Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 25

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 25
Elsku mamma. Nú er komið að lífslokum og þú varst svo tilbúin að fara í draumalandið og hitta pabba og allt þitt góða fólk. Ótal minningar koma upp í hugann á svona stundu. Á æskuheimilinu var alltaf margt fólk, fjölskyldan, frænkur og frændur. Ýmsir sem komu og gistu og alltaf var líf og fjör. Allir voru ávallt velkomnir og lítið mál var að koma heim með vinkonur og fá einhvern bita. Reyndar undrast ég það í dag hvað þú áttir alltaf auðvelt með að reiða fram veitingar handa öllum og gerðir það á svo róleg- an og yfirvegaðan máta. Eins man ég eftir fjörugum laug- ardagskvöldum þegar ég var barn og í útvarpinu hljómaði skemmtileg tónlist. Þá dönsuð- uð þið pabbi um öll gólf og mik- ið fannst manni þetta gaman. Við fluttum oft og alltaf bjugg- uð þið ykkur fallegt heimili. Allt var klárað og öllu vel fyrir komið. Litir voru í samræmi og hugsað fyrir öllu. Þú varst ótrúlega smekkleg og sniðug að koma hlutum fyrir og þið pabbi voruð mjög samtaka í öllu. Minningar um mörg hlátur- sköst þar sem þú gast ekki hætt að hlæja. Eitt sinn vorum við í sumarbústað og þú og pabbi fóruð að dansa úti í guðs- grænni náttúrunni og síðan þurftir þú að klifra yfir girð- ingu, sem gekk brösuglega. Þá byrjaðir þú að hlæja og gast ekki hætt og pabbi þurfti að taka sprengitöflu. Þú hafðir gaman af tilbreytingu og bíltúr- um. Það voru margir ísbíltúrar sem við fórum í saman. Þótt þú værir orðin mjög þreytt þá varstu alltaf til í að halda áfram. Þið pabbi kunnuð að njóta lífsins, voruð mjög dugleg að ferðast og alltaf svo kjörkuð og þú hélst þessum krafti og kjarki alla tíð. Jafnvel þegar þú varst komin á Hrafnistu þá skyldir þú ganga, því það var svo nauðsynlegt og gott fyrir þig þótt þú værir orðin lúin og þreytt. Þú reyndir nú stundum að hlaupa með göngugrindina og svei mér þá ef þér tókst það ekki bara og þá varstu nú kom- in vel yfir nírætt. Við áttum svo ljúfar vikur með þér í lokin. Þú varst svo jákvæð og þakklát fyrir líf þitt, fyrir fólkið þitt og pabba. Börn- in þín höfðu ekki verið neitt erfið þegar þau voru lítil og aldrei þurftir þú að hafa áhyggjur af pabba, hann var svo góður og gerði allt rétt. Þú hafðir nú átt það til að vera stundum aðeins beinskeytt og stundum léstu okkur heyra það, en það var á bak og burt í lokin og það var svo ljúft að fá að kveðja þig á svona fallegan hátt. Þú hafðir svo gaman af unga fólkinu í fjölskyldunni. Þér fannst svo upplífgandi að heyra eitthvað skemmtilegt úr þeirra lífi og alltaf varstu til í að grín- ast. Í lokin varstu með svo mikla speki sem ég ætla að reyna að tileinka mér. Þú sagðir nokkr- um dögum áður en þú fórst að það væri nauðsynlegt að hafa svolítið gaman af lífinu og vera léttur í lund. Þetta voru góð lokaorð hjá þér elsku mamma. Takk fyrir allt mamma mín og ég hlakka til að hitta þig eft- ir mörg mörg ár. Þín Ragna. „Vorið 1931 er allt í einu komin ný ráðskona á Bustar- fell. Hún er glæsilegri en aðrar konur og það geislar frá henni kærleikur sem vermir og sefar jafnt holdvotan kúarektor sem lafmóðan smalastrák. Og með þessari konu er dóttir hennar Arnfríður, ægifögur telpa með ljósgullið hár. Hún kann alla leiki borgar- barna en vill hvorki sjá horn eða leggi og gjörir okkur krakkana oft orðlausa með meinfyndnum tilsvörum.