Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 44
44 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
Móðurmálið er
grundvöllur skilnings
sem við yfirfærum, er
við lærum önnur
tungumál. Til að ná
góðri færni í öðrum
tungumálum er mik-
ilvægt að ná tökum á
sínu eigin móðurmáli.
Þetta er staðreynd
sem á við hér á landi
og alls staðar.
Lestur á íslenskum
texta er einn af hornsteinum
grunnskólamenntunar á Íslandi,
heimalestur á hverjum degi. Þjálf-
un og iðkun skipta sköpum í þeim
efnum.
Breytingar hafa orðið á grunn-
skólalögunum í gegnum árin, þar
sem hugtakið kristnifræði hefur
fengið að víkja fyrir hugtakinu
trúarbragðafræði. Það er fagn-
aðarefni að trúarbragðafræðunum
skuli gert hátt undir höfði, en þarf
það að vera á kostnað kristnifræð-
innar?
Á sama máta og íslenska tungan
er grundvallandi í kennslu og
miðlun í grunnskólum landsins,
ætti hinn kristni menningararfur
og iðkun að vera grundvallandi
fyrir kennslu og skilning okkar á
öðrum trúarbrögðum, vegna áhrifa
hennar í sögu og menningu lands-
ins.
Góður skilningur á þeim kristna
jarðvegi sem samfélag okkar
byggist á, skiptir sköpum fyrir
skilning okkar á öðrum trúar-
brögðum og merkingu þeirra fyrir
mann og heim. Slíkt er grundvall-
andi fyrir aukið menningarlæsi.
Ástæða er til að benda á skýrsl-
una Toledo Guiding Principles on
Teaching About Religions and Be-
liefs in Public Schools, sem hefur
að geyma ítarlegar
leiðbeiningar um
kennslu um trúar-
brögð og lífsviðhorf í
opinberum skólum
(ODHIR, 2007, bls.
13–14). Þar er lögð
áhersla á mikilvægi
þess að nemendur
öðlist þekkingu og
skilning á öðrum
trúarhefðum og lífs-
viðhorfum en þeirra
eigin, en um leið er
þar lögð áhersla á að
til þess þurfi jafnframt að dýpka
skilning nemenda á þeirra eigin
trúarhefðum. Þekking á eigin og
annarra trúarhefðum hjálpar nem-
endum að forðast staðalímyndir.
Að málið sé nú í deiglunni á
vettvangi Alþingis er ekki vitn-
isburður um einhvers konar kröfu
um afturhvarf til fortíðar, heldur
þvert á móti vitnisburður um þá
nauðsyn að auðmjúk nálgun og
þekking á okkar sameiginlegu
kristnu rótum sé enn þá mikilvæg-
ari nú en nokkurn tímann fyrr.
Íslenska tungan og
okkar kristnu rætur
Eftir Agnesi M.
Sigurðardóttur
» Góður skilningur á
þeim kristna jarð-
vegi sem samfélag okk-
ar byggist á, skiptir
sköpum fyrir skilning
okkar á öðrum trúar-
brögðum og merkingu
þeirra fyrir mann og
heim. Slíkt er grundvall-
andi fyrir aukið menn-
ingarlæsi.
Agnes M.
Sigurðardóttir
Höfundur er biskups Íslands.
Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum.
Ertu við tölvuna
allan daginn?
Hyabak® augndropar er ný aðferð
við meðhöndlun augnþurrks. Til þess
að koma jafnvægi á tárafilmuna er
notast við hýalúronsýru sem smyr
yfirborð hornhimnunnar og gefur
henni raka og aktínókínól sem
vinnur gegn útfjólubláum geislum
Nýtt
Undanfarnar vikur
hafa verið helgaðar for-
mannsframboði mínu hjá
VR. Þetta hefur verið
skemmtileg barátta með
mörgum gefandi sam-
tölum við félagsmenn VR
um land allt um það sem
vel er gert hjá okkar öfl-
uga félagi og svo einnig
það sem betur má fara.
Kann ég öllum bestu
þakkir fyrir frábærar
viðtökur og stuðningsmönnum fyrir
frábært framlag.
