Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Í gær var greintfrá því aðKomm-
únistaflokkurinn í
Kína hefði fengið
þingið þar í landi til
að samþykkja nýja
löggjöf sem gerir
endanlega út af við
lýðræði í Hong Kong. Löggjöfin
var samþykkt með 2.895 atkvæð-
um gegn engu, sem sýnir við
hverju íbúar Hong Kong mega
búast af þingi sínu í framtíðinni,
en meðal þess sem nýju lögin
eiga að tryggja er að einungis
„þjóðhollir“ Hong Kong-búar
geti boðið sig fram til setu á
þinginu þar. Fulltrúi utanríkis-
ráðuneytis Kína skýrir „þjóð-
hollustuna“ á þann veg að ekki sé
verið að tala um einlitt þing,
enda hafi kínversk stjórnvöld
skilning á blandaðri menningu
Hong Kong. „Þjóðhollustan“
þýði hins vegar að frambjóð-
endur til þings Hong Kong verði
að „elska Alþýðulýðveldið Kína
eins og það er nú undir stjórn
Kínverska kommúnistaflokks-
ins“.
Ekki þarf að koma á óvart að
lýðræðissinnar hafi gagnrýnt
löggjöfina harðlega, sem og alla
framgöngu Kínverska komm-
únistaflokksins í landinu, sem
hefur látið handtaka mikinn
fjölda stjórnarandstæðinga og í
raun þegar afnumið það litla lýð-
ræði sem eftir var í Hong Kong,
meðal annars með því að fresta
kosningum í fyrra. Ástæðan sem
gefin var fyrir þeirri frestun var
kórónuveirufaraldurinn, en hann
hefur þó ekki hindr-
að aðra starfsemi í
Kína eða kosningar
annars staðar.
Íbúum Hong
Kong var lofað því
þegar Bretar létu
Hong Kong af hendi
til Kína árið 1997 að
þeir fengju að búa við óbreytt
stjórnarfar í hálfa öld. Það loforð
entist innan við helming þess
tíma. Þetta skýrir hörð viðbrögð
lýðræðissinna, til að mynda Lo
Kin-hei, formanns Lýðræðis-
flokks Hong Kong, sem var
handtekinn árið 2019 fyrir þátt-
töku í óleyfilegri samkomu.
Hann bendir á að nýju lögin séu
það versta sem gerst hafi frá því
að Hong Kong var afhent Kína
og að það sem gerst hafi síðasta
árið sýni að „stjórnvöld muni
gera hvað sem þau vilja, hvenær
sem þau vilja og hvernig sem þau
vilja, á þann hátt sem hefði áður
verið óhugsandi“.
Gagnrýni hefur einnig borist
að utan, meðal annars frá Bret-
landi og Japan sem hafa lýst
miklum áhyggjum af þróuninni,
og sömuleiðis hafa borist fréttir
af því að vaxandi efasemdir séu
meðal erlendra fyrirtækja í
Hong Kong og að sum þeirra
hyggist færa starfsemi og starfs-
fólk annað, til að mynda til
Singapúr.
Miklu skiptir að kínversk
stjórnvöld finni fyrir slíkum við-
brögðum þó að reynslan sýni að
litlar líkur séu á að þau láti álit
annarra hafa áhrif á sig í þessu
efni.
Þingið í Kína sam-
þykkti með 2.895
atkvæðum gegn
engu að gera þingið
í Hong Kong óvirkt}
Lýðræðið afnumið
Rupert Murdochvarð níræður í
gær. Það væri ekki
að öðru jöfnu sér-
stök frétt. En þessi
blaðakóngur hefur
lengi verið að og er
enn að. En við vitum að „blaða-
kóngar lengi hafa lýðinn frætt,“
enda heimildin „Tóta litla tindil-
fætt“.
Og útgefandinn gefur ekkert
eftir hvar sem borið er niður.
Þegar ríkisstjórnarhöfðingjar
hér og hvar kveinka sér undan
misnotkunaráráttu fjölmiðlarisa,
sem tuddast áfram á grundvelli
auðs, tækni og lagaskjóls fyrir
nokkurri minnstu ábyrgð á fram-
göngu sinni gera þeir ekkert með
það. En þegar Murdoch ræskti
sig lágt í kjölfarið fór samstundis
um þá. Jafnvel úthaldsbesta goð
rokksins þurfti að horfa á frauku
sína flýja í náðarfaðm gamla
brýnisins.
Og afmælið í gær nýtti hann til
að árétta að hann væri verkum
hlaðinn og skaut því næst og ekki
úr neinu launsátri á ólundarliðið
sem prédikar að málfrelsi rísi
áfram undir heilögu nafni sínu
þótt einungis sé opið ofstæk-
isfullu meinlokuliði og svo þeim
sem beygja sig í
ógeðfellt og mann-
skemmandi duft
þeirra.
