Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Bolholti 4 • 105 Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira VIÐ GERUM VIÐ allar tegundir síma, spjaldtölva, tölva og dróna Bolholt 4 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vegagerðin leitar eftir upplýs- ingum um áhugasama bjóðendur vegna fyrirhugaðs útboðs sam- vinnuverkefnisins „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“, í samræmi við lög nr. 80/2020 um samvinnuverk- efni um samgönguframkvæmdir. Er þetta fyrsta verkefnið af sex sem boðið verður út samkvæmt lögunum, sem samþykkt voru á Al- þingi í júlí í fyrra. Fram kemur í útboðslýsingu á vef Vegagerðarinnar að um sé að ræða nýja legu Hringvegarins um Hornafjarðarfljót sem mun stytta núverandi Hringveg um 12 kíló- metra. Framkvæmdin felur í sér lagningu 19 kílómetra langs þjóð- vegar, byggingu fjögurra tvíbreiðra brúa, lagningu nokkurra hlið- arvega, samtals um fjögurra kíló- metra langra, auk tveggja áning- arstaða. Framkvæmdir geti hafist í ár Leitað er eftir aðilum, innan- lands og utan, sem hafa áhuga á að semja við Vegagerðina, í kjölfar út- boðs, um framkvæmdina, fjár- mögnun, rekstur og viðhald mann- virkjanna til lengri tíma. Verkhönnun er lokið og munu hönnunargögn liggja fyrir við út- boðið. Útboðið felur í sér byggingu og fjármögnun mannvirkjanna auk reksturs og viðhalds þeirra á 20-30 ára samningstíma. Gert er ráð fyrir að ríkið leggi til allt að 50% fjár- magnsins sem þarf til fram- kvæmdanna. Stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist fyrir árs- lok 2021. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig í rafræna útboðskerfinu TendSign fyrir kl. 23:55 miðviku- daginn 10. mars 2021. Vegagerðin vekur athygli á því að einungis er um að ræða beiðni um upplýsingar. Skráning feli ekki í sér skuldbindingu um þátttöku í útboði á síðari stigum. Ákvörðun um að skila ekki inn upplýsingum á þessu stigi útiloki ekki þátttöku í útboði þegar það verður auglýst. Lög nr. 80/2020 tóku gildi 21. júlí í fyrra. Samkvæmt þeim er Vega- gerðinni heimilt að undangengnu útboði að gera samning við einka- aðila um samvinnuverkefni um eft- irfarandi framkvæmdir: a. Hring- vegur norðaustan Selfoss og brú yfir Ölfusá, b. Hringvegur um Hornafjarðarfljót, c. Axarvegur, d. Tvöföldun Hvalfjarðarganga, e. Hringvegur um Mýrdal og jarð- göng í Reynisfjalli, f. Sundabraut. Í 3. grein laganna segir að heim- ilt sé að fjármagna samvinnuverk- efni að hluta eða öllu leyti með gjaldtöku af umferð um mannvirki sem samvinnuverkefnið nær til. Veggjöld geta í heild eða að hluta staðið straum af byggingarkostn- aði, viðhaldi, rekstri, þróun og eðli- legum afrakstri af fjárfestingu mannvirkis. Gjaldtaka vegna notk- unar tiltekins mannvirkis skal ekki hefjast fyrr en framkvæmd lýkur og opnað er fyrir almenna umferð. Gjaldtaka fyrir hvert mannvirki skal ekki standa lengur en í 30 ár. Í 6. grein laganna segir að heim- ilt sé að ákveða að eignarhald mannvirkjanna verði á samnings- tímanum í höndum einkaaðila sem annast framkvæmdirnar. Við lok samningstímans skulu mannvirkin ásamt öllu tilheyrandi verða eign ríkisins án sérstaks endurgjalds. Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vegamót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. Fjórar brýr verða í fyrirhug- uðum framkvæmdum; yfir Djúpá, Hornafjarðarfljót, Austurfljót og Bergá. Þannig fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár. Fyrsta samvinnuverkið boðið út  Vegagerðin hefur auglýst eftir áhugasömum bjóðendum í verkið „Hringvegur um Hornafjarðarfljót“  Fyrsta verkefnið af sex sem Alþingi samþykkti í fyrra  Má fjármagna með gjaldtöku af umferð Hornafjarðarfljót Nýr Hringvegur mun stytta núverandi veg um 12 kílómetra. Með tilkomu hans fækkar einbreiðum brúm á Hringveginum um þrjár. Ný lega hringvegarins um Hornafjarðarfl jót 12 Nýtt vegstæði mun stytta núverandi hringveg um 12 kílómetra 4 Á vegkafl anum verða byggðar fjórar tví breiðar brýr Núverandi vegur 1 1 1 MÝRAR NESJA- HVERFI Brú yfi r Horna- fjarðarfl jót Brú yfi r Hoffellsá Brú yfi r Djúpá Brú yfi r Bergá Höfn Tölvuteikning/Vegagerðin Nýlega hlutu Varðan – rannsókna- stofnun vinnumarkaðarins og Fé- lagsmálaskóli alþýðu fjögurra milljóna króna styrk frá félags- og barnamálaráðherra og dómsmála- ráðherra til að vinna fræðslumynd- bönd sem verða liður í baráttunni gegn heimilisofbeldi, mansali og áreitni. Styrkveitingin var afgreidd á fundi að viðstöddum ráðherrum og fulltrúum þeirra samtaka og stofnana sem koma að verkefninu. Myndböndin verða nýtt í fræðslu Félagsmálaskólans til trún- aðarmanna stéttarfélaganna á vinnustöðum. Annars vegar verður unnið myndband um eðli og afleið- ingar heimilisofbeldis og þá með áherslu á hlutverk samstarfsfólks í að skilja og geta brugðist við merkjum um heimilisofbeldi. Þá verður unnið myndband um mansal og verður það nýtt í trúnaðar- mannafræðslu og til að efla þekk- ingu vinnustaðaeftirlitsfulltrúa í að greina mögulegt mansal og aðra misnotkun. Varða mun leiða vinnuna við efn- istök myndbandanna í nánu sam- ráði við Félagsmálaskólann, Jafn- réttisstofu, Kvennaathvarfið, Vinnueftirlitið og Neyðarlínuna. Mikilvægt í baráttunni „Í gegnum Félagsmálaskóla al- þýðu stendur verkalýðshreyfingin að fræðslu fyrir trúnaðarmenn sem starfa inni á vinnustöðum. Þetta net getur reynst mikilvægur hlekkur í baráttunni gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Hvað varðar heimilisofbeldi er mikilvægt að samstarfsfólk geti greint merki um ofbeldi og kunni að bregðast rétt við,“ segir Kristín Heba Gísla- dóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Framleiða fræðslumyndir um heimilisofbeldi og áreitni Velferð Ráðherrar og fulltrúar samtaka og stofnana sem að verkefninu standa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.