilmyndina og refsaði mér í
ræktinni í hundleiðinlegum þolæfingum og
hoppiskopptímum. Ég vissi að ég þyrfti að
hreyfa mig en markmiðið var aldrei að vera
við góða heilsu. Ég var þjökuð af átröskun og
sjálfsmyndin í molum. Með algjöru sjálfsofbeldi náði ég að
halda mér þolanlegri en ég var aldrei sátt. Ég sé það í dag að
ég var bara í sjálfsköpuðu fangelsi.“
Var tilbúin að taka út refsinguna
Sandra Dögg kynntist jóga fyrir algjöra slysni þegar hún
fór í sinn fyrsta jógatíma fyrir átta árum síðan.
„Ég var tilbúin að taka út refsinguna sem ég taldi mig
þurfa að sitja. Ég hafði heyrt að þetta væri eitthvað allt ann-
að en ég var vön. Ég hafði svo sem ekki mikla trú á að ég
mundi finna mig í þessari hreyfingu frekar en annarri en ég
var örvæntingarfull og drifkrafturinn var svo sannarlega að
verða mjó svo ég mundi nú passa inn í samfélagið. Fyrsti tím-
inn var erfiður en ég sá samt að þetta var skárra en allt hitt.
Á móti mér tók fullur salur af fullkomnu fólki að mér fannst
og ég ætla klárlega ekkkert að leyna því að mér fannst það
mjög erfitt og ég upplifði mig sem algjöran einhyrning þarna
inni. Staðalímyndin var sönn, þarna var fullt af fólki í full-
komnum hlutföllum að mér fannst. Ég er sem betur fer með
Sandra Dögg segir jóga
hafa breytt lífi sínu og að
jóga sé fyrir alla.
„Ég refsaði mér
í ræktinni með
hundleiðinleg-
um æfingum“
Sandra Dögg Jónsdóttir jógakennari segir að hún
hafi notað líkamsrækt til að refsa sér með, þar til hún kynntist
jóga. Hún er hamingjusöm, glöð og frjáls í dag, en
þannig var lífið ekki áður. Hún leiðir fólk í átt að meiri sjálfsmildi
með jóganámskeiðinu Jákvæð líkamsmynd.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 2021
EVY-dagkremið í
froðuformi er til
daglegrar notkunar.
„Fyrirbyggir
ótímabæra húð-
öldrun og brúna
húðbletti“
E VY „Anti-age“-andlitsmousse fyrir-byggir ótímabæra
húðöldrun og brúna húð-
bletti. Varan var valin vara
ársins árið 2017 af tímarit-
inu TARA.
Dagkremið er í froðu-
formi og er til daglegra
nota. Það inniheldur
hýalúronsýru, kollagen
og silkiextrakt ásamt C- og
E-vítamíni sem byggir upp
húðina.