Murdoch braust
undan oki verka-
lýðshreyfinga sem
þröngsýnar klíkur höfðu náð á
sitt vald. Ákvörðun hans um að
láta ekki kúgast tryggði tilveru-
tíma fjölmiðla í áratugi. En þrátt
fyrir hugrekki og afl hefði Mur-
doch orðið undir hefði hann hefði
ekki átt skjól af pilsfaldi Marg-
aretar Thatcher, sem dugði betur
en mörg skotheld vesti lög-
reglusveita.
Að vonum þótti honum lítið
koma til árása léttadrengja í garð
frúarinnar síðar og hafði smátt
álit á Major eftirmanni hennar.
Það réð úrslitum að Murdoch lét
The Sun, sem var og er útbreitt
mjög, kúvenda frá stuðningi við
Íhaldsflokkinn og til Blair sem
komst með myndarlegum sigri
inn í númer 10 við Downing-
stræti. Á hinn bóginn er ekki við-
eigandi að að nefna hvernig Blair
„verðlaunaði“ þennan pólitíska
velgjörðarmann sinn síðar meir.
En þá gilti hið sama og um Keikó,
að það sagði meira um Blair en
blaðakónginn.
Á síðari tímum getur
vart meiri áhrifa-
manns í heimi fjöl-
miðla en Murdoch}
Önnum kafinn sem áður
E
kkert fer jafnmikið í taugarnar á
bændum og að heyra að þeir lifi á
ölmusum frá ríkinu. Neytendum
finnst líka afleitt hve matarkarfan
er dýr. Það er kominn tími á sátt.
Á hverju ári renna um 30 milljarðar króna til
landbúnaðar. Helmingurinn kemur beint frá
ríkinu en hinn hlutinn er greiddur af neytendum
í formi yfirverðs á landbúnaðarafurðum í skjóli
tolla og innflutningskvóta. Halldór Blöndal lét
meta þennan hluta af sérfræðingum meðan
hann var landbúnaðarráðherra. Síðan hafa flest-
ir viðurkennt þessa byrði neytenda af verndinni.
Í nýlegri grein í Vísbendingu segir Sigurður
Jóhannesson: „Gefum okkur líka að stuðn-
ingnum sé einkum ætlað að styðja við byggð í
sveitum, gamlan atvinnuveg og menningu. En ef
þetta eru meginmarkmið landbúnaðarstefn-
unnar má færa rök að því að fénu sé ekki vel varið.“
Bændur eru sannarlega ekki skúrkarnir í þessari sögu.
Því miður hafa þeir oft verið óheppnir með talsmenn og
forystu sem hefur talið að hún ætti fyrst og fremst að
verja óhagkvæmt og úrelt kerfi. Nýlegur dómur um mis-
notkun Mjólkursamsölunnar á markaðsráðandi stöðu er
dæmi um þetta. Þrálátar deilur eru engum til góðs og
löngu kominn tími til að slíðra sverðin og finna hagkvæma
lausn fyrir bæði bændur og neytendur.
Hagstofa Íslands sýnir afkomu sauðfjárbúskapar, sem
líklegast er þjóðlegasta búgreinin. Um helmingur sauð-
fjárræktenda er með minna en 200 kindur. Árin 2017-18
töpuðu þessir aðilar 3-400 milljónum hvort ár. Skuldir
þeirra voru nálægt þremur og hálfum milljarði
króna. Þær skuldir verða ekki greiddar af slík-
um rekstri. Stærri búin voru þó réttum megin
við strikið í afkomu en skuldir miklar og eigið
fé lítið.
Vill stór hluti þjóðarinnar samt ekki einmitt
styrkja þennan þjóðlega rekstur? Fólki finnst
notalegt að sjá kindur flæða um hálendið og
naga grasbörð. Margir borga glaðir fyrir þann
lúxus. En hvert renna peningarnir? Sigurður
segir:
„Stór hluti fjárins rennur til íslenskra fram-
leiðenda eggja, kjúklinga og svínakjöts. Þeir
geta sett upp hátt verð í skjóli hárra tolla á
þessum vörum. Á árunum 2017-2019 var fram-
lag neytenda vegna þessa yfir 70% af því sem
bændur fengu fyrir kjúklinga og egg og rúmur
helmingur af því sem bændur fengu fyrir
svínakjöt. Kjúklinga-, eggja- og svínabú eru fá og minna
meira á verksmiðjur en hefðbundinn búskap. Þau breyta
litlu um byggð í sveitum. Tilvera þeirra réttlætir tæpast
milljarðastuðning.“
Með beingreiðslum til þeirra sem stunda alvörubúskap
má fella niður tolla og innflutningskvóta og greiða sam-
bærilega fjárhæð beint til bændanna. Þá batnar hagur
beggja, neytenda og bænda. Ríkið gæti jafnvel greitt upp
skuldir allra sauðfjárbænda gegn hagræðingu í greininni.
Allt sem þarf er vilji og þor til þess að fórna óhagkvæmu
kerfi.
