Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.2021, Blaðsíða 18
18 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Landsmenn bíða eftir fregnum af eldgosi á Reykjanes- skaga, sem vísindamenn telja æ líklegra á næstunni. Einn þeirra sem fylgst hafa vel með fréttum, ljósmyndum og spálíkönum af hræringunum er Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents, sem prentar Morgun- blaðið. Hann hefur birt vatnslitamyndir á Facebook-síðu sinni síðustu daga sem sýna eldgos í nágrenni við Keili og Fagradalsfjall. Guðbrandur gaf blaðinu leyfi til að birta nokkrar þeirra en tók fram að þetta væru hraðunnar skissur. Guðbrandur hefur nokkur undanfarin ár málað vatnslitamyndir í frístundum sínum og m.a. tekið þátt í samsýningum og fengið myndir sýndar erlendis. Prentsmiðjustjórinn málar í frístundum Yfirvofandi eldgos í vatnslitum Guðbrandur Magnússon Kvikugangur Eldar sem gætu komið upp milli Fagradalsfjalls og Keilis. Sviðsmynd Fagradalsfjall gýs og Reykjanesskaginn í bakgrunni. Eldgos Hér renna eldtungur niður eitt fjallið á Reykjanesskaganum. Ein helsta heilusfarsáskorun21. aldarinnar er að minnkaalgengi lífsstílssjúkdóma, en rekja má ríflega 80% dauðsfalla til þessara sjúkdóma. Hreyfingarleysi er ein orsök aukningar á lífsstíls- sjúkdómum en almennt er talað um að þörf sé á að hreyfa sig af meðal- ákefð í 150 mínútur á viku til að minnka líkur á að þróa með sér lífs- stílssjúkdóma. Hreyfing er meðferð Hreyfing er ekki einungis mikil- væg í forvarnarskyni heldur einnig sem meðferð við hinum ýmsu sjúk- dómum. Umfangsmikla vísindalega þekkingu á jákvæðum áhrifum hreyfingar á hina ýmsu sjúkdóma má finna í fjölda rannsókna. Skipu- lögð hreyfing er því öflugt meðferð- arúrræði og mikilvægur hluti af meðferð við mörgum algengum sjúk- dómum svo sem langvarandi verkj- um, kvíða, depurð, sykursýki, offitu, kransæðasjúkdómum, hjartabilunar- einkennum, afleiðingum lungna- þembu, háum blóðþrýstingi, hækk- uðum blóðfitum svo eitthvað sé nefnt. Hér á landi hefur verið innleitt og þróað úrræði innan heilbrigðiskerf- isins þar sem skrifað er upp á hreyf- ingu sem meðferð, svonefndur hreyfi- seðill og byggist það á sænska hreyfi- seðilsmódelinu. Ráðleggingar og hvatning Telji læknar eða aðrir heilbrigðis- starfsmenn að hreyfing ætti að vera hluti af meðferð við þínum sjúkdómi er þér vísað til hreyfistjóra sem er sjúkraþjálfari með aðsetur á heilsu- gæslunni þinni. Þú getur einnig haft frumkvæði að því að óska eftir til- vísun á hreyfiseðil. Ávísun á hreyfi- seðil felur í sér einnar klukkustundar viðtalstíma hjá sjúkraþjálfara þar sem farið er í gegnum heilsufarssögu, sjúkdómseinkenni og hreyfivenjur. Sett eru upp markmið og hreyfiáætl- un út frá þinni getu að teknu tilliti til ákveðinna heilsufarsmælinga, sjúk- dóma og heilsuvanda. Út frá þessu færðu ráðleggingar um tegund hreyf- ingar, magn, ákefð og tímalengd. Þú skráir hreyfingu þína rafrænt eða símleiðis og færð hvatningu, stuðning og aðhald með skilaboðum í gegnum Heilsuveru eða símtölum. Hópar góður kostur Á þriggja mánaða fresti fær læknir / heilbrigðisstarfsmaður greinargerð frá hreyfistjóra þar sem mat er lagt á framvindu og árangur meðferðar- innar. Meðferð getur varað í eitt ár, allt eftir óskum þínum og árangri og er þér að kostnaðarlausu að undan- skildu viðtalinu þar sem greitt er komugjald. Þjálfunin sjálf er margs konar og getur farið fram víða. Nokkuð er um að fólk stundi hreyfingu á eigin veg- um en einnig geta ýmsir skipulagðir hópar í nærumhverfi fólks verið góð- ur kostur. Ef þú ert að glíma við sjúkdóms- ástand þar sem regluleg hreyfing getur haft umtalsverð áhrif þá skaltu ræða um möguleika hreyfiseðils fyrir þig við heilbrigðisstarfsmann Hreyfiseðill er lausn sem gæti hentað þér Morgunblaðið/Ómar Almenningshlaup Hreyfing er fólki nauðsynleg, en mikilvægt er að hver og einn finni þjálfun við sitt hæfi. Mælt er með að fólk hreyfi sig saman. Heilsuráð Auður Ólafsdóttir verkefnisstjóri hreyfiseðils hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Ferðafélag Íslands • Mörkinni 6 • www.fi.is • 568-2533 PÁSKAFERÐIR FÍ • skráðu þig inn og drífðu þig út! Sjáumst á fjöllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.