Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 11.03.2021, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 ✝ Katla Þor-steinsdóttir fæddist í Reykjavík 11. janúar 1964. Hún lést 1. mars 2021. Foreldrar hennar voru hjónin Kolfinna Ketils- dóttir, f. í Hólma- vík 10. ágúst 1943, d. 13. maí 2017 og Þorsteinn Joh- ansson, f. í Reykja- vík 25. júní 1942. Systkini Kötlu eru: 1) Ólafur Þorsteinsson, f. 7. nóvember 1965, d. 21. janúar 1984, 2) Þorsteinn Þorsteinsson, f. 30. maí 1969, sambýliskona hans er Aðalbjörg Einarsdóttir, f. 4. janúar 1973, 3) Ingibjörg Þorsteinsdóttir, f. 26. mars 1971, og 4) Rakel Baldursdóttir, f. 20. júlí 1974, eiginmaður hennar er Jóhannes Þór Hilm- arsson, f. 21. apríl 1964. Katla giftist Magnúsi Guð- finnssyni, f. 27. október 1959, þann 10. ágúst 1984. Þau skildu árið 1985. Sonur Kötlu og Magnúsar er Þorsteinn Magn- ússon, f. 5. desember 1983. Eig- inkona hans er Arna Þórhalls- dóttir, f. 14. júní 1984. Börn þeirra eru: 1) Jóhann Daði, f. Hrafntinna Vilborg, f. 18. októ- ber 2013, 4) Arnar Steinn, f. 25. mars 2015, og Móeiður Vala, f. 15. desember 2019. 2) Arna Pálsdóttir, f. 18. apríl 1985. Börn hennar eru: 1) Hrafnhild- ur Lilja, f. 5. febrúar 2007, 2) Kolfinna Martha, f. 28. nóv- ember 2008, 3) Auðbjörg Arna, f. 15. febrúar 2016, og 4) Ás- laug Birna, f. 8. september 2019. Katla giftist Benedikt Sveins- syni, f. 31. mars 1962, 30. des- ember 2010. Þau skildu árið 2019. Katla starfaði sem kerf- isfræðingur á árunum 1984- 1997 þegar hún hóf laganám. Hún útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2001. Katla starfaði um 10 ára skeið sem framkvæmdastjóri Reykja- víkurdeildar Rauða kross Ís- lands. Katla starfaði einnig sem lögfræðingur hjá Alþjóðahúsi, Útlendingastofnun og hjá Út- fararstofu Kirkjugarðanna. Þegar Katla lést starfaði hún hjá 3 skrefum hf. sem hún rak ásamt systkinum sínum, Ingi- björgu og Þorsteini. Útför Kötlu fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 11. mars 2021, klukkan 15. Vegna samkomutakmarkana verður eingöngu stuðst við boðslista. Slóð á streymi: https://tinyurl.com/scrhapvt/. Hlekk á streymi má nálgast á www.mbl.is/andlat/. 27. janúar 2010, 2) Katla Hlín, f. 4. desember 2012, og 3) Hekla Rán, f. 4. nóvember 2015. Katla giftist Páli Sverri Péturssyni, f. 13. maí 1960, þann 13. maí 1989. Páll lést 23. febr- úar 2001. Börn Kötlu og Páls eru: 1) Ólafur Pálsson, f. 15. maí 1990, sambýliskona hans er Birna Steingrímsdóttir, f. 8. febrúar 1993. Dóttir þeirra er Arna Katrín, f. 31. október 2019. 2) Diljá Pálsdóttir, f. 21. september 1993, sambýlis- maður hennar er Fannar Eð- valdsson, f. 5. október 1982. Börn þeirra eru: 1) Anja Fann- ey, f. 26. maí 2010, 2) Róbert Eðvald, f. 30. september 2019, og 3) Maron Óli, f. 19. desem- ber 2020. Dætur Páls úr fyrra hjónabandi og fósturdætur Kötlu eru: 1) Jónína Lilja Páls- dóttir, f. 11. júní 1980. Eigin- maður hennar er Guðmundur Sigbergsson, f. 13. maí 1979. Börn þeirra eru: 1) Rafn Ágúst, f. 27. júlí 2003, 2) Ragnhildur Arna, f. 18. september 2008, 3) Elsku mamma, það er óneit- anlega skrítið að sitja hér heima hjá þér og reyna að hripa niður minningarorð til þín. Ég er búinn að fara fram og til baka hvernig best sé að gera þetta. Það