Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 36

Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Útflutningsverðmæti sjávarafurða var mun minna fyrstu tvo mánuði þessa árs borið saman við sama tíma- bil í fyrra, en samdrátturinn var mun minni hér á landi en í Noregi ef tölur eru skoðaðar í gjaldmiðli hvers lands. Í heild fluttu Norðmenn út sjávar- afurðir fyrir 16,9 milljarða norskra króna í janúar og febrúar sem er 10,6% minna en á sama tímabili í fyrra þegar útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 18,9 milljörðum norskra króna. Til samanburðar nam útflutningsverðmæti sjávarafurða hér á landi 47,8 milljörðum íslenskra króna í janúar og febrúar í fyrra, en fyrstu tvo mánuði á þessu ári var flutt út fyrir 44,5 milljarða íslenskra króna. Samdrátturinn á Íslandi nem- ur því aðeins 6,9%. Sérstaka athygli vekur að hlutur veiddra sjávarafurða Norðmanna breytist ekkert milli ára en 15,3% samdráttur verður í eldisfiski, en hlutfall eldis í útflutningsverðmæt- um sjávarafurða Norðmanna á tíma- bilinu er tveir þriðju. Dæmið er öfugt hjá Íslendingum þar sem útflutn- ingsverðmæti eldisafurða stendur í stað á meðan veiddur fiskur dregst saman um 7,9%, en hann er jafn- framt megnið af verðmætunum. Betri staða í febrúar Fram kemur á vef markaðsstofu norskra sjávarafurða, Norges sjø- matråd, að samdrátturinn hefði lík- lega verið meiri í Noregi ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að magnið í ákveðnum tegundum eins og lax og síld var í sögulegum hæðum í febrúar. Jókst til að mynda salan af eldislaxi í magni um 20% í febrúar, en verð var 5% lægra á mörkuðum í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Í janúar var verð á laxi 23% lægra en á sama tíma í fyrra. Byrjaði því árið ekki vel fyrir norsku eldisgreinina. Þorskurinn kom Norðmönnum til bjargar og jókst til að mynda salan á saltfiski um 12% í janúar á þessu ári borið saman við sama mánuð í fyrra auk þess sem verð var 2% hærra. Erfiðara var fyrir ferskan þorsk sem dróst saman um 34% í magni í janúar, en þetta snerist við í febrúar þegar magnið jókst um 25% miðað við sama mánuð í fyrra. Þá var verð 2% hærra í febrúar. Meiri lax Hvað íslenskar afurðir varðar dróst útflutningsverðmæti flestra veiddra afurðaflokka saman í febrúar á þessu ári borið saman við sama mánuð í fyrra, að því er fram kemur á Rad- arnum. Er það þó að ferskum afurð- um og lýsi undanskildu. Minna magn var flutt út í janúar en sama mánuð í fyrra. Auk þess sem langflestar afurð- ir höfðu lækkað í verði á tímabilinu í erlendri mynt og er á Radarnum gert ráð fyrir að það eigi einnig við um febrúar. Útflutningsverðmæti íslenskra eld- isafurða stendur í stað milli ára á fyrstu tveimur mánuðum ársins og má ætla miðað við lægra markaðsverð á laxi, sem vegur mest, að magn hafi aukist milli ára. Skýring þess er bæði að framleiðsla fiskeldisins hefur auk- ist almennt, en einnig verður að hafa í huga að í fyrra tafðist slátrun veru- lega í fiskeldinu vegna stöðugrar ótíð- ar sem stóð frá desember fram í febr- úar. Tafirnar og veðurfarið varð meðal annars til þess að 500 tonn af laxi drápust í kvíum Arnarlax í Arn- arfirði. Útflutningsverðmæti sjávarafurða Fyrstu tvo mánuði 2020 og 2021 Noregur, milljarðar norskra króna (NOK) Hlutfall eldis af útflutnings- verðmætum sjávarafurðaJanúar og febrúar Breyting 2020 2021 NOK % 2020 2021 Veiðar 5,8 5,8 – 0,0% Eldi 13,1 11,1 -2,0 -15,3% 69% 66% Samtals 18,9 16,9 -2,0 -10,6% Ísland, milljarðar íslenskra króna (ISK) Hlutfall eldis af útflutnings- verðmætum sjávarafurðaJanúar og febrúar Breyting 2020 2021 ISK % 2020 2021 Veiðar 41,8 38,5 -3,3 -7,9% Eldi 6,0 6,0 – 0,0% 13% 14% Samtals 47,8 44,5 -3,3 -6,9% Heimildir: Norges sjømatråd og Radarinn Samdráttur minni hjá Íslendingum  Samdráttur Norðmanna fyrst og fremst í eldinu  Samdráttur Íslendinga í veidd- um fiski  Tveir af hverjum þremur útfluttum norskum fiskum koma úr fiskeldi Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í