Morgunblaðið - 11.03.2021, Side 38
38 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
HVÍTANES Merínó hálsklútur
Kr. 4.990.-
Vinir
fá sérkjör
Skráning á icewear.is
MÁR tveggja laga regnjakki
Kr. 18.990.-
Þín útivist - þín ánægja
VIÐEY Hanskar
Kr. 3.300.-
Embla Thermore® Ecodown®
dúnjakki kr. 17.990.-
ATLI softshell buxur
Kr. 17.900.-
HELLY HANSEN
Bowstring kk skór
Kr. 22.990.-
HELLY HANSEN
M Odin Minimalist
Kr. 32.990.-
BRIMNE
meðalþykk
göngusok
Kr. 2.15
S
ir
kar
0.-
SALEWA
Firepad 16 BPi
Kr. 9.990.-
SALEWA MS Dropline GTX
Kr. 29.990.-
SNÆDÍS
prjónað ennisband
Kr. 2.990.-
11. mars 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 127.58
Sterlingspund 177.08
Kanadadalur 101.21
Dönsk króna 20.403
Norsk króna 15.047
Sænsk króna 14.969
Svissn. franki 137.06
Japanskt jen 1.1718
SDR 182.08
Evra 151.73
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.155
Hrávöruverð
Gull 1702.85 ($/únsa)
Ál 2152.5 ($/tonn) LME
Hráolía 68.13 ($/fatið) Brent
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri
Íslandspósts, segir starfsfólk sitt hafa
unnið þrekvirki við erfiðar aðstæður í
fyrra. Tekjur hafi dregist saman í kór-
ónuveirufaraldrinum og kostnaður
fallið á Póstinn vegna sóttvarna.
Alls 104 milljóna hagnaður varð af
rekstri Póstsins í fyrra, að teknu tilliti
til 509 milljóna króna framlags vegna
alþjónustu samkvæmt úrskurði Póst-
og fjarskiptastofnunar, en alþjónusta
er samkvæmt lögum sú „lágmarks-
póstþjónusta sem notendum póst-
þjónustu skal standa til boða á jafn-
ræðisgrundvelli“.
Niðurstaðan var hagnaður
Samkvæmt nýbirtum ársreikningi
var tæplega 749 milljóna tap af sam-
keppni innan alþjónustu árið 2019 en
519 milljóna króna hagnaður af sam-
keppni utan alþjónustu. Eru þessar
fjárhæðir tilgreindar í afkomu starfs-
þátta en heildarniðurstaðan er sem
áður segir 104 milljónir í hagnað.
Þórhildur Ólöf segir trúnað ríkja
um afkomu á samkeppni innan og ut-
an alþjónustu. „Við gefum ekki upp af-
komu einstakra vöruliða. Við tökum
þetta alltaf saman í heild og erum ekki
að taka það sérstaklega saman fyrir
aðra en okkur til upplýsingar.“
Með því ríkir trúnaður um afkomu
af innlendum og erlendum pakka-
sendingum sem og af útburði bréfa.
„Svo erum við einnig komin í sam-
keppnisrekstur í vöruflokknum al-
menn bréf þannig að við gefum ekki
upp afkomu einstakra vöruþátta inn-
an eða utan alþjónustu.“
Til upprifjunar var einkaréttur Ís-
landspósts á bréfum upp að 50
grömmum afnuminn 1.1. 2020.
Með því skiptist reksturinn í sam-
keppni innan og utan alþjónustu.
Vegna áðurnefnds trúnaðar um af-
komu einstakra starfsþátta birtir fé-
lagið ekki frekari upplýsingar.
Með lögum 23/2019 var Póstinum
heimilað að setja á sérstakt gjald
vegna erlendra póstsendinga. Var svo
lagt á 400 króna gjald fyrir sendingar
innan Evrópu og 600 króna gjald fyrir
sendingar utan Evrópu.
Var markmiðið að mæta þannig
raunkostnaði við sendingarnar.
Spurð hvort erlendu sendingarnar
skili nú hagnaði vísar hún til fyrr-
nefnds trúnaðar um einstaka vöruliði.