sem kemur þó alltaf upp aftur og aft- ur er hversu þakklátur ég er fyr- ir að hafa haft þig sem mömmu. Þú varst og verður alltaf mín helsta fyrirmynd, og ég mun allt- af dást að hvernig þú náðir að láta alla sem hittu þig elska þig. Það er einmitt svo auðvelt að vera þakklátur fyrir að hafa haft þig, því lífsgleðin, hamingjan og ekki síst ævintýragirnin var svo gríðarlega smitandi. Það var líka þetta sem einkenndi síðasta árið þitt, því þrátt fyrir mikil veikindi varstu alltaf brosandi, alltaf til í góðan hitting og spjall. Þú varst heldur betur ekki að hætt að ferðast og finna ný ævintýri þó svo að þrekið færi minnkandi, þá var bara keyptur hjólastóll og vandamálið leyst. Þú lést sko engan heimsfaraldur eða alvar- leg veikindi stoppa þig. Ég gleymi því örugglega aldr- ei þegar ég og Arna hringdum í þig eftir að Icelandair, sem er sjálfsagt að fara á hausinn núna þegar þú ert hætt að fljúga, aug- lýsti tilboð út sem okkur fannst of gott til að sleppa. Ég spurði þig hvert þú vildir fara og þú svaraðir strax „PARÍS“. Við komum þá strax yfir til þín til þess að byrja að plana ferðina. Arna og ég vorum með smá sam- viskubit yfir að koma yfir því þú varst nýbúin að tala um að þú værir eitthvað þreytt og slöpp. Það átti heldur betur eftir að breytast, því þegar flugið var fundið, þá var strax farið í hót- elpælingar og auðvitað hvort við ættum ekki að bæta fleiri ferða- félögum í hópinn. Það virtist sem orkan þín fjórfaldaðist og áður en við vissum af var búið að plana ferð, hótel og siglingu um Signu fyrir sex manns. Ferð sem við áttum að fara saman í á morgun. Elsku mamma, ég mun aldrei geta komið því í orð hvað ég sakna þín mikið. Hversu mikið ég á eftir að sakna þess að geta ekki farið í þúsund ferðir í viðbót með þér. Ég mun aldrei komast yfir að þú fáir ekki meiri tíma með barnabörnunum þínum, ítalska amman sjálf. Það sem ég mun gera er að gleyma þér aldrei, gleyma aldrei því sem þú kenndir mér og gerði mig að betri manni. Gleyma aldrei ferðalögunum okkar, gleyma aldrei þeim frá- bæra tíma sem við fengum sam- an í þessu lífi. Það sem ég mun gera er að segja mínum börnum að þau áttu bestu ömmu sem völ er á og halda minningunni um ömmu Kötlu lifandi. Elsku mamma, takk fyrir mig, takk fyrir okkur. Þorsteinn Magnússon. Mamma stendur fyrir framan spegilinn, hún er að púðra sig í framan og laga á sér toppinn þegar ég spyr: „Hvert ertu að fara?“ og hún svarar: „Ekki neitt, ég er bara að gera mig fína!“ Mamma var alltaf glæsileg- asta konan í öllum rýmum. Hjá henni var aldrei ástæða til að vera illa tilhöfð og sjaldan ástæða til að vera ekki í háhæl- uðum skóm. Viðmót mömmu til lífsins var einstakt. Hún elskaði lífið og lifði því til fulls fram á síð- asta dag. Hún hafði ávallt gleðina að leiðarljósi, hún sleppti taki á því sem hún gat ekki stjórnað og miðlaði ávallt að sáttum og skiln- ingi. Hindranir og fyrirstaða var eitthvað til að leysa úr, ekki til að stoppa hana. Mamma var merki- leg kona í öllum skilningi þess orðs. Við höfum misst svo mikið – allur heimurinn hefur misst mik- ið. Það er aldrei jafn skýrt hversu fallegt lífið er eins og þeg- ar það er tekið frá manni. Ég er þakklát fyrir mömmu. Ég er þakklát fyrir svarta húmorinn, kaldhæðnina og