Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
✝
Gréta Ösp Jó-
hannesdóttir
fæddist í Reykjavík
16. október 1961.
Hún lést aðfaranótt
24. febrúar 2021 á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi. Foreldrar
Grétu eru Heiður
Helgadóttir, f.
1940, og Jóhannes
Pétursson, f. 1933.
Systir er Elín Björk Heið-
ardóttir, f. 1963, maki Ingi-
mundur Birnir, f. 1962. Bræður
samfeðra: Pétur, f. 1953, og
Svavar, f. 1961.
Gréta var í sambúð með Æv-
ari Oddi Ævarssyni, f. 1964, d.
2013, frá árinu 1990. Þau slitu
samvistir. Dóttir þeirra er Heið-
ur, f. í Reykjavík 1993.
Frá eins til sex ára aldurs ólst
ís og útskrifaðist frá École su-
périeure des arts et techniques
de la mode, ESMOD, árið 1986.
Gréta hóf störf hjá auglýs-
ingastofu Ernst Backman árið
1988 og vann þar í nokkur ár.
Þar með hófst sá starfsferill sem
hún valdi sér og vann við upp
frá því. Hún vann um langt ára-
bil hjá Íslensku auglýsingastof-
unni, og eftir það mörg ár hjá
Hvíta húsinu. Síðustu árin vann
Gréta sem sjálfstætt starfandi
hönnuður. Gegnum árin tók
Gréta að sér fjölmörg hönn-
unarverkefni meðfram sínu
fasta starfi.
Útför Grétu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 12. mars
2021, klukkan 13. Aðstandendur
og vinir eru velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Streymt verður
frá athöfninni á:
https://www.promynd.is/
portfolioitems/gretaosp/
Hægt verður að sjá og heyra
athöfnina að henni lokinni á
sömu slóð.
Einnig má nálgast virkan
hlekk á streymið á:
https://www.mbl.is/andlat/
Gréta að mestu upp
hjá ömmu sinni og
afa, Margréti Sig-
urðardóttur (1917-
1987) og Helga
Hannessyni (1896-
1989). Þau bjuggu á
Rangárvöllum,
fyrst á Ketlu og síð-
ar á Strönd. Gréta
bjó svo með móður
sinni, systur og
fósturföður, Óskari
Hallgrímssyni, í Vest-
mannaeyjum á árunum 1967 til
1972, þegar þær mæðgur fluttu
til Reykjavíkur.
Gréta hóf búskap á Laug-
arnesvegi 92 árið 1992 og bjó
þar æ síðan.
Gréta varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
vorið 1981. Hún stundaði nám í
fatahönnun og klæðskurði í Par-
Elsku Gréta systir mín er
skyndilega horfin frá okkur, og við
sitjum agndofa eftir. Hvað gerðist
eiginlega? Hefur það virkilega
gerst?
Glaða og hressa Gréta, sem æv-
inlega kom inn og hristi upp í hlut-
unum. Sem alltaf var hægt að
stóla á að vildi gera eitthvað
skemmtilegt. Gjafmilda og greið-
vikna Gréta, sem aldrei þurfti að
biðja um neitt nema einu sinni.
Sem oftast þurfti ekki að biðja yf-
irleitt. Sem bara gerði þér greiða
án formála. Gestrisna Gréta, sem
gekk úr rúmi, og meira að segja
húsi, til að vel færi um gestina.
Lánaði þeim svo bílinn að auki.
Glæsilega Gréta, með töff klipp-
ingarnar, flottu skóna, klútana og
stílinn.
Hvern á ég nú að spyrja þegar
ég ætla að kaupa mér nýja skó,
peysu, sófa eða hús? Sem hægt er
að hringja í og alltaf veit best um
svona hluti. Sem er tvær sekúnd-
ur að ákveða hvað er fallegast eða
fer best.
Elsku besta Gréta systir mín.
Það sem ég á eftir að sakna henn-
ar. Svo margt sem við höfum
reynt og gert saman. Svo margt
sem við áttum eftir að gera saman.
Ég þakka Grétu systur minni
fyrir allt, alla greiðana, góðu sög-
urnar, góðu ráðin, samtölin, veisl-
urnar, ferðalögin, skemmtileg-
heitin. Fyrir að vera systir mín og
vinur minn. Svo ótal margt að
þakka og minnast.
„Við skulum ímynda okkur að við stönd-
um í flæðarmálinu um sumarkvöld og
horfum á fallegt fley sem býr sig undir
að sigla úr vör. Seglin eru dregin upp.
