Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 68

Morgunblaðið - 11.03.2021, Page 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MARS 2021 er fáanleg í öllum helstu apótekum, barnavöruverslunum, Hagkaup, Fjarðarkaup og á Heimkaup.is Bio oil er háþróuð húðolía Bætir ásýnd húðslita og öra Hefur gríðarleg áhrif á öldrun og raka húðar Dregur úr líkum á húðslitum Hægt er að finna nánari upplýsingar og niðurstöður úr klínískum rannsóknum inn á bio-oil.com. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Helena Jónsdóttir, kvikmyndaleik- stjóri og danshöfundur, og eigin- maður hennar, Þorvaldur Þorsteins- son, skáld og myndlistarmaður sem lést langt fyrir aldur fram árið 2013, eru efni heimildarmyndarinnar Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðar- dóttur sem hlaut áhorfendaverðlaun heimildarmyndahátíðarinnar Skjaldborgar í fyrrahaust en dóm- nefnd veitti verðlaunin sökum sótt- varnasjónarmiða. Sýningar á mynd- inni hefjast í dag í Bíó Paradís en auk almennra sýninga þar í mars verður ein sýning haldin í Sambíóinu á Akureyri, í samstarfi við Lista- safnið á Akureyri, 19. mars. Í umsögn dómnefndar Skjald- borgar 2020 segir m.a. að höfundur nálgist viðkvæmt viðfangsefni af mikilli næmni og takist að gera úr áhrifamikið verk. Er ást sé einlæg og hjartnæm mynd um ástina sem minni fólk á að lifa í augnablikinu og vera þakklátt fyrir hvert andartak. Titillinn er sóttur í frasa sem Þor- valdi var tamur. „Er ást,“ sagði hann og Helena svaraði að bragði „alltaf“. Í myndinni er ást þeirra hjóna og mikill missir Helenu og sorg þunga- miðjan en einnig sköpunargleðin sem hvarf henni við andlát Þorvalds en birtist henni svo óvænt aftur. Þá er einnig fjallað um það markmið hennar að koma arfleifð Þorvalds í örugga höfn. „Þetta er eins og rússí- banaferð sem hefur hvorki upphaf né endi,“ segir Helena í byrjun myndar um sorgina og sorgarferlið en í myndinni er líka minnt á mikil- vægi þess að þakka fyrir það sem maður hefur og fagna lífinu. Vekur upp sterkar tilfinningar Eins og gefur að skilja er myndin harmþrungin og er Kristín spurð að því hvort áhorfendur hafi grátið á frumsýningu hennar á Skjaldborg í fyrra. „Jú, myndin vekur upp sterk- ar tilfinningar. Sorgin er hluti af upplifunarheimi allra og nokkuð sem ég held að megi fjalla meira um í samfélaginu,“ svarar hún. Kristín segir myndina ekki portrett af lista- manni heldur mynd um líf Helenu eftir fráfall Þorvaldar. Undirliggj- andi frásögn er ástarsaga þeirra hjóna. „Nálgun mín var í rauninni að segja mannlega sögu,“ segir Kristín. –Hvernig tengist þú Þorvaldi og Helenu? „Við Þorvaldur kynntumst árið 2007 í gegnum sameiginlegan vin. Hann var svo áhugasamur um allt fólk, hvað aðrir væru að gera og við urðum strax vinir. Ég kynntist Hel- enu fljótlega í kjölfarið um þetta leyti, 2007 til ’08, þegar ég var að að- stoða hann við að skipuleggja nám- skeið í skapandi skrifum sem hann hélt reglulega. Eftir að hann lést urðum við Helena enn nánari og í rauninni fæddist hugmyndin að myndinni þegar honum var gert hátt undir höfði tveimur árum eftir and- látið á Listahátíð í Reykjavík árið 2015. Þá var sýning opnuð á nýleg- um verkum hans í Hverfisgalleríi og sama dag voru haldnir tónleikar í Gamla bíói með lagabálki eftir hann sem Skúli Sverrisson og Megas höfðu útsett og heitir Ósómaljóð. Skúli hafði þá fengið Helenu til að sjá um myndefni sem var varpað á vegg fyrir aftan hljómsveitina það kvöld. Við vorum þarna tvær uppi í ljósabúri og þar rann upp fyrir mér hversu mikil ábyrgð væri skilin eftir hjá henni, að halda arfleifð hans og nafni á lofti. Hann var svo fjölhæfur listamaður á svo mörgum sviðum,“ segir Kristín. Vinna Helenu við það sé heilmikið starf og utanumhald. Mjög erfið á köflum –Þú þekktir þau hjón persónu- lega, var ekki erfitt fyrir þig að gera þessa mynd? „Jú, þetta er var allt í bland, sárt og sætt, en ég hefði aldrei viljað missa af þessum tíma með Helenu. Þetta var ótrúlega falleg vegferð hjá okkur þótt hún hafi verið erfið á köflum,“ svarar Kristín. Kristín hafi meðal annars velt fyrir sér, þar sem hún beindi myndavélinni að