Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021
efnum sem lífið hefur rétt henni.
Það var erfitt fyrir okkur að tak-
ast á við þann raunveruleika að
tími okkar saman væri takmark-
aður og að meinið væri ekki lík-
legt til að sýna miskunn. Það
breytti því þó ekki að daginn eft-
ir fréttirnar hvatti Katla okkur í
skokk. Svo reimaði hún á sig
hlaupaskóna og skokkaði 10 km
meðan við hin náðum styttri
vegalengdum. Þetta var dæmi-
gert fyrir baráttujaxlinn Kötlu.
Katla elskaði lífið og fannst
allir dagar góðir og tímasóun að
láta sér leiðast. Í hennar huga
var ekkert svo leiðinlegt að ekki
væri hægt að finna eitthvað já-
kvætt við það og gátum við
frænkur ekki annað en hrifist
með enda alltaf gaman þar sem
Katla var. Á kveðjustundu sitja
eftir góðar minningar um
skemmtileg frænku/vinkonuboð,
spjall og fundi í gegnum sam-
félagsmiðla, matarklúbba, ferða-
lög og útivist af ýmsu tagi. Sama
hvert tilefnið var; alltaf var
gleðin og jákvæðnin allsráðandi.
Það hentaði þó ferðaflugunni sí-
kátu illa að heimsfaraldur skyldi
skella á og því urðu utanlands-
ferðir síðasta árið miklu færri en
hún hefði óskað sér. Það breytti
því ekki að samverustundir með
fjölskyldu og vinum voru settar í
forgang og þökkum við sérstak-
lega fyrir stundirnar saman á
heimili hennar á Digranesvegin-
um síðastliðið ár.
Katla var skemmtileg og hafði
einstakt lag á að segja frá og var
alltaf tilhlökkun að mæta til sam-
fagnaðar, hitta hana og heyra
hvað á daga hennar hefði drifið.
Auðvitað var alltaf eitthvað nýtt
og spennandi í gangi og lífsgleðin
í fyrirrúmi. Við munum ávallt
minnast Kötlu með gleði í hjarta
og þakklæti fyrir allt sem hún
kenndi okkur en hún minnti okk-
ur ætið á alla þá góðu kosti sem
gott er að tileinka sér í lífinu því
Katla sá alltaf hið bjarta og góða
umfram það erfiða og slæma.
Börnum hennar; Diljá, Óla,
Örnu, Steina og Lilju, systkinum
Ingu og Steina og Þorsteini
frænda og fjölskyldum þeirra
allra sendum við innilegar sam-
úðarkveðjur og von um að minn-
ingin um Kötlu gefi þeim styrk á
erfiðum tímum.
Ég krýp hjá þér á kné,
og kveð þig nú.
Í huga hetju sé,
heila í styrk og trú.
(Þ.Þ.)
Þínar frænkur og vinkonur,
Aðalheiður, Margrét
Rósa, Kolbrún, Lára
Valdís og Nanna.
Það er óendanlega sárt að
Katla sé horfin á braut svona allt,
allt of snemma. Á svona stundu
er erfitt að skilja tilgang lífsins,
hvers vegna lífsglöð kona í blóma
lífsins er tekin burt frá öllu ynd-
islega fólkinu sínu sem elskar
hana svo mikið.
Fyrsta orðið sem kemur upp í
hugann þegar ég hugsa um Kötlu
mína er: „Gleðigjafi“! Ég kynnt-
ist henni fyrir 35 árum þegar við
unnum saman í tölvudeild Skelj-
ungs. Þá vorum við á sama stað í
lífinu, einhleypar og með jafn-
gamla syni. Við urðum strax góð-
ar vinkonur. Fljótt bættist þriðja
Shell-vinkonan í hópinn, hún
Þórdís, með litlu skottuna sína.