dansinn. Rök- fasta lögfræðinginn og meistara- kokkinn. Ég er þakklát fyrir ömmuna, fyrirmyndina og kenn- arann. Hvatvísina, skemmtunina og ferðalögin. Ég er þakklát fyrir trúnaðinn, nándina og hjörtun í skilaboðunum hennar. Ég er þakklát fyrir reisnina sem hún hélt fram á síðasta dag. Ég er þakklát fyrir hálsakotið, faðm- lögin og mömmulyktina. Og um- fram allt er ég þakklát fyrir skil- yrðislausu ástina. Takk fyrir allt, elsku mamma. Ég elska þig. Þín Arna. Elsku mamma mín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, ég gæti skrifað svo mikið. Ég er ekki ennþá búin að meðtaka það að þú sért farin frá okkur. Mér finnst það svo sárt og ósanngjarnt að gott fólk þurfi að fara svona snemma. Þú naust þess svo mikið að lifa. Þú naust þess að ganga fjöll, hlaupa í góðu veðri, hitta vini og vinkonur og hlæja saman. Þú hó- aðir fólki saman og gerðir and- rúmsloftið svo gott. Öllum þótti nærvera þín notaleg og fólk dróst að þér. Þú kreistir allt sem þú gast út úr lífinu og tókst því aldrei sem sjálfsögðum hlut. Allt- af varstu svo glöð og skemmtileg og varstu mikill gestgjafi. Ég mun sakna þess svo mikið að fara í mat til mömmu á Digranesveg- inn hvort sem það er í hátíðarmat eða bara franskar nátthúfur. All- ur matur sem þú snertir var góð- ur. Ég man svo vel eftir því þeg- ar við Fannar buðum þér í æðis- legan indverskan rétt heim en eftir að við vorum búin að elda hann þá var ekkert bragð af hon- um. Þá fórst þú inn í eldhús, fannst til einhver krydd, sagðir abrakadabra og úr því varð rétt- urinn alveg eins og hann átti að vera! Þú talaðir svo oft um það að þegar pabbi gekk inn í herbergi þá tóku allir eftir honum og hann átti herbergið hvert sem hann fór. Svo talaðir þú líka alltaf um hversu aðdáunavert það væri hvað Ella vinkona væri alltaf já- kvæð og gerði allt svo fallegt. Ég hugsaði það svo oft þegar þú tal- aðir um þessa hluti að þú varst að lýsa sjálfri þér án þess að vita af því. Þú kenndir mér það frá unga aldri að njóta tilverunnar í augnablikinu. Þú smitaðir mig af ástríðu þinni til þess að ferðast um heiminn. Ég veit ekki fjöldann af borgum og löndum sem við höfum ferðast til saman. Saman fórum við til Afríku, Egyptalands, Bandaríkjanna og skoðuðum alla Evrópu. Alltaf dreymdi þig um það að þér yrði komið á óvart með utan- landsferð. Ég vildi að aðstæðurn- ar hefðu verið aðrar en eftir að þú greindist fyrst með meinvörp ákváðum við Inga, Steini og Arna að nú væri komið að því. Ég mun alltaf vera þakklát fyrir að hafa farið í þá ferð með þér til London þegar við biðum eftir fyrstu nið- urstöðum eftir að þú fórst á nýju krabbameinslyfin. Þegar við komum til baka voru fréttirnar ómetanlega góðar, öll mein höfðu minnkað eða staðið í stað. Á þín- um „bucket“-lista var líka að fara með stórfjölskyldunni til Ítalíu, þíns uppáhaldslands, og að fara í fjölskyldumyndatöku. Ég kem því ekki í orð hvað ég er glöð að þú náðir að haka í þessi box. Þessi ferð mun lifa í hjarta okkar að eilífu og myndirnar líka. Það mun aldrei nein mann- eskja fylla skarðið sem þú skilur eftir þig elsku mamma mín. Ég hef alltaf vitað af því að sama hvað, þá ert þú til staðar fyrir mig með opna arma, tilbúin að hlusta á allt mitt drama, dæmir aldrei og tekur alltaf