Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
„Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“
rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur
3
7 verslanir um land allt
Hafnargötu 52Vatnagörðum 12
104 Reykjavík
S. 535 9000
Guðni Einarsson
Jóhann Ólafsson
Eldgos getur komið upp á Reykja-
nesskaga með skömmum fyrirvara,
að mati dr. Páls Einarssonar, jarð-
eðlisfræðings og prófessors emer-
itus. Afar litlar líkur eru á því að
slíkt gos nái í byggð, að sögn vís-
indaráðs almannavarna.
„Það er bullandi atburðarás í
gangi og allt óstöðugt. Meðan það
ástand varir er erfitt að segja hvert
framhaldið verður,“ sagði Páll.
Hann segir að ef kvikan hefur
þrýsting og aðstæður til þess að
koma upp á yfirborð þá geti hún far-
ið þann kílómetra sem eftir er á
stuttum tíma. „Við erum þegar búin
að sjá aðdragandann. Hann er orð-
inn langur en getur líka orðið
lengri,“ sagði Páll. Hann minnti á að
Holuhraunsgangurinn lengdist í
tvær vikur áður en kvikan kom upp.
Komi upp eldgos við Fagradals-
fjall er líklegt að það verði sprungu-
gos. Þau geta verið kraftmikil í
fyrstu. Botninn dettur þó oft fljótt
úr kraftinum eins og þekktist í
Kröflugosunum. Sum byrjuðu á
löngum sprungum og sendu frá sér
mikið hraun á stuttum tíma. Eftir
daginn var svo allur kraftur úr þeim.
Ein sviðsmyndin er að aðfærsla
kviku geti stöðvast. Þá mun gang-
urinn storkna og verða viðbót við
jarðskorpuna.
Endi kvikugangsins á Reykjanes-
skaga hefur færst sunnar og var
syðri endi hans undir Fagradalsfjalli
í gær. Gangurinn er 1-2 metra þykk-
ur, að sögn Páls.
Hann segir að líta megi á kviku-
ganginn eins og borðplötu sem er
reist upp á rönd. Efri brúnin er á um
1-1,5 km dýpi og svo nær hún 4-5 km
niður í jörðina. Talið er að 10-20
rúmmetrar af kviku streymi inn í
ganginn á sekúndu. Hann þenst því
út og þykknar. Áætlað er að heildar-
rúmmálið sé orðið 10-20 milljónir
rúmmetra. „Það þykir ekki voðalega
mikið,“ sagði Páll. „Ef það kæmi allt
upp á yfirborðið þá væri það eins og
eitt Fimmvörðuhálsgos sem var með
minnstu gosum.“
Líkön sem nú eru reiknuð gera
ráð fyrir að heldur hafi grynnkað á
öllu varðandi kvikuganginn og hann
færst nær yfirborðinu. Páll segir að
jarðlögin sem eru ofan við ganginn
séu líklega veikari en þau sem hann
hefur þegar troðist í gegnum.
Fyrir ofan ganginn kemur vatn
inn í myndina sem gæti kælt kvik-
una. Það gæti því farið að gæta jarð-
hita á svæðinu.
Páll segir að jarðskjálftarnir verði
fyrst og fremst vegna þess að gang-
urinn hafi áhrif á spennusviðið í
jarðskorpunni. Hann geti því hleypt
af spennu sem er þar fyrir. Það er
því ekki sjálfur gangurinn sem veld-
ur skjálftunum heldur hleypir hann
þeim af stað. Sennilega eru þetta
gikkskjálftar að mestu leyti, að mati
líklega fyrir ofan skjálftaupptökin,“
sagði Páll.
Líkurnar á eldgosi aukast
„Það er heilmikil virkni enn í
gangi og ný gervitunglamynd frá því
í gærkvöldi [fyrrakvöld, innsk. blm.]
sýnir að kvikugangurinn milli Keilis
og Fagradalsfjalls er að stækka og
það er að byggjast upp þrýstingur í
honum,“ sagði Kristín Jónsdóttir,
fagstjóri á sviði náttúruvár hjá Veð-
urstofunni, í samtali við mbl.is í gær.
Kristín segir gervitunglamyndina
benda til þess að það sé frekar stöð-
ugt flæði kviku inn í kvikuganginn.
„Síðan bregst jarðskorpan þannig
við að það verður hrinukennd jarð-
skjálftavirkni og einstaka sinnum
stærri skjálftar.“
Á mánudag kom fram að kviku-
gangurinn væri á um eins kílómetra
dýpi þar sem hann er lengst til suð-
vesturs og hefur hann haldið áfram
að grynnast. Spurð hvort þetta muni
enda með eldgosi, sagði Kristín lík-
urnar á því aukast:
„Ég held að við þurfum að gera
ráð fyrir því og á meðan þetta er í
gangi aukast líkurnar. Auðvitað er
þetta búið að standa yfir í nokkra
daga og við sjáum ekki nein merki
þess að þessu muni linna. Möguleik-
inn á eldgosi verður alltaf líklegri,
eftir því sem líður á.“
Líklega skammur fyrirvari goss
Fari að gjósa við Fagradalsfjall gýs líklega á sprungu Litlar líkur á að gos nái til byggða Mögu-
lega getur kvikugangurinn storknað Spennulosun veldur jarðskjálftum Vaxandi líkur eru á eldgosi
Jarðskorpu hreyfi ngar á Reykjanesskaga Heimild: ÍSOR
InSAR bylgjuvíxlmynd 3.-9. mars 2020
Hreyfi ng
á yfi r borði
KEFLAVÍK
NJARÐVÍK
VOGAR
GRINDAVÍK Krýsuvík
Þorbjörn
Trölla-
dyngja
KeilirFagra-
dalsfjall
Bláa lónið
Páls. „Þar sem við höfum betri upp-
lýsingar, eins og með Bárðarbungu-
ganginn sem fór norður í Holu-
hraun, þá virtust skjálftaupptökin
vera við neðri brúnina á ganginum
frekar en þá efri. Gangurinn er því
Enginn greindist með kórónuveir-
una í gær, hvorki starfsmenn og
sjúklingar Landspítalans né tón-
leikagestir í Hörpu. Þetta sagði Már
Kristjánsson, yfirlæknir á smit-
sjúkdómadeild Landspítalans, í
samtali við mbl.is í gærkvöldi.
