Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 40
FER
M
IN
G
A
R
TILB
O
Ð
ÍFU
LLU
M
G
A
N
G
I
R
10.000 kr.
AFSLÁTTUR AF
HEILSURÚMUM
25%
AFSLÁTTUR AF
MJÚKVÖRU
VIÐ DÝNUKAUP
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu
Í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, á 6. hæð Gróf-
arhússins, hefur verið opnuð sýning norsku frændanna
Gudmund Sand og Haakon Sand, „Sirkús Norður-
skautsins“. Þeir frændur fylgdu sirkuslistafólki í Sirkus
Íslands eftir við líf og störf í rúmt ár og beittu að-
ferðafræði heimildaljósmyndunar til að fanga kjarna
sirkuslífs á Íslandi. Gudmund og Haakon Sand vinna að
persónulegum verkefnum á sviði kvikmynda og ljós-
myndunar og hafa verk þeirra hlotið lof og verðlaun á
kvikmyndahátíðum víða um lönd.
Sýning norskra heimildamynda-
gerðarmanna um Sirkus Íslands
FÖSTUDAGUR 12. MARS 71. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Valur vann sinn fyrsta sigur gegn KR í Vesturbæ í 22 ár
þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik,
Dominos-deildinni, í DHL-höllinni í gær. Jordan Roland
átti sannkallaðan stórleik fyrir Valsmenn, skoraði 40
stig, þar af 24 stig í fyrri hálfleik. Þá var þetta annar
sigurleikur Valsmanna í röð en liðið er í harðri baráttu
um sæti í úrslitakeppninni. Þá vann Grindavík fjögurra
stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í Grindavík, Kefla-
vík styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri
gegn Haukum og ÍR lagði Hött í Seljaskóla. »34
Áralangri bið Valsmanna eftir sigri
gegn KR í Vesturbæ lauk í gær
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Forsvarsmenn Ljóðaseturs Íslands
á Siglufirði halda sérstaklega upp á
10 ára afmæli safnsins í sumar, en
frá áramótum hefur verið birt mynd
og texti úr sögu safnsins á fésbókar-
síðu þess á hverjum degi og verður
upprifjuninni haldið áfram daglega
til stofndagsins 8. júlí. „Þá verðum
við með fjölbreytta afmælishátíð,
fáum tónskáld og tónlistarfólk í
heimsókn auk þess sem áformað er
að taka í notkun nýtt og sérstakt
bókasafnsrými,“ segir Þórarinn
Hannesson, forstöðumaður safnsins
frá upphafi og starfsmaður þess að
mestu í sjálfboðavinnu. Reyndar eini
starfsmaðurinn.
Markmiðið með stofnun Ljóðaset-
ursins var og er að vekja athygli á ís-
lenskum kveðskap, halda innlenda
ljóðlist í heiðri og viðhalda henni
með kynningu af ýmsu tagi. Setrið
hefur verið opið eftir hádegi á sumr-
in en samkvæmt samkomulagi við
gesti, fyrst og fremst hópa úr skól-
um, á veturna. Auk þess hefur verið
boðið upp á ýmsa viðburði, bæði í
setrinu og á netinu. „Við höfum verið
með lifandi viðburði á hverjum degi
klukkan fjögur á sumrin, ljóðalestur,
tónlist eða hvað sem okkur hefur
dottið í hug,“ segir Þórarinn.
Siglufjarðarstofa
Samkomubannið vegna kórónu-
veirufaraldursins hefur raskað
starfseminni en þá hefur netið komið
sér vel. „Þegar við gátum ekki tekið
á móti gestum í mars í fyrra datt
mér í hug að senda efnið beint út á
fésbókarsíðu setursins og gerði það í
50 daga í röð, eitthvað nýtt í 40 til 50
mínútna útsendingu á hverjum degi.
Síðan hef ég sent út efni með sama
hætti endrum og sinnum og það er
allt aðgengilegt á síðunni.“
Þórarinn ólst upp á Bíldudal en
hefur búið á Siglufirði frá 1993 og
verið þar kennari með meiru. 1994
tók hann þátt í að stofna Ungmenna-
félagið Glóa og hefur verið formaður
þess síðan 1995. Hann hefur lagt
mikið af mörkum í menningarlífinu,
samið lög og texta, spilað og sungið,
gefið út plötur og bækur. Og stofn-
aði Ljóðasetrið, svo fátt eitt sé talið.
„Ég og Elfar Logi, bróðir minn,
fengum þessa hugmynd um Ljóða-
setrið í framhaldi af menningar-
starfsemi Glóa,“ útskýrir Þórarinn,
en með honum í stjórn eru Kristín
Anna Guðmundsdóttir, eiginkona
hans, og tengdafaðirinn Guðmundur
Jón Skarphéðinsson. Þórarinn bætir
við að hann hafi haft gaman af ljóð-
um í æsku, ort sjálfur í gegnum tíð-
ina og áhuginn á ljóðum hafi aukist
með árunum. Hann leggur áherslu á
að forsvarsmenn ungmennafélags-
ins hafi frá byrjun verið menningar-
lega sinnaðir og byrjað að halda
ljóðakvöld 2005, sem hafi þróast í
ljóðahátíð 2007. Hún hafi verið hald-
in á hverju hausti síðan.
Eitt af markmiðunum með setrinu
er að eignast eintak af öllum íslensk-
um ljóðabókum. „Við eigum nú rúm-
lega 3.000 bækur, sem er um þriðj-
ungur allra útgefinna ljóðabóka.
Núverandi rými er samt að fyllast
en við höfum fundið nýstárlega leið
til að bæta úr því og opnum nýja
rýmið á afmælisdaginn.“ Þórarinn
bætir við að enn fremur sé unnið að
því að útbúa listamannsíbúð á efri
hæð setursins og þegar skipt hafi
verið um þak á húsinu í fyrrasumar
hafi myndast skemmtilegt rými á
háaloftinu. „Hugmyndin er að setja
þar upp Siglufjarðarstofu, þar sem
bókmenntum, sem tengjast Siglu-
firði, verða gerð skil.“
Ljóðið í vari á Sigló
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Ljóðasetur Um þriðjungur útgefinna íslenskra ljóðabóka eru í setrinu.
- Saga Ljóðaseturs Íslands rifjuð upp daglega á netinu
- Sérstakt bókasafnsrými tekið í notkun á 10 ára afmælinu
Skemmtistaður Þórarinn Hannesson spilar gjarnan og syngur fyrir gesti.