mína hlið. Samt talaðir þú aldrei illa um fólk, reyndir að skoða hlutina frá sjónarhorni allra og hvattir mig til þess að vera sanngjörn. Þú varst kletturinn minn og það eina sem þú vildir frá mér var að ég myndi vera góð manneskja. Digranesvegurinn hefur alltaf verið mitt annað heimili og ég á svo erfitt með að sætta mig við það að nú sé enginn Digranes- vegur og engin þú. Ég mun sjá til þess að minning þín lifi áfram elsku mamma. Gildi þín og lífsviðhorf ætla ég að til- einka mér og arfleiða börnin mín áfram. Ég elska þig að eilífu og sakna. Þín Diljá. Katla, elsku besta tengda- mamma mín. Það á eftir að vera svo erfitt að ferðast án þín, hlæja án þín, skála án þín og lifa án þín. Eitt af því sem þú hefur kennt mér í gegnum lífið, ásamt svo mörgu, er það að lífið heldur áfram þrátt fyrir áföll og sorg. Þú varst of- urkonan sem alla dreymir um að verða, ein bjartasta, jákvæðasta og lífsglaðasta manneskja sem ég þekki. Fegurðin og útgeislun- in hefði getað lýst upp heila stór- borg. Það var svo gott að tala við þig og hlusta á þig. Þú varst alltaf svo ráðagóð og ég gat alltaf leitað til þín. Eitt af þeim ráðum sem þú gafst mér og ég hef tileinkað mér er: Aldrei láta þér leiðast það sem þú þarft að gera. Þú hefur alltaf verið til staðar fyrir mig, sama hvað hefur geng- ið á. Þú stóðst alltaf með mér og við grínuðumst stundum með það að þó svo að við Steini myndum fara hvort í sína áttina þá yrði ég alltaf partur af fjölskyldunni. Samheldnin hjá systkinum þín- um og börnum er einstök. Þér tókst að búa til sterkustu heild- ina og þú varst límið á milli. Minningarnar eru margar, utan- landsferðirnar og gleðistundirn- ar. Ógleymanlega Ítalíuferðin sem við fórum síðasta sumar var þér og okkur svo dýrmæt. Við munum halda áfram að ferðast og búa til minningar saman. Ég mun halda vel utan um Steinann okkar, Jóhann og eld- fjöllin tvö. Elsku Katla takk fyrir að vera fyrirmyndin mín! Ég mun aldrei gleyma þér. Þín tengdadóttir, Arna. Elsku systir mín, ég á svo erf- itt með að meðtaka það að þú ert farin. Alla ævina höfum verið mjög náin systkini og síðustu áratugina mjög nánir vinir og ég sé bara ekki hvernig heildar- myndin á að líta út án þín. Við höfum átt saman mjög viðburða- ríka ævi sem hefur fyrst og fremst einkennst af því að njóta lífsins til fulls og helst rúmlega það. Ferðalögin, fjallgöngurnar, matarboðin, partíhöldin sem við elskuðum og nýlega vorum við þrjú systkinin farin að vinna saman í fyrirtækinu okkar eftir að ég varð meðeigandi. Við áttum samt svo mikið eftir að gera sam- an og þess vegna er það óbæri- legt til að hugsa að jafnvel þótt þú verðir alltaf með okkur, þá verðir þú ekki lengur á mynd- unum með okkur. Við höfum svo sannarlega þurft að kljást við erfiðleika líka en þau áföll hafa hins vegar fært okkur enn nær hvert öðru. Systkinasamband okkar þriggja er líklega það dýr- mætasta sem lífið hefur gefið mér. Það er svo skrítið að eiga ekki meira eftir að skreppa til Kötlu, fara í mat til Kötlu, fara í hap- pyhour til Kötlu eða bara að hjálpa þér við hinar ýmsu fram- kvæmdir. Heimilið þitt hefur alltaf verið miðpunkturinn í öllu enda hefur þú alla tíð elskað að vera gestgjafi, og það er leitun að öðrum eins gestgjafa. Það er reyndar líka