Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Sjáum um allar merkingar Höfðabakka 9, 110 Rvk | www.runehf.is Gísli, sölu- og markaðsstjóri vinnufatnaðar Sími 766 5555 | gisli@run.is ÖRYGGIS- SKÓR VANDAÐUR VINNUFATNAÐUR 6424 6202 55505536 3307 3407 SAFE & SMART monitor SMÁRALIND www.skornir.is Leður- strigaskór Einstakur jafnvægisstuðningur sem tryggir stöðugleika og öryggi við hvert skref. Mjúkt leður, styrking á tá. Stærðir: 24-32 Verð 10.995 - 11.995 DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Útlitið er bjart.“ Með þessum orð- um bregst Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandir Group, við þegar hann er beðinn um að lýsa stöðunni framundan hjá flugfélag- inu. Úlfar er gestur Dagmála í dag sem aðgengileg eru áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is. „Við finnum alveg að það er mikill ferðavilji, og þá er ég ekki bara að tala um að fólk vilji fljúga eitthvert frá Íslandi eða bara til Íslands. Við sjáum að fólk vill fara milli Evrópu og Bandaríkjanna. Við sjáum upp- lýsingar um það,“ segir Úlfar. Félagið mjög sveigjanlegt Hann segist hafa fulla trú á því að þegar hjól ferðaþjónustunnar taki að snúast á ný, muni þau snúast hratt. „Ég trúi því að þegar þetta gerist þá muni það gerast mjög hratt því það er einfaldlega allt tilbúið. Það er allt klárt hjá okkur hjá Ice- landair.“ Bendir hann á að það sé mikill innbyggður sveigjanleiki hjá félaginu. Í ViðskiptaMogganum í gær var fjallað um endurkomu MAX-vélanna í flota félagsins og þar kom m.a. fram að sparneytni þeirra og stærð gæfi fyrirtækinu færi á að opna hratt á markaði þar sem eftirspurn væri ekki með sterk- asta móti. „Við erum með drjúgt framboð enn úti þó svo að það hafi ekki verið bókanir í samræmi við það í nærtíma. En við finnum að þegar það fer að líða lengra á, að það eru hlutir að gerast þar.“ Hann segir að framhaldið muni ráðast að miklu leyti á bólusetningum en var- ar við hugmyndum um að ekki megi opna landamærin fyrr en búið verði að bólusetja allar þjóðir og alls stað- ar. Ekki hægt að bólusetja alla „Það verður aldrei hægt að bólu- setja alla og við munum sennilega aldrei losna alveg við þetta frekar en flensu, en við verðum að gera ráð fyrir að stjórnvöld, ekki bara á Ís- landi, fari nú að horfa á þetta með raunsærri hætti en hingað til,“ segir Úlfar og hnykkir á með þeim orðum að stjórnvöld verði á einhverjum tímapunkti að horfa til þess að það hrannast upp alvarleg vandamál sökum þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í þeirri viðleitni að hefta útbreiðslu veirunnar. „[…] sérstaklega í fátækari lönd- um sem eru að verða illa úti vegna þess að heimurinn er allur í hálf- gerðu stoppi. Við verðum að fara að sjá eitthvað gerast í þeim efnum. Þetta snýr ekki bara að Íslandi heldur er allur heimurinn undir.“ Segist sjá viðsnúning í kortunum  Stjórnarformaður Icelandair Group bjartsýnn á að ekki þurfi að draga á lánalínur frá íslenska ríkinu  Gerir ráð fyrir að ferðaþjónustan muni snúa vörn í sókn í sumar  Stjórnvöld þurfi að taka af skarið Morgunblaðið/Brynjólfur Löve Mogensson Ferðaþjónusta Úlfar er bjartsýnn fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu. Aðalfundur Icelandair fer fram á morgun. Rekstur Bílastæðasjóðs Seltjarn- arness er nú kominn í gang og sjá stöðuverðir um eftirlit og sekta fyr- ir stöðubrot í bænum. Eins og komið hefur fram í Morg- unblaðinu hefur staðið til um hríð að sekta þá sem leggja ólöglega í bænum. Sigrún Edda Jónsdóttir bæjarfulltrúi sagði við blaðið vorið 2019 að fá úrræði væru í boði til að sporna við þessu, ólíklegt sé að lög- regla komi og sekti bíla sem lagt er ólöglega. „Við viljum hafa þann kost að geta sektað sjálf og getum þá nýtt starfsmenn bæjarins til þess. Það er helst í kringum íþróttamiðstöðina sem þörf er á,“ sagði Sigrún Edda. „Verkefni sjóðsins er að sjá til þess að allir íbúar Seltjarnarnes- bæjar komist leiðar sinnar á sem öruggastan og besta máta, sama hver ferðamátinn er hverju sinni og án truflunar frá ökutækjum sem lagt er ólöglega,“ sagði í kynningu heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Meðal þess sem sektað verður fyrir er ef bílar eru stöðvaðir eða þeim lagt á gangbraut eða innan fimm metra frá henni, ef stöðvað eða lagt er á gangstétt, göngustíg- um, umferðareyjum, í stæði merktu ökutækjum fatlaðs fólks, við vatns- hana eða í vistgötu. Stöðubrotsgjald á Seltjarnarnesi er 10.000 krónur. Verði álagt gjald ekki greitt innan 14 daga frá álagn- ingu hækkar það um 50% og gjald enn ógreitt að liðnum 28 dögum frá álagningu hækkar það um 100% miðað við upphaflega fjárhæð. Þá fer hún til innheimtu. hdm@mbl.is Sektað fyrir stöðubrot á Nesinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.