nógu hefur verið að snúast hjá starfsmönnum Grindavíkurhafnar undanfarið. Meiru hefur verið landað þar heldur en um árabil og því nóg verið að gera í hefðbundnum störfum. Að auki hafa rafmagnsleysi, jarð- skjálftar og bátar í erfiðleikum sett svip á vinnudaginn hjá Sigurði Arnari Kristmundssyni hafnarstjóra og fé- lögum hans hjá Grindavíkurhöfn. „Veður, veiðar, vinnsla og verð skapa velgengni og sú hefur verið staðan í Grindavík undanfarið, en á sama tíma er fólk uggandi vegna hrinunnar sem er í gangi,“ segir Sigurður Arnar. Hann segir að marsmánuður byrji ágætlega og flestir bátar séu að fiska vel. Eftir góða tíð undanfarið var þó norðanstrekkingur í gær og ekki allir bátar á sjó. Hann segir að afli frá ára- mótum hafi ekki verið meiri alla vega frá 2015 og landanir ekki verið fleiri á þessu tímabili heldur en í ár. Síðasta föstudag fór rafmagn af í Grindavík og hafði það áhrif á starf- semi hafnarinnar fram á laugardag, að sögn Sigurðar Arnars. Hann segir að menn hafi áttað sig á tvennu með- an þetta ástand varði; í fyrsta hversu illmögulegt það sé að vera án raf- magns og nets og í öðru lagi hversu svart myrkrið geti orðið. Höfnin fékk lánaða dísilstöð til að framleiða raf- magn á föstudaginn og var hún tengd við vigtarkerfið. Handfært á gula miða Hann segir lán í óláni að bátarnir sem landi hjá stóru vinnslunum komi flestir inn fyrri hluta vikunnar og því hafi ekki þurft að þjóna þeim. Nokkr- ir minni bátanna, sem sumir séu þó engir smábátar, séu með krana um borð og tveir vörubílakranar hafi því dugað við löndunina. Á þennan hátt hafi verið landað hátt í 200 tonnum úr 16 bátum á föstudag. Sigurður segir að færslur með upp- lýsingum um vigt og fleira, meðal annars fyrir Fiskistofu, hafi allt verið handfært á gula miða. Upplýsingarn- ar hafi síðan verið færðar inn í tölvu- kerfin þegar netið var komið á að nýju síðdegis á laugardag. „Það er skelfilegt að missa raf- magnið og það skapaði talsverðan hasar hjá okkur. Þetta var áminning og margir eru að hugleiða að koma sér upp varaafli. Áhrifin voru mikil hjá hátæknifyrirtækjunum, þar sem allt stöðvaðist um tíma og sums stað- ar varð tjón,“ segir Sigurður Arnar. Í gærmorgun fékk snurvoðarbátur í skrúfuna á Leirnum, 2-3 sjómílur vestur af Grindavík. Björgunarskipið Oddur dró bátinn í land, en hafnsögu- báturinn var til staðar ef frekari að- stoðar væri þörf, en til þess kom ekki. Vel gekk að skera úr skrúfunni og var báturinn kominn aftur á veiðar skömmu eftir óhappið. Um jarðskjálftana sem eiga upptök sín ekki ýkja langt frá Grindavík segir Sigurður að hafnarstarfsmenn finni fyrir þeim eins og aðrir. Hann segist líka hafa heyrt sjómenn tala um að þeir finni skjálfta, högg komi á bátana og þá sé eins og þeir hafi rekist á eitt- hvað. Morgunblaðið/Eggert Vertíð Gengið frá að lokinni löndun. Fiskur, rafmagns- leysi og skjálftar Tvö uppsjávarskip Ísfélagsins í Eyj- um voru á Faxaflóa í gær, Sigurður VE og Álsey VE. Aðrar útgerðir hafa lokið loðnuveiðum og vinnsla er víða á lokametrunum. Víkingur AK var við löndun á Vopnafirði í gær, en það var eini hrognatúrinn sem fór þangað. Tals- vert var hins vegar fryst þar af hrognum sem voru unnin hjá Brimi hf. á Akranesi og keyrð norður. Börkur NK var væntanlegur til Neskaupstaðar seint í gærkvöldi með rúmlega 1.900 tonn, síðasta farm vertíðarinnar. Í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar sagði Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri að skipið hefði verið að veiðum vestur af Öndverðarnesi. „Þetta er loðna sem er alveg komin að hrygningu og jafnvel er einstaka loðna búin að hrygna,“ sagði Hálfdan og lét vel af veiðum og veðráttu á vertíðinni. Vertíðarlok nálgast í loðnunni Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is st’ al o g Stál og stansar stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 ÁR 30% AFSLÁTTUR AF OHAUS VOGUM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.