Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 60

Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 60
60 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 70 ára Ásgrímur er Reykvíkingur, fæddist í Bústaðahverfinu og býr þar enn. Hann er jarð- fræðingur að mennt frá HÍ og er verkefna- stjóri hjá Landsvirkjun. Ásgrímur er heiðurs- félagi í Víkingi. Maki: Svava Jakobsdóttir, f. 1949, vann síðast hjá Íslandspósti. Synir: Guðmundur Marinó, f. 1974, Andri, f. 1979, og Emil, f. 1985. Barna- börnin eru orðin níu. Foreldrar: Guðmundur Marinó Ásgríms- son, f. 1907, d. 2006, verslunarstjóri, og Emilía Benedikta Helgadóttir, f. 1917, d. 2012, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Ásgrímur Guðmundsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þér opnast skyndilega nýr heim- ur og átt fullt í fangi með að átta þig á öllu því sem honum fylgir. Ekki skuld- binda þig ef þú mögulega kemst hjá því. 20. apríl - 20. maí  Naut Fólk er hrifið af því sem þú hefur fram að færa. Sýndu lipurð og mundu að sjaldan veldur einn þá tveir deila. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Sambönd sem líta vel út á pappírunum en smella ekki eru álíka dýr- mæt og pappírinn sem þau eru sögð líta vel út á. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Uppbyggilegar viðræður við vini geta leitt til ánægjulegrar samvinnu. Ef markmið þín eru skýr í huga þér mun það hafa áhrif á gerðir þínar og smátt og smátt færa þig nær takmarki þínu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Grínstuðið í þér kemur öllum í betra skap. Taktu þátt í umræðunum ef þú telur að framlag þitt skipti einhverju máli. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinnan er stundum meiri áskorun en þú kærir þig um að mæta, en þannig er það einfaldlega. Ef þú vilt geturðu nýtt þér reynslu annarra. 23. sept. - 22. okt.  Vog Hamingjan bíður þín á næsta leiti en þú þarft að sýna dirfsku, en um leið þol- inmæði til þess að finna hana. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt einhverjir samstarfsmenn séu með stæla í þinn garð. Notaðu tækifærið til að koma tillögum þínum um umbætur og breytingar á framfæri. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt erfitt með að einbeita þér vegna innri togstreitu. Láttu gagn- rýni annarra sem vind um eyru þjóta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þér verður ekkert úr verki ef þú ætlar þér of mikið í einu. Betra er að kanna málin og vita hvað raunverulega er á ferðinni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú sérð félaga þinn í skýru og fersku ljósi, sem er bæði jákvætt og nei- kvætt. Ekki eyða orku í að vinna gegn fá- fræði og vanþekkingu annarra. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú virðist hafa svör við öllu á reiðum höndum. Vandamál sem hefur flækst fyrir þér leysist af sjálfu sér. urborg var Magnús verkefnis- og byggingarstjóri við lokaáfanga líkn- ardeildar LSH í Kópavogi og vann við endurbætur og stækkanir á húsnæði Ljóssins, og á vistheimili Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti. Hann vinnur nú sem byggingarstjóri við Starfsferill Magnús var húsasmiður fram að námi í Tækniskólanum og í leyfum. hann var starfsmaður Öryggiseft- irlits ríkisins frá 1.7. 1973 til árs- loka, starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1.1. 1974 til 1.8. 1984, deildarstjóri byggingardeildar RR, deildarstjóri áætlana hjá bygg- ingardeild borgarverkfræðings frá 1.8. 1984, síðar tæknideildarstjóri til 1.11. 1993 og á þeim tíma bygg- ingarstjóri Borgarleikhússins og við endurbyggingu Viðeyjarstofu og -kirkju. Hann var byggingarfulltrúi í Reykjavík 1.11. 1993-1.9. 2011. Hann starfaði sjálfstætt fyrir Reykjavíkurborg til ársloka 2012, við fasteignaskráningu og gerð gæðahandbókar fyrir embætti byggingarfulltrúa. Hann var leið- beinandi og verkefnisstjóri á nám- skeiðum fyrir byggingarstjóra frá 2005, fyrir mannvirkjahönnuði frá 1998 og á löggildingarnámskeiðum vegna eignaskiptayfirlýsinga frá 1996. Eftir starfslok hjá Reykjavík- M agnús Sædal Svav- arsson fæddist í Laufási í Ytri- Njarðvík þann 11. mars 1946 og ólst þar upp. „Ég fæddist inn í stóra og samheldna fjölskyldu, næstyngstur sjö systkina. Njarðvík var á þessum árum lítið þorp, u.