Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur
samþykkt að úthluta Flateyjarveit-
um lóð undir slökkvistöð við Tröll-
enda 7 í Flatey. Ingibjörg Birna Er-
lingsdóttir sveitarstjóri segir að
lóðin sé eingöngu ætluð fyrir hús
vegna tækja til brunavarna og segist
hún gera sér vonir um að það rísi í
ár. Stærð hússins verður um 80 fer-
metrar og kostnaður er áætlaður
rúmlega 20 milljónir.
Flateyjarveitur, sem eru í eigu
húseigenda í Flatey, reisa húsið og
koma upp búnaði, en sveitarfélagið
mun leigja húsið, væntanlega til 15
ára. Ingibjörg segir að nú sé slökkvi-
vagn með búnaði, eins og sjódælum
og slöngum, fyrir hendi í Flatey.
Með nýja húsinu komist aðstaða fyr-
ir búnað undir þak. Til standi að
kaupa dráttarvél og haugsugu eða
tank, sem muni standa tilbúinn til að
bæta við vatnsforðann, og einnig
annan búnað sem verði til að auka
öryggi þeirra sem dvelja í Flatey.
Fyrsta skrefið
Hún segir að þetta sé fyrsta skref
í uppbyggingu slökkvibúnaðar, en til
framtíðar megi auka búnað og dælu-
getu. Flateyjarveitur hafi byggt upp
vatnsveitu af myndarskap og hafi
sveitarfélagið ákveðið að fara í sam-
starf við veitufélagið um slökkvi-
stöðina fyrir hönd eyjarskeggja.
Brunahanar sem eru í eyjunni voru
settir upp af Flateyjarveitum í
tengslum við vatnslagnir að gömlu
byggðinni í Flatey. Þeir eru nýtan-
legir að því marki sem vatn í vatns-
veitutanki veitunnar dugar til, en
eins og staðan er þá er vatn flutt út í
Flatey með Baldri.
Í fundargerð stýrihóps um bygg-
ingu slökkvistöðvar í Flatey frá 27.
janúar segir svo m.a.: „Umræður
áttu sér stað um mikilvægi þess að
líta ekki á byggingu slökkvistöðvar
sem endastöð eldvarna í Flatey
heldur fyrsta skrefið í heildstæðri
vinnu varðandi eldvarnir í eyjunni.
Starfshópurinn leggur til að áfram-
haldandi vinna, um þarfagreiningu á
búnaði og næstu skref í eldvörnum,
eigi sér stað í starfshópnum, með
fulltrúa frá Reykhólahreppi, fulltrúa
frá Flateyjarveitum og fulltrúa úr
framfarafélagi Flateyjar ásamt
slökkviliðsstjóra.“
Þyrping 40 gamalla timburhúsa
Stöðin verður miðlæg, nánast á
háeyjunni, á milli annars vegar
gamla þorpsins og hins vegar Krá-
kuvarar og Læknishússins, en á síð-
arnefndu stöðunum er heils árs bú-
seta. Ingibjörg segir að í Flatey séu
merkar og viðkvæmar byggingar,
flestar úr timbri, og sé mikilvægt að
hafa búnað tiltækan komi eldur upp í
eyjunni.
Í greinargerð með aðalskipulagi
Flateyjar sem gilti til 2018 segir svo
meðal annars: „Þorpið býr yfir sér-
stökum gæðum sem eru bundin um-
hverfi húsanna, þorpinu sem heild
og einstökum húsum, sem hvergi
eru enn þá til staðar í sama mæli á
landinu. Um er að ræða þyrpingu
um 40 gamalla timburhúsa sem
mynda fjölbreytt bæjarmynstur.“
Ný slökkvistöð
eykur öryggi
Merkar timburbyggingar í Flatey
Slökkvistöð Áformað er að nýja
byggingin rísi á næstu mánuðum.
Morgunblaðið/Eggert
Fjölbreytt bæjarmynstur Mörg falleg hús eru í Flatey, frá vinstri: Bents-
hús, Vinaminni, risið á Vertshúsi, Vorsalir, Vogur, Ásgarður og Sólheimar.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Vitafélagið – íslensk strandmenning
fagnar tillögu til þingsályktunar um
viðhald og varðveislu gamalla báta.
Segir í umsögninni að augljóst sé að
málaflokkurinn sé hornreka undir
fornminjasjóði. Þingályktunartillag-
an er nú til meðferðar á Alþingi og
er þar m.a. fjallað um að settur verði
á laggirnar sjóður sem hafi það hlut-
verk að halda við og varðveita gömul
skip og báta.