Helenu, hvort hún væri nógu góð vinkona. Hún hafi því stundum verið tvístíg- andi við gerð myndarinnar. En hvaða áhrif heldur hún að vin- skapurinn hafi haft á nálgun hennar á efnið? „Eitt af því sem heillaði mig við að segja þessa sögu var þeirra einstaka samband sem ég vissi að væri einstakt áður en við fórum af stað en gerði mér svo enn betur grein fyrir. Maður finnur kannski ekki oft svona rosalega sterka teng- ingu milli tveggja aðila sem nærast á lífskrafti hvor annars. Mér fannst það heillandi að fá að kynnast þeirri sögu betur þannig að nálgunin kem- ur svolítið út frá því að ég vissi hvað þau voru rosalega náin, að þau voru sem einn andi,“ svarar Kristín. –Og titill myndarinnar bendir til þess að ástin sé þungamiðjan í henni? „Já, einmitt, af því að í rauninni er sorgin afleiðing af ástinni. Hún er í rauninni grunnurinn að sögunni.“ Vildi ná því besta fram í fólki –Nú veit ég að Þorvaldur var dáð- ur og elskaður, bæði sem listamaður og manneskja, og hann var líka mjög sérstakur maður með opinn huga og sérstaka sýn á lífið og tilveruna … „Já og hann náði til svo margra, meðal annars með kennslu, og lagði svo mikla ást í að ná fram því besta í fólki. Ég held til dæmis að þessi námskeið í skapandi skrifum hafi kveikt neista innra með svo mörg- um,“ svarar Kristín. Þorvaldur hafi líka verið með mjög sterka sýn á hvað væri hægt að gera öðruvísi í menntamálum og verið fullur af eld- móði og ástríðu hvað þá hug- myndafræði varðaði. –Hvernig heldurðu að Þorvaldi hefði litist á að þessi mynd væri gerð um Helenu og hann? „Ég held að hann hafi alveg verið með í þessu ferli,“ svarar Kristín og nefnir að vídeóupptökur frá Los Angeles, þar sem Þorvaldur og Hel- ena bjuggu um tíma, hafi óvænt fundist eftir mikla leit. „Stundum trúir maður á örlög eða hjálp frá öðrum víddum,“ segir Kristín kímin. Snúið út af Covid Kristín er að lokum spurð út í sýn- ingar á myndinni í öðrum löndum og segist hún vera að sækja um að sýna á hinum ýmsu hátíðum. „Landslagið í hátíðaheiminum er einstaklega erf- itt um þessar mundir. Í þessum Co- vid-faraldri hafa sumar hátíðir farið í pásur, aðrar minnkað umfangið og orðið meira á netinu eða blanda af hvoru tveggja,“ segir Kristín. „En ég hef fengið viðbrögð frá erlendum áhorfendum sem hafa verið hug- fangnir án þess að þekkja nokkuð til Helenu né Þorvaldar, þeirra listar eða listakreðsunnar á Íslandi svo ég trúi því að myndin geti ferðast utan landsteinanna.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Mannleg „Nálgun mín var í rauninni að segja mannlega sögu,“ segir Kristín Andrea Þórðardóttir leikstjóri um heimildarmynd sína Er ást. „Voru sem einn andi“  Verðlaunamynd Skjaldborgar 2020, Er ást, sýnd í Bíó Paradís  Fjallar um Þorvald Þorsteinsson og ekkju hans Helenu Jónsdóttur  Ást, sorg og sköpunargleði sem hvarf en birtist svo óvænt aftur Ástarsaga Stilla úr heimildarmyndinni Er ást. Hér sést mynd af Þorvaldi Þorsteinssyni og Helenu Jónsdóttur sem tekin var í brúðkaupi þeirra. Fyrsti gestur ársins í fyrirlestraröð- inni Umræðuþráðum í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, er sýning- arstjórinn Cassandra Edlefsen Lasch sem flytja mun erindi í kvöld kl. 20.30. Í erindi sínu, An artist pu- blication as artwork as radiating li- brary, mun hún fjalla um útgáfu listakonunnar Susanne Kriemann, Ge (ssenwiese) og K (anigsberg): Li- brary for Radioactive Afterlife sem hún ritstýrði. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og er skráning nauð- synleg á slóðinni bit.ly/3cc6KpR. Lasch er sjálfstætt starfandi sýn- ingarstjóri, rit- stjóri og textahöf- undur og býr í Berlín. „Hún hef- ur velt fyrir sér hlutverki ritstýr- ingar – ferli yfir- lesturs og endur- lesturs – innan listræns sam- hengis,“ segir í tilkynningu og að hún hafi stýrt alþjóðlegum ritum, bæði sjálfstætt og hjá Hatje Cantz, gegnt starfi ritstjóra við PRAXES Center for Contemporary Art í Berl- ín og við Bergen Assembly og unnið í samstarfi við ýmsa alþjóðlega lista- menn og gallerí. Lasch fyrsti gestur Umræðuþráða Cassandra Edlefsen Lasch

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.