Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Fyrir liggur að úthaldsdagar varð- skipsins Þórs verða töluvert fleiri á þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna þeirrar stöðu sem upp er komin vegna alvarlegrar bilunar í Tý. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæsl- unnar. Áhöfnin á Tý hefur þegar verið færð yfir á varðskipið Þór og er nú við eftirlitsstörf á miðunum við Ís- land. Næstu vikur verður varðskipið Þór því eina skip Landhelgisgæsl- unnar sem gert verður út til eftirlits- starfa. Áformað var að Þór yrði tek- inn í slipp í sumar en óljóst er hvenær geti orðið af því. Verið er að kanna hvort varðskipið Týr geti að einhverju leyti gagnast í sumar með- an beðið er eftir nýja varðskipinu Freyju, upplýsir Ásgeir. Starfshópur þriggja sérfræðinga mun fljótlega hefja vinnu að undir- búningi kaupa á nýju varðskipi. Horft er til þjónustuskips í olíu- iðnaðinum. sisi@mbl.is »34 Morgunblaðið/Árni Sæberg Varðskipið Þór Mun eitt skipa gæta landhelgi Íslands næstu mánuðina. Áhöfnin á Tý var færð yfir á Þór Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Við höfum fengið heilmikla svörun, bæði tölvupósta og símtöl. Nú erum við að ferðast um og sjá hvað fólk hefur að bjóða. Það er oft mikil saga á bak við húsgögnin,“ segir Aðal- steinn Leifsson ríkissáttasemjari. Embætti Aðalsteins auglýsti á dögunum eftir eldri íslenskum hús- gögnum sem nýta á í bland við nýja íslenska hönnun á skrifstofu ríkis- sáttasemjara. Leitað er að sófum, stólum, sófaborðum, lömpum og fleiru fyrir sanngjarna greiðslu. Aðalsteinn segir að ýmsar ástæð- ur liggi þarna að baki. Unnið er að endurbótum á húsnæðinu sem margir vilja kalla Karphúsið en sjálfur kveðst Aðalsteinn í gríni hafa kallað það Gleðigarð. „Við viljum búa til umhverfi sem ýtir undir og skapar rétt andrúmsloft fyrir sátta- miðlun,“ segir Aðalsteinn. Hann segir að verið sé að innleiða græn skref í ríkisrekstri og þau hafi áhrif á það hvernig efniskaupum sé hátt- að. „Hluti af þessu er að endurnýta fremur en að kaupa nýtt. Bæði verð- ur huggulegt og heimilislegt að hafa gömul íslensk húsgögn í kringum sig og það minnir á atvinnusöguna,“ segir hann. Aðalsteinn segir að þessi nálgun byggist bæði á reynslu og rann- sóknum. „Við ætlum að búa til að- stöðu sem fólk vill vinna í. Það auð- veldar það að mynda góð, persónuleg tengsl og eiga gott sam- tal. Það skilar sér í betra samtali við samningaborðið.“ Þegar Aðalsteinn er spurður hvort hann sé sjálfur með einhver húsgögn á óskalistanum segir hann það hafa komið sér á óvart hversu mikið sé til af fallegum íslenskum húsgögnum. „Og ég taldi mig nú hafa einhverja þekkingu á þessu. Ég er sjálfur spenntur fyrir stórkostleg- um húsgögnum eftir Guðmund „blinda“. Það verður spennandi að fá að gera þau upp,“ segir hann og kveðst vilja taka fram að hann verði síður en svo einráður um val á hús- gögnum á skrifstofuna. Hann segir enn fremur að ekki sé um stór- innkaup að ræða. Byrjað verði smátt og húsögnin mátuð inn í húsnæðið. „Við erum að reikna með að verja kannski 500 þúsundum til einni milljón króna í eldri húsgögn en svo sjáum við til hvort við bætum við.“ Morgunblaðið/Eggert Þráttað Bæta á umhverfi á skrifstofum ríkissáttasemjara. Fundarherbergi sem þetta gætu tekið breytingum með eldri íslenskum húsgögnum. Gömul húsgögn bæti sáttamiðlun  Endurnýta frekar en kaupa nýtt Ekkert olíusmit varð er um 13 þús- und lítrum af hreinni hráolíu var dælt úr fóðurprammanum Munin, sem sökk í Reyðarfirði í illviðri í byrjun janúar. Kafarar frá Köfunar- þjónustunni unnu við dælinguna í síðustu viku og var síðustu lítrunum dælt úr tönkum prammans á sunnu- dag. Ráðgert er að lyfta pramman- um af hafsbotni í sumar, en nánari tímasetning liggur ekki fyrir. Jens Garðar Helgason, fram- kvæmdastjóri Laxa ehf., segir að dælingin hafi gengið vel. Ánægjulegt og mikilvægt sé að vel hafi tekist til og engin olíumengun hafi orðið á svæðinu frá því að pramminn sökk. Köfunarþjónustan annaðist verkefn- ið að höfðu samráði við Fjarða- byggðarhafnir, Umhverfisstofnun og tryggingafélag Laxa. Fyllsta ör- yggis var gætt og mengunargirðing- ar settar upp áður en verkefnið hófst en pramminn sökk nærri laxeldiskví- um við Gripalda í sunnanverðum Reyðarfirði. Laxar ehf. eru nú með 32 eldiskví- ar í Reyðarfirði og eru 16 þeirra við Gripalda. Laxinn þar verður kominn í sláturstærð með haustinu. Í stað Munins var heldur minni fóður- prammi tekinn á leigu í Noregi. aij@mbl.is Ljósamynd/Köfunarþjónustan Gripaldi Þjónustubátur Laxa ehf., Aqua Reflex, við kvíarnar í sunnanverðum Reyðarfirði. Um borð er búnaður frá Köfunarþjónustunni og sjá má mengunargirðingu í sjónum. Vel gekk að dæla olíu úr tönkum Munins. Vel gekk að dæla olíu úr prammanum í Reyðarfirði  Engin olíumengun  Prammanum lyft af hafsbotni í sumar Ársfundur lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn þriðjudaginn 23. mars kl. 18:00 á Grand Hótel Reykjavík. Vegna sóttvarnareglna stjórnvalda eru sæti í fundarsal takmörkuð. Fundurinn verður einnig rafrænn, nánari upplýsingar eru birtar á vef sjóðsins. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Tillögur skal senda á netfangið skrifstofa@live.is. Dagskrá fundarins • Venjuleg ársfundarstörf skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins • Önnur mál Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur 2021 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.