Ekki hlotið mikið vægi
Í umsögn Vitafélagsins kemur
fram að þrátt fyrir að lög um menn-
ingarminjar veiti fornminjasjóði
heimild til að veita styrki til „minja
sem njóta ekki friðunar á grundvelli
aldurs en teljast hafa varðveislu-
gildi, svo sem skipa, báta og annarra
samgöngutækja“ hafi málaflokkur-
inn ekki hlotið mikið vægi við úthlut-
anir síðustu ára. Frá árinu 2013 hafi
árlega aðeins eitt til þrjú verkefni er
snúa að varðveislu skipa og báta
hlotið styrki úr fornminjasjóði, og
hafa þær fjárhæðir numið að jafnaði
4,4% af heildarúthlutun.
„Samkvæmt opinberum gögnum
hafa styrkir til bátaverndar numið
alls um 200 milljónum króna síðustu
tvo áratugina, til samanburðar má
nefna að úhlutanir húsafriðunar-
sjóðs nema um 300 milljónum króna
á ári hverju. Á árunum 2000-2012
voru að meðaltali veittar 14,4 m.kr.
til málaflokksins árlega, en á árun-
um 2013-2019 var sú upphæð að
jafnaði 3,1 m.kr. á ári. Framlög til
bátaverndar hafa því rýrnað um
78% á undanförnum tuttugu árum,“
segir í umsögn Vitafélagsins.
Vakningarherferð
Rakið er að á síðustu árum hafi
Vitafélagið – íslensk strandmenning,
ásamt systurfélögum á Norðurlönd-
um, unnið að því að fá handverkið
við smíði súðbyrðings á lista hjá
UNESCO yfir menningarerfðir
mannkyns – listann yfir þýðingar-
mikla starfshætti sem borist hafa
frá kynslóð til kynslóðar, hefðir sem
munu hverfa verði þeim ekki við-
haldið. „Í desember nk. verður ljóst
hvort umsóknin verður samþykkt á
lista UNESCO. Hljóti hún sam-
þykki, sem talið er nær víst, þá er
vert að benda á þær skyldur sem því
fylgja,“ segir í umsögninni.
Að mati félagsins er ekki síður
mikilvægt að viðhalda þekkingu á
handverki við bátasmíði sem og aðra
forna starfshætti. Bent er á að á
Norðurlöndum sinna lýðskólar jafnt
og iðnskólar kennslu í smíði súð-
byrðings og í Noregi er einnig að
finna nám í smíði og sögu súðbyrð-
ings á háskólastigi. Bent er á í því
samhengi að lýðskólinn á Flateyri
væri upplagður til kennslu í smíði
súðbyrðings sem og Síldarminja-
safnið á Siglufirði.
Þá kemur fram í umsögninni að
nú
á vormánuðum muni Vitafélagið –
íslensk strandmenning hefja vakn-
ingarherferð um smíði og hefðir súð-
byrtra báta, framtíðarnýtingu
þeirra og framtíðarsýn landans á
strandmenningu.
Norræn bátasmíði Unnið er að því að fá handverkið við smíði súðbyrðings
á lista UNESCO yfir starfshætti sem borist hafa frá kynslóð til kynslóðar.
Gamlir bátar hornrekur
Framlög til bátaverndar hafa rýrnað Vitafélagið telur
„nær víst“ að smíði súðbyrðings fari á lista hjá UNESCO
Áskell Þórisson blaðamaður sýnir
litríkar ljósmyndir í Gallerí Vest
við Hagamel í Reykjavík. Sýningin
verður opnuð í dag og stendur fram
á laugardag. Hún er opin þessa
daga frá klukkan 13 til 17. Mynd-
irnar á sýningunni eru til sölu.
Áskell tekur listrænar nær-
myndir úr íslenskri náttúru og
vinnur áfram í myndvinnsluforriti.
Áskell segist oft fara með mynda-
vélina af stað og taka margar ljós-
myndir í ferðinni, stundum geti
hann enga nýtt í framhaldsvinnslu
en stundum gangi betur. Hann setj-
ist síðan niður við tölvuna og geri
tilraunir með hráefnið.
Afurðin er prentuð á striga.
Hægt er að fræðast nánar um
myndirnar á www.askphoto.is.
Ljósmyndir og litaflóð í Gallerí Vest
Ljósmynd/Áskell Þórisson
Litfegurð Nærmyndir úr náttúrunni eru
hráefni í listsköpun Áskels Þórissonar.
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
BREYTT OPNUN: Virka daga 12-18, laugardaga kl.11-15
MATHILDA KiSS
frá
Haldari: 10.950,-
Nærbuxur 4.990,-