Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 63

Morgunblaðið - 11.03.2021, Síða 63
ÍÞRÓTTIR 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 Landsliðsþjálfarar Ísland í fótbolta eru ekki í öfundsverðri stöðu þessa dagana. Arnar Þór Viðarsson er á leið inn í sitt fyrsta verkefni sem landsliðsþjálfari Ís- lands í lok mars þegar undan- keppni HM 2022 hefst. Þá stýrir Davíð Snorri Jónasson íslenska U21-árs landsliðinu í fyrsta sinn í lokakeppni EM 2021 í Ungverja- landi og Slóveníu. Í dag eru nákvæmlega fjórtán dagar í að bæði lið hefji leik, ís- lenska A-landsliðið í Duisburg þar sem það mætir Þýskalandi, og U21-árs landsliðið mætir Rúss- landi í Györ. Þrátt fyrir að einungis fjórtán dagar séu í verkefnin hafa þjálfararnir ekki minnstu hugmynd um hvernig lokahópur þeirra fyrir verkefnin mun líta út. „Við erum ekki eina þjóðin sem er í þessari stöðu,“ er frasi sem heyrist mjög reglulega en á sama tíma telja flestar aðrar þjóðir ekki rúmlega 350.000 manns. Það er ekki eins og knattspyrnumenn vaxi á trjánum á Íslandi þótt við höfum vissulega staðið okkur frá- bærlega í að búa til frambærilega og góða leikmenn undanfarin ár. Það verður mjög áhugavert að sjá hvað erlend félagslið gera varðandi leikmenn sína fyrir kom- andi landsleikjahlé. Kannski verð- ur núverandi gluggi byrjun á ein- hverri þróun sem verður erfitt að stoppa þegar félagslið byrja að meina leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni en vonandi ekki. Fyrir mitt leyti hefur UEFA haldið illa á spilunum í samskiptum sín- um við félagslið í Evrópu og sam- bandið gæti fengið það í bakið núna. Af hverju ættu félagslið í Evr- ópu ekki að hugsa um sjálf sig þegar UEFA hefur gert lítið annað undanfarin ár en að auka álag á landsliðsmenn með heimskulegri Þjóðadeild, þriggja leikja landsliðs- gluggum og eiginhagsmuna rekstrarfyrirkomulagi. BAKVÖRÐUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is SVÍÞJÓÐ Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Spennandi tímar eru fram undan hjá handknattleikskonunni Ásdísi Þóru Ágústsdóttur en hún er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið. Ásdís, sem er nýorðin 19 ára gömul, er uppalin hjá Val á Hlíð- arenda en hún mun ganga til liðs við sænska úrvalsdeildarfélagið Lugi frá háskólabænum Lundi í Suður-Svíþjóð að tímabilinu loknu. Ásdís hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands en hún skrifaði undir tveggja ára láns- samning við sænska félagið sem sit- ur sem stendur í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 17 stig en tólf lið leika í deildinni. „Ég er mjög spennt og það verð- ur gaman að reyna fyrir sér í Sví- þjóð,“ sagði Ásdís í samtali við Morgunblaðið. Hafa fylgst lengi með „Ég heyrði fyrst af áhuga Lugi fyrir um mánuði síðan og hlutirnir gengu nokkuð hratt fyrir sig eftir það. Forráðamenn Lugi hafa fylgst vel með mér síðan 2019 en þeir fylgdust með mér á EM U17-ára í Lignano á Ítalíu, sumarið 2019, og eins þegar Valur lék gegn sænska liðinu Skuru í fyrstu umferð EHF- bikars kvenna haustið 2019. Ég skrifaði undir langtímasamn- ing við Val um áramótin þannig að ég var búin að sjá það fyrir mér að vera á Íslandi og spila með Val næstu árin. Þegar þetta kom upp þá gat ég ekki hafnað því enda er Lugi mjög flottur klúbbur í Sví- þjóð,“ sagði Ásdís. Margir ungir leikmenn Ásdís hefur verið í stóru hlut- verki í Valsliðinu undanfarin ár þrátt fyrir að vera 19 ára gömul. „Hvort maður sé tilbúinn að standa á eigin fótum þarf bara að koma í ljós en ég tel mig vera til- búna að taka þetta skref í hand- boltanum. Ég skrifaði undir láns- samning þannig að ég get komið aftur heim eftir ár ef þetta verður eitthvert bíó þarna úti en mark- miðið er að vera í Svíþjóð í alla vega tvö ár. Ég hef ekki fylgst vel með sænsku deildinni í gegnum tíðina en það breytist núna. Ég vissi ekki mikið um klúbbinn þegar ég heyrði fyrst af áhuga þeirra en Hafdís Re- nötudóttur lék með liðinu og talaði vel um félagið. Eins þá hef ég heyrt að þetta sé gott félag til þess að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku. Það er frá- bær umgjörð þarna með frábæra leikmenn og þjálfararnir eru mjög góðir þannig að þetta var í raun of gott til að vera satt.“ Faðir Ásdísar, Ágúst Jóhanns- son, hefur þjálfað hana á Hlíð- arenda undanfarin ár. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að komast út að spila í at- vinnumennsku og gera sig gildandi í landsliðinu. Þetta er mjög gott skref fyrir mig persónulega og leik- menn liðsins eru flestir á sama aldri og ég sem er mjög jákvætt. Liðið er ungt og það hentar mér vel. Það verður að sjálfsögðu skrítið að spila fyrir annan þjálfara en pabba en ég held að ég hafi bara gott af því. Hann studdi mig alla leið í þessu og gaf mér góð ráð. Við vorum í raun jafn spennt fyrir þessu en hann vill eflaust ekki missa mig úr liðinu þótt hann hafi lítið minnst á það.