Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
Fyrir liggur að úthaldsdagar varð-
skipsins Þórs verða töluvert fleiri á
þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir
vegna þeirrar stöðu sem upp er
komin vegna alvarlegrar bilunar í
Tý. Þetta segir Ásgeir Erlendsson,
upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl-
unnar.
Áhöfnin á Tý hefur þegar verið
færð yfir á varðskipið Þór og er nú
við eftirlitsstörf á miðunum við Ís-
land. Næstu vikur verður varðskipið
Þór því eina skip Landhelgisgæsl-
unnar sem gert verður út til eftirlits-
starfa. Áformað var að Þór yrði tek-
inn í slipp í sumar en óljóst er
hvenær geti orðið af því. Verið er að
kanna hvort varðskipið Týr geti að
einhverju leyti gagnast í sumar með-
an beðið er eftir nýja varðskipinu
Freyju, upplýsir Ásgeir.
Starfshópur þriggja sérfræðinga
mun fljótlega hefja vinnu að undir-
búningi kaupa á nýju varðskipi.
Horft er til þjónustuskips í olíu-
iðnaðinum. sisi@mbl.is »34
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Varðskipið Þór Mun eitt skipa gæta landhelgi Íslands næstu mánuðina.
Áhöfnin á Tý var
færð yfir á Þór
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við höfum fengið heilmikla svörun,
bæði tölvupósta og símtöl. Nú erum
við að ferðast um og sjá hvað fólk
hefur að bjóða. Það er oft mikil saga
á bak við húsgögnin,“ segir Aðal-
steinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Embætti Aðalsteins auglýsti á
dögunum eftir eldri íslenskum hús-
gögnum sem nýta á í bland við nýja
íslenska hönnun á skrifstofu ríkis-
sáttasemjara. Leitað er að sófum,
stólum, sófaborðum, lömpum og
fleiru fyrir sanngjarna greiðslu.
Aðalsteinn segir að ýmsar ástæð-
ur liggi þarna að baki. Unnið er að
endurbótum á húsnæðinu sem
margir vilja kalla Karphúsið en
sjálfur kveðst Aðalsteinn í gríni hafa
kallað það Gleðigarð. „Við viljum
búa til umhverfi sem ýtir undir og
skapar rétt andrúmsloft fyrir sátta-
miðlun,“ segir Aðalsteinn. Hann
segir að verið sé að innleiða græn
skref í ríkisrekstri og þau hafi áhrif
á það hvernig efniskaupum sé hátt-
að.
„Hluti af þessu er að endurnýta
fremur en að kaupa nýtt. Bæði verð-
ur huggulegt og heimilislegt að hafa
gömul íslensk húsgögn í kringum sig
og það minnir á atvinnusöguna,“
segir hann.
Aðalsteinn segir að þessi nálgun
byggist bæði á reynslu og rann-
sóknum. „Við ætlum að búa til að-
stöðu sem fólk vill vinna í. Það auð-
veldar það að mynda góð,
persónuleg tengsl og eiga gott sam-
tal. Það skilar sér í betra samtali við
samningaborðið.“
Þegar Aðalsteinn er spurður
hvort hann sé sjálfur með einhver
húsgögn á óskalistanum segir hann
það hafa komið sér á óvart hversu
mikið sé til af fallegum íslenskum
húsgögnum. „Og ég taldi mig nú
hafa einhverja þekkingu á þessu. Ég
er sjálfur spenntur fyrir stórkostleg-
um húsgögnum eftir Guðmund
„blinda“. Það verður spennandi að fá
að gera þau upp,“ segir hann og
kveðst vilja taka fram að hann verði
síður en svo einráður um val á hús-
gögnum á skrifstofuna. Hann segir
enn fremur að ekki sé um stór-
innkaup að ræða. Byrjað verði smátt
og húsögnin mátuð inn í húsnæðið.
„Við erum að reikna með að verja
kannski 500 þúsundum til einni
milljón króna í eldri húsgögn en svo
sjáum við til hvort við bætum við.“
Morgunblaðið/Eggert
Þráttað Bæta á umhverfi á skrifstofum ríkissáttasemjara. Fundarherbergi
sem þetta gætu tekið breytingum með eldri íslenskum húsgögnum.
Gömul húsgögn
bæti sáttamiðlun
Endurnýta frekar en kaupa nýtt
Ekkert olíusmit varð er um 13 þús-
und lítrum af hreinni hráolíu var
dælt úr fóðurprammanum Munin,
sem sökk í Reyðarfirði í illviðri í
byrjun janúar. Kafarar frá Köfunar-
þjónustunni unnu við dælinguna í
síðustu viku og var síðustu lítrunum
dælt úr tönkum prammans á sunnu-
dag. Ráðgert er að lyfta pramman-
um af hafsbotni í sumar, en nánari
tímasetning liggur ekki fyrir.
Jens Garðar Helgason, fram-
kvæmdastjóri Laxa ehf., segir að
dælingin hafi gengið vel. Ánægjulegt
og mikilvægt sé að vel hafi tekist til
og engin olíumengun hafi orðið á
svæðinu frá því að pramminn sökk.
Köfunarþjónustan annaðist verkefn-
ið að höfðu samráði við Fjarða-
byggðarhafnir, Umhverfisstofnun
og tryggingafélag Laxa. Fyllsta ör-
yggis var gætt og mengunargirðing-
ar settar upp áður en verkefnið hófst
en pramminn sökk nærri laxeldiskví-
um við Gripalda í sunnanverðum
Reyðarfirði.
Laxar ehf. eru nú með 32 eldiskví-
ar í Reyðarfirði og eru 16 þeirra við
Gripalda. Laxinn þar verður kominn
í sláturstærð með haustinu. Í stað
Munins var heldur minni fóður-
prammi tekinn á leigu í Noregi.
aij@mbl.is
Ljósamynd/Köfunarþjónustan
Gripaldi Þjónustubátur Laxa ehf., Aqua Reflex, við kvíarnar í sunnanverðum Reyðarfirði. Um borð er búnaður frá
Köfunarþjónustunni og sjá má mengunargirðingu í sjónum. Vel gekk að dæla olíu úr tönkum Munins.
Vel gekk að dæla olíu úr
prammanum í Reyðarfirði
Engin olíumengun Prammanum lyft af hafsbotni í sumar
Ársfundur lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn
23. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vegna sóttvarnareglna
stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð.
Fundurinn verður einnig rafrænn, nánari upplýsingar eru birtar
á vef sjóðsins.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast
stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Tillögur skal senda
á netfangið skrifstofa@live.is.
Dagskrá fundarins
• Venjuleg ársfundarstörf skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins
• Önnur mál
Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Ársfundur 2021
Lífeyrissjóður
verzlunarmanna
—
live.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.