“ Svona skrifar Gunnar Valdi- marsson um ömmu Fríðu og mömmu hennar, Jakobínu Soffíu, í bókinni Bóndi er bú- stólpi. Þó að ég hafi auðvitað bara kynnst henni ömmu minni á hennar efri árum sé ég hana ljóslifandi fyrir mér sem barn. Því þessi meinfyndnu tilsvör, húmor og gleði bar hún með sér allt fram á síðasta dag. Bara fyrir nokkrum vikum sat ég hjá henni og sagði henni hversu mikil fyrirmynd hún væri og að ég ætlaði sko heldur betur að reyna að tileinka mér hennar jákvæðni. Þá svaraði hún hissa: „Já finnst þér það? Þú getur kannski skrifað það í minningargrein.“ Svo hlógum við mikið. Það hefur verið alveg ómet- anlegt að eiga hana ömmu að svo lengi. Við höfum átt saman svo margar notalegar stundir og mörg tækifæri til að spjalla og fannst mér alltaf sérstak- lega gaman að spyrja hana út í uppvaxtarárin á Bustarfelli og ekki fannst henni það heldur leiðinlegt að rifja upp. Alltaf hef ég haft yndi af því að koma til hennar ömmu. Heimilið hennar og afa var svo töfrandi. Í minningunni var alltaf sól í garðinum og krukkur fullar af kóngabrjóstsykri á borðum. Hlýjan sem stafaði af bæði ömmu og afa var svo notaleg og allt virtist svo áreynslulaust. Þrátt fyrir söknuðinn er huggun í því að vita að hún amma var svo sátt við sig og sína, lífið og tilveruna og var sérstaklega þakklát og auð- mjúk þau síðustu skipti sem við hittumst. Hennar verður sárt saknað en minning hennar mun hlýja mér alla tíð. Kamilla. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Hann lagði til atlögu við Seðla- bankann og hafði betur. Hann glímdi við Flugmálastjórn þar sem hann taldi sig órétti beittan. Hann fékk erlenda sérfræðinga til liðs við sig í dómsmáli og hafði betur. Hér er Erni rétt lýst. Rétt- sýnn, fastur fyrir og fylginn sér. En alltaf hvers manns hugljúfi. Við JC-félagarnir sendum fjöl- skyldu Arnar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minning góðs drengs lifa lengi. Sverrir V. Bernhöft, Lúðvík Andreasson, Jens Ágúst Jónsson, Árni Þór Árnason, Andrés B. Sigurðsson. Þá er vinur minn til 40 ára floginn á braut. Við kynntumst 1980, þegar nokkrir flugáhugamenn, Jón Jónasson, Geir Þorsteinsson, Örn og ég keyptum fyrstu JODEL- flugvélina til Íslands sem kom 26. mars það ár frá Danmörku. Í september 1981 kaupum við ásamt Georg Tryggvasyni seinni ULF-inn sem við höfum átt og flogið í 40 ár. Flugklúbbur Mos- fellsbæjar var stofnaður vorið 1981 og var Örn þar félagi nánast frá upphafi. Margar ógleymanlegar flug- ferðir fórum við Örn á Úlfinum okkar um landið, má þar nefna árlegar ferðir í Vatnsdalinn að fljúga með krabbameinssjúk börn, hópferðir í Reykjafjörð á Ströndum, í Látravík í tjaldtúr, í Grímsey og í Hagavaðal á Barða- strönd, fjársjóðsleit við Bæ í Lóni með málmleitartæki, þar hafði Örn verið í sveit sem drengur. Lentum á túni á Húsum í Fljótsdal hjá Hákoni fjallaskáldi. Við misstum hluta af skrúfublaði Úlfsins rétt vestur af Klofningi 2003 og náðum að drepa á mótor áður en allt hristist í sundur, við svifum og lentum á túni við Skarð á Skarðsströnd, án vandræða, flugvélin var mikið skemmd. Fór- um í ferðir saman nokkrir flug- félagar á flugsýningar til Eng- lands, Frakklands og Kanada. Góða vini, þá Ernie Horsfall og Allan Ship, Jodel-sérfræðinga, eignuðumst við í Bretlandi í sam- bandi við viðgerðir á flugvélinni og flugum með þeim ytra. Eigendur Úlfsins vildu efla fluglistina og áhugann og stofn- uðu til árlegrar lendingarkeppni sem við kölluðum „SilfurJodel- lendingakeppnina“ þar sem útbú- inn var veglegur verðlaunagripur og nöfn sigurvegaranna komu fram og menn fengu fallegan grip úr silfri að launum. Silfurmódel af Jodel-flugvél gáfum við fé- lagarnir, enda var Flugklúbbur Mosfellssveitar nánast stofnaður í kringum Jodel-flugvélar. Örn hringdi í mig einn daginn og sagði mér að auglýst væri Jodel DR-1050 í Óðinsvéum í Dan- mörku. Okkur langaði að auka veg Jodel-flugvélanna