leitun að öðrum eins kokki. En hvar verður miðjan núna þegar þú ert farin? Við höf- um öll elskað þessa miðju, heim- ilið þitt, þar sem hefur verið stanslaus gestagangur í gegnum áratugina. Þú hefur alltaf verið svo mikil fjölskyldumanneskja og haldið mjög vel utan um tengslin, sama hvort um er að ræða okkur fjölskylduna eða vin- ina og síðast en ekki síst börnin þín fimm og barnabörnin 16. Það dýrka þig allir og elska. Þú áttir þá ósk heitasta að öll þessi tengsl héldust og þú baðst mig að leggja mitt af mörkum til að svo mætti vera. Ég mun svo sannarlega gera það. Elsku Katla, krabbameinið tók þig á endanum frá okkur þótt við hefðum vonað og reyndar trúað að þú hefðir sigrað það þegar það lét fyrst finna fyrir sér fyrir fimm árum. En svo, fyrir bara rétt rúmu ári, fengum við að vita að það væri komið aftur og nú yrði það ekki sigrað, að það væru líklega ekki nema kannski fjögur ár eftir. Sjokkið, vonbrigð- in, vantrúin og reiðin yfir því að þú af öllum þyrftir að glíma við þetta voru mikil. En hvað gerðir þú! Þú fórst auðvitað á fullt að skipuleggja utanlandsferðir enda leið þér sjaldnast rétt nema þú ættir tvær til þrjár bókaðar ferð- ir fram undan. Þú fórst líka á fullt í að endurskipuleggja heim- ilið, nýir litir, nýir hlutir, nýtt út- lit. Þú varst nýkomin frá Tenerife þegar þú kvaddir, bara sólar- hringur. Þú fórst líka með börnin þín til Ítalíu í sumar og við ætl- uðum að fara til Parísar eftir nokkra daga. Þú varst kölluð ferðafluga og það lýsti þér mjög vel. Elsku systir, ég á eftir að sakna þín ólýsanlega mikið en ég er líka ólýsanlega þakklátur fyrir þig, fá að vera bróðir þinn, eiga allar þessar minningar saman ævina alla. Og ég hef alltaf verið mjög stoltur af þér. Þvílík fyr- irmynd sem þú hefur alltaf verið. Góða ferð systir mín. Þorsteinn Þorsteinsson (Steini bró). Elsku hjartans systir mín, ég er svo þakklát fyrir þig. Við vor- um fáránlega nánar og ég veit ekki alveg hver ég er án þín. Við misstum Óla okkar árið 1984 og við systkinin höfum alltaf sagt að það hafi fært okkur nær hvert öðru. Það er allavega á hreinu að á milli okkar, þín, mín og Steina, er níðsterkur strengur sem ekk- ert getur slitið. Í einu símtalinu á sunnudagsmorgni í júlímánuði 2017 sagði ég þér að mig langaði svo að segja upp í vinnunni og opna bókhaldsstofu en hafði efa- semdir um að ég gæti gert það ein. Þú varst með lausn á því: „Ég skal vera með þér í þessu.“ Tveimur klukkutímum síðar sát- um við heima hjá þér og héldum okkar fyrsta hluthafafund, það varð ekki aftur snúið. Með viðbót Steina í eigendahópinn var loks- ins komin rökrétt skýring á nafn- inu 3 skref. Það verður tómlegt hjá okkur á skrifstofunni án þín. Við höfum alltaf verið nánar og miklar vinkonur og höfum getað deilt gleði, sorg og alls konar leyndarmálum. Árin eftir að Palli þinn dó urðum við enn nánari og eftir að við fórum að vinna saman og urðum báðar ein- ar höfum við gert nánast allt saman. En þegar krakkarnir þín- ir stungu upp á því í fyrra að við myndum búa saman eða kaupa okkur íbúðir í sama húsi hlógum við og vorum sammála um að það væri „túmöts“. Við gátum alltaf treyst á að hin væri til í að vera ferðafélagi ef okkur datt í hug einhver skemmtileg ferð og við vissum einhvern