„Við erum stöðugt að aðlaga verð
og finna leiðir til að einstaka vöruliðir
beri sig. Vegna faraldursins var síð-
asta ár ekki einfalt. Leiðirnar sem við
þurftum að finna til að afgreiða pant-
anir og sendingar til og frá Íslandi
urðu ansi langar. Þannig að við þurft-
um gjarnan að fara í gegnum óvenju-
leg lönd en vatnið leitar alltaf eftir far-
veginum. Árið í fyrra var alveg
sérstaklega erfitt fyrir flutninga í
heiminum. Flutningskostnaður var
hár og það var erfitt að flytja vörur
milli landa,“ segir Þórhildur Ólöf.
Sem áður segir var afkoman af
samkeppni innan alþjónustu neikvæð
um 748 milljónir í fyrra.
Skýrist ekki af faraldrinum
Þórhildur Ólöf segir tapið ekki
skrifast að miklu leyti á faraldurinn.
„Faraldurinn stytti ekki leiðina á
Grímsstaði á Fjöllum svo einhver
staður sé nefndur, eða lækkaði launa-
kostnað eða bifreiðakostnað. Það
kostar að halda uppi kerfinu. Póst-
inum ber samkvæmt lögum að fara
með alla pakka og öll bréf heim til
fólks undir 10 kg,“ segir Þórhildur
Ólöf um kostnað af alþjónustunni.
Sá kostnaður tengist 2. mgr. 17. gr.
póstlaga sem segir að gjaldskrá fyrir
alþjónustu skuli vera sú sama um allt
land. Hafði sú málsgrein í för með sér
að sama verð varð á pakkasendingum
upp að 10 kg innan landsins frá 1.1.
2020 en áður voru fjögur gjaldsvæði. Í
3. mgr. sömu lagagreinar segir:
„Gjaldskrár fyrir alþjónustu, þar á
meðal gjaldskrár vegna erlendra
póstsendinga, skulu taka mið af raun-
kostnaði við að veita þjónustuna að
viðbættum hæfilegum hagnaði. Gjald-
skrár skulu vera auðskiljanlegar og
gæta skal jafnræðis og tryggja
gagnsæi.“ Spurð hvort því megi ætla
að gjöldin séu ekki í samræmi við
kostnaðinn við að veita þjónustuna, í
ljósi taps af samkeppni innan alþjón-
ustu, segir Þórhildur að blaðamaður
verði að draga eigin ályktanir.
„Því fylgir ákveðinn kostnaður að
halda uppi kerfinu. Magnið hefur
minnkað mikið á síðustu árum sem
leiðir til tekjutaps, á sama tíma
stækkar dreifikerfið með fleiri heim-
ilum og fyrirtækjum og þar af leið-
andi fleiri lúgum. Kostnaðurinn lækk-
ar ekki heldur hækkar á hverja vitjun
með kjarasamningsbundnum hækk-
unum launa svo eitthvað sé nefnt en
tekjur minnka. Okkur ber enn skylda
til að fara með vörur innan alþjónustu
heim til allra,“ segir Þórhildur Ólöf.
Á sama tíma bendir hún á að magn
pakka sé að aukast og að Pósturinn sé
stöðugt að auka framboð á öðrum
leiðum til að sækja pakka, til dæmis
með póstboxum eða leita allra leiða til
að hafa afhendinguna sem ódýrasta.
Sem áður segir úrskurðaði Póst- og
fjarskiptastofnun (ákvörðun 1/2021)
að Íslandspóstur skyldi fá 509 millj.
vegna alþjónustu árið 2020. Þar af 126
milljónir vegna „eitt land, eitt verð“.
Hlutdeild ríkisins í loforði
„Þetta er í raun hlutdeild ríkisins í
því að bæta upp fyrir loforðið um eitt
land, eitt verð. Og við báðum ekki um
þessa klásúlu og benti Pósturinn
strax á vandkvæði hennar,“ segir hún.
Varðandi afkomu starfsþátta sé
stuðst við LRAIC-líkan sem meðal
annars styðst við verðleiðrétt reikn-
ingsskil. „Það býr til aukið tap innan
starfsþátta, sem er ekki raunverulegt
tap í starfsemi okkar,“ segir Þórhild-
ur Ólöf og tekur fram að þetta sé ekki
einfalt mál fyrir leikmenn.
Í sem stystu máli séu eignir verð-
leiðréttar miðað við vísitölu og af-
skriftir reiknaðar út frá verðleiðrétt-
um eignum. Fyrir vikið verði
afskriftirnar hærri en ella. „Þetta er
því ekki reikningslegt tap heldur er
beitt þekktri aðferð innan póstheims-
ins að beiðni Póst- og fjarskiptastofn-
unar. Afkoman af starfsþáttum er
lakari sem nemur mismuninum af af-
skriftunum sem við reiknum í okkar
bókhaldi og því sem þarna er reiknað
miðað við verðleiðrétt reikningsskil á
eignir félagsins. Það munar heilmiklu.