Þetta var ótrúlega skemmtilegur
tími sem einkenndist af lífi, fjöri,
hlátri og ferðalögum, innanlands
sem utan. Á þessum tíma kynnt-
umst við Gumma sem kom oft í
tölvudeild Skeljungs. Katla var
strax með það á hreinu að þetta
yrði minn maður og það varð úr.
Stuttu seinna kynntist Katla
Palla sínum, stóru ástinni í sínu
lífi. Það var dásamlegt að sjá
blikið í augum þeirra. Þau voru
sannarlega ástfangin. Við tók
skemmtilegur tími þar sem við
hittumst oft. Þetta eru góðar
minningar sem ylja.
Katla varð ung mikill óperu-
unnandi og stuttu eftir að við
kynntumst bauð hún mér að
koma með sér og foreldrum sín-
um á óperu í Gamla bíói. Þetta
var mín fyrsta óperuferð og þeg-
ar hljómsveitin byrjaði að spila
hvíslaði ég að Kötlu: „Finnst þér
þetta virkilega svona falleg tón-
list?“ Þá fór mín að hlæja og
hvíslaði á móti: „Það er verið að
stilla hljóðfærin.“ Síðar hlógum
við oft að þessari fyrstu upplifun
minni af óperu.
Katla var alveg einstaklega
heilsteypt manneskja, hress og
skemmtileg vinkona sem gaf
mikið af sér. Hún var mikill vinur
vina sinna og stóð með þeim eins
og klettur þegar þess þurfti með.
Það fékk ég sannarlega að reyna
þegar blés hressilega á móti í
mínu lífi. Þá var gott að geta leit-
að til vinkonu sem þekkti mótlæti
og sorg af eigin raun.
Katla var mikil fyrirmynd,
hún var dugnaðarforkur, hvort
sem var til vinnu, náms eða
heima við. Hún kunni hins vegar
líka að njóta lífsins og hafa gam-
an, bæði með vinum sínum og
fjölskyldu. Best af öllu fannst
henni að ferðast. Það var hennar
líf og yndi.
Það var aðdáunarvert að fylgj-
ast með hvernig Katla tókst á við
veikindi sín. Hún leit alltaf á það
jákvæða í aðstæðum hverju
sinni, með æðruleysið að vopni.
Litla ferðaflugan ákvað strax að
láta veikindin ekki stoppa ferða-
lögin sín. Þannig vildi hún hafa
það og þannig var það allt til
enda.
Katla talaði oft um hversu
stolt hún væri af stóra hópnum
sínum – ríkidæminu sínu. Þau
voru hennar dýrmætasta gjöf og
henni fannst svo gott að vita af
þeim öllum á góðum stað í lífinu.
Elsku yndislega og fallega vin-
kona, við Gummi erum svo óend-
anlega þakklát fyrir að hafa
fengið að vera þátttakendur í
þínu lífi öll þessi ár. Þú gafst okk-
ur mikla gleði, hlýju og ást og
það var gott að geta gefið hana til
baka til þín. Minning þín mun
alltaf lifa í hjörtum okkar.
Við sendum Þorsteini, börn-
um, barnabörnum, systkinum,
Ellu og öðrum aðstandendum
Kötlu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Dóra og Guðmundur.
Elsku Katla mín, lífið er und-
arlegt ferðalag. Okkar hófst fyrir
45 árum, þegar þú fluttir á Reyð-
arfjörð í litla þorpið sem þú tókst
ástfóstri við og aðspurð eftir það
varstu að austan.
Að sitja og skrifa kveðjuorð til
þín, elsku gullið mitt, er svo sárt.
Hjarta mínu blæðir og sársauk-
inn er nístandi.
Fallega, trausta, skemmtilega
og jákvæða vinkona mín með frá-
bæra húmorinn þinn. Það var
hreinlega allt gott við þig og ég
elskaði ljúfu og góðu samveru-
stundirnar okkar. Það sem við
gátum talað og hlegið og einn
vinnudagur í heita pottinum
flaug hjá eins og sekúndubrot.