þ.b. 30 íbúðarhús og þar hafði tilveran um aldir byggst á fiskveiðum og landbúnaði, kýr á beit og bátar við bryggjur. Þorpið var í þann tíma að mjakast til framfara. Orðið „innviðir“ var óþekkt. Holóttur malarvegur lá í gegnum þorpið, engin sorphirða og fráveitulagnir fóru í sjóinn, í rot- þrær eða flutu á yfirborðinu. Raf- magnsleysi var algengt og vatn tek- ið af þökum. Atvinna skiptist í tvö horn, þau sem störfuðu á flugvell- inum og hin sem unnu við fisk- verkun, í slippnum eða vélsmiðj- unum. Ég fór snemma að taka til hendi, man eftir saltfiskbreiðslu á stakk- stæði um 7 ára aldur, varð 11 ára póstur í þorpinu, sendill í verslun, var í fiskvinnu og út- og uppskipun í Keflavík til 15 ára aldurs. Tvær tilraunir voru gerðar til þess að koma mér í sveit, sem heillaði ekki. Undi mér betur við leik í fjöru, veiði á bryggjum, fleka- og kofa- smíði og sinubrennur, sem voru illa séðar af húsmæðrum. Átti bát fúinn og lekan, síðar annan bát með vél og stundaði rauðmagaveiði. Við stákarnir vorum heimagangar í slippnum og vélsmiðjunum og aldr- ei við okkur amast, Nábýli við her- inn leiddi til margra ævintýra og við strákarnir háðum stríð milli þorpshluta.“ Magnús tók unglingapróf frá Gagnfræðaskóla Keflavíkur 1961, lauk sveinsprófi í húsasmíði í nóv- ember 1965, fékk meistarabréf 1974 og starfsleyfi Mannvirkjastofnunar sem byggingarstjóri I, II, III og lauk lokaprófi í byggingartækni- fræði frá Tækniskóla Íslands í júní 1973. Magnús hefur sótt fjölda námskeiða á byggingarsviði og í stjórnsýslu. „Eftir starfslok hef ég tekið nokkrar annir í sagnfræði við hugvísindadeild HÍ.“ gerð dagdeilda fyrir Alzheimer- og Parkinsongreinda í St. Jósefsspít- ala í Hafnarfirði. „Mér er efst í huga að ég hef alltaf verið í skemmtilegri vinnu og gefandi. Það sem stendur helst upp úr er bygg- ing Borgarleikhússins sem ég kom að 1984 og stýrði því verki til loka og eins endurbygging Viðeyjarstofu og -kirkju. Það var verkefni sem höfðaði til þjóðarsálarinnar.“ Magnús hefur starfað í fjölda nefnda og starfshópa á vegum Reykjavíkurborgar, Sambands ísl. sveitarfélaga og félagasamtaka og verið í stjórn og formennsku margra félaga. Hann hefur annast leiðsögn um Suðurnes og í ferðum Félags eldri borgara í Reykjavík á söguslóðum. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit. Magnús er félagi í Oddfellow-reglunni frá 1986 og hefur gegnt þar fjölda trúnaðarstarfa, er heiðursfélagi í stúkunni Þormóði goða 2015 og var sæmdur heiðursmerki Oddfellow- reglunnar 2019. Áhugamál Magnúsar eru bóklest- ur, einkum sagnfræði, þjóðlegur fróðleikur, ættfræði og ferðalög jafnt innan- sem utanlands. Fjölskylda Eiginkona Magnúsar er Vilborg Sigrún Gestsdóttir, fv. banka- og lögfræðiritari, f. 29.9. 1942 í Reykjavík. Þau gengu í hjónaband 18.8. 1972 og hafa búið í Hólahverfi í Breiðholti í 44 ár og áður við Raf- stöð í Elliðaárdal. Foreldrar Vil- borgar voru hjónin Gestur Óskar Friðbergsson, yfirvélstjóri hjá Eim- skip, f. 7.10. 1902, d. 30.4. 1982, og Anna María Friðbergsson, fædd Andreassen, húsfreyja, f. 12.2. 1908, d. 19.12. 2004. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Vilborgar og Magnúsar eru 1) Gestur Óskar, f. 12.2. 1977, lög- maður, sambýliskona er Guðrún Jónsdóttir, f. 19.12. 1977, hans börn eru Dagur Ari, f. 30.11. 2007, og Eyrún Hulda, f. 13.6. 2009, börn Guðrúnar eru Sara, f. 23.6. 2000, og Viktor, f. 8.10. 2013; 2) Sigurbjörg, f. 17.2. 1980, bókmenntafræðingur, sambýlismaður er Jón Svan Sverr- Magnús Sædal, byggingartæknifræðingur og húsasmíðameistari – 75 ára Ljósmynd/Magnús Sædal Í Kaupmannahöfn Frá vinstri: Jón Svan, Gestur Óskar, Eyrún Hulda, Svala, Sigurbjörg, Dagur Ari og Vilborg. Alltaf verið í skemmtilegri vinnu Afmælisbarnið Magnús Sædal. 60 ára Hersir fæddist í Súðavík, ólst upp í Hafnarfirði en býr í Kópavogi. Hann er sölumaður hjá Ó. Johnson & Kaaber. Maki: Hrafnhildur Halldórsdóttir, f. 1958, skrifstofumaður hjá fyrirtækinu Dögum. Dætur: Elsa Dóra Gunnarsdóttir, f. 1980, Signý Hersisdóttir, f. 1988, og Ingimunda Hersisdóttir, f. 1990. Barna- börn eru orðin þrjú. Foreldrar: Albert J. Kristjánsson, f. 1920, d. 2011, oddviti í Súðavík, síðast vaktstjóri í Hafnarfirði, og Guðlaug Kristjana Guðlaugsdóttir, f. 1920, d. 2004, vann síðast á Sólvangi í Hafn- arfirði. Hersir Freyr Albertsson KRINGLAN – SMÁRALIND – DUKA.IS NÝTT FRÁ Kartell Toy Moschino lampi – 38.900,- Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.