Benedikt
Jóhannesson
Pistill
Hættum að niðurlægja bændur
Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
É
g skil ekkert í þessu, næ
ekki upp í það hvaða rugl
þetta er í þessu hyski.
Þetta er ekki þjófnaður,
þetta er rán. Munurinn á þjófi og
ræningja er sá að ræninginn kemur á
daginn en þjófurinn um nóttina,“ seg-
ir Pétur Guðmundsson, aðaleigandi
jarðarinnar Ófeigsfjarðar á Strönd-
um norður, um kröfu ríkisins um að
meginhluti Ófeigsfjarðarheiðar og
þar með upptökusvæði alls vatns til
fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar verði
úrskurðaður þjóðlenda.
Óbyggðanefnd ákvað á síðasta
ári að taka til meðferðar tiltekin af-
mörkuð svæði í landshlutum sem
nefndin hefur áður úrskurðað um. Í
þeim málum háttaði svo til að ríkið
hafði ekki gert kröfur um að umrædd
lönd og landskikar yrðu úrskurðuð
þjóðlendur en óbyggðanefnd vakið
athygli á að óvissa kynni að ríkja um
eignarhald. Hins vegar er óbyggða-
nefnd ekki heimilt, samkvæmt dóm-
um Hæstaréttar, að úrskurða um
svæði sem ríkið hefur ekki gert kröfu
til.
Með breytingum á þjóðlendu-
lögum var nefndinni heimilt að fjalla
um þessi mál að nýju.
Ríkið gerði kröfu um öll þau
lönd sem óbyggðanefnd hafi á sínum
tíma gert athugasemdir við. Þau voru
upphaflega sautján en mörg hafa
verið sameinuð og eru nú níu talsins.
Nú hefur óbyggðanefnd kallað eftir
kröfum þeirra sem kunna að eiga
öndverðra hagsmuna að gæta.
Jarðamerkjabréf sögð óljós
Langstærsta landsvæðið er
austan og sunnan Drangajökuls.
Gengið er út frá því að svæðið næst
sjónum verði talið eignarland
jarðanna en heiðarlöndin upp til jök-
uls og sunnan við jökul verði úr-
skurðuð þjóðlenda. Fullyrt er að
landamerkjabréf jarðanna séu að
nokkru leyti óljós hvað varðar landa-
merki gagnvart jöklinum og heiðinni
austan og sunnan hans. Auk þess
bendi gróðurfar til þess að stærsti
hluti kröfusvæðisins sé utan eign-
arlanda.
Pétur frá Ófeigsfirði hyggst
taka til varna. „Við eigum þangað
sem vötnum hallar. Við gerðum at-
hugasemdir við að okkar hluti af
Drangajökli væri þjóðlenda en sætt-
umst á að þeir dæmdu málið þannig.
„Ég skil ekki þetta kjaftæði um þjóð-
lendu og þjóðgarðinn. Þetta er ein-
hver almesta vitleysa sem nokkrum
manni hefur dottið í hug.“
Telur Pétur greinilegt að til-
gangurinn með málinu sé að koma í
veg fyrir virkjun Hvalár. Það sé
hugsunin hjá þessu liði að stoppa allt,
sama hvort það séu atvinnuvegir,
samgöngur eða annað sem snerti
Vestfirðina. Hvetur hann fólkið frek-
ar til að fá sér almennilega vinnu en
að standa í þessu. Segir Pétur að
kröfugerð um þjóðlendu breyti ekki
miklu fyrir eigendur jarðarinnar.
Þeir séu sjálfbærir. Það breyti hins
vegar töluverðu fyrir Vestfirðinga ef
komið verður í veg fyrir virkjun
Hvalár.
Deilur hafa staðið um Hvalár-
virkjun. HS Orka setti undirbúning
hennar tímabundið á ís á síðasta ári
og voru markaðsaðstæður til-
greindar sem ástæða.
„Þetta er ekki þjófn-
aður – þetta er rán“
Hv
alá
H
va
lá
Krafa ríkisins um
þjóðlendumörk
Ríkið gerir kröfu um
svæði austan og
sunnan Drangajökuls
Mörk
þjóðlendu
skv. úrskurði
óbyggða-
nefndar 2019
Krafa
ríkisins um
þjóðlendu 2021
Óbyggðanefnd er langt komin
með verkefni sitt en það er að
úrskurða um það hvort lönd
teljist eignarlönd eða þjóð-
lendur. Nefndin er nú að fjalla
um kröfur ríkisins um þjóð-
lendur í Ísafjarðarsýslum, auk
svæðanna sem sagt er frá hér
til hliðar.
Málsmeðferð er ekki hafin á
tveimur landsvæðum, annars
vegar á Austfjörðum og hins
vegar á eyjum og skerjum í
kringum landið. Reiknað er með
að þau verði tekin til meðferðar
á þessu ári og úrskurðir verði
kveðnir upp á næstu tveimur til
þremur árum.
Tvö svæði
alveg eftir
STÖRF ÓBYGGÐANEFNDAR