Elsku ferðafluga mín, ég lærði
það fljótt í þínum félagsskap að
vegabréf yrði ávallt að vera í
gildi því það var aldrei að vita
hvenær þú fengir góða hugmynd
og við á leið á vit ævintýranna.
Eins og á fimmtugsafmælinu
þínu þegar þú ákvaðst að fagna
tímamótunum og bjóða Þokunum
þínum til Tenerife. Þar skáluðum
við í kampavíni á El Tate fyrir
þér, yngstu Þokunni okkar.
París, London, Berlín, Barce-
lona og allar hinar borgirnar sem
við heimsóttum með hlaupaskóna
í handfarangri ásamt ferðaglös-
unum góðu. Þrátt fyrir stuttan
hlaupaferil náðum við að taka
þátt í skipulögðum hlaupum í út-
löndum sem var toppurinn á til-
verunni að okkar mati. Þú lést
þig ekki vanta í mín skrítnu og
krefjandi stórafmæli, hvort sem
það var Herðubreið eða Hvanna-
dalshnjúkur, þá varst þú alltaf
mér við hlið, elsku steingeitin
mín. Þín einkunnarorð: „ég get,
ég vil, ég skal“ komu þér á topp-
ana. Að staldra við og láta hug-
ann reika fær mig til að brosa í
gegnum tárin og ég fyllist þakk-
læti. Margt var brallað og allt
gátum við saman, að sauma okk-
ur föt, ferðast, lita eða hlaupa. Þú
stóðst mér við hlið í mínum veik-
indum og misstir næstum því af
flugvélinni til Ítalíu, því þú vildir
vera sú sem rakaði af mér hárið
þegar þess þurfti. Sautján árum
síðar höfðu örlögin hagað því
þannig að ég rakaði þitt hár. Þú
varst minn klettur og ég vonandi
þinn.
Það var mikið áfall þegar þú
greindist með krabbamein 2015.
Þú tókst þessum fréttum af stó-
ískri ró og miklu æðruleysi með
börnin þín og systkin þér við hlið.
Fyrir rúmu ári þyrmdi yfir okk-
ur, þegar ljóst var að meinið
hafði tekið sig upp. Þú huggaðir
fólkið þitt og vini, staðráðin í að
nýta tímann vel og njóta hvers
dags. Þú barðist eins og sönn
hetja til síðasta dags.
Þrátt fyrir hrakandi heilsu og
heimsfaraldur þráði ferðaflugan
að komast með Þokunum sínum
á vit ævintýranna einu sinni enn.
Við héldum í sólina til Tenerife
þar sem við nutum samveru og
vináttu í miklum kærleik. Þessar
dýrmætu minningar munum við
geyma í hjörtum okkar.
Ég er endalaust þakklát fyrir
að við náðum heim og vorum
saman þegar þú sofnaðir svefn-
inum langa rúmum sólarhring
eftir heimkomuna.
Takk, elsku vinkona mín, fyrir
samfylgdina í gegnum lífið. Góða
ferð í þína hinstu ferð, elsku
ferðaflugan mín.
Hvíldu í friði, gullið mitt, þín
mun ég sakna á meðan ég lifi.
Við Egill vottum fjölskyldu og
aðstandendum Kötlu okkar
dýpstu samúð.
Elín María (Ella vinkona).
Í dag felldu blómin mín blöðin sín.
Og húmið kom óvænt inn til mín.
Ég hélt þó að enn væri sumar og sól-
skin.
(Tómas Guðmundsson)
Með söknuði en full af þakk-
læti kveð ég Kötlu Þorsteinsdótt-
ur, sem ég hef þekkt frá fæðingu.
Foreldrar hennar Kolfinna og
Þorsteinn voru okkar bestu vinir
og við hjónin barnlaus á þeim
tíma og vorum við mikið heima
hjá þeim fyrstu árin hennar.