Seglin þenjast í kvöldgolunni og fleyið
lætur úr höfn út á opið hafið. Við fylgjum
því eftir með augunum þar sem það
siglir inn í sólarlagið. Það verður æ
minna og að lokum hverfur það eins og
lítill depill við sjóndeildarhringinn. Þá
heyrum við sagt við hlið okkar: „Nú er
það farið.“
Farið og hvað tekur við? Það að það
minnki og hverfi að lokum er í rauninni
bara það sem augu okkar sjá. Í raun og
veru er það jafn stórt og fallegt og þegar
það lá við ströndina! Á sama augnabliki
og við heyrum röddina segja að það sé
farið er ef til vill einhver á annarri strönd
sem horfir á það birtast við sjóndeild-
arhringinn, einhver sem bíður eftir að fá
að taka á móti einmitt þessu fleyi þegar
það nær nýrri höfn.“
(Ulla Söderström)
Elsku Gréta mín, hvíldu í friði.
Við hittumst aftur hinum megin
við sjóndeildarhringinn.
Elín Björk Heiðardóttir
(Ella systir).
Minn kæri vinur og mágkona,
Gréta Ösp, er farin frá okkur og
ég kveð hana með sorg í hjarta.
Leiðir okkar lágu fyrst saman
fyrir 35 árum, þegar ég átti
stefnumót við systur hennar í Par-
ís, þar sem Gréta var þá við nám.
Eins og hennar var von og vísa tók
hún gestinum með opnum örmum
og gleði og gamni. Þær eru marg-
ar góðu stundirnar sem ég hef átt
með vinkonu minni, hvort sem var
í París, Reykjavík eða Osló. Kát-
ína og skemmtilegheit voru gjarn-
an fylgifiskar Grétu. Þegar ég
hugsa um hana þyrlast góðar
minningar um hugann. Grænu
uppáhaldslitirnir, listhæfileikar
og hönnun, sprenghlægilegar
ýkjusögur, með eða án rauðvíns-
dropa, ferhyrningslaga eyrna-
lokkar og ómæld væntumþykja til
okkar sem vorum í návist við
hana.
Ég mun sakna Grétu, vinar
míns, og bera minningu hennar
með mér.
Ingimundur Birnir.
Gréta Ösp Jóhannesdóttir fékk
í vöggugjöf fleiri kosti og betra
skaplyndi, en algengt er. Hún var
frá barnæsku glaðlynd, örlát og
dugnaðarforkur. Hún hafði alla
ævi lag á að gleðja fólk í kringum
sig og hvetja það til dáða í mót-
vindi og erfiðleikum. Hún huggaði
hrygga og hló með glöðum. Gjaf-
mildi hennar var rómuð og gjafir
hennar alltaf smekklegar og
rausnarlegar. Í þessu, eins og
fleiru, líktist hún móður sinni og
systur. Þegar hún kom í heimsókn
breyttist grámyglulegt hvers-
dagskvöld í hátíð. Sögur voru
sagðar, dreypt á rauðvíni stöku
sinnum og einhverjir galdrar
framdir í eldhúsinu, sem hefðu
skorað hátt hjá Michelin gamla.
Um helgar mætti hún stundum
með glóðvolgt vínarbrauð til okk-
ar og hellt var á könnuna í skyndi.
Þá voru rædd þjóðmálin í þaula og
skipst á skoðunum og það af
krafti. Aldrei leiðindi né pirringur,
heldur hressileg skoðanaskipti,
sem eru raunar ættlæg hjá
Brekknafólkinu, eins og sagna-
snilldin. Þegar langt var gengið á
vínarbrauðslengjuna kom sagn-
astund og þraut aldrei söguefnin.
Hláturinn heyrðist út á tún og
fuglarnir í garðinum færðu sig
nær til að fylgjast með.
Líf fólks er oftast mælt í ára-
fjöld, en fallegra er að slá mæli-
stiku á hversu marga viðkomandi
hefur tekist að gleðja og hjálpa,
hvetja og styðja. Við þekkjum fáa
ef nokkra, sem voru duglegri við
að gleðja samferðamenn sína og
skyldmenni. Það birti, þegar
Gréta kom í heimsókn og tilveran
fékk fjörugri takt og þreytan guf-
aði upp.
Það er mikil guðsgjöf, að hafa
þann hæfileika í sálinni, að dreifa
gleði og bjartsýni. Það er mikill
harmur að hún fékk ekki lengri
tíma með okkur og við með henni,
en hún gladdi fleiri og hjálpaði, en
margir þeir, sem lengur lifa.