Viljum eitt öflugt og stórt félag
VR er stærsta og öflugasta stétt-
arfélag landsins. Þennan styrk sinn
byggir félagið á mikilli breidd í laun-
um og menntun félagsmanna. Fyrir
vinnumarkaðinn getur skipt miklu að
hafa stórt félag á borð við VR til að
mynda brynvörn þegar á þarf að
halda í hagsmunabaráttu launþega.
Þá er ekki síður mikilvægt að hafa
öflugt og stórt félag til að leiða mik-
ilvægar nýjungar inn á vinnumark-
aðnum; nokkuð sem getur reynst
flókið verk ef vinnumarkaðurinn ein-
kennist af mörgum smærri félögum.
Virk starfsendurhæfingarsjóður er
eitt af mörgum dæmum þess.
VR fyrir alla VR-félaga
Það sem þó mestu skiptir í þessu
sambandi er geta þessa öfluga félags
til að þjóna félagsmönnum sínum.
Hagsmunabarátta og þjónusta fé-
lagsins þarf jafnframt að ná til allra
félagsmanna. Margt bendir til að
vaxandi misbrestur sé á því, með
þeim afleiðingum að vaxandi fjöldi
hefur verið að yfirgefa VR, enda hef-
ur þeim möguleikum sem félagsmenn
hafa á annarri félagsaðild farið fjölg-
andi á síðustu árum. Félagsmenn VR
eru eftirsóttir.
Sóknarfæri til að gera betur
Þótt undarlegt megi virðast hefur
VR mörg sóknarfæri til að gera bet-
ur, ekki aðeins í þjónustu við fé-
lagsmenn heldur einnig í kjarabar-
áttunni. Staðreyndin
er sú, að við höfum
verið að gefa eftir á
ýmsum mikilvægum
sviðum á ýmsum ár-
um. Það fer því að
verða brýnt að félagið
fari að standa betur í
lappirnar fyrir fé-
lagsmenn, kjör þeirra
og réttindi, en verið
hefur.
Meiri kraft í kjara-
málin og þjónustu
fyrir félagsmenn
Á meðal þess sem gera má betur
má nefna sjúkrasjóðinn, sem kominn
er úr níu mánuðum í sjö; erfið staða
fyrir félagsmenn sem eru að glíma
við stór áföll í lífi þeirra. Varasjóð-
urinn nýtist félagsmönnum misvel og
mörgum lítið sem ekkert og sömu
sögu er að segja um orlofsmálin. Hér
má nefna að fjölmargir félagsmenn
segjast hafa gefið upp á bátinn að fá
yfir höfuð þjónustu. Í kjaramálum
má svo ekki síður gera betur. Síðustu
kjarasamningar skildu lægri milli-
tekjuhópa VR eftir, en í samanburði
við kaupmáttarþróun lægstu launa
hafa þessir hópar tapað hlutfallslega
mestum kaupmætti. Stórir milli-
tekjuhópar hafa enn fremur verið
skildir eftir í lausu lofti, samfara nið-
urlægingu markaðslaunakerfisins á
undanförnum árum.
Framtíðin er núna
Framtíðarverkefnin eru ekki síður
mörg og brýn. Fjórðu iðnbyltingunni
fylgja flóknar áskoranir sem við verð-
um að greiða úr með það fyrir augum
að við högnumst sem samfélag á
þeim víðfeðmu breytingum sem hún
ryður braut. En helstu áskoranir
nánustu framtíðar verða eftirmál Co-
vid-kreppunnar og þar mun reyna á
samstöðu launafólks og getu til að
koma dugandi lausnum á fót fyrir þá
hópa sem standa nú höllum fæti.
Kosningum í VR um formann og til
stjórnar lýkur á hádegi næsta föstu-
dag, þann 12. mars. Í formannskjör-
inu eru tveir skýrir valkostir í boði og
langar mig að hvetja alla félagsmenn
til að taka þátt.
Stéttarfélagið þitt
á að vinna fyrir þig
Eftir Helgu Guðrúnu
Jónasdóttur »Kosningum í VR um
formann og til
stjórnar lýkur á hádegi,
á morgun, föstudag,
þann 12. mars.
Helga Guðrún
Jónasdóttir
Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðla-
fræðingur sem býður sig fram sem
formann VR.
hgjonasdottir@gmail.com
Undanfarin ár höfum
við orðið vitni að um-
talsverðum breytingum
á vinnumarkaði vegna
tæknibreytinga. Þær
hafa birst okkur með
ýmsu móti, í breyttri og
bættri þjónustu sem og
ýmiss konar nýjungum
sem hafa búið til nýjar
vörur og markaði.