veginn alltaf hvað hinni þætti góð hugmynd. Það var alltaf gaman að plana með þér, hvort sem það var ferðalag eða gott partí. Fram undan hjá mér er fimmtugsaf- mæli og hugmyndin var að slá upp stórri veislu. Þemað var að fagna lífinu. Eitt af því síðasta sem þú gerðir var að kaupa þér skó, geggjaða skó, til að vera í í afmælinu „hennar Ingu“. Ég slæ þessari veislu á frest þar til ég er tilbúin að fagna lífinu, núna ætla ég að leyfa sorginni að taka smá pláss. Þú ert búin að berjast svo hetjulega að það hefur verið aðdáunarvert. Þú varst alltaf já- kvæð, bjartsýn og vongóð og ég trúi því að það hafi haft áhrif, ég vildi bara að umbunin hefði verið meiri. Þú varst ákveðin í því að lifa lífinu lifandi og skemmtilega og ætlaðir ekki að sóa þeim tak- markaða tíma sem þér var ætl- aður. Covid gat ekki hindrað ferðafluguna alveg því þú fórst í þrjár mjög dýrmætar ferðir á þessu rúma ári frá því að veik- indin tóku sig upp. Ég elska það að hafa uppfyllt drauminn þinn til margra ára að láta koma þér á óvart með ferðalagi þegar við fórum „surprise“-ferðina til London. Leiðin lá til Keflavíkur, beint í lánsinn. Þangað komu svo Steini, Arna og Diljá og þú varst svo glöð. Leiðin lá til London, sem var ein af þínum uppáhalds- borgum. Þegar þú varst veik, þegar þú varst að átta þig á því að þú myndir ekki vinna þessa baráttu, voru stóru áhyggjurnar þínar af börnunum þínum og sársaukinn við þá hugsun að skilja þau eftir og tvö þeirra foreldralaus var nístandi fyrir þig. Ég gaf þér lof- orð sem ég ætla að standa við, ég mun vera til staðar fyrir þau öll, bæði krakkana þína og ömmu- börnin – alltaf. Ég trúi því að nú sértu búin að hitta Palla þinn, stóru ástina í líf- inu, sem þú hefur saknað svo mikið í 20 ár. Ég trúi því að þið séuð sameinuð á ný. Ég trúi líka að Óli og mamma hafi tekið á móti þér. Það er gott að trúa því og hjálpar mér í sorginni. Ingibjörg (Inga sys). Elsku Katla, vinkona okkar, frænka og fyrirmynd, er farin í sína hinstu ferð, allt of fljótt. Lokaferðin, sem hvorki ferða- flugan Katla né við sem eftir sitj- um vorum tilbúnar fyrir. Hún sem átti eftir að fara í svo marg- ar ferðir og við með henni. Við frænkurnar erum búnar að fylgj- ast að frá fæðingu en Katla, sem var elst í hópnum, var 12 dögum eldri en tvíburarnir og með ár- unum bættust yngri systur og frænkur í hópinn. Það er ekki nema rúmt ár síð- an við vorum allar samankomnar á Reyðarfirði og fréttin um ólæknandi krabbamein barst. Þrátt fyrir að vita betur fannst okkur eins og Katla myndi ein- hvern veginn sigrast á þessum veikindum, vopnuð bjartsýni, lífsvilja og hlaupaskóm enda Katla ein mesta baráttukona sem við þekkjum. Áður hafði hún tek- ist á við brjóstakrabbamein með ótrúlegum styrk og æðruleysi en þannig var hún og hefur alltaf verið í öllum þeim stóru verk- Katla Þorsteinsdóttir HINSTA KVEÐJA Amma. Ég vona að þú sért á betri stað, ég vona líka að þú hafir vitað hversu mikið ég elskaði þig. Þótt þú sért ekki með okkur í dag mun ég alltaf muna hvernig brosið þitt lét alla í kringum þig líða vel eins og mér. Þótt það sé erfitt að þú sért farin er ég svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Ég elska þig. Þín Kolfinna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.