Hennar líf var fallegt líf og þótt
söknuður okkar sé sár og sorgin
þung, megum við þakka fyrir það
lán að hafa átt þennan tíma með
henni. Það léttir okkur byrðina að
Heiður eldri og Heiður yngri búa
báðar hér á næstu grösum og Ella
er eitt símtal í burtu, svo hægt
verður um vik að halda sambandi
og minningum lifandi.
Við þökkum Grétu samferðina,
gæskuna og gleðina og samhryggj-
umst öllum þeim, sem daprir eru.
Verum glöð, lærum af Grétu.
Dreifum gleði, verum hjálpsöm og
örlát. Hlæjum. Hlæjum oft.
Guð blessi Grétu.
Þrúður frænka og Atli.
Elsku fallega dásamlega Gréta
okkar.
Besta frænka í heimi, falleg að
innan sem utan með risastórt
hjarta úr gulli. Þú varst stórkost-
leg, alveg einstök manneskja.
Ofurblíður töffari sem máltækið
sælla er að gefa en þiggja hlýtur að
hafa verið samið um. Þú hefur ver-
ið órjúfanlegur hluti af lífi okkar
systra frá því við munum eftir okk-
ur og við náum ekki utan um að þú
sért farin frá okkur.
Þú varst hlaðin hæfileikum sem
birtust okkur hinum kannski sem
ofurnæmt auga fyrir hönnun, fal-
legum formum, efnum og litum, að
ekki sé minnst á skó! Maður hitti
þig aldrei í illa hönnuðum skóm!
Og það að fá hrós frá þér fyrir
skóna eða fötin, það var mesti
gæðastimpill sem hægt var að fá.
Þú varst hugrökk og fórst þínar
eigin leiðir, alltaf. Eitt af mörgu,
sem okkur fannst svo aðdáunar-
vert við þig. Skarpgreindur náms-
maður og harðdugleg og hefði nú
einhverjum dottið í hug að eftir
menntaskóla legðir þú fyrir þig
læknisfræðina eða lögfræði, eitt-
hvað praktískt sem þú hefðir auð-
vitað rúllað upp, en nei þú eltir
drauminn og fórst til Parísar í
hönnunar- og klæðskeranám. Og
sem betur fer eltir þú drauminn og
naust þín í heimsborginni, umvafin
kúltúr sem mótaði þinn karakter
og hafði áhrif á okkur hin að elta
okkar eigin drauma.
Og takk, elsku besta Gréta, fyrir
þína endalausu gjafmildi, ekki bara
til okkar systra heldur líka okkar
barna, sem þú sýndir svo mikinn
áhuga og kærleik. Og ég held að
það sé ekki á neinn hallað en þú
varst þeirra uppáhaldsfrænka!
Ef allir væru bara örlítið meira
eins og þú væri heimurinn betri.
Við munum sakna þín endalaust,
elsku Gréta, og þótt þú sért horfin
frá okkur verður þú alltaf með okk-
ur í huga og hjarta.
Þínar frænkur,
Sara og Hekla.
Ég sá okkur frænkurnar alltaf
fyrir mér sitjandi eldgamlar saman
að kjafta, kannski búnar með ein-
hverjar rauðvínsflöskur og komnar
á flug. Gréta kannski búin að sjóða
bolognese í nokkra tíma eins og
henni einni var lagið. Mér datt
aldrei í hug að Gréta frænka mín
yrði ekki gömul, við vorum alltaf í
sambandi og alltaf að fara að hitt-
ast eins og gengur. Gréta var elst
okkar frændsystkina og mikill for-
kólfur. Að koma frá Akureyri að
heimsækja þær mæðgur í Stórholt-
inu var magnað því ég vissi ekki að
konur gætu verið svona sjálfstæðar
og kjaftforar eins og ég upplifði
þessa 10 árum eldri frænku mína
stundum. Hún var töff, litrík og al-
veg sama þótt hún tæki pláss. Þeg-
ar ég var krakki fannst mér líka
frekar töff að eiga frænku sem var
að læra fatahönnun í París, bara
svona eins og það væri ekkert sjálf-
sagðara valdi Gréta það nám sem
hana langaði í, í stað þess að velja
eitthvað praktískt. Ég minnist þess
líka alltaf með gleði þegar ég kom í
heimsókn þar sem Gréta bjó með
ríflega níræðum afa okkar ásamt
kærastanum sínum. Afi skammað-
ist út í hana og þau alla daga og
henni var svo nákvæmlega sama þó
hann segði henni hvað kílóverðið
var á snyrtivörunum eða að það
væri eitur að reykja. Þarna óx virð-
ing mín fyrir frænku minni mikið.