Ég er þó ekki að segja að það yrði ella
hagnaður af alþjónustunni. Það mun-
ar ekki svo miklu,“ segir Þórhildur
Ólöf.
Hún segir þessa aðferðafræði við
útreikninga á alþjónustubyrði ekki
íþyngjandi fyrir Póstinn. Við reikn-
ingsskilin sé enda ekki stuðst við af-
komu starfsþátta heldur hina alþjóð-
legu reikningsskilastaðla IFRS.
Krefst lagabreytinga
„Fram undan er enn frekari hag-
ræðing. Þær aðgerðir verða erfiðar og
sumpart er um að ræða aðgerðir sem
við getum ekki farið í nema það komi
til aðstoð frá yfirvöldum. Eitt af því
sem væri hægt að gera er að vera með
póstkassavörður og stytta leiðina
okkar heim til fólks. Við gerum það
ekki sjálf. Við þyrftum ákveðnar laga-
breytingar til þess. En það er alveg
hægt ef það er vilji til þess á Alþingi,“
segir Þórhildur Ólöf og ítrekar að
Pósturinn sé ekki að íhuga þetta
skref. Þetta sé aðeins ein af þeim hug-
myndum sem ræddar hafa verið.
Þá sé það viðskiptavina að ákveða
hvort þeir vilja senda bréf.
Spurð hvort til greina komi að þessi
þáttur þjónustunnar – útburður bréfa
að 50 g – verði boðinn út, svo að þeir
sem eru í fjölpósti, eða bera út dag-
blöð, geti sinnt þessari þjónustu, segir
hún yfirvalda að ákveða það.
„Það er allt inni í myndinni. Við
værum ekkert á verri stað ef þessi
þjónusta væri boðin út og við gætum
boðið í hana líka,“ segir hún.
Afkoman sögð vera trúnaðarmál
Forstjóri Íslandspósts segir trúnað gilda um afkomu starfsþátta Vísar til samkeppnisrekstrar
Síðasta ár hafi verið þungt í póstþjónustu vegna faraldursins Bókhaldsaðferð ýkir afskriftirnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forstjóri Þórhildur Ólöf á aðalfundi Íslandspósts síðastliðinn föstudag.
Bæði fjárhagslegur og umhverfis-
legur ávinningur af starfsemi Nefco,
Norræna umhverfisfjármögnunar-
félagsins, fór fram úr væntingum árið
2020. Hagnaður jókst frá fyrra ári
vegna aukinnar lánastarfsemi og
hækkunar á virði eigna. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu.
Nefco var stofnað árið 1990 af nor-
rænu löndunum fimm og er græni
banki landanna, eins og segir í til-
kynningunni. Hagnaður Nefco árið
2020 var 3,6 milljónir evra, sam-
anborið við 1,4 milljónir árið 2019.
Eigið fé Nefco í lok árs var 169,6
milljónir evra, og til viðbótar stýrir
Nefco sjóðum fyrir aðra að andvirði
428,5 milljóna evra.
Í tilkynningunni segir að Nefco
fjármagni einungis verkefni sem hafa
jákvæð umhverfis- og loftslagsáhrif.
Stærstur hluti fjárfestinga Nefco
tengist þannig endurnýjanlegri orku
og bættri orkunýtni. Þá hefur Nefco
tekið þátt í verkefnum sem miða að
bættri nýtingu auðlinda og frekari
þróun hringrásarhagkerfisins m.a.
Nefco
skilaði
hagnaði
Einungis já-
kvæð verkefni
STUTT
● Einn af þeim níu
einstaklingum sem
tilkynnt höfðu um
framboð til stjórn-
ar Icelandair Group
á aðalfundi félags-
ins sem fram fer á
morgun hefur
dregið framboð sitt
til baka. Það er
raunar sá fram-
bjóðandi sem síð-
ast bættist í hópinn, Bandaríkjamað-
urinn Marty St. George, margreyndur
úr flugheiminum og núverandi fram-
kvæmdastjóri hjá suðurameríska lág-
gjaldaflugfélaginu LATAM.
Einn dregur framboð
til baka hjá Icelandair
Marty
St. George