Smit kom upp hjá starfsmanni
göngudeildar lyflækninga Landspít-
alans um síðustu helgi, en hann sótti
tónleika í Hörpu á föstudagskvöld.
Allur hópurinn fer í seinni skimun
í dag. Starfsmenn og sjúklingar
Landspítalans sem um er að ræða
eru um 70 talsins. Aftur á móti sóttu
um 800 manns tónleikana í Hörpu.
Már sagði að dagurinn í dag yrði
stór þegar kemur að því að meta
stöðuna hér á landi eftir að ljóst
varð að nokkur innanlandssmit
hefðu orðið af breska afbrigði Co-
vid-19.
Spítalinn sér um skimanir þeirra
starfsmanna og sjúklinga sem eru
bólusettir en eftirfylgnin fyrir þá
sem eru í sóttkví er á vegum Heilsu-
gæslu höfuðborgarsvæðisins.
Starfsmenn Landspítala hafa
einnig verið bólusettir í þessari viku
og haldið verður áfram með bólu-
setninguna í þeirri næstu. „Við
sjáum fram á að ljúka bólusetningu
allra starfsmanna spítalans, skrif-
stofufólks, verktaka og annarra á
um tveimur vikum,“ sagði Már, en
um 5.000 manns er ræða.
Um 1.000 sýni höfðu verið tekin
inn í veirutæki sýkla- og veirufræði-
deildar Landspítalans seint í gær.
Af þeim 600 til 700 svörum sem voru
komin þegar blaðið fór í prentun
hafði, sem fyrr segir, ekkert jákvætt
sýni greinst.
Að sögn Karls G. Kristinssonar,
yfirlæknis á deildinni, eru þetta að
vonum jákvæð tíðindi. Hafa beri
samt í huga að ekki eru komnar nið-
urstöður úr öllum sýnunum. „Það á
eftir að keyra heilmikið af sýnum
ennþá. Við vitum ekki hvernig dag-
urinn mun líta út,“ sagði hann og
reiknaði með því að sýni gærdagsins
yrðu á annað þúsund.
Af þeim þremur jákvæðu sýnum
sem greindust á deildinni í fyrradag,
greindust tveir með smit á landa-
mærunum, auk þess sem einn var
með mótefni í landamæraskimun.
Enginn greindist í gær
Stór dagur í dag, segir Már Á annað þúsund sýni voru
tekin í gær Ekki liggja fyrir allar niðurstöður gærdagsins
Morgunblaðið/Eggert
Skimun Sýnin sem rannsökuð voru
í gær voru á annað þúsund talsins.
Nú hillir undir að laxeldi geti hafist í
Ísafjarðardjúpi. Fyrst í röðinni er
Háafell, dótturfyrirtæki Hraðfrysti-
hússins-Gunnvarar. Matvælastofnun
og Umhverfisstofnun hafa kynnt til-
lögur að rekstrar- og starfsleyfum til
fyrirtækisins til eldis á 6.800 tonnum af
laxi í Djúpinu. Aðeins aftar í röðinni
eru umsóknir Arctic Fish og Arnarlax.
Háafell hefur leyfi til 6.800 tonna
eldis á regnbogasilungi og fellur það
úr gildi þegar laxeldisleyfið verður
gefið út. Leyfið er miðað við hámarks-
lífmassa sem þýðir að heildarfram-
leiðsla á ári getur orðið rúmlega 5.400
tonn.
Eldi í sjó hefst eftir rúmt ár
Reikna má með að leyfi verði gefin
út á næstu vikum. Háafell stefnir að
því að setja fyrstu laxaseiðin út í
sjókvíar vorið 2022. Þau koma frá
seiðaeldisstöð fyrirtækisins á Naut-
eyri í Ísafjarðardjúpi.
„Við fáum hrognin í hús í næsta
mánuði. Það tekur ár að klekja þau
út og ala seiðin í sleppistærð,“ segir
Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og
markaðsstjóri HG. Hann tekur und-
ir þau orð að tillaga að rekstrar- og
starfsleyfum sé jákvætt skref í þá átt
að koma eldi í Ísafjarðardjúpi af
stað.
Laxinn þarf að ala utan við línu sem
dregin er þvert yfir Djúpið, nálægt
Æðey. Háafell er með staðsetningar
innan línunnar sem notaðar verða til
eldis á regnbogasilungi og eftir fáein
ár er stefnt að eldi á ófrjóum laxi þar.
Þess vegna fær Háafell sérstakt leyfi
fyrir eldi á ófrjóum laxi, til viðbótar
frjóa laxinum.
Hafrannsóknastofnun hefur metið
burðarþol Ísafjarðardjúps 30 þúsund
tonn, miðað við hámarkslífmassa, en
áhættumat sömu stofnunar með tilliti
til erfðablöndunar heimilar 12 þúsund
tonn af frjóum laxi. helgi@mbl.is
Leyfi til laxeldis í
Djúpinu í farvatninu
Tillaga að leyfi fyrir Háafell