Á stundu sem þessari koma
upp minningar frá hennar fyrstu
árum. Hún var bráðþroska eftir
aldri, orðin læs sex ára og ótrú-
lega gaman að spjalla við hana.
Sat ég oft á kvöldin inni hjá
henni og Óla bróður hennar og
las fyrir þau og við sungum sam-
an, mér fannst ég alltaf eiga svo-
lítið í þeim.
Eftir að Steini og Ingibjörg
fæddust sýndi Katla að hún hafði
ríka ábyrgðartilfinningu gagn-
vart systkinum sínum. Svo flutti
fjölskyldan austur á Reyðarfjörð
og við hittumst sjaldnar en við
fylgdumst með henni vaxa og
dafna í fallega unga konu,
mennta sig, giftast og eignast
yndisleg börn. Við Viðar kynnt-
umst Palla, hennar elskulega
manni, og við ferðuðumst með
þeim ásamt foreldrum hennar,
vorum saman í leikhúsklúbbi og
við eldra fólkið kynntum þeim
óperur og þau kenndu okkur að
meta yngri tónskáld og nýjar óp-
erur eins og t.d. Phantom of the
Opera. Seinni árin fórum við oft
saman til Svíþjóðar í heimsókn til
foreldra hennar og að sjálfsögðu
má ekki gleyma Kollu, spila-
klúbbnum okkar, sem við, Inga,
Anna og Gerður stofnuðum.
Já, það er margs að minnast
um liðnar samverustundir og
ómetanlegt að hafa fengið að
fylgjast með uppvexti, sorgum og
gleði hennar alla tíð. Hún var
ósérhlífin og gott var að leita til
hennar ef vandamál komu upp,
fyrir það vil ég þakka. Einnig
biðja Þórir og Steina fyrir þakk-
lætiskveðjur. Eftir að hún
greindist aftur með krabbamein
fyrir rúmu ári og hún vissi að
ekki varð aftur snúið ákvað hún
að lifa lífinu til fulls og það hefur
hún svo sannarlega gert saman-
ber hlaup, göngur og ferðalög
innanlands og utan með börnum
sínum, fjölskyldu og vinum.
Ferðalög voru henni mikils virði
og dásamlegt að hún gat verið
með sínum bestu vinkonum síð-
ustu vikuna í lífi sínu.
Elskulegu systkin, Lilja,
Steini, Arna, Óli og Diljá, samúð
mín er hjá ykkur og börnum ykk-
ar. Elsku Þorsteinn, Steini og
Ingibjörg, þið eigið líka alla mína
samúð. Guð styrki ykkur öll.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Sigríður Friðþjófsdóttir.
Í dag kveðjum við ástkæra
vinkonu okkar Kötlu. Engin orð
fá því lýst hve mikil sorg býr í
hjarta okkar í dag – það situr
stórt tómarúm innra með okkur.
En Katla var ekki bara hjartkær
vinkona okkar heldur var hún yf-
irmaður okkar þegar við unnum
hjá Reykjavíkurdeild Rauða
krossins á árunum 2004-2014.
Betri yfirmann er vart hægt að
hugsa sér. Það fyrsta sem kemur
upp í hugann er elskusemi, leiftr-
andi gáfur, næmi, styrkur og til-
finning fyrir hinu heila sem og
hinu brostna sem ófust saman í
kærleiksríka persónugerð Kötlu.
Hún var næm og ræktaði með
sér tilfinningu fyrir öllu því sem
var aumt og sá þau, sem þörfn-
uðust aðstoðar og stuðnings.
Hún var ótrúlega gefandi og allt-
af sá hún lausnir í sjónmáli. Þá
veitti hún okkur starfsmönnun-
um ævinlega liðstyrk og umfram
allt erum við þakklátar fyrir
traustið sem hún ætíð sýndi okk-
ur og var óspör á að láta það í
ljós.