hér og keyptum flugvélina TF-ULV, sem kom hingað fljúgandi í des- ember 1988 yfir Atlantsála og hefur verið á Tungubökkum, mikið flogið og margir eigendur komið að rekstri hennar. Örn var alltaf til í eitthvað nýtt og öðruvísi, þegar búið var að ræða málin. T.d. reyndum við nokkrir félagarnir „vatnabrun“ norður á Vatnsdalsá hér um árið, við töldum það geta verið örugg- ari máti til stjórnaðrar nauðlend- ingar á vatni í stað „stall“-lend- inga sem eru almennt kenndar. Við vorum að vísu kærðir fyrir at- hæfið, en fyrir tilstilli Arnar fengust til landsins sérfræðingar frá NASA í Bandaríkjunum, þeir töldu þessa aðferð hættuminni og unnum við málið en Flugmála- stjóri greiddi allan málskostnað. Örn var mörgum kostum bú- inn, áræðinn, fljótur að átta sig, úrræðagóður, fastur fyrir og gat verið snjall í samningum. Smá- munatal og lítilsmetin mál fóru ekki vel í hann, en hann var traustur flugfélagi og meðeigandi og vinur í 35 ár. Einnig gerðum við félagarnir saman upp flugvél- ina og rákum saman flugskýli í áraraðir. Nú er FKM einn öflug- asti flugklúbbur á Íslandi, ekki síst fyrir Örn Johnson. Votta sonum Arnar og fjöl- skyldum þeirra samúð mína. Góða ferð, kæri vinur. Jón Karl Snorrason. Fyrir hönd Lionsklúbbs Sel- tjarnarness vil ég minnast Arnar okkar Johnson. Örn var einn af okkar öflug- ustu félögum og verður hans sárt saknað. Undanfarið hafði Örn gegnt stöðu svæðisstjóra um- dæmis 108 hjá Lion. Hann gegndi stöðu ritara í okkar klúbbi og sýndi þar mikið frumkvæði og sá um að allir hlutir væru fram- kvæmdir eins og lagt var upp með. Með veirunni þurfti að notast við nýja tækni við fundina og sá hann um að tengja félagana sam- an í gegnum Zoom með góðum árangri. Jóladagatölin sem klúbburinn sér um að dreifa frá Akranesi til Selfoss er stærsta fjáröflunar- verkefni klúbbsins, en þar fór Örn fremstur í flokki. Með frá- falli hans er stórt skarð höggvið í Lionsklúbbinn okkar. Við klúbbfélagar hans kveðj- um góðan félaga og samstarfs- mann. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) F.h. Lionsklúbbs Seltjarnar- ness, Hannes E. Halldórsson. ✝ Guðrún Erna Sigurbald- ursdóttir fæddist á Ísafirði 3. desem- ber 1935. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 27. febrúar 2021. Foreldrar henn- ar voru Sig- urbaldur Gíslason, skipstjóri á Ísa- firði, f. 25.1. 1898, d. 7.1. 1983, og Petrína Þórðardóttir, hús- freyja á Ísafirði, f. 22.4. 1900, d. 6.10. 1971. Systkini Ernu voru: 1) Þór- veig Hulda, húsfreyja í Kópa- vogi, f. 21.5. 1921, d. 28.5. 1955. Maki Bóas Daði Guð- mundsson, f. 20.3. 1919, d. 5.1. 1969. 2) Fanney, f. 4.11. 1924, d. 29.8. 2008, skólastarfsmaður í Reykjavík. Maki Bergvin Jónsson. 3) Baldur, f. 26.1. 1930, d. 15.12. 2016, skipstjóri í Grindavík. Maki Valgerður María Guðjónsdóttir. 4) Rich- ard, f. 17.12. 1934, d. 30.3. 2011, bókari í Reykjavík. Maki Dagný Jóna Guðlaugsdóttir. Hólmfríður Sigríður, f. 10.9. 1965, viðskiptafræðingur í Mosfellsbæ, maki Ragnar Stef- ánsson, f. 7.9. 1961. Börn þeirra eru: a) Sigurður Örn, f. 25.11. 1991, unnusta Helena Ríkey Leifsdóttir, b) Stefán Orri, f. 7.10. 1994, unnusta Eva Katrín Sigurðardóttir, börn þeirra eru Rúnar Elí f. 26.5. 2018 og Daníel Ernir f. 16.3. 2020, c) Davíð Fannar, f. 14.4. 1998. 2) Pétur Örn Sigurðsson, f. 18.7. 