Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Heimir Bergmann Löggiltur fasteigna- og skipasali og löggiltur leigumiðlari. Sími 630 9000 heimir@logheimili.is Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali Sími 824 4031 kristin@logheimili.is Ásgeir þór Ásgeirsson Löggiltur fasteignasali og lögfræðingur Sími 772 0102 asgeir@logheimili.is Guðmundur Ólafs Kristjánsson Löggiltur fasteigna- og skipasali Sími 847 0306 gudmundur@logheimili.is Unnur Alexandra Nemi til löggildingar fasteignasala og viðskiptalögfræðingur Sími 788 8438 unnur@logheimili.is Sólrún Aspar Hefur lokið námi til fasteignasala. Sími 862 2531 solrun@logheimili.is Jónas H. Jónasson Nemi til löggildingar fasteignasala Sími 842 1520 jonas@logheimili.is Skipholti 50d, 105 Reykjavík Skólabraut 26, 300 Akranesi 530 9000 • www.logheimili.is Ertu í sölu- hugleiðingum? Getum bætt við eignum á söluskrá Fagmennska og traust í meira en áratug Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er eins og eldsumbrot-in á Reykjanesi hjá mér,ég er að vakna af fullumkrafti eftir langt hlé í myndlistinni. Það er eitthvað komið þarna upp í kvikuhólfið hjá mér,“ segir Sigríður Melrós Ólafsdóttir myndlistarkona, en hún opnar sýn- ingu sína, Melrós í Hjarta Reykja- víkur, næstkomandi laugardag. „Tólf ára hlé mitt frá sköpun í myndlist er stutt í jarðsögulegu til- liti, þetta kom mér alveg að óvörum, rétt eins og eldsumbrotin. Það stóð ekkert til að búa til myndlist, þetta braust bara fram,“ segir Sigríður og bætir við að allt hafi þetta byrjað þegar hún var að tína jurtir síðasta sumar til þurrkunar. „Ég geri það alltaf til að eiga í te og til að krydda mat, en svo lang- aði mig til að deila þessum jurtum með ástvinum mínum um síðustu jól og fór þá að hanna umbúðir utan um góðgætið. Ég saumaði litla poka úr gömlum sængurverum sem þurfti svo að merkja, og þá gerði ég það sem ég kann best, að teikna, lita, mála og þrykkja. Ég skar stimpla út í línóleumdúk og þrykkti á tauið. Þá gerðist eitthvað sem ég get ekki al- veg útskýrt, þetta fór að flæða yfir á pappír og þá var ég allt í einu ekki lengur að gera einvörðungu nytja- hluti. Síðan hef ég verið að þrykkja endalaust, alls konar myndir sem verða á sýningunni. Þetta eru hollar og góðar nytjajurtir en aldrei að vita nema ég noti líka hinar jurt- irnar, þessar sem eru ekki æti- legar,“ segir Sigríður og tekur fram að jurtirnar tíni hún allar í nær- umhverfi sínu, en hún býr í sumar- bústað í Ölfusinu. Kemur með svörð til borgar Sigríður segir að kveikjan að sýningunni hafi komið upp í spjalli hennar við Jóhann Torfason mynd- listarmann sem á og rekur Hjarta Reykjavíkur, verslun og verkstæði þar sem hann prentar myndir á nytjahluti og heldur líka stundum listsýningar þar. „Þá kom upp sú hugmynd að ég kæmi í heimsókn til hans í Hjarta miðbæjarins, með svörðinn héðan úr sveitinni, sem er andstæðan við það sem hann gerir, en viðfangsefni hans í myndlistinni eru húsin í miðbæn- um. Þar sem ég er að búa til vöru, umbúðir og myndlist fannst okkur upplagt að koma með það allt til hans, hliðstæðuna við það sem hann er að gera en úr öðrum ranni, frá móanum. Í framhaldinu datt okkur í hug að prenta eitthvað af mynd- unum mínum á bolla og plaköt.“ Hænsnabóndi með gróðurhús Sigríður segir að listsköpun hennar tengist nýjum lífsstíl hennar sem hún tók upp eftir að hún flutti úr borginni í fyrrnefndan sumar- bústað, þar sem hún leggur upp úr því að vera sem sjálfbærust. „Ég flutti úr miðbæ Reykjavík- ur í sveitina. Hér er frekar hrjóstr- ugt, melur, hraun og mosi, en samt fullt af jurtum og allar þessar holl- ustujurtir sem ég nota í listsköpun minni og vöruhönnun, blóðberg, fjallgrös, birkilauf, vallhumall, fífla- blöð, rætur og krækiber. Þennan efnivið finn ég á þúfunni hér í kring- um mig. Ég er þannig gerð að ég þarf að éta mig í gegnum náttúruna, ég hef alltaf gert það, safnað jurtum og þurrkað, það er mér mjög eðli- legt, en ég fór að gera þetta mark- visst og í meira magni til að eiga, gefa og selja. Núna finnst mér skemmtilegast að gera myndirnar, en það getur breyst, ég leyfi flæðinu að ráða för. Þetta tónar vel við minn lífsstíl,“ segir Sigríður sem hefur tekið lífsstílinn skrefinu lengra, hún er búin að fá sér hænur og byggði gróðurhús til að geta ræktað mat- jurtir og verið sem sjálfbærust. Hætt að taka sig alvarlega „Ég vil lifa á því sem landið gef- ur. Mér finnst frábært að jurtirnar nýtast núna í meira en te, seyði, mixtúrur og krydd, þær nýtast allt í einu líka í myndlist. Þetta er því andleg næring og líkamleg.“ Sigríður segist hafa í heiðri tvo frasa, í fyrsta lagi að spyrja sig sem oftast: Hversu lítið er nóg? Og í öðru lagi að viðhafa dag hvern: Það eru alltaf jólin. „Þessi seinni er frasi sem ég á með mínum elskulegu skemmtilegu vinkonum, að glæða alltaf hversdag- inn gleði. Mér finnst til dæmis nauð- synlegt að dansa við vinnu mína með jurtirnar, enda stend ég við þá vinnu og þá er upplagt að hrista sig, teygja og dilla sér. Ég hlusta mikið á tónlist og ég er ein hér í bústaðnum dögum saman, þá er gott að liðka sig og gleðja. Ég er hætt að taka mig alvar- lega með hækkandi aldri, það er mjög frelsandi.“ Hænsnabóndinn Sigríður með eina af silkihænum sínum.Blóðberg Sigríður bjó til stimpla og þrykkti myndir á pokana. Þrykk Hluti af einni mynd Sigríðar sem verður á sýningunni. Braust fram eins og eldsumbrot Morgunblaðið/Kristín Heiða Melrósin sjálf „Þennan efnivið finn ég á þúfunni hér í kringum mig,“ segir Sigríður um jurtirnar sem hún notar. Sýning Sigríðar, Melrós í Hjarta Reykjavíkur, opnar laugardaginn 13. mars kl. 13.00 í Hjarta Reykja- víkur, Laugavegi 12 b. „Ég vil lifa á því sem landið gefur. Mér finnst frábært að jurtirnar nýtast núna í meira en te, seyði, mixtúrur og krydd, þær nýtast allt í einu líka í myndlist,“ segir Sigríður Melrós Ólafsdóttir sem vaknaði óvænt aftur til myndlistarinnar og heldur sýningu á laugardag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.