Þegar ég varð eldri var eins og við
nálguðumst í aldri og eftir ég flutti
heim frá Svíþjóð um aldamótin var
hún alltaf til staðar og til í að peppa,
fagna eða redda allt eftir hvað gekk
á. Þegar ég gifti mig hannaði hún
og saumaði á mig þann fallegasta
kjól sem ég hef á ævi minni átt og
fyrir það ferðalag allt er ég óend-
anlega þakklát. Ég er líka þakklát
fyrir að hafa átt frænku að sem
sagði mér satt, var ekki að fegra
hlutina eða spara hrós, allt eftir
hvað átti við. Það var orðin hefð hjá
okkur að fá okkur kaffibolla saman
á aðfangadag, hún kom við og við
knúsuðumst og stilltum okkur af
fyrir hátíðarnar, síðast loftknúsuð-
umst við á tröppunum og hétum því
að hittast um leið og þetta kóvid
væri búið. Það er svo skrítið þegar
kemur að kveðjustund, þá er erfitt
að finna orð við hæfi. Stundir sem
mér fundust ofur eðlilegar verða
dýrmætar og ég sakna þess að þær
verði ekki fleiri og finn til með
hennar nánustu sem hafa svo mik-
ils að sakna. Gréta hafði einstakt
auga fyrir því sem er fallegt og ég
vona að hvar sem hún er þá sé feg-
urð í kringum þessa góðu konu, það
á hún svo sannarlega skilið.
Heiða Björg Hilmisdóttir.
Þvílíkur harmur að kveðja kæra
vinkonu, frænku og jafnöldru. Ég
man fyrst eftir okkur Grétu frænku
saman á Brekkum þar sem við
deildum rúmi, í vesturherberginu
uppi á lofti, líklegast sumarið 1967.
Þá strax myndaðist mikil vinátta
þrátt fyrir hvað við vorum ólíkar,
eða kannski einmitt þess vegna.
Gréta var alltaf svo framtakssöm
og rösk, ósérhlífin og glaðvær. Við
stóðum í ýmsu á unglingsárunum,
þannig að sumum fannst nóg um,
en við komumst nú heilar út úr því.
Gréta fór til Parísar í nám eftir
stúdentspróf en kom heim á sumrin
til að vinna. Eitt af þeim sumrum
unnum við saman, Gréta kenndi
mér einföld trikk í saumaskap og
við eyddum frítímanum á Borginni.
Þrátt fyrir að leiðir hafi skilið um
lengri og skemmri tíma í senn var
alltaf eins og við hefðum sést síðast
í gær þegar við hittumst. Við áttum
það til að bregða okkur á listsýn-
ingar, fá okkur saman snarl í há-
deginu eða rölta upp á mosfellskt
fell. Við þau tækifæri voru mörg
orð á mínútu töluð og mátti vart á
milli sjá hvor ætti vinninginn. Við
vorum með alls konar framtíðar-
áætlanir og áttum eftir að bralla
margt saman. Ég átti eftir að heim-
sækja París undir leiðsögn Grétu
og eins að sýna Grétu mína Ítalíu.
En það verður ekki af því úr þessu
nema óbeint. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast ótrúlegu
æðruleysi Grétu í veikindunum og á
sama tíma að njóta hvatningar
hennar og stuðnings í mínum við-
fangsefnum. Ég spurði hana ein-
hvern tíma í haust hvort hún hefði
aldrei fyllst örvæntingu í bardag-
anum við krabbann og hún svaraði:
„Nei, veistu, bara aldrei.“ Við trúð-
um því báðar staðfastlega að hún
myndi hafa þetta af, alveg fram að
síðustu stundu. Elsku Gréta, takk
fyrir samveruna í meira en hálfa
öld, minning þín lifir. Ég votta nán-
ustu aðstandendum mína dýpstu
samúð.
Marta Guðjónsdóttir.
Ég kynntist Grétu fyrst í
Menntaskólanum í Reykjavík, við
vorum í sama vinahópnum. Eftir
stúdentspróf lá leiðin til Parísar og
við Gréta fórum samferða. Hún
hafði reyndar útskrifast úr
menntaskólanum árinu áður og
haldið til Parísar. Hún var því öll-
um hnútum kunnug.