1967, rekstrarhagfræð- ingur í Reykjavík. Erna ólst upp á Ísafirði og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar árið 1953. Hún starfaði við af- greiðslustörf og önnur almenn verslunarstörf hjá Bókhlöð- unni - bókaverslun Jónasar Tómassonar, að Hafnarstræti 2 á Ísafirði, frá október 1954 til ársloka 1960, en fluttist þá til Reykjavíkur. Þar starfaði Erna hjá gjafa- og leikfangabúðinni Liverpool að Laugavegi 18A og hjá Leikfangabúðinni að Laugavegi 72, en lengstum hjá Hagkaupum hf. í Skeifunni 15 frá nóvember 1976 til desem- ber 2004, fyrst í búsáhalda- deild en síðar í sérvörudeild snyrtivara, þar til hún fór á eftirlaun. Útför Ernu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 12. mars 2021, klukkan 13. Foreldrar Ernu, Sigurbaldur og Petrína, tóku í fóstur og ólu upp sem sinn son Krist- in Sigurvin Karls- son sjómann, f. 30.10. 1932, d. 7.3. 2004. Maki Stella Eyrún Clausen. Móðir Kristins var Þórey Solveig Þórðardóttir, syst- ir Petrínu. Eftir andlát systur Ernu, Þórveigar Huldu, ólst sonur Þórveigar Huldu, Baldur Þór Bóasson, f. 23.6. 1944, d. 16.2. 2021, útgerðarmaður á Siglufirði, einnig upp á heim- ilinu. Maki Hrólfdís Hrólfs- dóttir. Erna giftist þann 14.7. 1962 Sigurði Hólm Þorsteinssyni, f. 28.1. 1935, d. 10.10. 2017, mál- arameistara í Reykjavík. For- eldrar hans voru hjónin Mar- grét Sigríður Magnúsdóttir, f. 25.11. 1909, d. 27.1. 1993, hús- freyja og Þorsteinn Bertel Jónsson, f. 19.7. 1908, d. 16.7. 1984, málarameistari. Börn Ernu og Sigurðar eru: 1) Ástkær móðir mín, Erna Sig- urbaldursdóttir, er látin á 86. aldursári. Lífshlaup móður minnar hófst í barnmargri fjölskyldu foreldra hennar þeirra Petrínu og Sigurbaldurs í Fjarðarstræti 38 á Ísafirði í húsi sem nefnist Aldan. Almenn lífskjör fólks þá voru ólík því sem nú tíðkast. Lífsbaráttan fyrir vestan hefur eflaust verið hörð og haft mót- andi áhrif en verið gott vega- nesti út í lífið. Leiðir hennar og föður míns, Sigurðar Hólm Þorsteinssonar, málarameistara í Reykjavík, lágu fyrst saman í Vetrargarð- inum í Reykjavík, en sá staður var hluti af Tívolíinu í Vatns- mýrinni. Þau giftu sig 1962 og höfðu verið farsællega gift í 55 ár þegar faðir minn lést 10. október 2017. Eftir skólagöngu á Ísafirði, vann móðir mín á Ísafirði til 25 ára aldurs og flutti þá til Reykjavíkur og tók að sér ýmis verslunarstörf fram að barn- eignum. Hún gerði þá hlé á at- vinnuþátttöku sinni. Hún fór síðan aftur út á vinnumarkaðinn 1976, er hún hóf störf hjá versl- un Hagkaupa í Skeifunni og starfaði þar samfellt í 28 ár þar til hún fór á eftirlaun 2004. Móðir mín naut sín þar vel, það átti vel við hana að vera innan um margt fólk og ekki skemmdi fyrir rík þjónustulund hennar. Hún hélt áfram góðum tengslum við sterkan og sam- heldinn hóp fyrrum samstarfs- kvenna eftir að starfi lauk. Foreldrar mínir voru bestu vinir, sem stóðu þétt saman alla tíð, höfðu gaman af félagsskap hvort annars og studdu hvort annað í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur. Móðir mín var góð húsmóðir, sem bjó fjöl- skyldunni notalegt heimili og vildi alltaf hafa hreint og snyrti- legt í kringum sig. Hún var meistarakokkur og bakaði dýr- indiskökur. Móðir mín hafði gaman af tónlist og ólst ég upp við það í barnæsku að tónlistin ómaði í útvarpinu í gegnum þætti eins og Á frívaktinni á fimmtudögum og Óskalög sjúklinga á laug- ardögum. Önnur áhugamál voru ættfræðigrúsk og þjóðlegur fróðleikur. Henni var annt um þá sem stóðu henni nærri í báð- um ættum mínum og fylgdist vel með lífi þeirra, námi og störfum. Móðir mín hafði hlýja og góða nærveru. Hún var gam- ansöm og ákveðin, oft skemmti- lega hreinskilin og lét stundum skoðanir sínar í ljós með húm- orinn að vopni þegar henni fannst þess þurfa. Hún var ákaflega vönduð og góð mann- eskja, glöð og kát, enda vel liðin af samferðafólki sínu og trygg- ur vinur vina sinna. Ég minnist allra notalegu samverustundanna allt til hinsta dags. Á þessum tímamót- um er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir ástríki hennar og umhyggju er ég kveð minn besta vin og ástkæra móður. Eftir stendur hafsjór af minn- ingum sem ég mun aldrei gleyma. Blessuð sé minning hennar. Pétur Örn Sigurðsson. Elsku mamma, það hefur verið erfitt að horfa á þig hverfa hægt og rólega inn í annan heim og sjá sjúkdóminn sem nú hefur lagt þig ná yfir- höndinni. