Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 40

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 40
40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 HERRASKÓR Í MIKLU ÚRVALI Delson Verð: 14.995.- St. 41- 47,5 Ultra Flex 2.0 Verð: 14.995.- St. 41-47,5 Bellinger 2.0 Verð: 14.995.- St. 41- 47,5 Bellinger 2.0 Verð: 14.995.- St. 41- 47,5 Smáralind - Kringlan - Skór.is withMemory Foam withMemory Foam withMemory Foam withMemory Foam SKECHERS AFP Rio de Janeiro Um það bil eitt ár er liðið frá því að kórónuveiran stakk sér fyrst niður í Brasilíu og hafa dauðsföll þar í landi aldrei verið fleiri. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ný bresk rannsókn sem birt var í gær bendir til þess að hið svonefnda breska afbrigði kórónuveirunnar sé um 64% banvænna en fyrri afbrigði hennar. Í janúar höfðu bresk stjórn- völd varað við því að nýja afbrigðið væri allt að 40% líklegra til þess að draga fólk til dauða, miðað við þær rannsóknir sem þá lágu fyrir. Rannsóknin sem birt var í gær var framkvæmd af Exeter-háskóla, og bar hún saman 55.000 pör af þátttak- endum sem greindust jákvæðir við skimun utan sjúkrahúsa milli októ- ber 2020 og janúar síðastliðins. Voru þátttakendur paraðir saman eftir ýmsum þáttum eins og aldri, kyni og kynþætti. Hækkaði dánartíðni þeirra sem fengu breska afbrigðið úr 2,5 dauðsföllum á hver 1.000 tilfelli upp í 4,1 dauðsfall á hver 1.000 til- felli. Þeir sérfræðingar sem AFP- fréttastofan ræddi við voru á einu máli um að niðurstöðurnar þýddu að brýnt væri að bólusetja sem flesta gegn kórónuveirunni. Þá sagði Mich- ael Head, lýðheilsufræðingur við há- skólann í Southampton, að niður- stöðurnar sýndu hversu hættulegt er að leyfa veirunni að dreifa sér. „Því meira af kórónuveirunni sem er til staðar, því meiri líkur eru á því að nýtt afbrigði sem valdi áhyggjum komi fram.“ Sprenging tilfella í Póllandi Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í Evrópu, þar sem rúm- lega 39 milljónir tilfella og 882 þús- und dauðsföll hafa verið skráð frá upphafi. Pfizer tilkynnti í gær að ríkjum Evrópu myndi standa til boða allt að fjórar milljónir skammta af bóluefnum sínum á næstu tveimur vikum til þess að senda á þau svæði þar sem tilfellum er að fjölga sem mest. Stjórnvöld í Póllandi greindu frá því í gær að sólarhringinn á und- an hefðu 17.260 ný tilfelli verið skráð og 398 dauðsföll. Þetta er mesti fjöldi nýrra tilfella sem sést hefur í landinu á þessu ári, og skellti Wojciech Andrusiewicz, talsmaður pólska heil- brigðisráðuneytisins, skuldinni á breska afbrigðið sem væri að dreifa sér ört, ásamt því að Pólverjar væru farnir að leyfa sér að slaka of mikið á sóttvarnakröfum sínum. Hyggjast Pólverjar setja á lagg- irnar tímabundin úrræði svo hægt verði að koma fyrir 1.500 sjúkrarúm- um til viðbótar vítt og breitt um landið. Pólland slapp tiltölulega vel frá fyrstu faraldursbylgjunni síðasta vor, en seinni bylgjan hefur hitt landið illa fyrir og hafa nú rúmlega 1,8 milljónir Pólverja smitast af völd- um veirunnar. Líkt við tilraunastofu Utan Evrópu er faraldurinn í einna mestum uppgangi í Brasilíu, en þar hafa nú komið upp rúmlega 11 milljónir tilfella, en um það bil eitt ár er liðið frá fyrstu tilfellunum þar. Um 70.000 ný tilfelli bættust við á þriðjudaginn sem og 1.972 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar, og hafa aldrei fleiri dáið á einum degi í Bras- ilíu frá upphafi faraldursins. Fiocruz, ein helsta heilbrigðis- stofnun landsins, varaði við því í gær að heilbrigðiskerfi landsins væri komið að fótum fram vegna