Ábatinn af þessari þró-
un er mikill fyrir allt
samfélagið og það skiptir miklu að
stjórnvöld styðji vel við og tryggi
að Ísland verði ekki eftirbátur ann-
arra landa á þessu sviði.
En þessari þróun fylgja áskor-
anir sem við verðum að svara,
hvert og eitt og sem samfélag. Með
því að tækni tekur yfir störf sem
áður voru unnin af fólki þá er hætt
við því að fjölgi mjög hratt í þeim
hópi sem missir störf og lendir ut-
angátta í þessum miklu breyt-
ingum. Vissulega má ætla að þegar
til lengri tíma er litið muni mynd-
ast ný störf og þetta jafni sig út
þannig að allir hafi eitthvað að
gera. En engum blöðum er um það
að fletta að til skemmri tíma mun
þessi þróun geta leitt af sér veruleg
vandamál fyrir fjölda fólks.
Við sjáum þá miklu fækkun
starfa sem er að eiga sér stað í jafn
ólíkum atvinnugreinum og fjár-
málaþjónustu, verslun og sjávar-
útvegi. Þessi þróun er án efa til
góðs fyrir samfélagið, þegar á
heildina er litið, en þeir sem tapa
störfunum sínum geta staðið
frammi fyrir miklum erfiðleikum,
menntun þeirra og reynsla kann að
vera sérhæfð og erfitt að finna
störf við hæfi.
Við þessu þurfum við að bregð-
ast. Á vegum ríkisins hefur mikið
starf verið unnið að undanförnu til
að greina þessar áskoranir og af-
leiðingar þeirra. Fram undan er
vinna við að breyta lögum og
reglum þannig að Ísland nái að
nýta sér sem best tækniframfar-
irnar. En það er ekki nóg að ríkið
vinni að þessum málum, mjög mik-
ilvægt er að verkalýðshreyfingin
sinni þessum málum af kostgæfni.
Verkalýðshreyfingin verður að
setja mikinn kraft í
að greina aðstæður á
íslenskum vinnu-
markaði með hliðsjón
af þessari þróun.
Kortleggja þarf eins
og hægt er þörf fyrir
menntun og færni á
vinnumarkaði fram-
tíðarinnar og byggja
þarf enn betur en nú
er gert undir alla
endurmenntun í land-
inu. Jafnframt þarf
verkalýðshreyfingin
að efla samstarf sitt við stjórnvöld í
þessum efnum þannig að þróun
laga og reglna á íslenskum vinnu-
markaði geri okkur kleift að nýta
sem best þau miklu tækifæri sem
felast í tæknibreytingum sem
kennd eru við fjórðu iðnbyltinguna.
Tækifærin er sannarlega til stað-
ar, tæknin opnar á gríðarleg tæki-
færi sem leitt geta til mikils lífs-
kjarabata. Það skiptir miklu máli
að það verði góð sátt í samfélaginu
um hvernig sá bati skiptist og það
gæti haft verulega vond áhrif ef
einungis fámennur hópur fær stór-
an hluta ábatans í sinn hlut á með-
an stór hópur stæði í raun verr en
áður.
Þess vegna hef ég ákveðið að
gefa kost á mér í framboð til
stjórnar VR. Áfram skiptir máli að
berjast fyrir bættum kjörum fé-
lagsmanna VR en við bætist nú það
mikla verkefni sem ég hef rætt hér.
Nútímaverkalýðsbarátta er víð-
feðmari en áður, tekur til fleiri
þátta og um leið eykst vægi henn-
ar. Ég vil með þessari grein hvetja
alla félagsmenn í VR til að taka
þátt í stjórnarkjörinu og láta sig
þar með varða með beinum hætti
hverjar áherslur félagsins okkar
verða á næstu árum.
Nýjar áskoranir
Eftir Sigríði
Hallgrímsdóttur
Sigríður
Hallgrímsdóttir
»Nútímaverkalýðs-
barátta er víðfeðm-
ari en áður, tekur til
fleiri þátta og um leið
eykst vægi hennar.
Höfundur er í framboði til stjórnar
VR.
sirryhal@gmail.com
Allt um sjávarútveg