Við Gréta deildum stúdíóíbúð í
15. hverfi á Rue Rouelle og komum
okkur vel fyrir í stórborginni.
Gréta einbeitt að undirbúa nám í
fatahönnun en ég alls óviss um
framhaldið. Við stunduðum frönsk-
unám af kappi, civilisation fran-
çaise, á morgnana en svo tók borg-
in við með öllum sínum undrum og
ævintýrum. Og Gréta var minn
mentor. Hún kenndi mér að lesa
Pariscope og Libération, að París
væri besta bíóborg í heimi og að við
gætum þess vegna farið í bíó fyrir
hádegi. Hún leiddi mig í ostabúð-
irnar, með Grétu smakkaði ég
geitaost í fyrsta sinn á ævinni. Ég
gleymi aldrei þessari uppgötvun
fyrir bragðlaukana.
Gréta var skarpgreind og póli-
tísk en ég hafði fram að þeim tíma
leitt stjórnmál hjá mér. Henni
fannst það ábyrgðarlaust, maður á
að láta sig samfélagið varða og
móta sér skoðanir. Sannarlega vel
athugað og nokkuð sem ég hef haft
í huga síðan. Gréta var hörð af sér
og einstakur dugnaðarforkur en
hafði líka næmt fegurðarskyn og
gat verið svo ofurmjúk. Daginn áð-
ur en við tókum flugið út í heim, ég
nítján ára og hún tvítug, stakk hún
upp á því að við færum út á Sel-
tjarnarnes til að njóta þess að horfa
á hafið og fjöllin. Hún vissi að lítið
yrði af slíku í stórborginni.
Gréta var húmoristi og hafði
magnaða frásagnargáfu. Það var
unun að heyra hana segja frá, hún
sagði langar skemmtilegar sögur
af fólki og atburðum. Hún elskaði
sitt fólk og varð tíðrætt um Heiði
mömmu og Ellu systur.
Við vorum báðar staðráðnar í að
setjast að í París en þegar til kom
ílengdist hvorug okkar í borginni.
Lífið tók við með öllu sem því fylgir
og brunar áfram á óskiljanlegum
hraða. Við Gréta hittumst öðru
hvoru og við Hólmfríður (Úa) vor-
um einmitt að leggja drög að hitt-
ingi með Grétu þegar fregnir bár-
ust af alvarlegum veikindum. Það
leit þó út fyrir að hún myndi ná sér
á nokkrum vikum. Það var mikið
áfall að fregna andlát hennar. Jörð-
in tók bókstaflega kipp.
Ég sé Grétu fyrir mér með lokuð
augun, dansandi í takt við sinn
uppáhalds David Bowie, syngjandi;
„don’t you wonder sometimes –
about sound and vision“.
Ósk Vilhjálmsdóttir.
Elskuleg góð vinkona er farin,
allt of fljótt. Ótrúlegt að Gréta sé
farin frá okkur og erfitt að skilja
það.
Fjölmargar góðar stundir rifjast
upp, þar á meðal þegar við kynnt-
umst fyrst. Það var þegar þú varst
að hjálpa mér og fleira fólki að búa
til auglýsingar í símaskrá. Skoðan-
ir voru skiptar í hópnum þar sem
þú sagðir alltaf það sem þér fannst
og varst ekkert að skafa utan af því
hvernig hlutirnir voru og ættu að
vera. Það var einmitt sá hæfileiki
þinn sem vakti áhuga minn. Ég hef
alltaf heillast af fólki sem segir ná-
kvæmlega það sem því finnst og er
ekki að fela eða fegra hlutina, án
þess þó að særa aðra.
Þannig varst þú nákvæmlega.
Við vorum ekki alltaf sammála.
Það var oft pínu gaman að vera
ekki sammála þér því það leiddi til
skemmtilegra samræðna. Jafnvel
þótt ég væri á sama máli var það
oft þess virði að láta það ekki í ljós,
alla vega ekki strax, því úr urðu
fjörugar og skemmtilegar sam-
verustundir.
Þegar við kynntumst var ég með
leiðinlegan ávana, að þér fannst.
Ég átti ekki mörg skópör og gekk
skóna mína út, áður en ég keypti
nýja.
Þú hins vegar elskaðir skó og
varst ekki lengi að draga mig á
milli skóbúða og venja mig af
þessu. Þótt ég hafi aldrei fyllilega
skilið ást þína á skóm þá elskuðum
við skóbúðaferðirnar okkar. Þær
voru dásamlegar.
Ég sakna þín, engill.