farald- ursins, en um 80% af öllum gjör- gæslurýmum í 25 af 27 stærstu borg- um landsins eru upptekin. Jesem Orellana, faraldsfræðingur við Fiocruz, sagði við AFP-frétta- stofuna að það besta sem væri hægt að vonast eftir væri kraftaverk í bólusetningum eða algjör breyting á því hvernig stjórnvöld litu á farald- urinn. „Í dag er Brasilía ógn við mannkynið“ sagði Orellana og líkti landinu við tilraunastofu þar sem kannað væri hver áhrif þess væru að leyfa veirunni að leika lausum hala, en brasilíska afbrigði veirunnar þyk- ir ekki síður smitandi en hið breska. „Viðbrögð fáráðlings“ Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrver- andi forseti Brasilíu, gagnrýndi Jair Bolsonaro, eftirmann sinn, harka- lega í gær og sagði hann hafa brugð- ist við faraldrinum eins og „fáráð- lingur“, en Bolsonaro hefur látið í ljósi efasemdir um gagnsemi bólu- setningar og látið ráðleggingar sér- fræðinga sem vind um eyru þjóta. Hæstiréttur Brasilíu hreinsaði Lulu af ákærum fyrir spillingu fyrr í vikunni og veitti honum um leið heimild til þess að sækjast aftur eftir opinberu embætti í Brasilíu. Kosið verður til forseta á næsta ári, og er talinn ágætur möguleiki á því að Lula og Bolsonaro muni þar etja kappi. Hvatti Lula samlanda sína til þess að láta bólusetja sig og hlýða ekki „fáránlegum ákvörðunum“ Bolson- aros og heilbrigðisráðherra hans. Sagði hinn 75 ára gamli Lula að Brasilíumenn ættu betra skilið, en sagðist ekki hafa hugleitt forseta- framboð enn sem komið er. Brýnt að bólusetja meira  Breska afbrigðið sagt um 64% banvænna en fyrri afbrigði  Aldrei fleiri tilfelli á einum degi í Póllandi  Heilbrigðiskerfi Brasilíu nánast komið að fótum fram Thomas Mertens, yfirmaður STIKO, bólusetningarráðs Þýska- lands, lýsti í gær yfir stuðningi sín- um við Spútník 5-bóluefnið, sem þróað var í Rússlandi. „Þetta er gott bóluefni, og það lítur út fyrir að það verði samþykkt innan ESB einhvern tímann,“ sagði Mertens við dagblaðið Rheinische Post, og bætti við að rússneskir vísinda- menn væru mjög reyndir í fram- leiðslu bóluefna. Evrópska lyfjastofnunin er nú með til skoðunar hvort leyfa eigi Spútník-efnið, en hún hefur þegar veitt markaðsleyfi fyrir þremur efnum, öllum framleiddum á Vest- urlöndum. Ungverjar, Tékkar og Slóvakar hafa hins vegar þegar veitt leyfi fyrir Spútník-efninu hjá sér. Embættismenn í Brussel segja að biðji fjögur aðildarríki um slíkt gæti sambandið hafið viðræður við Rússa um kaup á efninu. Hrósar Spútník 5- bóluefninu í hástert Sprauta Spútník-bóluefnið fær lof. ÞÝSKALAND AFP Kínversk stjórn- völd sökuðu í gær aðmírálinn Philip Davidson um að „ýkja“ ógnina sem staf- aði af Kínverjum gagnvart Taívan, en Davidson bar fyrir öldunga- deild Banda- ríkjaþings í fyrri- nótt að Kína kynni að hefja innrás innan næstu sex ára. Sögðu Kínverjar orð aðmírálsins eingöngu vera ætluð til þess að auka útgjöld Bandaríkjamanna til varnarmála og réttlæta hernaðar- leg umsvif þeirra í Asíu. Davidson, sem er yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Asíu og á Kyrrahafi, sagði í vitnisburði sínum fyrir öldungadeildinni að Kínverjar stefndu leynt og ljóst að því að taka fram úr hernaðargetu Bandaríkj- anna fyrir árið 2050. Varaði Davidson við því að her- taka Taívan, sem Kínverjar telja hluta af Kína, væri á óskalista Kín- verja. Þá væri herstöð Bandaríkja- manna á Gvam einnig í hættu, og vísaði Davidson í þjálfunarmynd- bönd kínverska hersins, sem sýndu eldflaugaárásir á svipaðar stöðvar. Segja innrásar- hættu vera ýkjur KÍNA Philip Davidson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.