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir væntumþykjuna og áhugann sem þú sýndir ömmustrákunum þínum en þeir voru þér svo kærir. Hvernig þú tókst á móti Ragnari í fjölskyld- una er mér dýrmætt en á milli ykkar var fallegur strengur. Nú eruð þið pabbi sameinuð á ný og er ég viss um að hann hefur tekið vel á móti þér. Ég á mér draum um betra líf. Ég á mér draum um betri heim. Þar sem allir eru virtir, hver á sínum stað, í sinni stétt og stöðu. Þar sem allir eru mettir gæðum sannleikans. Þar sem allir fá að lifa í réttlæti og friði. Þar sem sjúkdómar, áhyggjur og sorgir eru ekki til. Og dauðinn aðeins upphaf að betri tíð. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég vil færa starfsfólki Grundar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun og hlýju í garð móður minnar. Góða ferð elsku mamma og hvíl í friði. Þín dóttir, Hólmfríður. Í dag kveðjum við Ernu föð- ursystur okkar sem verður okk- ur alltaf minnisstæð. Hún er sú síðasta úr hópi systkinanna sem kveður þessa jarðvist. Erna var okkur góð frænka. Í gegnum öll uppvaxtarárin var hún okkur nálæg í sérstökum skilningi þó svo að árin liðu og við næðum ekki að hittast mikið. Við gátum þó í mörg ár treyst á að finna hana á milli rekkanna í Hag- kaup í Skeifunni þar sem hún vann til margra ára. Já, á milli rekkanna var húmorinn aldrei langt undan. Við fengum fréttir af ættingjum og Erna vildi heyra af okkur í Grindavík. Erna ólst upp á Öldunni á Ísó eins og hún kallaði heimabæinn alltaf. Afi var skip- stjóri og amma með næg verk- efni heima við. Þessi fjölskylda fékk eins og fleiri fjölskyldur sinn skammt af mótlæti og sjálfsagt hefur það haft sitt að segja í lífi þeirra og samskipt- um sín á milli. Frásagnargáfa og leiftrandi húmor var þó aldr- ei langt undan og gaman að vera saman undir þannig kring- umstæðum. Erna var eins og fólkið okkar mikil barnakona. Þegar móðir okkar kom frá Reykjavík vestur á Ísafjörð með Helgu systur okkar þá fimm ára tók Erna henni afskaplega vel. Fljótlega fæddist Peta og var Erna mikið í kringum þær mæðgur á þess- um árum. Á þeim tíma var hún ung og ólofuð og enn í foreldra- húsum. Síðar flutti hún til Reykjavíkur og stofnaði fjöl- skyldu. Móður okkar er minnisstætt þegar Erna kom heim af böllum í Alþýðuhúsinu. Þá biðu amma og afi spennt eftir að heyra eitt- hvað skemmtilegt því Erna gat leikið og sagt skemmtilega frá og hún átti svo auðvelt með að sjá spaugilegar hliðar á fólki. Allt var þetta þó græskulaust og alltaf var stutt í samkennd og væntumþykju gagnvart þeim sem minna máttu sín. Síðari ár hafa smám saman tekið Ernu í burtu þar sem hún glímdi við alzheimersjúkdóm- inn. Síðast þegar við hittum hana fórum við ekki varhluta af því en samt sem áður var húm- orinn hafður uppi og gátum við eins og svo oft hlegið með henni. Við viljum að lokum þakka Ernu fyrir velvildina og áhugann á okkar viðfangsefnum og endum á orðum hennar sem eru okkur minnisstæð: Erum við ekki öll eitthvað sérstök? Hólmfríður og fjölskylda og Pétur, við vottum ykkur inni- lega samúð. Megi minningin um móður ykkar verða ljós á veg- inum. Petrína Baldursdóttir og Rósa Signý Baldursdóttir. Guðrún Erna Sigurbaldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.