Guð blessi þig og varðveiti.
Sjáumst hressar, þótt síðar verði.
Innilegar samúðarkveðjur til
elsku Heiðar, Ellu, mömmu þinn-
ar og fjölskyldu.
Guð gefi ykkur blessun og
styrk í sorginni.
Birna Sigurðardóttir.
Ég vil minnast Grétu félaga
okkar. Við kynntumst á vettvangi
félagsmála í Félagi bókagerðar-
manna (síðar GRAFÍU) er hún
gekk til liðs við samninganefnd fé-
lagsins fyrir grafíska hönnuði.
Hún var skemmtilega beinskeytt
og hafði skoðun á málefninu. Hafði
starfað í faginu um árabil og
þekkti vel rekstur stærstu auglýs-
ingastofanna. Það var mjög gott
að vinna með henni og hún hafði
gott innsæi. Oft var tekist hart á
en ávallt náðum við landi með
þrautseigju og lempni. Gréta var
ósérhlífin og taldi ekki eftir sér að
leggja félaginu og félögum sínum
lið þótt oft hafi verið mikið að gera
í vinnunni. Hún kom í varastjórn
GRAFÍU árið 2013 og starfaði þar
til hún lést. Hún var ætíð mjög
vinnusöm og það fylgdi henni allt
til enda. Hún háði baráttu við
krabbamein og bar sig vel í barátt-
unni. Því miður varð hún að játa
sig sigraða að lokum. F.h. stjórnar
GRAFÍU sendi ég innilegar sam-
úðarkveðjur til Heiðar og fjöl-
skyldu Grétu.
Georg Páll Skúlason,
formaður GRAFÍU
stéttarfélags.
Ég horfi á tóma skrifborðið fyr-
ir framan mig og trúi ekki enn að
Gréta komi ekki aftur.
Við kynntumst á auglýsinga-
stofunni Hvíta húsið árið 2007. Við
vorum saman í starfsmannafélag-
inu, í matarklúbbnum Delicious og
síðustu sjö ár höfum við starfað
saman og deilt vinnuaðstöðu.
Gréta hannaði flest vörumerk-
in, allt efni og ásýnd fyrir veitinga-
staðina sem við Bento og fleiri
rekum. Dugnaðurinn var með ein-
dæmum því hún var alger jarðýta
til vinnu og kunni best við sig þeg-
ar allt var á haus. Þegar hún ætl-
aði sér eitthvað, þá skellti hún sér í
hlutina. Hún var líka frábær
klappstýra sem hvatti mig og aðra
áfram í öllum hugmyndum og
hugdettum. „Þú getur meira en þú
heldur“ var viðkvæðið hennar.
Enda stóð aldrei á henni, hún var
alltaf fyrst til að bjóða fram aðstoð
sína en fannst hún aldrei þurfa
neina hjálp sjálf.
Í gegnum árin höfum við brall-
að margt saman, farið í einkaþjálf-
un, í ferðalög og á tónleika og mat-
arboð – við vinirnir náðum meira
að segja að draga Grétu með okk-
ur í sjósund. Sem var ótrúlegt því
hún var kulvísasta manneskja í
heimi og gekk alltaf með trefil.
Gréta kom alltaf inn í herbergi
með hvelli og fór ekki fram hjá
fólki með sinn sérstaka stíl, dríf-
andi framkomu, sterku skoðanir
og háu rödd. Hún elskaði að gefa
gjafir og var alltaf að senda mér
myndir af flottum kjólum og föt-
um sem henni fannst passa mér og
við deildum áhuga á flottum skóm.
Þegar Gréta greindist með
krabbameinið þá tókst hún á við
það með þvílíkum krafti. Hún ætl-
aði sér alls ekki að vera sjúkling-
ur, og gerði það með svo miklum
stæl að það er ómögulegt að trúa
því að hún skyldi hafa kvatt okkur
svona skyndilega eftir alla barátt-
una.
Þegar ég hugsa til Grétu vil ég
muna hana í essinu sínu, að njóta
alls þess sem hún elskaði mest. Á
ferðalagi í París að skoða myndlist
og hönnun, í leikhúsi, að drekka
gott rauðvín og borða osta, því
blárri því betri! Og síðast en ekki
síst í góðu partíi að dansa við lagið
okkar.
Takk fyrir allar skemmtilegu
minningarnar og allan lærdóminn.
Hvíl í friði, kæra vinkona.
Þín
Bergdís Örlygsdóttir.
Gréta Ösp
Jóhannesdóttir