Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 30

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 30
30 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 NÝTT FRÁ Kartell Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is LÝSTU UPP SKAMMDEGIÐ Toy Moschino lampi Gold Verð 45.900,- Mix varð til í kringum 1960 og var í fyrstu framleitt í Efnagerð Akur- eyrar. Síðar ákváðu eigendur efnagerðarinnar að einbeita sér að gosdrykkjaframleiðslu og þá breyttist nafn verksmiðjunnar í Sana. Árið 1978 sameinuðust Sani- tas og Sana. Þá var einnig farið að framleiða Mix í verksmiðju Sanitas við Köllunarklettsveg og gosið kom inn á markað í Reykja- vík. Eftir að Sanitas lagði upp laupana keypti Ölgerðin Gosan, sem var gosdrykkjahluti fyrir- tækisins, árið 1992. Hefur Ölgerð- in framleitt Mix síðan. Á þessum tíma hefur útlit Mix tekið nokkr- um breytingum. Um tíma voru tvær ávaxtafígúrur áberandi í kynningarefni gosdrykkjarins. Þær kölluðust Kátur og Hress. Sumarið 2008 setti Ölgerðin systurdrykkinn Remix á markað. Hann var appelsínugulur að lit en þótti svipaður á bragðið. Remix varð skammlíft. Frá Efnagerð Akur- eyrar til Ölgerðarinnar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er orðinn langur tími síðan þessi bók var gefin út, yfir tíu ár. Við tókum þessu líklega ekki nógu alvarlega í byrjun, en þessi gos- drykkur er enn framleiddur, nú hjá Ölgerð- inni, og okkur rann blóðið til skyldunnar,“ segir Valgerður Valdemarsdóttir. Valgerður og systkini hennar, Þórhildur, Hólmgeir og Baldvin, eru ósátt við hvernig saga af tilurð hins vinsæla gosdrykkjar Mix hefur verið afbökuð á seinni árum. Mix varð til í gosdrykkjaverksmiðju föður þeirra en hefur gjarnan verið eignað annarri verk- smiðju. Telja þau að ástæðuna megi meðal annars rekja til umfjöllunar og frásagnar sem birtist í fimmta bindi Sögu Akureyrar bls. 160-161. „Við settum okkur í samband við söguritara Sögu Akureyrar og sendum honum greinargerð okkar um raunverulegan upp- runa Mixins og í ljós kom að heimildamaður hans hafði gefið honum upplýsingar sem ekki voru byggðar á staðreyndum. Því miður birt- ist þetta í síðasta bindi af Sögu Akureyrar og því ekki um það að ræða að birta leiðréttingu í næsta bindi. Söguritari hefur hins vegar boðið okkur að frásögn okkar, um hinn raunveru- lega uppruna Mixins, verði birt í tímaritinu Súlum. Sem betur fer vita margir Akureyr- ingar hver hin rétta útgáfa af sögunni er,“ segir Valgerður. Þau systkin segja að hin ranga frásögn úr Sögu Akureyrar, um uppruna Mixins, hafi síð- an verið endurómuð í lítt breyttri mynd í grein sem Dr. Gunni skrifaði í Fréttablaðið árið 2010. Þar segir að Mixið hafi orðið til í Efnagerðinni Flóru og Björgvin Júníusson hafi þar náð að blanda góðan drykk sem hann kallaði Skítamix. Það nafn hafi hins vegar þótt ótækt og niðurstaðan hafi orðið að kalla drykkinn einfaldlega Mix. „Hvort heimildir fyrir þessari sögu eru fengnar úr sögu Ak- ureyrar eða annars staðar frá vitum við ekki, en þarna er eins og áður um hreinan skáld- skap að ræða,“ segir Valgerður. „Á Akureyri var á þeim tíma sem þarna er rætt um starfrækt önnur og stærri gos- drykkjaverksmiðja en Flóra. Sú verksmiðja átti uppruna sinn að rekja til Siglufjarðar og hét þá Efnagerð Siglufjarðar, stofnuð 1939, þar sem framleiddir voru gosdrykkir og efna- gerðarvörur. Verksmiðja þessi var síðan flutt til Akureyrar árið 1945 og var þá nafni félags- ins breytt í Efnagerð Akureyrar og síðar í Sana, en það nafn hafði lengi verið notað á framleiðsluvörur fyrirtækisins,“ segir í grein- argerð sem systkinin hafa tekið saman. Þau rekja að árið 1958 hafi faðir þeirra, Valdemar Baldvinsson, og félagar hans, Jón M. Jónsson og Skarphéðinn Ásgeirsson, fest kaup á verk- smiðjunni. Faðir þeirra var sá eini af eigend- unum sem vann við verksmiðjuna og var þar framkvæmdastjóri að sögn systkinanna. „Á Siglufirði var Valash uppistaðan í gos- drykkjaframleiðslunni en Morgan Cream Soda var einnig framleitt þar og ýmsar fleiri tegundir. Á Akureyri bættust við nýjar teg- undir svo sem Jolly Cola, sem var danskt að uppruna. Þá var haldið áfram með Valash og Morgan Cream Soda og svo komu fleiri teg- undir í viðbót og þar á meðal var drykkur sem nefndur var Mix. Segja má að uppruni þess hafi verið nokk- urs konar tilviljun en það atvikaðist þannig að við framleiðslu á Valash var notað innflutt appelsínuþykkni enda var sá drykkur danskur að uppruna. Nú gerðist það eitt sinn að mis- tök urðu í sendingu þannig að í stað appels- ínuþykknis kom ananasþykkni. Þá voru góð ráð dýr, hvað átti að gera við þetta ananas- þykkni? Því björguðu Indriði Jakobsson, sem var verkstjóri í framleiðslunni, og Þórhildur Valdemarsdóttir sem þar starfaði einnig. Þau tóku sig saman og blönduðu þessu ananas- þykkni saman við annað ávaxtaþykkni og út- koman varð blanda sem þau nefndu Mix. Þetta þótti snjallt nafn og Mixið naut strax vinsælda og seldist vel,“ segir í greinargerð systkinanna. Satt og logið um uppruna Mix  Systkini á Akureyri leiðrétta frásögn af tilurð gosdrykkjarins Mix í Sögu Akureyrar Morgunblaðið/Eggert Mix Gosið er vinsælt og dósin er enn utan á höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Í safni Þórs Jóhannssonar á Siglufirði er að finna mikið af gömlum miðum af drykkjarflöskum. Útlit umbúða Mix hefur greinilega tekið miklum breytingum frá upphafi. Ljósmyndir/Hrólfur Baldursson Mix í áranna rás

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.