Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 51

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Full búð af nýjum vörum Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355 • Vefverslun selena.is Vefverslunselena.is Hlaðvörp hafa rokið upp í vin- sældum undanfarið og mörgum þykir gott að geta hlustað á góða hlaðvarpsþætti á meðan þeir taka til, keyra og jafnvel áður en þeir fara að sofa. Hlaðvarpsheimurinn er risa- stór bæði hérlendis og erlendis og því getur verið erfitt að feta sig áfram í leit að rétta hlaðvarp- inu til að hlusta á. Við hér á K100 erum mikið áhugafólk um hlaðvörp og ákváðum að ræða við það fólk sem heldur úti hlaðvarpi hér á Ís- landi og fá það til þess að gefa okkur upp hvaða hlaðvarpsþætti, fyrir utan sína eigin, það hlustar á í sínum frítíma. Það ætti að geta gefið fólki góðar hugmyndir um áhugaverð hlaðvörp sem henta þeirra áhugasviði. Hjálmar Örn Jóhannesson heldur úti hlaðvarpinu Hæ Hæ – Ævintýri Helga og Hjálmars ásamt fjölmiðlamanninum Helga Jean Claessen. Hjálmar hlustar mikið á hlaðvörp sjálfur og gefur lesendum álit á því hvað honum þykir gott að hlusta á. „Hæ Hæ eru bara tveir mömmustrákar með mikil gesta- læti að segja sögur í leit að ást, samþykki og viðurkenningu. Allt er leyft en stundum klippir samt Arnar Freyr hljóðmaður út eitt- hvað sem við segjum um hann. Allir eru samt vinir og oftast end- um við í hádegismat eftir góðan þátt og þá yfirleitt borða ég mest af þeim en þó kemur fyrir að Arnar borði meira en þó aldrei Helgi, hann borðar alltaf minnst,“ segir Hjálmar að- spurður út í hlaðvarp sitt. Sjálfur segist Hjálmar hlusta mikið á hlaðvörp og viðurkennir að hafa eiginlega alltaf eitthvað í eyrunum. Hlaðvarpslisti Hjálmars: Dr. Football: „Ég hef verið í samtalsmeðferð lengi hjá doktornum og líf mitt tekið stakkaskiptum. Alltaf gam- an þegar Sælkerabræður mæta og málarinn snjalli Keli og frá- bær viðbót að fá litlu flugvélina inn.“ Í ljósi sögunnar: „Þetta var fyrsta hlaðvarpið sem ég hlustaði á, frábærir þætt- ir! Er ennþá sterkur hlustandi.“ Frjálsar hendur: „Mjög vanmetið hlaðvarp, ró- legt og róandi. Set það oftast á á sunnudagskvöldum.“ Podcast með Sölva Tryggva: „Sölvinn er sá allra besti og hefur tekið yfir podcast-leikinn, enginn betri að ná sögunum fram.“ Normið: „Eva og Sylvía eru „The Po- wer ladies of Podcast“! Mæli með þessum þáttum, geggjaðar pæl- ingar, húmor og frábærar fyrir- myndir.“ Steve dagskrá: „Þetta er hin hliðin á fótbolta- hlaðvarpi, skemmtilegt kemestrí á milli þeirra og ná alltaf að smita því! Mæli líka með sjónvarps- þáttunum þeirra.“ Áhugaverð hlaðvörp: Hjálmar Örn gefur álit Ljósmynd/Aðsend Söngkonan Klara Elias mun flytja þátttakendum fjölskyldubingós mbl.is ljúfa tóna í kvöld ásamt gítarleikaranum Daníel Friðriki Böðvarssyni. Fjölskyldubingóið fór aftur af stað fyrir tveimur vikum eftir gríðarlega góðar móttökur við fyrstu þáttaröðinni sem klár- aðist um síðustu áramót. Þau Siggi Gunnars og Eva Ruza halda áfram að færa fjölskyldum landsins bingótölurnar beint heim í stofu og með þeim í setti er furðu-DJ-inn, tóm gleði og fullt af stórglæsi- legum vinningum. „Það á einstaklega vel við að fá Klöru til okkar enda var hún meðlimur í hljómsveit sem gerði jarð- skjálftalag allra jarð- skjálfta, 5 á richter. Ég veit reyndar ekki hvort hún flytur það fyrir okkur en það verður gaman að fá hana í heimsókn engu að síður,“ segir Siggi Gunnars bingóstjóri sem bíður að vanda spenntur eftir að útsending hefjist í kvöld klukkan 19.00. Allar upplýsingar um þátttöku og útsendingu má finna með því að fara inn á heimasíðu bingósins á www.mbl.is/bingo. Allar fyrirspurnir vegna bingósins er hægt að senda á bingo@mbl.is. Klara Elias með ljúfa tóna í kvöld Bingó Klara Elias verður gestur kvöldsins. Ljósmynd/Aðsend

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.