Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 8

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Afstaða núverandiheilbrigðis- ráðherra til einka- rekstrar hefur ekki farið framhjá nein- um. Frekar en að greiða fyrir aðgerðir á einkareknum stof- um hér á landi hefur jafnvel verið flogið með sjúklinga til út- landa til að fram- kvæma aðgerðirnar þar fyrir mun hærri upphæð – jafnvel af sama lækninum og hefði ella framkvæmt aðgerðina hér á landi fyrir lægra fé.    Árni Tómas Ragnarsson læknirritaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann fjallaði um annan anga þessa fjandskapar í garð einka- rekstrar á heilbrigðissviði. Árni Tómas sagði í grein sinni að „þing og ríkisstjórn beittu sér fyrir því fyr- ir nokkrum árum að gjöld fyrir kom- ur til sérfræðilækna hækkuðu mikið á meðan t.d. lág gjöld vegna komu til heilsugæslulækna voru lækkuð enn frekar, þ.e. meira niðurgreidd af hinu opinbera, já, 10-20 sinnum meira en gjöld til sérfræðilæknanna. Þannig hefur mikill fjöldi Íslendinga þurft að greiða miklu meira fyrir heilbrigðisþjónustu sína, þ.e. þeir sem vilja eða þurfa að njóta þjónustu sérfræðilækna.“    Sú afstaða sem Árni Tómas lýsirtil sérfræðilækna hefur einnig komið fram í afstöðunni til einkarek- inna hjúkrunarheimila sem bera sig illa eftir samskiptin við fjandsamlegt stjórnvald.    Kreddurnar sem ráðið hafa ríkj-um í heilbrigðisráðuneytinu á undanförnum árum hafa verið rík- inu dýrar, en ekki síður sjúklingum í auknum útgjöldum, verri aðhlynn- ingu og meiri þjáningum. Afar brýnt er að þessu ástandi fari að linna. Atlagan gegn einkarekstrinum STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Árni Tómas Ragnarsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Frestur til að skila skattframtölum einstaklinga rennur út á miðnætti á morgun, föstudaginn, 12. mars. Opn- að var fyrir framtalsskil 1. mars s.l. vegna tekna ársins 2020. Í gær höfðu um um 120.000 ein- staklingar skilað skattframtali (kt.) sem svarar til u.þ.b. 38-39% af þeim framtölum sem búast má við að skili sér yfirhöfuð þetta árið. Þetta er síst minna en á síðasta ári, segir Kristín Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Skattinum. „Mikið álag er í kringum alla þjónustu, í síma, tölvupósti og símtalapöntunum en góður gangur í málum,“ segir Kristín. Þeir sem taka að sér framtalsskil að atvinnu eins og t.d. löggiltir end- urskoðendur og bókarar fá lengri skilafrest fyrir sína viðskiptavini samkvæmt sérstöku samkomulagi. Á árinu 2020 voru framteljendur 313.338 talsins en eru að þessu sinni liðlega 311 þúsund. Má það væntan- lega rekja til minni umsvifa í at- vinnulífinu í fyrra vegna heimsfar- aldurs Covid-veirunnar. Upplýsingar um t.d. launatekjur, skuldir, fasteignir og aðrar eignir, dagpeninga, hlutabréf, greiðslur og styrki eru forskráðar á framtölin. Fyrir allan þorra framteljenda eru framtalsskilin því einföld að þessu sinni. sisi@mbl.is Mikið annríki er hjá Skattinum  Frestur til að skila skattframtölum einstaklinga rennur út annað kvöld Morgunblaðið/sisi Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík hef- ur tekið neikvætt í ósk um að leggja svokalla aparólu (zip-línu) frá Perl- unni og niður í Öskjuhlíð. Slíkar ról- ur er að finna víða um land og njóta vinsælda. Rekstraraðili Perlunnar áætlaði að setja upp línu frá útsýnispallinum á Perlunni og suður í átt að kirkju- garði þar sem hægt væri að renna sér á milli. Lengd línunnar var áætl- uð 235-250 metrar og reiknað með 200 gestum á degi hverjum. Línan yrði ekki notuð nema veður væri þannig að það hefði ekki áhrif á hana vegna t.d. vinds eða snjóa. Tvær lín- ur yrðu settar upp og gert ráð fyrir að tveir notendur geti rennt sér í einu, þ.e. einn í hvorri línu. Efri strúktúrinn yrði tengdur við Perluna til að tryggja að hann skriði, en sá neðri byggður ofan á tvo gáma inni í skógarlundi. Gámarnir yrðu hífðir á staðinn svo allt rask væri í algjöru lágmarki. Umhverfisáhrif yrðu lítil sem engin nema mögulega að nokkur tré þyrfti að fella. Grafa þyrfti fjórar holur og koma fyrir steyptum stöplum til að tryggja að gámar skriðu ekki. Skipulagsfulltrúinn segir að meg- instefna í skipulagi Öskjuhlíðar sé að svæðið þjóni áfram hlutverki sínu sem einn helsti útivistarskógurinn innan þéttbýlissvæðis borgarinnar. Uppbygging innan og í jaðri svæð- isins skuli vera í lágmarki. „Lagt er því til að heimila ekki uppsetningu á zip-línu á borgarlandi með tilheyrandi gámastæði með vís- an til þess að það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi fyrir Öskju- hlíðina, né er það vilji borgarinnar að breyta skipulaginu til að koma slíkri starfsemi inn á skipulag.“ sisi@mbl.is Aparóla verður ekki sett upp í Öskjuhlíð  Lengd línu frá Perlunni var áætluð 235-250 metrar Morgunblaðið/Golli Vinsælar Aparólur hafa vakið lukku, til dæmis þessi í Laugardal. Baðinnréttingar Fríform ehf. Askalind 3, 201 Kópavogur. 562–1500 Friform.is. 2 0 0 0 — 2 0 2 0 Tímabundin opnunartími vegna Covid–19 Mán. – Föst. 10–17 Laugardaga 11–15

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.