“ Geta allir unnið alla Úrvalsdeild kvenna hér á Íslandi hefur sjaldan verið jafn spennandi og í vetur en Valur er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 15 stig, rétt á eftir KA/Þór og Fram. „Það væri draumur að enda tímabilið á bikar og það er nóg eft- ir. Deildin er mjög sterk og hefur eflaust aldrei verið svona sterk áð- ur. Hún er mjög jöfn og það hefur sýnt sig á leiktíðinni að það geta allir unnið alla ef svo ber undir. Ég er búin að skrifa undir í Sví- þjóð og núna er markmiðið að ein- beita sér fyrst og fremst að því að standa sig vel með Valsliðinu í þeim leikjum sem eftir eru. Við settum okkur markmið fyrir tímabilið sem við ætlum okkur að ná,“ bætti Ás- dís við í samtali við Morgunblaðið. Við pabbi erum jafn spennt  Ásdís Þóra yfirgefur Val eftir tímabilið og fer í atvinnumennsku hjá Lugi í Svíþjóð  Tveggja ára lánssamningur  Vill fyrst ná markmiðunum með Val Morgunblaðið/Árni Sæberg Flytur Ásdís Þóra Ágústsdóttir yfirgefur Val í sumar og verður leikmaður Lugi í Svíþjóð næstu tvö árin. Allt bendir til þess að bandaríska knattspyrnufélagið New England Revolution kaupi landsliðsmanninn Arnór Ingva Traustason af sænsku meisturunum Malmö, samkvæmt frétt Fotboll Direkt í gær. Þar var sagt að einungis formsatriði væru eftir í samningum félaganna um kaupverð og í samningagerð Arn- órs við New England. Liðið hefur aðsetur í Foxborough í Massachu- setts og komst í fjögurra liða úrslit um bandaríska meistaratitilinn á síðasta ári. Keppni í MLS-deildinni á að hefjast 17. apríl. Arnór á leið til New England Morgunblaðið/Kristinn Magnússon MLS Arnór Ingvi Traustason fer líklega vestur um haf. Hilmar Snær Örvarsson hafnaði í sjötta sæti í stórsvigi á Evrópu- mótaröð IPC, Alþjóðaíþrótta- sambands fatlaðra, í Malbun í Liechtenstein í gær. Hilmar var fimmti eftir fyrri ferðina en lauk keppni í sjötta sæti eftir að hafa verið með fjórum sekúndum lakari tíma í seinni ferðinni. Arthur Bauchet frá Frakklandi vann bæði stórsvigsmótin. Í dag og á morgun er keppt í svigi. Í dag er keppt á landsmóti Liechtenstein og á morgun á Evr- ópumótaröðinni. Hilmar sjötti í Liechtenstein Ljósmynd/ÍF Öflugur Hilmar Snær Örvarsson er í fremstu röð í Evrópu. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: HS Orkuhöll: Grindavík – Þór Þ ......... 18.15 Hertz-hellir: ÍR – Höttur..................... 19.15 Blue-höll: Keflavík – Haukar .............. 19.15 DHL-höll: KR – Valur ......................... 20.15 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Dalhús: Fjölnir – Skallagrímur........... 18.30 Smárinn: Breiðablik – Snæfell ................. 20 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Hertz-höll: Grótta – HK U .................. 19.30 Framhús: Fram U – Valur U .............. 19.30 Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – KA/Þór ............................... 18 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: KR-völlur: KR – FH ................................. 17 Í KVÖLD! Dominos-deild kvenna Haukar – KR...................................... (70:60) Valur – Keflavík ................................. (42:28)  Leikjunum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti. Evrópubikarinn 16-liða úrslit, H-riðill: Andorra – Mornar Bar ....................... 89:61  Haukur Helgi Pálsson skoraði 13 stig fyrir Andorra, tók 4 fráköst og átti 2 stoð- sendingar á 20 mínútum.  Andorra beið í gærkvöld úrslita í öðrum leik um hvort liðið kæmist í 8-liða úrslit. Meistaradeild Evrópu 16-liða úrslit, L-riðill: Zaragoza – Bamberg .......................... 77:65  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir Zaragoza og tók 3 fráköst á 15 mín- útum.  Zaragoza 2/0, Nymburk 2/0, Bamberg 0/2, Sassari 0/2.   Manchester City rétti sig af eftir tapið gegn grönnum sínum í Man- chester United um síðustu helgi og náði fjórtán stiga forystu á ný í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöld. City tók á móti Southampton og vann öruggan sigur, 5:2, eftir að staðan var 3:1 í hálfleik. Kevin De Bruyne og Riyad Ma- hrez skoruðu tvö mörk hvor fyrir meistaraefnin og Ilkay Gündogan eitt. James Word-Prowse hleypti spennu í leikinn um tíma í fyrri hálfleik þegar hann jafnaði metin í 1:1 úr vítaspyrnu. Che Adams skor- aði seinna mark Southampton úr vítaspyrnu og minnkaði þá muninn í 4:2. Markaveisla City-manna heldur áfram en þetta er í fimmta sinn í síðustu átta leikjum í deildinni sem liðið skorar þrjú mörk eða meira. Það er mikill viðsnúningur eftir að markaþurrð hrjáði liðið framan af tímabilinu. Nú er það nánast óstöðvandi. vs@mbl.is AFP Fagnað Kevin De Bruyne og Riyad Mahrez skoruðu tvö mörk hvor. Náðu fjórtán stiga forskoti á nýjan leik

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.