Við höfðum stundum á orði til
að lýsa ánægju okkar að við
þyrftum að flýta okkur að sofa
því þannig var andrúmsloftið á
vinnustaðnum að hver dagur í
vinnu undir hennar stjórn var ei-
líft tilhlökkunarefni. Eftir að við
hættum að vinna saman hittumst
við þegar færi gafst og var Katla
að sjálfsögðu límið í „hittingnum
og passaði vel upp á að ekki liði
of langt á milli.
Einlægur var áhugi hennar á
öllu sem við tókum okkur fyrir
hendur jafnt í vinnu sem einka-
lífi. Við veltum stundum fyrir
okkur hvort sólarhringurinn
væri lengri hjá Kötlu en okkur
því svo afkastamikil var hún á
öllum sviðum. Listfeng, ljóðelsk
og víðlesin var hún. Katla var
mikil fjölskyldukona og naut
þess að hafa alla fjölskylduna í
kringum sig. Ótrúlega fallegt
handverk liggur eftir hana og
naut hennar stóra fjölskylda
góðs af. Hún opnaði glæsilegt
heimili sitt og gaf af rausn og
mikill listakokkur var hún. Það
var einfaldlega alltaf gaman þar
sem Katla var. Hún hafði gríð-
arlega frásagnargáfu og ógleym-
anlegar eru stundirnar þegar
hún sagði okkur ferðasögur en
Katla nefndi sjálfa sig „ferða-
fluguna“ því svo mikið yndi hafði
hún af ferðalögum innan lands og
utan. Allt var skipulagt í þaula
áður en af stað var haldið. Katla
lét ekki þröngsýni annarra spilla
eigin útsýn. Hún hafði gaman af
því sem lífið bauð henni, naut
þess að skoða hið smáa sem og
hið stóra. Ævinlega gat hún bent
á farsælar úrlausnir. Í hennar
huga voru vandamálin til þess að
leysa þau. Í erfiðum veikindum
sínum sýndi hún ofurmannlegan
styrk svo undrum sætti. Engan
sem hitti hana gat grunað hversu
alvarlega veik hún var orðin.
Þegar við áttum von á fréttum af
veikindum hennar kom í ljós að
okkar kona var að undirbúa sig
fyrir þátttöku í maraþoni í Berlín
SJÁ SÍÐU 54
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Elsku mamma okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DAGMAR DIDRIKSEN,
fyrrverandi kaupmaður,
Brúnavegi 9,
lést á Borgarspítalanum 3. mars.
Útförin verður frá Langholtskirkju föstudaginn 19. mars
klukkan 15. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en streymt
verður á slóðinni
https://www.facebook.com/groups/3944686638927674
Rúna Didriksen
Bjarma Didriksen Guðmundur Gunnarsson
Siri Didriksen
Rita Didriksen Ásmundur Pálmason
Schumann Didriksen Heidi Didriksen
Júlíus Didriksen
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR,
Grænumýri 12, Seltjarnarnesi,
varð bráðkvödd aðfaranótt sunnudagsins
7. mars. Útförin verður auglýst síðar.
Sara Þórunn Óladóttir Houe Sölvi Þórðarson
Hjalti Thomas Houe Sólrún Fönn Þórðardóttir
og barnabörn
Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
miðvikudaginn 24. febrúar.
Útförin fer fram frá Seljakirkju föstudaginn
19.
mars klukkan 13.
Sveinn Jóhannesson Þorbjörg Valdimarsdóttir
Auður Fanney Jóhannesd.
Marteinn Valdimarsson
systkinabörn og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR HARALDUR GÍSLASON,
Einar í Sjólyst á Eskifirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu
þriðjudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá
Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. mars klukkan 14.
Jarðsett verður í Selfosskirkjugarði.
Athöfninni verður streymt á https://youtu.be/0fCo-PpO5LM
Sigurrós Ingileif Ákadóttir
Rögnvaldur Gísli Einarsson
Guðmundur Ingi Einarsson Vilfríður Víkingsdóttir
Áslaug Sigrún Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn